Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1985 Haukur Hauksson varaflugmálastjóri: Engin ástæða til hávaða- takmarkana í Keflavík Leitað samræmingar við önnur Evrópulönd við endurskoðun reglna um skráningar, segir samgönguráðherra REGLUR um skráningu flugvéla hérlendis eru til endurskoéunar í sam- gönguráduneytinu að því er Matthías Bjarnason samgönguráðherra sagði í gær. Sagðist hann reikna með, að sú endurskoðun leiddi til að reglurnar yrðu hertar en ekki rýmkaðar og einnig að leitað yrði samræmingar við reglur í öðrum Evrópulöndum. Varaflugmálastjóri, Haukur Hauksson, telur enga ástæðu til að setja skilyrði um hávaðatakmark- anir við skráningu flugvéla hér á landi. Segir hann aðstæður þannig á Keflavíkurflugvelli, sem er eini völlurinn fyrir DC-8-þoturnar hérlendis, að slíkar takmarkanir hefðu ekkert að segja þar sem fyrir væru háværari vélar á veg- um varnarliðsins. Hins vegar væru sett ákveðin skilyrði um flugtaksleiðir frá flugvellinum til að minnka ónæði vegna flugum- ferðarinnar. Þeir sem blaðamaður Morgun- blaðsins hefur talað við í slíkum viðskiptum hér í Lúxemborg, eru á hinn bóginn sammála um að þetta harða eftirlit geti einmitt verið styrkur Islendinga í alþjóða flug- vélaviðskiptum. Þetta eftirlit tryggi á margan hátt hærra endursöluverð notaðra flugvéla, vegna þess að borin sé mun meiri virðing fyrir íslenskum flugvirkj- um og eftirliti þeirra heldur en í þriðja heims löndum. En talsvert er um að eldri gerðir flugvéla séu nú skráðar í löndum þróunarrikja og þriðja heimsins. íslensk skrán- ing sé hins vegar merki um að flugvélin hafi verið undir stöðugu og ströngu eftirliti og þar af leið- Engar hávaðatakmarkanir eru á fslandi en verið er að að setja þær upp víða í nágrannalöndun- um, eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær. í frétt Morgun- blaðsins í gær kom það jafnframt fram að það hefur mikið aukist að leiguvélar í eigu erlendra aðila séu skráðar hér, m.a. vegna þessara hávaðatakmarkana og var það haft eftir Skúla Jóni Sigurðarsyni hjá Loftferðaeftirlitinu að íslensk flugmálayfirvöld gerðu sér ljósa grein fyrir því að hætta geti verið í því fólgin fyrir álit íslands á al- andi örugg fjárfesting þegar um er að ræða notaðar flugvélar. Á hinn bóginn hafa íslensk flugmálayfirvöld ekki tekið upp þær hávaðatakmarkanir sem orðnar eru ríkjandi reglur í Evrópulöndum flestum og Norð- ur-Ameríku og varða fyrstu kyn- slóðir farþegaþota. Þessar reglur þýða að flest Evrópubandalags- lönd skrá ekki lengur þessar elstu þotur, af t.d. Boeing 707- og DC-8- gerð, sem hvað hávaðasamastar eru og munu Evrópubandalags- löndin banna flug á þeim innan þessara ianda um áramótin ’87—’88. Undantekningar frá þessu eru Bretland og Sviss, þar þjóðavettvangi ef mikil ásókn verður í að skrá vélar hér á landi af þessum sökum. Aðspurður um þetta atriði sagði Haukur Hauksson varaflugmála- stjóri að nauðsynlegt væri að hafa tryggt eftirlit með þessum málum. Hann sagði að menn frá flugmála- stjóra færu út þegar vélarnar væru skráðar til að skoða þær og búnað þeirra. Vegna mikillar aukningar á þessu sviði væri nauðsynlegt að fá aukið starfslið til að sinna þessu verkefni. Hann taldi ekki hægt að amast við þess- ari þróun þar sem leiguflugið hefði í flestum tilvikum skapað ný atvinnutækifæri fyrir islenska flugliða og yrði að skoða málið í ljósi þess. Misnotkun yrði síðan að tryggja með eftirliti, enda gæti sem þessar reglur ganga ári fyrr í gildi. 