Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. AGÚST 1985 47 4 — Óvíst hvort Sjöberg kemur ÓVÍST er hvort Svíinn Patrick Sjöberg, hástökkvarinn snjalli, komi hingaö til lands til aö keppa í C-riðli Evrópukeppninnar í frjálsum íþróttum. Sjöberg meiddist lítillega í keppni í heimalandi sínu í fyrrakvöld og því óljóst hvort hann kemur. í samtali viö Morgunblaöiö í gær sagöi talsmaöur sænska frjáls- íþróttasambandsins aö Sjöberg færi til læknis og endanleg niöur- staöa úr þeirri skoöun fengist ekki fyrr en í dag. Hann sagöi aö Svíar myndu gera allt sem i þeirra valdi stæöi til aö Sjöberg kæmi í Evrópukeppnina þvi þeir væru staöráönir í aö komast upp úr C-riölinum og i þeirri baráttu • Unnið hefur veriö af krafti síöustu vikur viö lagfæringar á hlaupabrautinni í Laugardal. Kostnaður við lagfæringar rúmlega fjórar milljónir — allt tilbúið fyrir Evrópukeppnina í FRÉTT frá íþrótta- og tóm- stundaráöi Reykjavíkur um fram- kvæmdir á Laugardalsvelli vegna Evrópukeppninnar í frjálsum íþróttum sem þar fer fram nú um helgína er lýst í hverju viögerð- irnar liggja og kostnaður sagöur um 3,7 milljónir króna. I fréttinni segir meöal annars: „hingaö til lands kom fulltrúi tækninefndar Alþjóöa frjálsíþrótta- sambandsins og kannaöi aöstæö- ur og skoðaði völlinn, og sam- kvæmt skýrslu hans til FRf 24. júní sl. var Ijóst aö til þess aö Evrópu- sambandiö samþykkti völlinn sem keppnisvöll fyrir bikarkeppnina yröi aö gera mjög miklar og kostn- aöarsama viögerö á vellinum, mun viöameiri heldur en áöur haföi ver- iö reiknaö meö. En í fjárhagsáætl- un borgarsjóðs fyrir áriö 1985 var gert ráö fyrir aö verja kr. 550.000, til viðgeröar á hlaupabrautum. Þessar viögeröir miöuöust við al- gjöra lágmarksviögerö á hlaupa- brautunum, ca 300 fm og aö ekki yröi gert viö NV-horn brautarinnar né brautir fyrir spjótkastara og há- stökkvara." Samkvæmt skýrslu fulltrúa tækninefndarinnar var taiiö nauö- synlegt aö gera viö brautir fyrir há- stökk og spjótkast auk þess sem um 1200 til 1500 fm þurfti til aö laga hlaupabrautina. Nauösynleg- um viðgerðum er nú lokiö og var lagt nýtt efni á hlaupabrautir, um þaö bil 1000 fm og um 500 fm fyrir hástökk og spjótkast. Einnig var gert viö NV-horn vallarins og skipt um undirefni á um 400 fm svæöi en þaö var talið nauösynlegt og auk þess var gert viö hluta braut- arinnar meö límingum. Samkvæmt fréttinni frá Iþrótta- og tómstundaráði var samþykkt aukafjárveiting þann 2. júlí sl. en kostnaöaráætlunin geröi ráö fyrir um 3,7 milljón króna kostnaöi viö viögeröirnar. I umræddri frétt segir aö lokum: .