Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1985
17
Textílveisla
Myndllst
Bragi Ásgeirsson
Fjórði norræni þríæringurinn
(Textiltriennalen) gengur nú á
milli Norðurlanda og eftir að
hafa gist Noreg hefur hann lagt
undir sig báða sali og ganga
Kjarvalsstaða.
Það var um margt snjöll hug-
mynd að kynna á þennan hátt nú-
tíma textíla með sýningu, er stöð-
ugt væri í gangi í einhverju Norð-
urlandanna. Stokka svo upp spil-
in þriðja hvert ár.
Sýningarnar hafa tekið nokkr-
um breytingum með tímanum, og
þannig er þessi sýning, sem nú er
í gangi, hin fágaðasta og best upp
setta, enda liggur hér að baki
mikil vinna og dugnaður.
Það sem öðru fremur hefur ein-
kennt Þríæringinn frá upphafi er
fjölbreytni hans og umburðar-
lyndi gagnvart nýjum straumum
innan vefjarlistar. Viðhorfin eru
hér stöðugt að taka á sig nýja
mynd, þannig að skilin á milli
málverks, skúlptúrs, hugmynda-
fræðilegrar listar og textíls verða
æ minni.
Á þessari sýningu virðist hafa
verið lögð áherzla á fjölbreytni
tækni- og stílbragða — hvers
konar efni eru virkjuð umfram
vefinn, og stundum virðist vefur-
inn beinlínis notaður í hreinan
skúlptúr til þess að geta fallið
undir hugtakið textíl.
Samkvæmt þessu mætti allt
eins vísa til strengjamynda ým-
issa myndhöggvara, t.d. Ásmund-
ar og Barböru Hepworth, sem
ættu ekki síður að geta heyrt
undir textíla samkvæmt nútíma
viðhorfum! En öll leit og allar til-
raunir eiga rétt á sér og njóta
fyllstu virðingar og skilnings, og
það á ótvírætt við textíla sem
annað. Tilfinningar gerendanna
gagnvart miðlinum koma ósjald-
an mjög skemmtilega fram og
gætu tæpast komið frá iðkendum
annarra greina myndlistar. Hér á
ég við sérstakar tilfinningar
gagnvart áferð efnisins, svo sem
kemur ágætlega fram í collage-
myndum Hólmfríðar Árnadóttur
og í myndinni „Plate" eftir þær
Ástrid Lövaas og Kirsten Wagle.
Sú mynd er ákaflega einföld og
um leið formsterk í einfaldleika
sínum. Þéttpressaðar fellingar í
dúk mynda áferð, er minnir á
tréplötu.
Á þennan hátt kemur fram sér-
stök tilfinning víða, sem einungis
getur verið komin frá næmri
hönd textíliðkandans, er hefur
haft dúka og vef milli handanna.
Tæknibrögðin á sýningunni eru
þannig mörg, og sem dæmi nefni
ég Installasjón Doretheu Volkart
Nordahl, blandaða tækni Sigur-
laugar ióhannsdóttur, Applikation
Eila Rantanen, sáldþrykk Wenche
Kvalstad Eckhoff, skúlptúr Ingrid
Lund, málað silki Birgitte Lund,
handþrykk Paikki Priha, saumur
Piila Saksela, batík Anne Kvam
ásamt hinum hefðbundnu útgáf-
um sígildrar vefjalistar og hnýt-
inga, sem á stundum er útfært I
gerviefni. Margar þessara mynda,
sem ég nefni af handahófi, eru
athyglisverð verk og mjög ólík að
gerð. Hér kemur einnig til marg-
vísleg myndhugsun, því að á sýn-
ingunni eru myndir, sem líkjast
hreinum málverkum (Helena
Hyyryláinen), skúlptúrum (Ulla
Synnöve Anker Aurdal „Spánskur
gluggi“ 1983.
Mana Vikman) og hugmynda-
fræðilegri list (Anna Cristiansen
og Sirrka Vuori).
Allt þetta hefur komið fram á
fyrri sýningum Þríæringsins, en
aldrei áður fengið jafn skilmerki-
lega upphengingu þannig að
hvert verk nýtur sín til fulls.
Husnæðið gerir það þó að verk-
um, að erfitt er að framfylgja
þessum stefnumörkum i sumum
tilvikum. Skoðandinn getur þvf
beitt rökfræðilegri hugsun gagn-
vart hverju einstöku verki, án
þess að myndir allt í kring séu að
grípa inn í og trufla athygli hans.
