Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐID, FOSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1985
9
Sumarbúðirnar í Vatnaskógi
Nokkur pláss laus fyrir drengi 12 ára og
eldri, 22.—30. ágúst. Nánari upplýsingar í
síma 13437, kl. 8.30—16.30.
SÍNE-félagar
Sumarráðstefnan veröur haldin laugardaginn 10.
ágúst nk. í stofu 201 í Árnagarði og hefst kl. 14.00
stundvíslega.
Umræðuefni samkvæmt félagslögum.
Stjórnin
$
MM
vr.Á'S t' f ’.flK'r' t!i
---------I—
PELSINN
Kirkjuhvoli. sími 20160.
„Merkingar-
laus orða-
flaumur“
SigurAur Líndal, prófess-
or, segir nu. svo f grein í
Orator, þar sem hann fjall-
ar um ágalla stjórnsýslu-
máls hér á landi:
,,Skyld þessu vióhafn-
arsjónarmiði er sú árátta
margra sérfrsóinga að fara
einatt kringum augljósan
kjarna hvers máls með
merkingarlausum orða-
flaumi. Gstir þessa eink-
um hjá iðkendum ýmissa
nýrra fneða (Ld. á sviði
tskni- og félagsmálaefna)
sem mjög hafa komizt i
tízku á síðari árum. Vekur
ritháttur af þessu tagi grun
um að verið sé að sýnast —
Ijá einhverju vægi sem i
reynd sé léttvsgL Frá
nýmenntafólkinu hefur rit-
háttur þessi borízt inn í
stjórnsýslumálið. — Sá
sem er að þróa markaðss-
etningu á tilteknum vöru-
flokkum álítur það áreið-
anlega mjög hversdagslegt
og óvissindalegt að selja
vöru, svo að dæmi sé nefnt.
Þá þykja málalengingar
iðulega til lýta í textum
stjórnvalda. Einkenni
þeirra eru oftast, að rítuð
eru tvö orð í stað eins, um-
ritanir notaðar í stað þess
orðs sem við á, óþarfa orð-
um og upptalningum hrúg-
að í texta, Ld. stjórnar-
skipti verða ekki, þau eiga
sér stað, menn leggja
stund á athugun i stað þess
að athuga ojs.frv.
Óskýr texti og málaleng-
ingar haldast einatt í hend-
ur þannig að stla má að
höfundur kjósi af einhverj-
um ástæðum að vikja sér
undan að ræða kjarna
málsins. Krafa um hnit-
miðaða framsetningu er
jafnframt krafa um hnit-
miðaða hugsun.
Loks er nafnorðasýki
einhver algengasti ágalli
stjórnsýslutexta. í eðlilegri
setningu er umsögnin sá
kjarni sem önnur orð rað-
ast um, eins og í setning-
unni læknirínn rannsakar
sjúklinginn, og hún er eðli-
leg. Sögnin rannsakar lýsir
þvf sem er kjarni málsins.
Gerandinn, læknirinn, er
frumlag og það andlag,
sem athöfn beinist að,
sjúklingurinn. Nafnorða-
sjúkur höfundur orðar
setninguna eitthvað á
þessa leið: Læknirinn
framkvæmdi rannsókn á
sjúklingnum. Umsögnin
rannsakaði hefur hér
breytzt i nafnorðið rann-
sókn og verknaði er lýst
með merkingarlítilli sögn,
framkvæmdi; umsögnin
sem á að vera þungamiðja
setningarinnar segir í
reynd ekkert, en orðið sem
á að greina frá athöfninni
er orðið áhrifalítið andlag.
Sigurður Líndal, prófessor
Málfar
°g
stiórnarfar
„Ágallar stjórnsýslumálsins"
Sigurður Líndal, prófessor, ritar grein í Orator, blað laganema,
þar sem hann fjallar m.a. um ágalla stjórnsýslumálsins og hugs-
anlegar úrbætur. Ágallana telur Siguröur m.a. af þrennum toga:
1) ihaldssemi og heföartryggö, 2) Sérfræöingar á afmörkuðum
sviðum tali oft sín á milli eigin mállýzku, 3) Sú hugmynd aö
stjórnsýslutextum hæfi betur „viöhafnarmálfar" en „einfaldur og
hversdagslegur" texti. Staksteinar bera niöur í grein prófessors-
ins þar sem hann tíundar dæmi um ágalla stjórnsýslumálsins og
fjallar um úrbætur.
Hér mætti nálega æra
óstöðugan.“
rannsókn, og hinu eigin-
lega andlagi er aukið við
sem forsetningarlið, á
sjúklingnum.
Setningin er ekki ein-
göngu orðin lengrí heldur
hugsunin öll slappari.
Aþekk dæmi eru þegar
nafnorð eru notuð í stað
lýsingarorðs, Ld. maður er
ekki gætinn, heklur sýnir
hann af sér gætni, eða lýs-
ingarháttur nútíðar notað-
ur að óþörfu: Flugvélin er
fljúgandi yfir bænum í
staöinn fyrir, fhigvélin flýg-
ur yfir bæinn.
Oft er notkun nafnorða
eðlileg, svo sem til blæ-
brigða, og áherzlumunur
kann að vera á setningu
eftir því hvort valin eru
nafnorð eða sagnorð. Að-
fínnsluverð er hins vegar
hugsunarlaus notkun nafn-
orðahröngls.
