Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1985 45 „Öll stig mikilvaeg“ — segir Einar Vilhjáimsson um Evrópukeppnina • Narve Hoff Nýr norskur spjótkastari Þau óvæntu úrslit uröu á norska meistaramótinu t frjálsíþróttum um helgina aó þar sló í gegn nýr spjótkastari, Narve Hoff, sem kastaöi 83,54 m etra og sigraöi bæöi Reidar Lorentzen, sigurveg- arann í keppni Noröurlandanna og Sovétríkjanna, og Per Erling Olsen, sem á yfir 90 metra. Narve Hoff haföi kastaö ná- kvæmlega 80 metra í sumar. Hann hefur keppt í spjótkasti í 11 ár, frá 17 ára aldri, en aldrei hlotiö verð- laun á norska meistaramótinu utanhúss. Hins vegar hefur hann oröiö Noregsmeistari í langstökki án atrennu innanhúss síöustu þrjú árin. Hans bezta í langstökkinu eru 3,33 metrar. Þá hefur hann stokkiö 2,00 metra í hástökki og leikið undanfarin sjö ár í 1. deildinni norsku í blaki. Per Erling Olsen varö annar í spjótkastinu á meistaramótinu meö 77,50 metra og Lorentzen þriöji meö 73,34. Báöir hafa kast- aö talsvert lengra í ár, Lorentzen 88,54 og Olsen 83,22. „ÉG FINN mikinn mun á mór dag frá degi núna og ég held aö ég hafi ekki verið eins góöur í olnboganum frá því í Svíþjóö á dögunum," sagöi Einar Vil- hjálmsson í gær, en Einar veröur í eldlínunni ásamt félögum sínum í íslenska landsliöinu í frjálsum íþróttum sem þátt tekur í Evr- ópubikarkeppninni sem fram fer á Laugardalsvelli nú um helgina. .Eg fékk fjórar sprautur í olnbogann á þriöjudaginn og hef ekki snert spjótiö síðan þá en óg finn aö ég er mun betri. Mér gekk erfiölega aö rétta úr olnbogaliön- um og þaö má segja aö meö þess- um sprautum hafi hjöruliðnum ver- iö breitt í kúluliö þannig aö nú á ég aö geta beitt mér. Þaö minnkar auövitaö hjá manni sjálfstraustiö þegar manni hefur ekki tekist aö beita sér í langan tíma en þaö er alveg Ijóst aö fimm stigin, sem veitt eru fyrir fyrsta sætiö, veröa ekki gefin billega. Keppnin í spjótkastinu gæti orö- iö mjög spennandi og óg er staö- ráöinn í því aö sigra en þaö er Svíinn Dag Wennlund eflaust líka. Keppnin veröur öll mjög spenn- andi og skemmtileg því bæöi Svíar og Belgar eru staöráönir í því aö komast upp úr þessum riöli og því má búast viö hörkukeppni í mörg- um greinum. Ef viö eigum góöan dag og höfum stuöning áhorfenda ættum viö aö geta sigrað Dani og þaö er alltaf skemmtilegt. Dag Wennlund er kominn hingaö til þess aö hefna ófaranna gegn mér í fimm keppnum sem viö háöum í Svíþjóö t vor en þar sigraði ég hann alltaf þannig aö þaö ætti aö veröa gaman á Laugardalsvelli um helgina." — Hvernig líst þér á aöstööuna núna eftir að lagfæringarnar hafa verið geröar? „Þaö er auövitaö alveg Ijóst aö íslenska þjóöin á ekki frjálsíþrótta- aöstööu sem er sambærileg viö lít- inn háskólabæ í Bandaríkjunum og erum viö því aftarlega á merinni hvaö aöstööuna varöar en á hinn bóginn þýöir ekkert aö vera nei- kvæöur og þaö ber aö þakka þaö framtak borgarinnar aö sjá svo um aö mótiö geti fariö hér fram. Þessi viðgerö er bráöabirgöaviögerö og því miöur held ég aö þó svo þetta líti vel út í dag sé endingin ekki mikil þannig aö þaö má segja aö verið sé aö kasta peningum á glæ meö þessu þar sem þetta nýtist ekki lengi. Ég vil þó taka þaö skýrt fram aö framtak borgarinnar er lofsvert." — Hvaö er framundan hjá þér í námínu? „Ég er kominn meö BS-gráöu í liffræði og hef sótt um skólavist í Austin, Texas til aö Ijúka þar mast- - ergráöu og ég byrja aftur þar næsta vor. Öll valnámskeiö mín til • þessa hafa veriö í tauga- og þjálf- unariifeölisfræöi og þaö nám nýtist mér mjög vel í íþróttum því þaö. hefur hjálpaö mér aö svara mörg- um spurningum um hver tilgangur- inn er með ákveðnum æfingum. Æfingaáætlun mín er aö meira eöa minna leyti byggö upp frá ári til árs en auövitaö merkir maöur framfar- ir á ákveönum sviöum á milli ára. Þaö er aftur frekar hægt aö vera meö langtíma uppbyggingu hjá yngra fólki og þá er hægt aö stefna að því aö fólkiö veröi í sem bestri æfingu á ákveönum degi en auö- vitaö spilar margt annað þar inn í því þó svo allt sé gert á vísinda- legan hátt eru margir óvissuþættirí' og nægir þar aö nefna sálarástand manna á tilteknum tírna." — Áttu sem sagt von á skemmtilegri keppni í Laugardal um helgina? „Já alveg virkilega skemmtilegri keppni. Eins og ég sagöi áöan leggja Svíar og Belgar mikla áherslu á aö komast upp úr þess- um riðli og í þeirri keppni eru öll stig mikilvæg. Svo ætlum viö aö reyna aö leggja Dani og þar verður örugglega einnig mikil keppni," sagöi Einar Vilhjálmsson. Einar Vilhjálmsson Lop^laii er ohress með lögreghma / Ostjóm, spilling, sambandsleysi, skilnings- t ip skortur. Þetta em orðin sem lögregluþjónn í Reykjavík hefur í samtali við Samúel um innviði Reykjavíkurlögreglunnar. ERUÞAU í GÓÐU F0RMI? » w Ungfrú Hollywood flippar út í blautbols keppni á Ibiza Ingólfur Tommi Jón Unnnr Halldór Sigrún Þorsteinn Guðbrandss. Hjaltason Steinsson Ásgrímsson Stefánsd. SAMÚEL sfyr sjö íslendinga UM ÞAÐ HVERNIG ÞEIR FARA AÐ ÞVÍ A£) VERA í F0RMI sigrun porsxeinn w—s. >n Stefánsd. Pálsson /omuel * aa NYR OG HRESS A SOLUSTOÐUM UM ALLT LAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.