Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGtJST 1985
Heldur hefur dregið úr nýt-
ingu gistiherbergja í júlí
Fjöldi erlendra ferðamanna hefur aukist um
tólf af hundraði fyrstu sex mánuði ársins
NÝTING gistirýma í hótelum og öðrum gististöóum landsins var almennt
mjög góó í júnímánuði sl., en nokkuð hefur dregið úr nýtingunni í júlí,
einkum hjá smærri hótelunum, að sögn Ernu Hauksdóttur hjá Sambandi
veitinga- og gistihúsa. Munar þar mestu um miklar afpantanir.
„I fyrra var nánast full nýting á
gististöðum landsins yfir sumar-
mánuðina,“ sagði Erna, „en þá var
metár hvað varðar komu ferða-
manna til landsins, svo það er því
kannski engin furða þótt heldur sé
farið að draga úr nýtingunni."
Þeim hótelstjórum sem Morg-
unblaðið hafði samband við ber
yfirleitt saman um að vorið nú
hafi verið mjög gott, en nokkuð
hafi dregið úr nýtingunni í júlí, þó
misjafnlega mikið. Hótel Saga var
með 87% nýtingu í júní, en 80% í
júlí. Konráð Guðmundsson hótel-
stjóri sagði að þrátt fyrir að árið í
fyrra hafi verið heldur betra, gætu
menn vel við unað með 80% nýt-
ingu. Saga mun væntanlega taka
60 ný herbergi í notkun næsta vor
og kvaðst Konráð vongóður um að
hægt væri að koma þeim herbergj-
um i gagnið á tiltölulega stuttum
tíma.
Hótel Esja var með yfir 90%
nýtingu í júni, en heldur minni í
júlí, 85—7%. „Þetta er ágætt,“
sagði Einar Olgeirsson hótelstjóri,
„en betra var það í fyrra. Þá var
nýtingin yfir 90% í fimm mánuði
og útlitið fyrir október var gott, en
verkföllin breyttu dæminu.“
Hótel Hof var með nánast 100%
nýtingu í júnímánuði en aðeins
um 70% í júlí. Nýtingdn hefur
einnig minnkað töluvert hjá Hótel
Óðinsvéum og vildi hótelstjórinn
Bjarni Árnason kenna um of mikl-
um bókunum sem síðan stæðust
ekki. Var hann mjög óánægður
með það fyrirkomulag sem hótelin
hér sætta sig við, að hægt sé að
panta herbergi marga mánuði
fram í tímann án tryggingar og
segja þeim upp með mánaðar
fyrirvara. „Það er hart að þurfa að
vísa kúnnum frá vegna bókana,
sem ekki standast," sagði Bjarni
og kvað tíma til kominn að hótelin
hér færu að krefjast innborgana á
pantanir, eins og tíðkaðist erlend-
is.
Ferðamönnum fjölgar
I spá frá 1982 um þróun i ferða-
lögum útlendinga til fslands, var
gert ráð fyrir 7% aukningu árið
1983, en síðan að jafnaði 3,5%
aukningu árlega fram til 1992.
Spáin fyrir 1983 stóðst nákvæm-
lega (77.592), en hins vegar fór ár-
ið 1984 fram úr björtustu vonum
manna, en þá varð aukningin í
kringum 10% (85.290). Og þessi
þróun virðist ætla að halda áfram:
Fyrstu sex mánuði ársins í ár var
12% aukning á komu erlendra
ferðamanna til landsins, alls
komu 36.350, en í fyrra var fjöld-
inn 32.480. Júnímánuður var lang-
hæstur, en þá komu 14.700 ferða-
menn til íslands.
En hverjar eru skýringarnar á
þessari þróun? Birgir Þorgilsson
ferðamálastjóri:
„Þær eru vafalaust nokkrar. Ein
er sterk staða dollarans undanfar-
sem smyrja velt
OLÍS stöðin Klöpp v/Skúlagötu OLÍS stöðin Knarrarvogi
Við smyrjum allar gerðir bíla.
Bjóðum olíuskipti og eigum mikið úrval af smursíum.
Leggjum áherslu á fjölbreytta og vandaða þjónustu.
Rennið við, - sannreynið það.
olís
Klöpp v/Skúlagötu og Knarrarvogi
Opið mánudaga til föstudaga kl. 8-18.
HÓTEL BORG
fKVÖLD
HÓTEL
STYKKISHÓLMI
LAUGARDAGSKVÖLD
INGHÓLISELFOSSI
SUNNUDAGSKVÖLD
Ath:
Stuömenn hafa ákveöiö af persónulegum ástæöum aö bjóöa til sölu hannyröaverslun
sina og efnalaug. Tilboö óskast send augl.deild Mbl. fyrir 20. ágúst merkt: „Afarkostir —
8032“.
Timburhús við Hellisgerði
í Hafnarfirði til sölu
Húsiö er við Skúlaskeið, vandað og vel hirt, tvær hæöir
og kjallari. Á aöalhæö: saml. stofur, herb. og eldhús. A
rúmgóöri rishæö: 4 herb. í kjallara: m.a. stórt vinnuherb.
Mjög stór bílsk. Fagurt útsýni. Einkasala.
Árni Gunnlaugsson hrlM
Austurgötu 10, sími 50764.