Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 198ö 3 Sala á drifskaftshlífum hefur fjórfaldast á tveimur árum — segir Guðmundur Eiríksson hjá Vinnueftirliti ríkisins „ÞVÍ verður ekki neitað að útbúnað- urinn á dráttarvélinni var ólöglegur, en rétt er að láta það koma fram að ekki var ætlast til að drengirnir tvcir, 11 og 12 ára gamlir, væru við dráttarvélina," sagði Guðmundur lljartarson bóndi á Grænhóli í Ölf- usi í samtali við Morgunblaðið. „Sonur minn var að vinna þetta verk og var einfær um það. Við hjónin vorum fjarverandi en drengirnir tveir áttu að fara í fjár- húshlöðu og raða þar heyböggum. Þeir höfðu ekki fengið bein fyrir- Dágott í Hofsá Ágæt veiði hefur verið í Hofsá lengst af í sumar og eru nú komn- ir um 600 laxar á land úr ánni. Hafa brúnir veiðiréttareigenda og stangaveiðimanna lyfst til muna, því ördeyða hefur verið í ánni síðustu sumur. All mikið er sagt gengið af laxi í ána og veiðist hann um alla á. Veiði þessi er ekki síst merkileg fyrir þær sakir að nokkuð var liðið á júlí er veið- in hófst í Hofsá. Laxinn er nær allur smár, 4—6 pund, en einn og einn vænni koma á land öðru- hvoru. Selá aðeins á eftir Um 270 laxar eru komnir á land úr Selá, þannig að hún er ögn á eftir systur sinni Hofsá. Kunnugir telja þó að veiðin sé minni en efni standa til, því mik- ill lax er genginn í ána. Sem dæmi má nefna að á þriðja hundrað laxar hafa gengið um teljarann í Selárfossi, en aðeins á þriðja tug þeirra hafa veiðst enn sem komið er. Laxinn í Selá er næstum allur smár eins og i Hofsá, þannig fékk eitt „hollið" um daginn 34 laxa, stærstu lax- arnir voru þrír 12—13 punda lax- ar. Hinir voru flestir 4—6 punda. Vesturdalsá gefur ekki eftir Vopnafjarðarveiðin er ef til vill best í Vesturdalsá, þar hafa veiðst um 160 laxar á tvær og hálfa dagstöng. Allt síðasta sumar veiddust aðeins um 40 fiskar í ánni, en nú er nóg af fiski, aðallega sprækum smálaxi. Deildará lífleg Um 140 laxar hafa veiðst í Deildará í Þistilfirði og er það meiri veiði en samanlagður afli nokkurra síðustu ára. Eins og í Vopnafirði er það smálaxinn sem ber uppi aflann. Mikill lax er genginn í ána. Laxá hin mikla komin yfir 1500 Nú eru komnir um eða yfir 1500 laxar úr Laxá í Aðaldal og frá hádegi laugardags og fram til há- degis miðvikudags veiddust um 200 laxar á svæðum Laxárfélags- ins, eins er veiði farin að glæðast mikið á öðrum svæðum. Það hef- ur vakið athygli Laxármanna, að all mikið er af stórum laxi í ánni. 26 punda flugulax veiddist fyrir skömmu í Vitaðsgjafa og 25 pundari geispaði golunni á Hólmavaðsstíflu. Auk þess hafa menn séð fleiri en einn lax sem eru óumdeilanlega í 30 punda fé- laginu, eða jafnvel enn stærri, en slíkir fiskar voru eitt sinn eigi fátíðir i Laxá, en lítið hefur orðið vart við þá á seinni árum. Þá má geta þess, að enn er mikið af laxi að ganga og líflegt dag hvern fyrir neðan Æðarfossa. Rúmlega . mánuður er eftir af veiðitiman- um, Laxá stefnir því í eitt af sín- um bestu sumrum. Stjórn verksmiðjunnar hefur undirritað samninga um kaup og kjör starfsmanna en þeir eru 30 talsins og skiptast milli fimm fag- félaga. Samningarnir eru að mestu sniðnir eftir þeim sem í gildi eru i ríkisverksmiðjunum. Fulltrúar VSl aðstoðuðu við samningagerðina. Formaður stjórnar Steinullar- verksmiðjunnar er Árni Guð- mundsson en framkvæmdastjóri er Þorsteinn Þorsteinsson. Kári mæli um að vera ekki þarna