Loks er að geta ýmissa
tízkuorða sem eru ekki
skilyrðislaust aðfínnslu-
verð, heldur annaðhvort
ofnotuð eða ranglega notuð
og þannig að til verulegra
lýta er. Sem dæmi um orð
af þessu tagi má nefnæ
ársgnindvöllur, vandamál,
alvarlegur (ástand er orðið
alvarlegt, horfur alvarlegar
og menn líta alH, sem úr-
skeiðis fer, alvarlegum
augum), gæði (betrí gæði,
verrí gæði, minni gæði,
meiri gæði, minni eða
meiri aukning gæða
oji.frv.), hækka og lækka
(verðbólga hækkar, kaup-
máttur lækkar, jafnvel
lífskjör lækka), hanna og
byggja (vegir eru hannaðir
(byggðir), skólpræsi hönn-
uð (byggð) oj.frv.). Enn
má nefna orð eins og tíðni
(aukin tíðni afbrota, minni
tiðni, vaxandi tiðni o_s.frv.)
og umfang (umfang vanda-
málsins er mikið), að ekki
sé talað um stærðargráðu
(vandamál af þt-ssari
stærðargráðu).
Urbætur
Grein Sigurðar, sem er
alllöng, lýkur á þessum
orðum:
„Ekki verður reynt að
skýra orsakir þess að
stjórnsýslumálinu er jafn
áfátt og raun ber vitni, en f
þess stað farið fáeinum
orðum um hvað megi verða
tU úrbóta.
Fyrst er það umbótavUji.
Það liggur í augum uppi að
ekkert gerist nema stjórn-
sýslumönnum og öllum al-
menningi verði IjósL hvaða
gildi góður texti hcfur í
stjórnsýslunni.
Annars beinist athyglin
að skóhinum og íslenzku-
kennshi þar. Um hana
verður enginn dómur felld-
ur hér, en eitt atriði sem
lýtur að námsskipan hlýtur
að vekja tU umhugsunar:
að íslenzka er sérstök
námsgrein. Sú hætta fylgir
augljóslega þeirrí skipan
mála, að litið sé á íslenzk-
ukunnáttu sem einangrað
fyrírbærí, sem ekki skipti
máii utan kennslustunda.
Það ýtir undir þessa skoð-
un að kennarar í öðrum
greinum hirða sumir hverj-
ir lítt um málfar og rífa
þannig niður það sem ís-
lenzkukennarar reyna að
byggja upp. Þegar íslenzk-
unámi er lokið og próf af-
staðið er eins og margir
telji sig lausa allra mála.
Hér þarf að verða sú breyt-
ing að allt nám sé öðrum
þræði íslenzkunám.
Hin síðari ár hefur
áherzla veríð lögð á það, að
kennarar læri auk sér-
greinar sinnar, uppeldis- og
kennslufræði, og eru full
starfsréttindi raunar bund-
in við það. Hitt ætti þó að
ganga framar, að enginn
verði skipaður kennari
nema hann hafi áður sýnt
að hann hafi íslenzku vel á
valdi sínu. Værí eðlilegt að
auka kröfur til kennara að
þessu leyti.
Allir verða að skilja að
ekkert er til, sem heitir að
vera fullnuma í íslenzku
fremur en öðru. Stjóm-
sýslumönnum verður
sérstaklega að gera Ijóst
hversu mikilvægur þáttur
málfarið er í starfi þeirra.
Ef það tekst má vænta
viðhorfsbreytingar.
Nú tiðkast endurmennt-
un og endurhæfing f flest-
um greinum og þá ekki sfzt
meðal þeirra sem fást við
stjórnsýslu og önnur
stjórnunarstörf. Þess munu
engin dæmi að stjórnsýslu-
menn hafi gengizt undir
endurhæfingu í íslenzku.
Ætti það ekki að vera jafn
sjálfsagt og f hverri sér-
grein?
Oft vinna menn til
launahækkunar með því að
auka við þekkingu sína og
þjálfun. Væri fráleitt að
hækka laun eftir þvf sem
starfsmaður bætti ís-
lenzkukunnáttu sína? Á
móti kæmi sú afkastaaukn-
ing og sparnaöur sem þvf
fylgdi og áður er lýsL Lík-
legt má telja að hér yrði
hagræðing sem allir gætu
haft ábata af.
Loks ætti að kveðja
málfarsráðunauta til starfa
í stjórnsýslunni sem yrðu
starfsmönnum til leiðsagn-
ar og bæni ábyrgð á að
málfar i stjórnsýslugögnum
værí a.m.k. óaðfínnanlegt.
Einn þáttur þeirrar starf-
semi værí aö semja al-
mennar leiðbeiningarregl-
ur um málfar handa stjórn-
sýshimönnum en þetta er
gert í fíestum nálægum
löndum. Þau útgjöld sem
hlytust af þessarí viðbót-
arvinnu skihiðu sér f
skjótvirkari stjórnsýslu.
Starf ráðunautanna yrði í
reynd einn þáttur hagræð-
ingar og sparnaðarviðleitni
f opinberum rekstri."
Einbýlishús til sölu
Þetta einbýlishús í Vestmannaeyjum er til sölu. Stofa, 3 góö svefnherbergi, hol,
eldhús og baö. Stór bílskúr á lóö. Kjallari er undir öllu húsinu. Skipti möguleg á
Stór-Reykjavíkursvæöinu.
Upplýsingar gefur eigandi í síma 98-2629 og Jón Hauksson, hdl. í síma 98-2000.