Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1985 „ Eg v/il llka nota htkjfkr\S t'U ab þaklax lövunum fyrir ucm. cL rLttum sb(x& d r«ttum tíma." HÖGISTI HREKKVlSI Þessi kappsfulla sundmær virðist ekki hafa tapað hringnum, ef marka má brosið. Þessir hringdu . . . Höfundur þulunnar Guðmundur A. Finnbogason, Hrafnistu Hafnarfirði hringdi: Að undanförnu hefur þulan Sat ég undir fiskihlaða föður míns verið birt alloft í Velvak- anda. Hins vegar hefur höfundur hennar aldrei verið nefndur. Þulan hefur verið birt í ýmsum útgáfum, en enginn farið með hana eins. Ég veit ekki betur en að þula þessi sé eftir Jón Þor- kelsson, Jón Torkillii, skóla- meistara í Skálholti. Hann var siðbótamaður og stórgjöfull skólamaður sem allir Islend- ingar ættu að þekkja. Mér var sagt þetta þegar ég var ungling- ur, en einnig hef ég lesið það í bókum. Jón Þorkelsson fæddist á býlinu Innri-Njarðvík 1697, son- ur hjónanna Þorkels Jónssonar lögréttumanns og Ljótunnar Sigurðardóttur er þar bjuggu á árunum 1690—1707. Jón Torkillii dó í Danmörku 5. maí 1759. Ég las þessa þulu fyrir um 60 árum, orðrétta eins og hún birtist í Velvakanda frá ólafi Tryggva- syni, Einimel 15 í Reykjavík. Hringur fannst Starfsmaður sundlaugarinnar á Laugarvatni hringdi: Fyrir um það bil mánuði fund- um við hring hér í sundlauginni. Inn í honum stendur „Þinn Stjáni“. Við biðjum þann sem saknar hrings sem lýsing þessi á við að hafa samband við okkur sem fyrst. Upplýsingar er að fá í síma 6164 á Laugarvatni. Okkur þætti vænt um ef hann kæmist til eiganda síns. Hvað veldur verðmismun á klippingu? Á.D.Ó. hringdi: Mig langar til að vekja aðeins athygli á þeim mikla verðmism- un sem er á klippingu á öllum hárgreiðslustofum bæjarins. Til dæmis get ég nefnt að klipping á hárgreiðslustofunni Gýgju kost- ar kr. 430, Hárgreiðslustofu Siggu Finnbjörns kr. 505, Hár- greiðslustofunni Klapparstíg kr. 495 og Hárstúdíó kr. 341, svo að nokkur dæmi séu tekin. Hér er alls staðar um að ræða sama hlutinn. Hvernig stendur á þess- um mikla verðmismun? Bréfritari telur eftirlitið á Keflavíkurflugvelli jafngilda tollskoðun. Veisla í farángrinum l*orleifur Kr. Guðlaugsson, Lang- holtsvegi 122, skrifar: Ég vil vekja athygli manna á því, að nú er veisla hjá Alþýðu- bandalaginu. Þeir segja að engin tollskoðun fari fram á varningi til varnarliðsins. Steikurnar rjúka nú á borðum þeirra og ilmurinn berst með málgagninu út um byggðir landsins. Þeim hefur tekist, eins og svo oft áður, að gera mikinn mat úr litlu. Allir vita að bannað er að flytja kjötvörur og fleira út af Keflavíkurflugvelli og er að ég hygg haft nokkuð gott eftirlit með því. Þar, eins og annars staðar, er vart hægt að ganga algerlega úr skugga um að ekki sé smyglað. í þessu tilfelli er ég þeirrar skoðun- ar að eftirlitið jafngildi tollskoð- un. Hitt er svo annað mál, að varnarliðsmenn eru ekkert of góð- ir til að éta íslenskar landbúnað- arvörur. Mikill hvalreki Guðrún Jaroh.sen skrifar: Velvakandi. Ég get ekki látið hjá líða, að þakka fyrir söguna Framavonir eftir Erlend Jónsson, sem flutt var í útvarpinu laugardagskvöldið 3. ágúst, og höfundur las sjálfur al- deilis skínandi vel. Svona vel gerð saga úr nútíma baráttulífi um brauðið, rekur eins sjaldan á fjör- ur hlustenda og ríflegur happ- drættisvinningur í buddu manns, sem búinn er að endurnýja í 40 ár. Sagan Framavonir á það ekki síður skilið en smásagan Innbrot í postulín, lesin af Rúrik Haralds- syni og sagan Horfin að eilífu, les- in af Helga Skúlasyni, báðar eftir Þröst J. Karlsson, að vera endur- tekin í flutningi, jafnvel mætti hún gjarnan vera lesin upp í kaffi- pásum hjá öllum opinberum stofn- unum í guðs eigin landi. En þá ber að athuga, að eigi skal misnota góða hluti svo allir verði ekki leið- ir á öllu. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér f dálkunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.