Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1985 5 Síðustu sumartónleik- ar í Skálholtskirkju UM ÞESSA HELGI er síðasta tækifærid til að hlýöa á tónlist Bachs og Hándels á norra nu tónlistarhátíöinni í Skálholti. Hátíðin er haldin í tilefni þess aö 300 ár eru liðin frá fæðingu þessara tónsnillinga svo og Scarlattis. Jafnframt er minnst 10 ára afmælis Sumartónleika í Skál- holtskirkju. Á þessum lokatónleikum flytja sænsku listamennirnir Eva Nordenfelt, Clas Pehrsson og Ann Wallström verk fyrir sembal, blokk- flautu og barokkfiðlu. Klukkan 15 á laugardag leikur Eva Nordenfelt fjórar sembal- svítur eftir Hándel. Eva hefur komið víða fram sem einleikari og fyrirlesari. Hún hefur lagt rækt við sænska barokktónlist, dregið hana fram í dagsljósið og flutt bæði á tónleikum og á hljómplötum. Hún kennir semb- alleik við tónlistarháskólann í Stokkhólmi og hefur skrifað kennslubók um semballeik. Eva Nordenfelt hefur verið máttar- stólpi í ýmsum sænskum barokk- sveitum, m.a. í hóp sem kennir sig við hallarleikhúsið Dronning- holm. En hún hefur einnig verið semballeikari við ballett- og óperusýningar leikhússins. Klukkan 17 á laugardaginn hljóma kammerverk eftir Bach og Hándel fyrir barokkfiðlu, blokkflautu og sembal. Flutning- ur þeirra er í höndum Clas Pehrs- son blokkflautuleikara, Ann Wallström fiðluleikara ásamt með Evu Nordenfelt. Clas Pehrs- son hefur hlotið mikla viðurkenn- ingu fyrir blokkflautuleik. Hann hefur ferðast víða um heim sem einleikari og einnig kennt túlkun barokktónlistar á námskeiðum. Þá er hann aðalflautukennari við Tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Ann Wallström er langyngst sænsku listamannanna, aðeins 24 ára gömul. Hún hefur leikið á barokkfiðlu í Barokksveit Dronn- ingholm-leikhússins, inn á hljómplötur og í sjónvarpi m.a. með „Capella Nuova“ og „Stock- holms Ensemblen". Ann hefur kennt barokktónflutning við tón- listarháskólana í Stokkhólmi og Malmö. Á sunnudaginn klukkan 3 verð- ur samleikurinn á barokkfiðlu, blokkflautu og sembal endurtek- inn. Síðdegis sama dag eða kl. 17 er guðsþjónusta þar sem sr. Gunnar Björnsson prédikar og sr. Guð- mundur Óli Ólafsson þjónar fyrir altari. Listamenn sjá um tónlist- arflutning við messuna. Í tengslum við tónlistarhátið- Sænski semballeikarinn Eva Nordfeldt sem leikur á sumartón- leikum í Skálholtskirkju um næstu helgi. ina er sýning frá Goethe-stofnun- inni í Lýðháskólanum í Skálholti um ævi Bachs, Hándels og Schutz. Ennfremur eru þar seldar veitingar. Áætlunarferðir eru báða dag- ana í Skálholt og er farið kl. 13 frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík. Rétt er að taka fram að að- gangur er ókeypis að tónleikun- um. (Úr fréttatilkynningu.) Afréttarmál Vatnsdælinga: Lögreglan stjórnaði rekstri af heiðinni TVEIR lögreglumenn frá Blönduósi og fólk úr Áshreppi í Vatnsdal fóru í fyrradag á Haukagilsheiði í Austur-Húnavatnssýslu og sóttu hluta stóðs sera tveir bændur í Sveinsstaðahreppi í Vatnsdal ráku á heiðina á mánudag í trássi við úrskurð sýslunefndar um takmörkun beitar á Grímstungu- og Haukagilsheiöum og öðrum sameiginlegum afréttarlöndum Vatnsdælinga. Kristján Þorbjörnsson lögreglu- maður á Blönduósi sagði í gær að hrossin hefðu verið dreifð um nokkuð stórt svæði framan afrétt- argirðingar á Haukagilsheiði. Hann sagði að auk hrossa frá tveimur bæjum í Sveinsstaða- hreppi væru þarna hross úr Þver- árhreppi á Vatnsnesi en Þver- hreppingar eiga hluta heiðarinnar og hafa nýtt hana til hrossabeitar og fengu einir eigenda heiðarinnar að reka takmarkaðan fjölda hrossa á hana í sumar. Kristján sagði að í fyrradag hefðu komið 63 eða 64 hross niður af heiðinni, en töluvert væri þar enn af hrossum. Farið var með stóðið í rétt Vatnsdælinga, hross úr Þverár- hreppi tekin frá og rekin aftur á heiðina en Sveinstæðingum gert að sækja sín hross sem þeir og gerðu. I þessum hópi reyndist 21 hross vera frá bæjunum Hjalla- landi og Hólabaki í Sveinsstaða- hreppi, en hin úr Þverárhreppi. Kristján sagði ekki ákveðið með framhald málsins, það er hvort bændurnir yrðu sektaðir og látnir greiða kostnað við smölunina. Þeir hefðu verið yfirheyrðir og skýrsla gerð um málið og færi hún til sýslumanns sem tæki ákvörðun" um framhaldið. Loðnuveiðin gengur vel FJÖGUR skip eru nú á loðnuveiöum við Jan Mayen. í gær fengust þær upplýsingar að þrjú þeirra væru á leið til lands með fullfermi og var búist við að fyrsta skipið kæmi til hafnar í gærkvöld. Hin tvö eru vænt- anleg í dag og í kvöld. Þetta eru Júpiter, Svanur og Guðrún Þor- geirsdóttir sem öll landa afla sínum á Eskifiröi. Fjórða skipið, Gísli Árni, hefur tvisvar landað fullfermi á Rauf- arhöfn og er nú á leið í þriðja túr- inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.