Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1985 Hestamót Skagfirðinga á Vindheimamelum: Sýning fimm íslandsmeistara hápunktur mótsins _________Hestar Valdimar Kristinsson Þrátt fyrir að ekki viðraöi vel i Vindheimamelum um verslunar- mannahelgina mættu hátt í eitt þúsund manns á hestamót Skag- firðinga og er það svipaður fjöldi og ávallt mætir á þetta mót. Segir þetta nokkuð um þær vinsældir sem kappreiðarnar njóta á þessum stað og virðist ekkert lát i. Þátttaka i kappreiðum var með lélegra móti nú að undan- skildum skeiðgreinunum en þar voru margir góðir vekringar mættir til leiks og var keppnin bæði jöfn og spennandi. Tímar voru góðir í öllum greinum og þá sérstaklega í brokkinu! Keppt var í 800 metrum og náðist nú besti tími sem náðst hefur að undanskildu gildandi íslands- meti. í harðnandi samkeppni um áhorfendur brugðu Skagfirð- ingar á það ráð að fá til sýningar íslandsmeistara í tölti fimm sið- astliðin ár og hefur það vafa- laust örvað aösóknina. Hér var um að ræða einstæðan viðburð, að fá þessa hesta saman til sýn- ingar samtímis og brugöust þeir ekki vonum manna. Þessir ís- landsmeistarar eru Björn Sveinsson á Hrímni frá Hrafna- gili, Olil Amble á Fleyg frá Kirkjubæ, Þórður Þorgeirsson á Snjalli frá Gerðum, Binar öder Magnússon á Tinnu frá Flúðum og Orri Snorrason á Kóral frá Sandlæk. Glæsilegastur af fimm glæsilegum var án efa Hrímnir frá Hrafnagili sem að margra mati hefur aldrei verið eins góð- ur og nú. Sýning þessara hrossa var i einu orði sagt frábær og óvíst hvenær hestaunnendum býðst annað tækifæri á að sjá þessa hesta saman. Gæöingar Skagfirðinga voru lítið spennandi aö þessu sinni með góðum undantekningum þó. Vert er að geta eins þeirra sem er Blær frá Sauðárkróki eign Guömundar Sveinssonar sem sat hestinn sjálfur. Þessi hestur hef- ur reyndar verið sýndur áður svo ekki var þarna uppgötvuð ný stjarna eða eitthvað slíkt en hann bar af sem gull af eiri. Einnig má geta hryssunnar sem sigurvegarinn f eldri flokki ungl- keppti á en hún heitir Lissý og er frá Vatnsleysu, glæsilegt hross sem vert er að gefa gaum. Einnig voru fleiri álitleg hross í unglingakeppninni. Greinilegt er að Skagfirðingar spara ekki góðu hrossin undir ungdóminn og er það vel. Kappreiðarnar voru ágætar eins og fyrr er getið og skeiðuðu þrír hestar undir 23 sek. í 250 metra skeiði og þrír hestar hlupu undir 60 sek. í 800 metra stökki og eru það að öllum lík- indum bestu tímar sumarsins á þessari vegalengd. En það voru blessaðir brokkararnir sem komu manni hvað mest á óvart og einn þeirra, Neisti Guðmund- ar Jónssonar, brokkaði 800 metr- ana á 1.29,1 mín. og gott ef það er ekki besti tíminn sem náðst hefur á þessari vegalengd síðan Léttir setti metið forðum daga á Fornustekkum. En úrslit mótsins urðu sem hér segir: A-flokkur gcðinga 1. Blær frá Sauðárkróki, eigandi og knapi Guðmundur Sveinsson Skr, 8,33. (Blær var jafnframt valinn glæsilegasti hestur mótsins.) 2. Þyrill frá Hafsteinsstöðum, eig- andi og knapi Skafti Steinbjörnsson, 8,11. 3. Blesi úr Skagafirði, eigandi Jósa- fat Þ. Jónsson, knapi Ingimar Jóns- son, 8,06. B-flokkur gæðinga 1. Krapi úr Skagafirði, eigandi Sveinn Jóhannesson, knapi Björn Sveinsson, 8,35. 2. Bylgja frá Vatnsleysu, eigandi Jón Friðriksson, knapi Anna Þóra Jóns- dóttir, 8,17. 3. Geysir úr Skagafirði, eigandi Jón Olgeir Ingvarsson, knapi Jóhann Magnússon, 8,13. llnglingar 12 ára og yngri 1. Helgi Ingimarsson á Blakk úr Skagafirði, 8,59. 2. Stefán Friðriksson á Flótta úr Skagafirði, 8,25. 3. Elvar Einarsson á Tvisti úr Skaga- firði, 7,99. Unglingar 13—15 ára 1. Björn Jónsson á Lissý frá Vatns- leysu, 8,27. 2. Ingólfur Helgason á Létti úr Skagafirði, 8,03. 3. Halldór B. Gunnlaugsson á Gusti úr Skagafirði, 8,00. 