Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1985 r *jO 09 HH Frá friðarbúðunum. Morgunblaðid/Einar Falur Um tuttugu tjöld í friðarbúðum Samtaka herstöðvaandstæðinga UM TUTTUGU tjöld höfðu verið reist í gærmorgun í friðarbúöum á vegum Samtaka herstöðvaandstæðinga í Ytri-Njarðvík skammt frá aðalhliði Kefla- víkurflugvallar að sögn Þorgeirs Þorsteinssonar lögregiustjóra þar. Búðir þessar voru reistar á þriðjudaginn og eru þáttur í frið- araðgerðum samtakanna í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá því að kjarnorkusprengjunni var varpað á Hiroshima. Ýmislegt er á dagskrá búðanna, t.d. var reist niðstöng gegn styrj- öldum og kjarnorkuvopnum í heiminum við hliðið á miðviku- dagskvöld og hópur kvenna setti blómakransa á girðinguna um- hverfis Keflavíkurflugvöll til að minnast þeirra sem féllu í spreng- ingunni í Hiroshima. Þorgeir sagði að mælst hafi ver- ið til þess að kransarnir yrðu fjar- lægðir, en þau svör fengust frá mönnum úr búðunum að þeir hefðu ekki verið settir upp á þeirra vegum. Samkvæmt upplýs- ingum sem Morgunblaðið fékk frá Samtökum herstöðvaandstæðinga voru konurnar í friðarbúðunum. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli sagði í gærkvöld að ákveðið hefði verið að láta þetta afskiptalaust. I gærkvöld heimsóttu Toshio Okamura og Yoshio Niki frá Jap- an búðirnar. Á föstudagskvöld verður dagskrá í Félagsbíói, en á laugardaginn lýkur þessum friðar- aðgerðum með því að gengið verð- ur frá Hafnarfirði að Lækjartorgi þar sem lokadagskráin fer fram. Straumlaust í klukku- stund víða um land Innrás 7. áratugarins heldur áfram: Predikari frá Nýja-Sjálandi ÞESSA DAGANA eru stödd hér á landi hjónin Shirley og Ken Wright frá Nýja-Sjálandi og eru þau hér í boði félagsins Vegurinn-Nýtt líf. Ken Wright er predikari sem hefur ferðast víða um heim og á síðastliðnum fimmtán árum heim- sótt fjölda kristinna samtaka og safnaða, beðið fyrir fólki og hafa margir fengið lausn á sínum vanda hjá honum, segir í frétt sem blað- inu hefur borizt. Á íslandi mun Ken tala og biðja fyrir fólki á samkomum í Grens- áskirkju í kvöld klukkan 20:30 og aftur á sama tíma sunnudaginn 11. ágúst. (Úr fréttatilkynningu.) ' Kristján Árnason umsjónarmaður þáttarins. Leidrétting í dagskrárkynningu útvarps í Morgunblaðinu á fimmtudag víxluðust myndir. í stað myndar af umsjónarmanni þáttarins Erlend ljóð frá liðnum tímum, Kristjáni Árnasyni, birtist mynd af Kristjáni Árnasyni málfræð- ingi. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum. „Línan milli Sigöldu og Hóla mesta Kröfluhneyksli allra tíma“ segir Erling Garðar Jónasson rafveitustjóri Aragrúi fólks kom að skoða nýju verslunina og áætlað var að tæplega tólf þúsund hefðu komið þar upp úr fimm í gær. IKEA-verslun opnar í Húsi verslunarinnar NÝ VERSLUN var opnuð í gær í Húsi verslunarinnar. Verslunin er í eigu Hagkaupa en er rekin sem sjálfstæð rekstrareining. Þar fást vörur frá sænska fyrirtækin IKEA sem Hagkaup hefur lengið verið umboðsaðili fyrir hérlendis. Fjöldi fólks flykktist í verslun- ina. Þegar hún var opnuð klukkan tíu í gærmorgun var löng biðröð við dyrnar og á sjötta tímanum höfðu hátt á tólfta þúsund manns komið í hana, að sögn Gests Hjaltasonar verslunarstjóra. Húsnæði verslunarinnar er 2.700 fermetrar og við það bætist 2.000 fermetra lager. Þar fást ein- göngu vörur frá IKEA en