Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1985 Morgunbladið/Martin Holmes Finnskur rallökumaöur slasast Finnski atvinnurallökumaðurinn Ari Vatanen slasaðist alvarlega í rallkeppni í Argentínu um sl. helgi, er Peugeot-keppnisbíll hans fór fjórar veltur eftir að hafa endastungist á mikilli ferð er bfllinn lenti í hvarfi á leið niður brekku. Bfllinn gjöreyðilagðist eins og sjá má en Vatanen fótbrotnaði illa og meiddist mikið á brjósti og í baki. Að sögn forráðamanna Peugeot er óljóst hvort Vatanen geti tekið þátt í rallakstri í framtíðinni vegna meiðslanna, en talið er að það taki a.m.k. hálft ár fyrir hann að ná sér. Vatanen hefur verið í fremstu röð meðal rallökumanna á undanförnum árum, varð m.a. heimsmeistari 1981. Keppnin sem óhappið varð í var liður í heimsmeistarakeppninni og vann Timo Salonen á Peugeot hana örugglega. Of fjár fyrir endurminningar New York. AP. BANDARÍSKA útgáfufyrirtækið Harper and Row hefur sam- þykkt að greiða David A. Stockman, fyrrum fjárlagastjóra Bandaríkjanna, „meira en 83 milljónir ísl. kr.“, tvær milljónir dollara, fyrir endurminningar hans, sem munu að mestu fjalla um stjórnmál og stjórnmála- menn. Harper and Row-fyrirtækið, sem er 168 ára gamalt, hefur ekki fyrr greitt jafn mikið fyrir eina bók en Edward L. Burlingame, einn af frammá- mönnum þess, segir að bókin sé „endurminningar eða hug- leiðingar manns, sem reyndi upp á eigin spýtur að breyta rás sögunnar." Gert er ráð fyrir, að bókin komi út næsta vor. Stockman, sem lét af emb- ætti í fyrri viku, var ekki allt- af á sama máli og Reagan for- seti um fjárlagastefnuna og kom af þeim sökum oft til harðra deilna þeirra í milli. Dave Stockman ALLTAF A LAUGARDÖGUM I.FgftHf RISAEÐLURNAR OG ÚTRÝMING ÞEIRRA — ER LAUSNIN FUNDIN? SMÁSAGA EFTIR BERTHOLD BRECHT BRAGI ÁSGEIRSSON RÆÐIR VIÐ UNGA MYNDLISTARMENN GREIN UM KVIKMYNDA- LEIKKONUNA GRETU GARBO JltofflNllllIflífrÍfe ...........—.........-. Vöndað og menningarleg helgarlesning ákaWosu^eöatPÍó^. Stórútea'a ^ JS5S > **** 30% 09 5.„x,r endast birgb'r & lögetag KaWusum- öðKaup Gróöu rhúsinu Viö Sigtön-s,rnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.