Þetta þykir mér aðal sýningar-
innar að þessu sinni, og væntan-
lega nýtur hún sömu vinnubragða
á honum stöðunum.
Sú stefna textílfólksins að
sprengja ramma hefðbundinna
vinnubragða hefur skiljaniega
verið gagnrýnd af ýmsum iðkend-
um annarra greina myndlistar.
Það er einnig ótvírætt að vefjar-
list hefur sín sérkenni. Ég segi
myndlist, vegna þess að þegar
best lætur, getur myndvefnaður
verið hrein og sterk myndlist,
jafnvel í sinu hefðbundnasta
formi.
Undarlegt er það og skýtur
óneitanlega skökku við, ef vefj-
arlistarkonum á að vera allt
leyfilegt, en hins vegar telst það
innrás í ríki textílgreinarinnar,
ef ofið er beint eftir málverki. Ég
sé nefnilega ekki betur, en að
mjög margt af þvi, sem gerend-
urnir eru að fást við á þessari
sýningu, sé mjög í ætt við það,
sem nafnkenndir myndlistar-
menn hafa þegar gert, þ.e. málar-
ar, myndhöggvarar, teiknarar og
hugmyndafræðilegir listamenn.
Hér mætti kannski einnig biðja
um jafnrétti!
Eftir að rýnt hefur verið lengi
og vel á hin aðskíljanlegustu
tæknibrögð, er það auganu næst-
um léttir að líta á einstaka hefð-
bundið verk. Og víst eru hinar
hvítu, einföldu myndir Grethe
Sörensen fin vefjarlist og hinar
mögnuðu myndir Ulla Magnusson
staðfesta, að hið hreina tvívíða og
sigilda form bíður einnig upp á
mikla möguleika.
Ýmislegt dettur textílfólkinu í
hug og þannig má sjá listilega
prjónaða peysu fyrir fjórhöfða
einstaklinga eftir Siirka Könönen,
sem vekur mjög til umhugsunar.
Margt situr eftir í minni mínu
cftir skoðun sýningarinnar, og eink-
um vil ég vísa til myndanna „Bunk-
er“ eftir Ane Henriksen, sem er
einfaldur og frumlegur vefnaður,
„Spánskur gluggi“ eftir Synnöve
Anker Aurdal, sem er fallegur
vefnaður, er hittir skynrænt í
mark, „Röd nerve" eftir Britt
Smelvær, sem byggist á fjaðra-
formi í vissum stígandi — mynd-
in er ljóðræn og leiðir hugann að
svörtum fjöðrum Daviðs Stef-
ánssonar í kristaltærum hrynj-
andi og „Wall of Voodo" eftir Kar-
en Aurora Lindell, sem er sterkt
og lífrænt „vibrerandi" verk.
Þetta er stór og mikil sýning,
yfir henni er svipur fágunar og
ögunar, og það er styrkur hennar.
Mikil prýði er af skúlptúrtextíl
Þórdísar Sigurðardóttur frá
Sámsstöðum, er reistur hefur
verð úti á túni.
Væntanlega hlýtur þessi sýn-
ing verðskuldaða athygli.
Britt Smelvær „Röd nerve“ 1982/3.
flfofgMiiMiifrffr
Metsölublaó á hverjum degi!
Morgunbladid/Júlíus
Er vinstri um-
ferð á Melatorgi?
EINS OG kunnugt er var hægri
um ferð tekin upp á íslandi 26.
maí 1968. Samkvæmt umferðar-
merki því sem sjá má á með-
fylgjandi mynd virðist þessi
regla þó ekki gilda á Melatorgi í
Reykjaík, því eins og sjá má
benda örvarnar mönnum að aka
til vinstri inn á torgið.
Það var Júlíus Sigurjónsson,
ljósmyndari Morgunblaðsins,
sem veitti þessu ósamræmi at-
hygli, er hann átti leið um torgið
nýlega. Hann vissi hins vegar að
hægri umferð gildir hér á landi
og lét því ekki glepjast. Er von-
andi að sama gildi um aðra öku-
menn.
MITSUBISHI
L 300 4x4 laldriff)
8 sæta mini bus meö
torfærueiginleika.
Kjörinn bíll fyrir vinnuflokka
og stórar fjölskyldur.
Verö frá kr. 763.900.-
Lokaöur sendibíll meö renni-
huröum á báöum hliöum og
stórum dyrum á afturgafli.
Lipur og sparneytinn sendibíll.
Ákjósanlegur til vöruflutninga.
\ Verö frá kr. 564 000 -
A[u|HEKLAHF
| Laugavegi 170 -172 Sirni 21240