það eru hlutir af ýmsu tagi til heimilis- halds, gjafavörur, vefnaður, hús- gögn og fleira. hef sagt það áður og segi það enn — þessir milljarðar munu aldrei koma til með að skila arði og þetta spennufall er eflaust bara byrjun- in. Hringtengingin er óheilla- stefna," sagði Erling Garðar Jónasson að lokum. „Nei, við fórum ekki varhluta af straumleysinu," sagði Sölvi Sól- bergsson, tæknifræðingur hjá Orkubúi Vestfjarða, er hann var inntur eftir afleiðingum rafmagns- leysisins þar vestra. „Undir venju- legum kringumstæðum hefðum við verið snöggir að bjarga þessu með varaafli okkar, en þar sem við höf- um notað sumarið til viðhalds höfðum við ekki allar línurnar inni, svo straumlaust var hér i rúma klukkustund," bætti hann við. „Vegna einangrunar Vest- fjarða og vondra vetrarveðra get- um við ekki treyst á línuna heldur höfum komið okkur upp traustu varaafli, sem ég held að allir staðir verði að gera, ýmist dísel-vélum eða vatnsvirkjunum." Aðspurður kvað Sölvi virkjunar- kostina ekki hagkvæma á Vestur- landi, vegalengdirnar væru of miklar. „I rauninni finnst mér þetta straumleysi ekkert til að gera veður út af,“ sagði hann, „fyrir fáeinum árum var ástandið hér mun verra og kom það stund- um fyrir að rafmagnslaust var í fleiri daga.“ Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fengust hjá Guðmundi Helga- syni, rekstrarstjóra Landsvirkjun- ar, var orsök straumleysisins sú, að vinna átti að viðhaldi á strengn- um milli Hvalfjarðar og Andakíls- virkjunar og færa aflið yfir á lín- una frá Sigöldu. „Einhver mistök virðast þó hafa orðið," sagði Guð- mundur, „þvi hún annaði ekki flutninginum." Aðspurður kvaðst hann þó álita öryggi í afhendingu orkunnar sæmilega tryggt með hringtengingunni. „Hér var um mannleg mistök að ræða og vissu- lega er það leiðinlegt þegar slíkt hendir," sagði Guðmundur að lok- um. Straumlaust varð um allt Austur- og Norðurland, svo og á Vestfjörðum síðastliðinn miðvikudag. Stóð straumleysið, sem varð vegna spennufalls á byggðalínunni, yfir í tæpa klukkustund. „Það varð allt rafmagnslaust hér um níuleytið," upplýsti Erling Garðar Jónasson, rafveitustjóri Austurlandsveitu, er hann var inntur nánar eftir atviki þessu. „í raun og veru var hér ekki um að ræða neina „bilun“, heldur hrein og klár mistök. Línan milli Sigöldu og Hóla, sem er að mínum dóml mesta Kröfluhneyksli allra tíma brást einfaldlega, þegar á þurfti að halda,“ sagði Erling. „Þetta stór- kostlega kerfi, sem kostað hefur okkur marga milljarða, er nú ekki áreiðanlegra en það að við minnstu truflun fer allt úr jafnvægi. Þessi aðferð er u.þ.b. 40% kostnaðar- samari en virkjunarleiðin, sem þó hefði tryggt öryggi orkudreif- ingarinnar á Austurlandi mun bet- ur,“ bætti hann við. Aðspurður kvað Erling Garðar tjónið, sem orðið hefði á þessari klukkustund, mikið. „Eldhætta vex, atvinnulíf lamast og mjöl get- ur brunnið í þurrkurunum," sagði hann. „Það er þó rétt að taka það fram að eflaust hefði spennufallið ekki orðið eins mikið hefði Krafla verið i gangi,“ sagði Erling. „Af- leiðingarnar voru hins vegar nógu slæmar þegar útslátturinn varð á góðviðrisdegi á Höfn í Hornafirði — ég býð ekki í ástandiö ef slíkt gerðist í vetrarveðri kannski ein- hvers staðar í Borgarfirðinum. Ég Grensáskirkja: Félagsmálaráðuneytið: Tilnefnir neytendafull- trúa í sexmannanefnd FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur