Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1985 garöinn _______sinn_______ Skólagarðar Reykjavíkur UMSJÓN/JÓN ÓLAFSSON med athygli. Morgunblaftií/Þorkell viku í skólagarðana og reyna að gera garðinn sinn sem best úr garði. Það leikur enginn vafí á því að hverju barni er hollt að kynnast skólagörðunum því að heilbrigðara áhugamál er vand- fundið. Börnin læra að taka ábyrgð, þau fylgjast með vexti og þroska jurtanna, eru úti við í náttúrunni og uppskera samkvæmt því sem þau sá, á allan hátt. Skólagarðar Reykjavíkur eru á fímm stöðum í bænum. í Skerjafírðinum, Árbæ, við Stekkjarbakka í Breiðholti, við Ásenda og síðast en ekki sízt í Laugardalnum og það er einmitt þangað sem leið okkar liggur. Helga Birna leiðbeinir einni stúlkunni. Sú yngri hlustar á „Þetta er vel mælt,“ svaraði Birtíngur, „en maður verður að rækta garðinn sinn.“ Á þessa leið endar saga Voltaires af Birtíngi. Þessi setning, að rækta garðinn sinn, getur þýtt ansi margt og verður ekki farið út í þá sálma hér nema þá út í bókstaflega merkingu. Á hverju sumri er u.þ.b. eitt þúsund reykvískum börnum úthlutað snotrum reit og þeim gefínn kostur á að rækta sitt eigið kál og hlúa að sínu grænmeti. Hér er verið að tala um starfsemi Skólagarða Reykjavíkur sem hafa verið starfandi í fjölda ára og virðast alltaf njóta jafnmikilla vinsælda. Börn á aldrin- um 8—12 ára fara nokkrum sinnum í Verkstjórarnir Helga Birna og Kriatín. Morgunblaðið/Þorkell „Aðsóknin háð veðurguðunum“ — Spjallað við verkstjórana Helgu Birnu Björnsdóttur og Kristínu Jónsdóttur „ÉG HELD ekki aö aðsókn i skólagarðana sé að minnka," sagði Helga Birna Björnsdóttir í spjalli við blm. Helga er yfir öll- um skólagöröum Reykjavíkur- borgar. Hún var stödd í Laugar- dalnum ásamt öðrum verk- stjóra, Kristínu Jónsdóttur, er blm. bar að garði. „Þetta hefur a.m.k. staðið síð- ustu 3 árin,“ bætti Kristín við. „Þetta hafa verið á milli 800 og 1000 börn sem hafa verið skráð á hverju sumri." Kostar ekkert að vera í skóla- görðunum? „Vissulega en ætli það teljist nokkuð umtalsvert að borga 200 kr. fyrir sumarið, en það er upp- hæðin sem hvert barn þarf að greiða," svöruðu stöllurnar. „Það er borgað með greyjunum". Hvernig fer sumarstarf skóla- garðanna fram? „Snemma í júní hreinsa krakkarnir garðana sína vel og vandlega, taka steina í burtu og svoleiðis og setja niður. Aðal- tíminn fer svo í að reyta arfa, en af honum er yfirleitt nóg og síð- an er tekið upp.“ Blm. rak augun í forláta stundatöflu sem hékk upp á vegg og gerir sjálfsagt enn. „Já, þetta er nú stundataflan okkar,“ segir Kristín. „Á mánu- dögum, miðvikudögum og föstu- dögum er unnið í görðunum og á þriðjudögum og fimmtudögum förum við í leiki, ferðalög eða gerum eitthvað sniðugt." Þegar þetta er skrifað er fimmtudagur og kallaðist hann kökudagur hjá krökkunum í Laugardal. Þegar arfinn hafði verið reyttur samviskusamlega fengu allir kökur og kakó. Þið nefnduð ferðalög? „Já, eða gönguferðir. Við höf- um farið með krakkana í Ás- mundarsafn, niður á Tjörn að gefa öndunum og einn daginn fórum við í Nauthólsvík." Mæta börnin reglulega 5 sinn- um í viku? „Nei, ekki öll en sum gera það og sýna mikinn áhuga." Þið getið ekkert skikkað þau til að mæta eins og í skólann? „Nei. Þau fara gjarnan í ferðalög með foreldrum og svo eru áhugamálin oft svo mörg. En við gefum þeim einkunnir, verðlaunum garðana og slíkt og þannig rekum við dulítið á eftir þeim,“ svarar Kristín. Hvert er starf ykkar verk- stjóranna? „Við aðstoðum þau auðvitað eftir bestu getu og reynum að kenna þeim það sem við kunnum um jurtirnar..." Vitið þið allt um jurtir? greip blaðamaður fram í. „Kannski ekki allt, en svona eitthvað." Er þekkingin byggð á starfs- reynslu eða ... ? Kristín svaraði: „Ja, ég t.d. var að útskrifast af náttúru- fræðibraut úr menntaskóla." Ekki eru krakkarnir hérna allan daginn? „Nei, nei. Þau eru svona 2 tíma í senn. Við skiptum þessu í þrjá hópa. Fyrsti hópurinn byrj- ar klukkan 8, annar hópurinn klukkan 10 og sá þriðji klukkan 1,“ svarar Helga. Er ekki aðsókn í skólagarðana háð mildi veðurguðanna frægu? „Jú, þetta fer mikið eftir veðri og vindum og veðrið þetta sumar getur jafnvel haft áhrif á aðsókn í skólagarðana næsta ár,“ segir Helga. Hvernig þá? „Nú, sumarið f fyrra var eins og þú veist slæmt veðurfarslega séð. Sjaldan sól og það hefur að- eins haft áhrif á aðsóknina í ár. Næsta ár gæti orðið virkilega gott því það hefur viðrað vel í sumar." Nú eru skólagarðarnir á fimm stöðum í bænum, Helga. Er mik- ill munur á afstöðu krakkanna til þess sem þau eru að gera t.d. í Breiðholtinu og í Skerjafirðin- um? „Töluverður. Flestir krakk- arnir sem eru í görðunum við Stekkjarbakka, sem eru reyndar þeir fjölmennustu í bænum, koma úr Seljahverfinu með strætisvagninum. Aðalmálið hjá þeim mörgum er að geta klárað verk sitt áður en skiptimiðinn til baka rennur út. Ég held að hann gildi í þrjú korter eða þar um bil. Þar er því allt á fleygi- ferð, könnur og fötur á lofti og mikill hamagangur. Það hefur vissulega sín áhrif að vegna hins mikla fjölda barna í Breiðholt- inu geta verkstjórarnir ekki leiðbeint hverjum og einum sem skyldi. í Skerjafirðinum er það áberandi hve strákarnir eru duglegir við að mæta, öfugt við hina staðina. Þetta eru flestallt gallharðir KR-ingar með mik-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.