Þaö er von fþróttaráös Reykjavík- ur aö viögerö og endurbætur á frjálsíþróttavellinum hafi tekist eins og best verður á kosið og þakkar íþróttaráö öllum þeim fjöl- mörgu aöilum sem unnu aö lausn þessa máls þannig aö fram- kvæmdum lauk tímanlega fyrir Evrópumótiö. Aö lokum hvetur fþróttaráö alla áhugamenn um íþróttir aö fjöl- menna á Evrópubikarkeppnina 10. og 11. ágúst nk. og styöja þannig viö bakiö atFRl í því stóra verkefni sem þaó hefur ráöist í meö því aó standa aö framkvæmd þessa móts i Reykjavík." þyrftu Svíar á öllu sínu sterkasta íþróttafólki aö halda. Ef Sjþberg kemur ekki þá er ekki ólíklegt aö mesta keppnin i hástökki veröi á milli Thomas Er- ikson frá Svíþjóö og Eddy Annys frá Belgíu en Erikson á best 2,32 i ár og Annys 2,36. Af þessu sést aö þó svo Sjöberg komi ekki til lands- ins er engin ástæöa til aö örvænta um aó hástökkskeppnin veröi ekki spennandi, en vissulega yröi sjón- arsviptir af Sjöberg. • Patrick Sjöberg er vinsætl maður og mikiö átrúnaöargoð ungs fólks í Svíþjóö og víðar um heim. Nú er allt í óvissu um hvort Sjöberg keppir á Laugardalsvelli um helgina. Malmö efst í Svíþjód MALMÖ er nú efst í 1. deildinni í sænsku knattspyrnunni. Halm- stad, líöiö sem Eggert Guö- mundsson markvöröur leikur meö, er í fimmta sæti. Nokkrir leikir fóru fram um síö- ustu helgi. Malmö sigraöi þá Brage á heimavelli 1—0. Markiö geröi Hasse Borg í fyrri hálfleik. örgryte og Hammarby geröu jafntefli, 2—2. Mörk Örgryte geröu Sonny Aberg og Hans Prytz. Fyrir Hamm- arby skoruöu Ulf Eriksson og Sulo Vaatovara. Mjállby sigraöi IFK Gautaborg 2— 0. Bo Andersson geröi bæöi mörkin. AIK sigraöi Trelleborg 3— 1, á heimavelli. Mörk heima- manna geröi Thomas Andersson. Mark Trelleborg geröi Marek Skurczynski. Staöan í sænsku 1. deildinni er nú þannig: Malmö FF 14 9 4 1 21-7 22 AIK 14 6 5 3 18-9 17 Kalmar FF 13 652 23-16 17 Örgryte 14 5 7 2 21-14 17 Halmstad 13 6 4 3 15-15 16 IFK Gautaborg 14 5 5 4 18-13 15 Öster 13 6 2 5 17-21 14 Brage 14 2 6 6 13-19 10 Norrköping 13 3 4 6 9-15 10 Hammarby 14 3 4 7 15-22 10 Mjállby 14 1 6 6 11-20 10 Trelleborg FF 14 1 4 9 10-20 6 Knattspyrnuskóli SlÐASTA knXlxprrnunámxkeift l>rótUr á | sumri er nú nð hefjast og stendur frá 12. til 23. kgúBL Leiðbeinendur verda Björgvin Hólm Jó- hnnnesson, sem séð hefur um námskeiðin í sumar, og Uuójón Ingi Kiríkason, þjálfari 5. og 3. flokks l»róttar. Námakeióió stendur yfir í þrjár klukkustundir dag hvern, frá 13 til 16. Skráning fer fram í .símum 82817, 30182 og 40526. olís fer OPNA BP- OLÍS MÓTIÐ fram í Grafarholti nk. f laugardag og sunnudag 10. og 11. ágúst. Leiknar veröa 36 / J / holur meö og án forgjafar. Sigurður Pétursson nýbakaður íslandsmeistari verður meðal þátttakenda. Glæsileg verdlaun í bodi Auk verölaunagripa veröa vöruúttektir. 1. sæti kr. 5.000.- 2. sæti kr. 3.000.- 3. sæti kr. 2.000.- Aukaverölaun á öllum stuttum brautum vallarins, vöruúttekt kr. 5.000.- á hverri holu. H Ræst verður út frá kl. 8 á laugardag. Skráning fer fram í Golfskálanum í Grafarholti í símum: 82815 og 84735. OLÍUVERZLUIM ÍSLANDS HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.