Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1985 líi þó ein 10 megawött af rafmagni úr jarðgufu og sér þannig fyrir nokkrum hluta af orkuþörf i Lhasa. Þetta er ein af fáum starf- andi jarðgufuvirkjunum i heimi, en Kínverjar eiga það sameigin- legt með lslendingum, að vera að þróa þessa tækni. Þegar komið var til Lhasa síðla dags var farið í heimsókn á heim- ili í borginni og fræðst um hag íbúanna. Margt kom þar undar- lega fyrir sjónir, þröngbýli og fleira, en hreinlætisaðstaðan varð nú sem fyrr einna eftirminni- legust. Snemma næsta morgun var svo aftur haldið út á flugvöllinn. Reyndar olli það nokkrum vanda að farmiðar okkar til Lhasa höfðu vegna misskilnings orðið eftir í Chengdu og þarna gilti sú regla að til þess að geta keypt miða frá Tíb- et þurfti maður að sýna farmið- ann til Tíbet, en flugmiða var að- eins hægt að kaupa aðra leið i einu. Þetta bjargaðist samt allt og það var ekki laust við að okkur létti svolítið þegar þotan tókst á loft og við horfðum niður í tíb- etsku dalina, erfiðri en ógleyman- legri ferð var lokið. Framundan beið okkar þægilegt hótel í Chengdu, með heitu vatni og lang- þráðu baði. 2000 ára gömul vatnsveita Á föstudeginum var farið út fyrir Chengdu og skoðuð 2000 ára gömul áveitumannvirki, sem bera vott um mikla hagkvæmni og þró- aða verkfræðikunnáttu Kínverja fyrr á öldum. Áveita þessi er ein helsta undirstaða hins mikla land- búnaðar sem stundaður er á þessu svæði. í bakaleiðinni var komið við hjá svinabónda nokkrum og fræðst af honum um þær skipu- lagsbreytingar sem gerðar hafa verið á síðustu árum í kínverskum landbúnaði og virðast hafa stór- aukið tekjur bænda og annarra sem starfa við landbúnað. Bóndi þessi hefur margfaldað fram- leiðslu sína á undanförnum árum, enda fær hann nú sjálfur að njóta þess ef vel gengur. Sonur hans ek- ur vörubíl sem bóndinn á og starf- ar því við flutninga, en það kallast flutningur að kaupa vörur á einum stað, flytja þær á annan og selja þær þar. Bændur þurfa að borga leigu af landinu í korni, en fram- leiðslu umfram það geta þeir selt sjálfir. Snemma morguns næsta dag, var flogið suður á bóginn til ferða- mannaborgarinnar Guilin, sem mjög er rómuð fyrir fegurð og sérkennilegt landslag. Þessi borg hafði um margt vestrænna yfir- bragð en aðrar borgir sem við komum til í Kína og virtist fólk almennt búa við betri kjör. Margir virtust hafa uppgötvað það að hægt er að græða peninga á ferða- mönnum sem eru með fullar hend- ur fjár, á kínverskan mælikvarða að minnsta kosti. Það var því mik- ið af alls konar götusölum sem seldu smáhluti, íspinna og ávexti á uppsprengdu verði. 1 þessu sam- bandi má kannski geta þess að sumir hlutir hafa tvenns konar verð í Kína. Annars vegar er verð fyrir Kínverja en hins vegar fyrir útlendinga. Þannig kostar flaska af kínverskum bjór 1,50 yuan fyrir Kínverja, en 2,80 yuan fyrir út- lendinga og gildir þetta verð um allt landið. Þennan dag var farið í stóran dropasteinshelli, sem greinilega er vinsæll ferðamannastaður því þarna var krökkt af útlendingum. Hellirinn er lýstur upp með lituð- um ljóskösturum og setur það svolítið ævintýralegan blæ á hann en um leið varð hann svolítið gervilegur að sjá. Um kvöldið hélt varaborgarstjórinn í Guilin hópn- um velheppnaða veislu, þar sem á boðstólum voru ýmsir sérréttir þessa svæðis, meðal annars var borinn fram lítill grís steiktur í heilu lagi, að ógleymdum