Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1986 21 Stélhluti Delta-þotunnar Stélhluti þotu Delta-flugfélagsins er fórst við Forth Worth-flugvöllinn í Dallas á slysstað. Þotan fórst um helgina og með henni 132 menn, en 31 komst lífs af. Þeir sem komust lífs af sátu aftast í þotunni, í stélhlutan- um, sem brotnaði frá búknum í brotlendingunni. Sprenging varð í þeim hluta þotunnar, sem stélhlutinn brotnaði frá. Fárviðri og flóð í Vestur-Evrópu Vín, Austurríki, 8. ágúst. AP. FÁRVEÐUR, stórrigningar, þrumuveður og snjókoma hafa verið víða um vestanvert evrópska meginiandið síðustu þrjá daga eða allt frá Miðjarðarhafsströnd Frakklands norður til Danmerkur. í gær, miðvikudag, var vitað um a.m.k. 16 manns, sem beðið höfðu bana af völdum veðursins. Hvað verst hefur veðrið verið í Austurríki og hefur Dóná flætt Leiðrétting í FRÉTT um skattamál Olofs Palme forsætisráðherra Svíþjóðar var farið rangt með heiti á dag- blaði sem er hliðhollt sænsku stjórninni. Hið rétta er Afton- bladet. yfir bakka sína vegna rign- inganna síðustu daga. Slökkvi- liðsmenn og björgunarmenn hafa verið önnum kafnir við að flytja brott fólk vegna þess að vegir eru ýmist undir vatni eða sundur- skornir af aurskriðum. Margir hafa látið lífið í skriðuföllum og sumir orðið fyrir trjám, sem fall- ið hafa í veðrinu. Við Miðjarðarhafsströnd Frakklands hefur geisað fárveður og sjávargangur óskaplegur. Hafa öldurnar gengið yfir óshólma Rónar en þar er jafnan margt um manninn á helsta sumarleyfistímanum. Veðrinu veldur þurr og sterkur vindur frá Norður-Afríku, sem kallast „Scir- occo“ á ítölsku. Bandaríkin: Sovésku eldflaugarnar nákvæmari en talið var? Washington, 8. ágúst AP. SOVÉTMENN hafa reynt að villa um fyrir Bandaríkjamönnum og fá þá til að halda að langdrægar rússneskar kjarnorkuflaugar væru ónákvæmari en þær eru í raun. Hafa þeir gert það með því að fylla gíga, sem flaugarnar mynda við lendingu, og grafa nýja. Kom þetta í gær fram hjá sérfræðingi í leyniþjónustumálum og starfsmanni bandaríska þingsins. Ef rétt er hafa Sovétmenn með þessu brotið gegn gildandi samkomulagi við Bandaríkjamenn. Ljósmyndir, sem teknar voru yfir Kamtsjakaskaga skömmu fyrir dögun í mars árið 1979. sýna sovéska hermenn vera að fylla upp í gíga, sem SS-19 eld- flaugar skildu eftir sig við lend- Venezúelamaður á Heimsmóti æskunnar: Var neyddur til að hafa sig burt London, 8. ágúst. AP. ÞINGMAÐUR frá Venezúela sagði í dag í London, að hann hefði verið neyddur til að fara frá Sovétríkjunum, en þangað var hann kominn til að taka þátt í Heimsmóti æsku.inar. Var ástæðan sú, að hann hafði skorað á kommúnistaflokkinn að hætt yrði „ómannúðlegum ofsóknum“ á hendur Andrei Sakharov og fjölskyldu hans og að sérstakri nefnd ungs fólks yrði leyft að ganga úr skugga um, að þau hjónin væru á Iffl. Carlos Tablante, sem er þing- ógerlegt væri að tryggja öryggi mitt,“ sagði Tablante. „Mér var ekki formlega vísað úr landi en með dulbúnum hótunum var ég neyddur til að fara.“ Tablante sagði, að Sovétmenn hefðu meinað honum að taka til máls á Heimsmótinu og þess vegna hefði hann gripið til þess ráðs að dreifa ræðu sinni afrit- aðri. Kvaðst hann hafa ætlað að fjölrita hana en komist þá að raun um, að slík galdratæki væru ekki á hverju strái í Sovétríkjunum. ingu, og jafnframt vera að gera aðra fjær til að svo liti út sem nákvæmni flauganna væri ekki sem best. Sagði þessi leyniþjón- ustusérfræðingur, sem ekki vildi láta nafns síns getið, að flestar langdrægar árásareldflaugar Sovétmanna væru af SS-19-gerð og að 360 þeirra væru í skotstöðu. Sovétmenn hafa einnig komið fyrir 308 SS-18-eldflaugum, sem eru stærri, en sumir sérfræð- ingar segja, að þær séu búnar 12 kjarnaoddum, tveimur fleiri en samningar milli stórveldanna kveða á um. Sérfræðingar hafa löngum tal- ið sovésku eldflaugarnar miklu ónákvæmari en þær bandarísku, en ef þessar upplýsingar reynast réttar kunna þær að hafa mikil áhrif á afstöðu Bandaríkja- manna í afvopnunarviðræðunum í Genf. Kfna: Kjarnorkuveld- in gangi á und- an í afvopnun Peking. 