tilnefnt þrjá fulltrúa í verðlagsnefnd búvara, hina svokölluðu sexmannanefnd sem verðleggja á búvörur til bænda, en ASÍ og BSRB höfnuðu því að skipa fulltrúa neytenda í nefndina eins og lögin um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum gera þó ráð fyrir. I gær var reiknað með að nefndin kæmi saman til síns fyrsta fundar í gærkvöldi en fyrsta verðlagning nefndarinnar á að koma til fram- kvæmda eigi síðar en 1. september Vinsælda- listi rásar 2 1. (2) Life is life, Opus 2. (1) There must be an angel, Eur- ythmics 3. (10) Money for nothing, Dire Straits 4. (4) Head over heels, Tears for Fears 5. (13) Into the grew, Maddonna 6. (3) Frankie, Sister Sledge 7. (5) Keyleigh, Marillion 8. (—) Á rauðu ljósi, Mannakorn 9. (7) Ung og rík, P.S. og Co. 10. (9) History, Mai Tai Leiðrétting ÞAU LEIÐU MISTÖK urðu í við- tali við Árna Helgason fiskifræð- ing sem birtist nýlega í Morgun- blaðinu að farið var rangt með töl- Þar er sagt að kostnaður við fiskisjúkdóma og afleiðingar þeirra í norsku fiskeldi sé 200.000 norskar krónur. Rétt er að kostnaðurinn er 200 milljónir norskra króna eða fimmtungur af heildarveltu fisk- eldis í Noregi, sem er einn milljarð- ur norskra króna. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. Hinir svokölluðu neytendafull- trúar eru: Arnar Bjarnason við- skiptafræðingur, Baldur Óskarsson viðskiptafræðinemi og Margrét S. Einarsdóttir sjúkraliði. Stjórn Stéttarsambands bænda hefur ákveðið að fyrir framleiðendur sitji sömu menn í nýju sexmannanefnd- inni og þeirri fyrri, það eru þeir Ingi Tryggvason formaður Stéttar- sambandsins, Gísli Andrésson á Hálsi og Böðvar Pálsson á Búrfelli. Hagstofustjóri og forstöðumaður Búreikningastofu landbúnaðarins skulu vera nefndinni til aðstoðar. ASÍ og BSRB höfnuðu því einnig að skipa fulltrúa neytenda í fimm- mannanefndina svokölluðu, það er þá nefnd sem á að verðleggja bú- vörur í heildsölu og á viðskipta- ráðuneytið þá að gera það í þeirra stað. Það hefur ekki enn verið gert en búist er við að það verði gert á næstunni. Nefndin á að vera skipuð tveim fulltrúum neytenda og jafn mörgum frá afurðastöðvum. Af- urðastöðvarnar hafa tilnefnt sína fulltrúa. Nefndin á að starfa undir forystu verðlagsstjóra eða fulltrúa hans. „The Troggs“ í Broad- way um næstu helgi Veitingastaðurinn Broadway hefur nú í sumar fengið hingað til lands nokkrar hljómsveitir, sem nutu vinsælda á bítlaárunum svokölluðu. Enn sér ekki fyrir endann á þessari innrás 7. áratugarins og mun um næstu helgi komið að því að sveinarnir í sveitinni „The Troggs“ láti Ijós sitt skína. girl like you“, Anyway she wants", „Love is all around“ og „I can’t control myself". Vakti lagið „Wild thing" mikla athygli á sínum tíma, sakir þess hve nýstárlegt það þótti. „The Troggs" hafa einu sinni áð- ur komið hingað til lands, en eins og fyrr segir munu þeir sjá um spil og söng föstudaginn 9. og laugardaginn 10. þ.m. í Broadway. Sveitina skipa þeir Reg Presley, söngvari, Ronald Bullis, bassaleik- ari, Anthony Murry, gítarleikari, og Charles Britton, sem sér um að berja húðirnar. Hafa þeir félagar haldið hópinn allar götur frá þvi á „gullaldarár- unum“, þegar þeir slógu í gegn með hvert metsölulagið á fætur öðru. Nægir þar að nefna „elli- smellina" „Wild thing“, „With a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.