froska- löppum sem við smökkuðum þarna í fyrsta skipti og þótti hreint lost- æti. Sunnudaginn 23. júní var farið í 5 klukkutíma siglingu niður eftir ánni sem rennur við Guilin og nut- um við sólar og sérkennilegs út- sýnis sem einkennist af strýtu- mynduðum fjöllum. Morguninn eftir var enn farið í útsýnisferð um bæinn, en um miðjan dag var flogið til Kanton. Þaðan var ekið í um 4 klukkutíma til Shenzhen. Shenzhen Shenzhen er eitt af hinum svo- kölluðu „sérstöku efnahagssvæð- um“ í nágrenni við Hong Kong. Á þessu svæði er mikið af erlendum fyrirtækjum starfandi og í gangi ýmsar tilraunir af hálfu heima- manna er snerta útflutning og efnahagsstefnu. Sérstök vega- bréfa- og tollskoðun er inn á þetta svæði. Þarna eru Kínverjar að gera ýmsar tilraunir með markaðskerf- ið og nota þessi svæði til þess að stofna fyrirtæki með útlendingum og einnig er útlendingum heimilt, og þeir meira að segja hvattir til, að stofna fyrirtæki á þessum svæðum án eignaraðildar Kín- verja. Fyrirtæki þessi njóta ým- issa ívilnana, til dæmis er leiga á landi og verksmiðjuhúsnæði lág, skattaívilnanir eru miklar og fyrirtæki sem framleiða vörur sem skortur er á í Kína fá stærri innflutningskvóta í Kína en önnur fyrirtæki. Litlar hömlur eru á því að flytja verulegan hluta hagnað- ar úr landi, fyrirtæki þurfa ekki að óttast verkföll og þótt launin séu talsvert hærri en almennt í Kína, þá er sá kostnaður lítill samanborið við flest önnur lönd. 1 staðinn fyrir allt þetta fá Kínverj- ar þekkingu, starfsfólk þessara verksmiðja kynnist háþróaðri tækni, sem síðan getur nýst við aðra framleiðslu, Kínverjar kynn- ast utanríkisverslun og mynda viðskiptatengs! sem hjálpa þeim að efla önnur viðskipti sín. Á þessu svæði hefur á örfáum árum risið yfir 300.000 manna iðn aðarborg, þar sem fyrir fimm ár um var 10.000 manna bær. Þarn hafa verið reist mörg háhýsi oj sáum við meðal annars stærsti byggingu Kína sem er 80 hæð; skrifstofubygging. Þarna er einnig verið að byggja upp ferðamanna- iðnað í samvinnu við Hong Kong- búa og hafa verið reist þarní nokkur stór og íburðarmikil hótel og gistum við á einu slíku. Erlenc fyrirtæki geta með örskömmurr. fyrirvara flutt inn í tilbúið verk- smiðjuhúsnæði, en gífurlegai byggingarframkvæmdir voru þarna í gangi. { hádegisverði, sem varaborgar- stjórinn í Shenzhen hélt hópnum daginn eftir, var nánar útskýrl fyrir okkur hver væri hugmyndir með þessu svæði og hvernig að málum væri staðið. Áður höfðum við farið í verksmiðju sem fram- leiðir smátölvur og önnur raf- eindatæki fyrir kínverskan mark- að og til útflutnings. Tengslin við Hong Kong eru mikil, þannig er til dæmis hægt að sjá Hong Kong-sjónvarpið í Shenzhen og mikill fjöldi fólks fer daglega á milli. Síðar þennan dag, þriðjudaginn 25. júní, hélt hópurinn svo fót- gangandi yfir brúna til Hong Kong, þaðan sem haldið var í lest inn í miðborgina. Var þar með lok- ið 16 daga viðburðaríkri og fróð- legri kynnisferð um Kína, sem seint mun líða þátttakendum úi minni. Hópurinn dvaldist síðan tvo sól- arhringa í Hong Kong. Þaðan var flogið að kvöldi 27. júní með Hong Kong flugfélaginu Cathay Pacific til Frankfurt, með millilendingu ) Saudi-Arabíu. Heim var komið frá London siðdegis á föstudegi eftir 24 tíma ferðalag. Höfundur er formaður /Eskulýðs- sambands íslands og i sæti í stjóri Heimdallar. LAUGAVEGI37 Sfmi 12861

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.