150 metra skeið 1. Glaumur frá Sauðárkróki, eigandi Árni Jóhannsson, knapi Jón Pétur Ólafsson, 15,2 sek. 2. Seifur frá Keldulandi, eigandi Leifur Þórarinsson, knapi Tómas Ragnarsson, 15,7 sek. 3. Menja frá Hæli, eigandi Aðal- steinn Aðalsteinsson, knapi Styrmir Snorrason, 15,7 sek. 250 metra skeið 1. Leistur frá Keldulandi, eigandi Hörður G. Albertsson, knapi Sigur- björn Bárðarson, 22,4 sek. 2. Börkur frá Kviabekk, eigandi og knapi Tómas Ragnarsson, 22,8 sek. 3. Vani frá Stóru-Laugum, eigandi og kanpi Erling Sigurðsson, 22,8 sek. 250 metra unghrossahlaup 1. Lótus frá Götu, eigandi Kristinn Guðnason, knapi Róbert Jónsson, 18,2 sek. 2. Gustur frá Holtsmúla, eigandi Gísli Einarsson, knapi Þurý Bára Birgisdóttir, 18,3 sek. 3. Frá frá Norður-Hvammi, eigandi og knapi Helgi Eiríksson, 19,6 sek. 350 m stökk 1. Tvistur frá Götu, eigandi Hörður P1 ; . *\ - C. Þrír efstu unglingar 12 ára og yngri. Frá vinstri Helgi Ingimarsson á Blakki sem sigraði, Stefán Friðriksson á Flótta og Elvar Einarsson á Tvisti. Við hlið þeirra stendur Sveinn Guðmundsson sem bar verðlaunin í þessa ungu sveina. Morgunbladid/Valdimar Það var mikil upplifun fyrir mótsgesti að sjá fslandsmeistara í tölti síðustu fimm árin samankomna í sérstakri sýningu en þeir eru frá vinstri talið: Orri Snorrason á Kóral. Einar öder Magnússon á Tinnu, Þórður Þorgeirsson á Snjalli frá Gerðum, Olil Amble á Fleyg frá Kirkjubæ og Björn Sveinsson á Hrímni, eigulegir hestar svo ekki sé meira sagt. Guðmundur Sveinsson tekur hér við verðlaunum og hamingjuóskum frá formanni hestamannafélagsins Stíganda sem er jafnframt faðir Guð- mundar. Verðlaunin eru veitt fyrir frammistöðu gæðingsins Blæs sem vann A-flokk gæðinga og var valinn glæsilegasti hestur mótsins. G. Albertsson, knapi Anna Dóra Markúsdóttir, 24,3 sek. 2. Neisti úr Landeyjum, eigandi Hörður G. Albertsson, knapi Erling- ur Erlingsson, 24,3 sek. 3. Nasi úr Borgarfiröi, eigandi Elías Kristjánsson, knapi Jósafat Þ. Jóns- son, 24,6 sek. 800 metra stökk 1. Örn frá Uxahrygg, eigendur Guð- mundur og Inga Haröarbörn, knapi Erlingur Erlingsson, 58,7 sek. 2. Lýsingur frá Brekku, eigandi Fjóla Runólfsdóttir, knapi Róbert Jónsson, 59,0 sek. 3. Tvistur frá Götu, eigandi Hörður G. Albertsson, knapi Anna Dóra Markúsdóttir, 59,6 sek. 800 metra brokk 1. Neisti frá Hraunbæ, eigandi og knapi Guðmundur Jónsson, 1.29,1 min. 2. Alur úr Skagafirði, eigandi og knapi Finnbogi Guðmundsson, 1.32,6 min. 3. Brimur úr Skagafirði, eigandi Ólafur örn Þórðarson, knapi Erna Jóhannesdóttir, 1.44,9 mfn. Auk keppni í ofantöldum greinum voru fjórir hestar reyndir í 300 metra skeiði, sem ekki hefur verið keppt í um ára- tuga skeið. Var kynnt að Is- landsmet í þessari grein hafi verið sett 1929. Þrír hestar lágu í þessum spretti, Vani Erlings Sigurðssonar á 27,1 sek. Gormur Sigurbjörns Bárðarsonar á 28,3 sek. og Sörli Jóninu Hjartardótt- ur sem Kári Ottósson sat á 29,5 sek. Allir undir gamla mettím- anum og verður nú fróðlegt að sjá hvort þetta verður staðfest sem íslandsmet. En hvort sem það verður eður ei þá verður þetta að teljast góður árangur og greinilegt að þetta er kjörvega- lengd fyrir Vana hans Erlings. Að síðustu má benda Skag- firðingum á að gera mætti móts- skrána betur úr garði þvf ekki var getið fæðingarstaðar hjá neinum þeirra hesta sem í keppni voru. Björn Jónsson á Lissý frá Vatnsleysu. Sigurvegarar í unglingakeppni 13-15 ára. Skeiðhesturinn Vani naut sfn til fulls í 300 metra skeiðinu og bætti hann rúmlega fimmtíu ára gamalt met á þessari vegalengd. Tómas Ragnarsson fylgir honum vel eftir á ungum skeiðhesti sem Erling, knapinn á Vana, er eigandi að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.