1 Bandaríkjunum er ennþá unnt að skrá þessar gömlu vélar en flugumferð á þeim hefur þegar verið bönnuð nema með undan- þágum sem renna munu út með haustinu. (slendingar sem versla með not- aðar þotur hér í Lúxemborg, segja á hinn bóginn að það sé langt frá því að líftíma þessara fyrstu þota sé lokið og að reglurnar um háv- aðatakmarkanir hafi verið knúnar fram af flugvélaverksmiðjunum til að fá fram að hætt verði að nota gömlu vélarnar og örva á þann hátt nýsmíði í flugvélaiðnað- inum. Málið sé þess vegna nú að fá hljóðdeyfa á gömlu þoturnar sem muni hafa í för með sér að þessar gömlu vélar verði áfram í fullu gildi, því að litlar framfarir hafi orðið að öðru leyti í flugvélasmíði nú á seinni árum. það skaðað flugstarfsemina í land- inu ef eitthvað kæmi fyrir þessar vélar sem hægt væri að rekja til vanbúnaðar. Guðmundur Hauksson fjár- málastjóri Arnarflugs sagði að fé- lagið legði áherslu á að vera með sem flestar af sínum leiguvélum skráðar hér, og væri það fyrst og fremst gert að hagkvæmnisástæð- um. Flugvélarnar væru gerðar út frá íslandi, hér væru höfuðstöðvar fyrirtækisins og flugliðarnir væru með íslensk réttindi. Það væri mikil pappírsvinna og erfiði að fá réttindi fyrir þá ef vélarnar væru skráðar erlendis. Hann sagði að Arnarflug tæki þessar vélar á leigu fyrir ákveðin verkefni sem félagið útvegaði sér samhliða leigu vélanna. Hann tók undir sjónarmið sem fram hafa komið um að viss hætta væri á misnotk- un skráninga hér sem gæti bitnað á öllum flugfélögunum. Þessir sömu aðilar segja hins vegar að engin rök séu fyrir því að íslensk fiugmálayfirvöld setji reglur um hávaðatakmarkanir vegna þess hversu afskekktur Kefiavíkurflugvöllur er og fjarri meiriháttar byggð. Þess vegna geti ísland hagnast á frjálslyndi sínu í þessu sambandi á næstu misserum. Menn sem versli með notaðar flugvélar geti skráð þær á íslandi, sem hafi gott orð á sér í flugheiminum fyrir strangt eftir- lit og viðhald með flugvélum, án þess þó að fylgja þeim reglum sem almennt séu að verða viðteknar í sambandi við hávaðatakmarkanir. Þegar hins vegar hljóðdeyfar séu komnir í þessar fiugvélar muni verslun með þær blómgast á ný vegna þess að þær verða eftir sem áður mun ódýrari fjárfesting heldur en nýjasta kynslóð þota beint úr verksmiðjunum. » V- ' 5) & % V: . ‘: *&'**■ . Áburðarverksmiðjan: Verkfall á miðnætti? ÁRANGURSLAUSUM samninga- fundi í kjaradeilu iðnaðarmanna, sem vinna í Áburðarverksmiðjunni og viðsemjenda þeirra lauk hjá ríkis- sáttasemjara í gærmorgun án þess að til nýs fundar væri boðað. Það er því ekki útlit fyrir annað en boðað verkfall iðnaðarmanna komi til framkvæmda í kvöld. Fulltrúar iðnaðarmanna lögðu fram bókun á fundinum í gaer- morgun, þar sem mótmælt er harölega þeim rangfærslum, sem fram koma í fréttatilkynningu samningaráðs VSÍ, varðandi deil- una. Þar segir meðal annars að það séu bein ósannindi að félög iðnaðarmanna hafi ekki kynnt kröfur um breytingar á kjara- samningi. Þegar í nóvember á síð- asta ári hafi verið lögð fram sund- urgreind kröfugerð og sú kröfu- gerð hafi áfram verið uppi á borð- um eftir að iðnaðarmenn höfðu fellt samninginn, sem gerður var í desember. Með samkomulagi aðila hafi Kjararannsóknanefnd verið fengin til þess að gera samanburð á kjörum í Áburðarverksmiðjunni og á almennum vinnumarkaði. Kröfugerð hafi því legið fyrir í meira en hálft ár og viðræður staðið yfir með hléum þetta tíma- bil, nú síðast 19. og 24. júlí, þó VSÍ hafi með öllu hafnað að koma til móts við kröfur félaganna. Síðan segir: „Með tilliti til þeirr- ar þolinmæði sem félög iðnaðar- manna hafa sýnt í viðræðum und- angengna mánuði kemur sú ósvífni VSÍ illa á óvart að hóta lagasetningu og jafnvel sviptingu verkfallsréttar. Viðræðunefnd iðnaðarmanna fordæmir þá ósvífni og krefst þess að VSÍ gangi til raunhæfra