7. ágúst. AP. Talsmaður kínverska utanríkisráðu- neytisins, Li Zhaoxing, sagði í dag, að Kínverjar hefðu aðeins gert fáeinar til- raunir með kjarnorkuvopn og að hans áliti bæri þeim þjóðum, sem ættu stærstu vopnabúrin, að hafa forgöngu um afvopnun. Talsmaðurinn lét þessi ummæli falla á vikulegum fundi með frétta- mönnum, er hann var spurður, hvort Kínverjar væru fúsir til að feta í fótspor Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna og gera hlé á kjarnorkuvopna- tilraunum. Veður víða um heim Lagtt Hmt Akureyri 11 súld Amsterdam 15 20 ekýjað Aþena 21 31 hoióskirt Barcelons 26 léttskýjaó Berlín 13 21 skýjaó BrUeeel 10 19 skýjaó Chícego 17 29 skýjaó Oubtin 12 18 ngning Feneyjer 24 heióakfrt Frankfurt 13 19 skýjaó Genf 10 18 skýjað Helsinki 14 17 rtgning Hong Kong 27 31 skýjaó Jerúselem 18 30 heióakírt Kaupmenneh. 14 20 skýjaó Ltssabon 15 31 heióskirt London 11 20 heióskirt Los Angeles 18 29 heióskírt Lúxemfaorg 14 aútd ya^rg. 26 léttskýjaó Maliorca 27 léttskýjaó Miami 23 31 tkýjaó Montreal 20 27 skýjað Moskva 18 29 skýjaó New Yorfc 22 27 heióskírt Osló 10 21 akýjaó Paris 14 20 skýjað Peking 22 34 heióskirt Reykjavík 13 rigning Ríóde Janeiro 14 33 heiðskírt Rómafaorg 15 28 skýjaó Stokkhóimur 15 22 skýjaó Sydney 11 19 skýjaó Tókýó 26 32 heióskírt Vinarfaorg 12 19 skýjað maður fyrir vinstri sósíalista- flokkinn í Venzúela og yfirmaður æskulýðsmála í landinu, sagði, að honum hefði verið skipað að halda sig á hótelherberginu í Moskvu eftir að hann hafði dreift hand- skrifaðri áskorun meðal þátttak- enda á mótinu en þar var hvatt til, að hætt yrði ofsóknum á hendur Sakharov og fjölskyldu hans „Einn túlkanna sagði mér, að mér væri fyrir bestu að fara ekki út af hótelherberginu þar sem Líbanon: Kanadamanni rænt Bcirút, Líbanon, 8. ágú»t. AP. í dag var kanadískum starfsmanni hjálparstofnunar rænt í borg- inni Nabatiyeh í Suður-Líbanon, að sögn lögreglunnar. Voru þar að verki vopnaðir menn, en ekki er vitað, hverjir þeir voru. Lögreglan sagði, að manninum sendiráðinu í Damaskus staðfesti, hefði verið rænt, er hann var á leið til vinnu sinnar í Nabatiyeh. Libanskur samstarfsmaður Kanadamannsins, sem var með í för, var látinn óáreittur, en mannræningjarnir óku á brott með fanga sinn í bifreið. Embættismaður í kanadíska að mannránið hefði átt sér stað, og sagði, að leitað hefði verið til yfirvalda í Líbanon til þess að reyna að tryggja öryggi manns- ins. Kanadíska sendiráðið i Beirút hefur verið lokað síðan TWA- þotunni var rænt í júnímánuði. Rannsóknaráð ríkisins auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1985 Umsóknarfrestur er til 1. sept. nk. Umsóknareyöublöð fást á skrifstofu ráösins, Lauga- vegi 13, sími 21320. Um styrkveitingar gilda m.a. eftirfarandi reglur: • Um styrk geta sótt einstaklingar, stofnanir eöa fyrirtæki. • Styrkfé á árinu 1985 skal einkum verja til verkefna á nýjum og álitlegum tæknisviö- um. Sérstök áhersla skal lögö á: - fiskeldi, - upplýsinga- og tölvutækni, - líf- og lífefnatækni, - nýtingu orku til nýrrar eöa bættrar framleiðslu, - undirstööugreinar matvælatækni, - framleiðni- og gæðaaukandi tækni. • Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal byggt á - líklegri gagnsemi verkefnis, - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eöa þróun atvinnugreina, - möguleikum á hagnýtingu á niðurstöðum hér á landi, - hæfni rannsóknamanna/umsækjenda, - líkindum á árangri. • Forgangs skulu aö ööru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um aö - samvinna stofnana eöa fyrirtækja og stofnana er mikilvægur þáttur í framkvæmd verkefnisins, - fyrirtæki leggja umtalsverða fjármuni af mörkum, - líkindi eru á skjótum og umtalsveröum árangri til hagnýtingar í atvinnulífi. Þó er einnig heimilt aö styrkja verkefni sem miöa aö langframa uppbyggingu á færni á tilteknum sviðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.