nærri, en það var alls ekki ætlast til þess af húsbændum þeirra. Sá sem vann verkið var ekki í neinni hættu." Morgunblaðið hafði samband við Vinnueftirlit ríkisins til þess að spyrjast fyrir um hvernig eftirliti með vélum og tækjum í landbúnaði væri háttað. Guðmundur Eiríksson hjá Vinnueftirlitinu sagði að þetta væri þriðja árið sem efirlit færi fram í landbúnaði. „Við komumst því miður ekki yfir að hafa eftirlit með nema um 10% sveitabæja á ári vegna mannfæðar. Einnig gerir það okkur erfitt um vik að flestar vélar eru ekki í notkun nema hluta af árinu.“ Aðspurður sagði Guðmundur að dráttarvélin og allt sem henni til- heyrir væru hættulegustu vélarnar sem notaðar eru í landbúnaði, þá sérstaklega drifsköft, þ.e. drifyfir- færsla frá dráttarvélinni í tækið. Guðmundur sagði að árið 1983 hefði Vinnueftirlitið sent bækling til allra búa á landinu með yfir 100 ærgildi samkvæmt tölvuútskrift frá Búnaðarfélagi Islands. Bækl- ingurinn nefnist „Öryggi við notk- un drifskafta" og er þar bent á réttan hlífabúnað og rétta teng- ingu drifskafta auk leiðbeininga um viðhald. í fyrra var siðan sendur spurn- ingalistinn „Spurningar um örygg- isatriði í landbúnaði" til allra bænda. Á forsíðu bæklingsins seg- ir: „Spurningarnar eru ætlaðar bændum til að auðvelda þeim að framkvæma eigin úttekt á öryggis- málum við búrekstur sinn. Bændur eru hvattir til að lagfæra strax það sem ábótavant kann að reynast. Haldið listanum til haga og endur- takið úttektina reglulega." 1 þess- um bæklingi eru m.a. spurningar um hlífabúnað og segir í kaflanum um hann: „Allir hreyfanlegir hlut- ar drifbúnaðar, sem þannig eru staðsettir að þeir gætu valdið hættu, skulu vera búnir hlífum. Notið þennan búnað aldrei hlífa- lausan." Guðmundur sagði að þessi drif- skaftaslys væru mjög alvarleg. Sköftin snerust um 540 snúninga á mínútu og væru því afar hættuleg bæði fyrir menn og skepnur. Þess vegna væri mjög áríðandi að allir notuðu hlífar á þennan búnað. „Sem betur fer hefur þessi áróð- ur Vinnueftirlitsins ekki verið til einskis, því við höfum fregnir af því að sala á drifskaftahlífum hafi fjórfaldast á síðastliðnum tveimur árum,“ sagði Guðmundur Eiríksson að lokum. Árni Guðmundsson formaður stjórnar verksmiðjunnar hleypir straumi á rafbræðsluofninn. Með honum á myndinni eru starfsmenn verksmiðjunnar. Saudárkrókur: Framleiðsla á steinull hefst á næstu dögum Sauðárkrókur, 7. ágúst SENN LÍÐUR að því að framleiðsla hefjist í Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki. Föstudaginn 26. júlí sl. var straumi hleypt á rafbræðsluofn verksmiðjunnar en hann bræðir hráefnið í steinullina sem er basaltsandur og skeljasandur. Fyrsta bráðið kom úr ofninum fimm dögum síðar en eiginleg framleiðsla á steinull hefst eftir nokkra daga. Á sumargrillið: SVáfrir 700gr- 61M vtðis grillpylsur ^9800 á 19500 prk8’ tSoðsverð Spennandi grillpinnar kryddlegið kjöt og safaríkar steikur. Kjúklingar á óbreyttu verði íslensk krækiber Hamborgari með brauði AÐEINS ^^.00 W i^^kpr.stk. AÐEINS Drangeyjarlundi ^ ,00 V \ glænýr Hamflettur Glæsilegur Salatbar Skemmtilega gimilegur í Mjóddinni Lax og aftur lax ...enda^^s 298 Grafinn lax- Reyktur lax í sneiðum 790, l sxJv b Glæsilegt úrval i fiskborði Opið til kl. 21 íMjóddinni VÍÐIR - en til kl. 19 í Starmýri og Austurstræti AUSTURSTRÆTI 17 - STARMYRI 2 MJÓDDINNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.