Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 43
MORGÚNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1986 43 Það góða sem ég vil Árni Helgason skrifar: nJa, nú er ég hættur að fatta," sagði Klausen vinur minn þegar honum fannst þjóðlífið snúast öðruvísi en til gagns og gæfu fyrir þegnana, en hann var líka alinn upp í anda þess sem vildi bæta mannlifið og standa vörð um hamingju hvers manns. Sem sagt: Allt sem vísaði veginn upp á við var hans mottó. Mér er eins farið. Hvernig á maður að skilja tilveruna í dag, ég hitti varla mann sem ekki fyllist ótta ef minnst er á óreglu og áfengis- neyslu í dag og er sammála um að þetta geti ekki haldið svona áfram. En þó eru ótal hendur á lofti og sterk samhjálp jafnvel þeirra ólíklegustu, ef þarf að opna vínveitingahús og hjálpa þeim sem þar eru ötuiir við að breyta heilbrigðum þegnum í alkóhólista. Jafnvel borgin sem líður fyrir þetta er altaf reiðubú- in að veita þessu brautargengi. Reksturinn ber sig ekki nema við fáum vinveitingaleyfi segja for- sprakkarnir og á þetta er hlust- að. Á sannri íslensku heitir þetta að veitingastaðirnir geti ekki grætt nema á veikleika með- bræðra sinna. Núna ætlaði hátt- virtur dómsmálaráðherra að manna sig upp og setja einhverj- ar bremsur á áfengiselfarnar en þá bárust nú hljóð úr öllum hornum og jafnvel þeim hornum sem voru áður ákveðin að segja þessu böli stríð á hendur. Jafn- vel hefir heyrst að mesta nauð- syn væri að leggja áfengisvarn- BréfriUri telur áfengt öl vera hinn i arnefndir niður. Þetta er skilj- anlegt þegar haft er í huga að þessar uppeldisstofnanir þjóð- félagsins þurfa að hafa næði til að „bæta“ mannlífið. Fá fólkið úr eðlilegum stellingum rugg- andi og talandi alls konar vit- leysu. Vita að alltaf er hægt að bæta við afvötnunarstofnunum. Ja, hún er kúnstug menningar- baráttan í dag. Við erum nú komnir í áfengfsmenningunni fram úr Afríkubúum og með þessu „frelsi" og hjálp ráða- manna þjóðarinnar eigum við skammt í að ná Grænlendingum og ef til vill er þetta sem stefnt er að. Ég á bágt með að trúa að jafn bölvald. ágætur og góður drengur eins og borgarstjóri er hafi ekki sínar áhyggjur af framvindu þessara mála og hann veit líka að gróði borgarinnar getur aldrei verið í dvínandi manndómi og eyðilögð- um góðum starfskröftum. Maður heilbrigðra hugsana hlýtur að velta ýmsu fyrir sér í dag. En vínveitingahúsin græða. Þar er ekki áhættan. Þar talar enginn um dýrtíð, seðlarnir fjúka hvað sem öðru líður og við þetta býður skilvísin skipbrot. Við sjáum hallirnar rísa. Risa- veldin. Byrjar í Hollywood, síðan er það Broadway og nú er það Golgata. Bréfritari er i öndverðum meiði við hinn framsýna mann er reit Velvakanda fyrir skemmstu og lagði til að tjörnin yrði fyllt jarðvegi og notuð sem bílastcði. Fjarstæðukennd hugmynd Nýstárleg pizza Þrjú mjög óánægð skrifa: Eitt kvöld fórum við þrjú sam- an á E1 Sombrero og pöntuðum þar pizzu og létt vín með. Glösin voru vel óhrein, en létum við það vera því kvartandi viðskiptavin- ir eru nú ekkert skemmtilegir. Pizzan bragðaðist ágætlega þangað til eitt okkar fékk beitt- an járnbút i pizzunni. Við sýnd- um gripinn þegar við ætluðum að borga og var afgreiðslufólkið hissa sem von var en var heldur áhugalítið um að gera nokkuð I málinu. En af tæplega 1.200,00 krónum sem reikningurinn hljóðaði uppá var okkur boðinn 50,00 kr. afsláttur vegna brota- járnsins og ekki einu sinni beðin afsökunar. læðingar efalæða hefjast vetur , IM Sunbuwlii Islenskriil ektendn (StL) er unmftl A heQs Beðlngnr refn-l etnr. TUgnngurtan «r iið l , kynbétum og nuftvekln gln verftmmtnri litnr | refnnkinnn. jLgnnr Björnsson frnm- ..r ..t aotrði aö Vísa vikunnar Rut Tómasardóttir skrifar: Ágæti Velvakandi. Ég er alveg stórhneyksluð á að þessi „framsýni" maður sem skrif- aði í blaðið 2. ágúst skuli láta sér detta það í hug að fylla tjörnina upp með jarðvegi. Tjörnin er yndi og stolt borgarbúa. Ef hann vill stórhýsi og læti getur hann farið eitthvað annað. Það eru alveg ör- ugglega fleiri sammála mér. Með fyrirfram þakklæti. Náttúrunnar nautnasvið nýja steggi hefir. Laeðast menn um lágnættið og látast vera refir. Hákur Innilegar þakkir og kveöjur til allra sem glöddu mig á margan hátt á 90 ára afmæli mínu þann 25. júlí sl. ' Guð blessi ykkur öli Valgerður Sigurþórsdóttir frá Lambhaga. Takið eftir! í kvöld og nk. sunnudagskvöld kl. 20.30 veröa almennar samkomur í Grensáskirkju. Ræöu- maöur veröur Ken Wright frá Nýja-Sjálandi sem kunnur er víöa um lönd fyrir þjónustu í kraifti Jesú Krists. Veriö hjartanlega velkomin. Vegurinn — Nýtt líf í SKÁLHOLTS KIRKJU SÍDASTA HÁTÍDARHELGIN Laugardag kl. 15: Svitur eftir Hándel Eva Nordenfelt, sembal Laugardag kl. 17: og sunnudag kl. 15: Kammerverk eftir Bach og Handel Clas Pehrsson, blokkflauta. Ann Wallström, barokktlauta og Eva Nordenfelt. sembal. Sunnudag kl. 17: Messa. ÓKEYPIS AÐGANGUR Áætlunarferöir frá Umferöarmiöstöðinni í Reykjavík laugardag og sunnudag kl. 13. Bladburóarfólk óskast! Úthverfi Vesturbær Logafold 1 —119 Hraunbær 44—68 Ystibær og fl. Þykkvabær og fl. Þingás Kópavogur Hrauntunga 1—48 Tómasarhagi 32—57 Hagamelur 41—55 Vesturgata 46—68 Austurbær Njálsgata 24—112 Bergstaöastræti 1—57 Miöbær II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.