samningaviðræðna. Á þann hátt einan verður komist hjá verkfalli." Fulltrúar iðnaðarmanna munu ganga á fund Jóns Helgasonar, landbúnaðarráðherra, í dag og kynna honum málavexti, en Áburðarverksmiðjan heyrir undir landbúnaðarráðuneytið. Alþjóðleg flugyélaviðskipti: íslendingar geta hagn- ast á frjálslyndi sínu íslenzk skráning flugvélar talin örugg fjárfesting þegar notaðar flugvélar eru keyptar LóxemborK, 8. ágúst, frá Birni Vigni Sigurpálssyni, bindnmanni MorgunblaAsins. „ÞAÐ ER fráleitt að bera fsland sem flugútgerðarmiðstöð saman við Pan- ama skipaútgerðarinnar því að á íslandi eru gerðar miklu harðari kröfur í sambandi við allt viðhald og eftirlit heldur en nokkru sinni í Panama,“ segir Þórður Sæmundsson hjá Air ABC, einn af nokkrum íslendingum sem verslar með notaðar flugvélar hér í Lúxemborg. „íslenskt sjónvarpsefni á almennan markaðu — segir Hinrik Bjarnason, deildarstjóri hjá sjónvarpinu HINRIK Bjarnason var ráðinn yfirmaður innkaupa- og markaðsdeildar hjá sjónvarpinu í sumar. Hann var áður yfirmaður lista- og skemmtideild- ar. Blaðamaður hafði tal af Hinrik og spurðist fyrir um hlutverk nýstofn- aðrar markaðsdeildar og hvers mætti vænta í sjónvarpsdagskránni á næstunm. — Hvaða verkefni hefur yfir- maður innkaupadeildar með höndum? „Það eru mikið til sömu verk- efni og ég hef haft frá því að ég var ráðinn hjá sjónvarpinu 1979: innkaup á erlendu efni.“ — Hvert er hlutverk mark- aðsdeildar? „Hér er um ný umsvif sjón- varpsins að ræða. Það er mikið atriði hvernig sjónvarpið hyggst bjóða íslenska framleiðslu á eig- in markaðssvæði. Það hefur oft verið rætt að upptökur sjón- varpsins þyrftu að vera til reiðu fyrir innlendan markað, bæði skemmtiefni, listrænt efni og heimildarmyndir. Það þarf að leysa tiltekið réttindamál við listamenn og þá sem eru rétthaf- ar að íslensku efni sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að fjöl- falda innlenda dagskrá og hafa á boðstólum eftir eftirspurn. Til dæmis mætti útbúa ýmislegt efni fyrir skóla um íslenskar listir og heimildarmyndir. Einnig hefur komið til tals að sjónvarpið dreifi íslenskum sjónvarpsmyndum og skemmti- efni. Þetta efni þarf að vera þeim tiltækt sem áhuga hafa á að horfa á það.“ — Þú fórst í innkaupaferð til Ítalíu í vor. Hvers geta lands- menn vænst í sjónvarpinu á næstunni af ítölsku efni? „Það er best að taka fram í upphafi að við höfum ágæta reynslu af ítölsku efni og við höfum fengið efni frá þeim sem hefur orðið vinsælt hér og vakið athygli. ftalir hafa mikla sam- vinnu við erlend fyrirtæki og miða því við alþjóðlegan mark- að. Hinrik Bjarnason, yfirmaður inn- kaupa- og markaðsdeildar sjón- varpsins. Það sem ég tek til í skýrslu minni til útvarpsráðs sem verð- ur lögð fram á morgun, föstudag, eru myndafiokkar sem útvarps- ráð þarf að skoða og leggja blessun sína yfir eða hafna.“ — Hvaða ítölsku þættir vöktu helst athygli þína? „Vil ég fyrstan telja mynda- fiokkinn „Mussolini og ég“ sem er byggður á endurminningum tengdasonar Mussolinis, Cianos greifa, og fjallar um valdaskeið Mussolinis. Þá eru þættir er nefnast Quo vadis, byggðir á samnefndri bók eftir Henri Sienkiwicz, sem sýna á áhrifamikinn hátt hvernig kristnir menn voru leiknir á tím- um Rómarveldis. Einnig er ég með þáttaröð er nefnist Kolkrabbinn, sem fjallar um mafíuna á Sikiley og starfs- háttu hennar. Síðastan vil ég nefna mynda- flokk sem vafalaust á eftir að verða ýmsum hér mikil skemmt- un og fjallar um tónskáldið Verdi. Að lokum. Má vænta breyt- inga á erlendri dagskrá sjón- varpsins? „Eg get ekki sagt um það að svo stöddu. Ég get fullyrt að reynt verður að leita fanga eins víða og hægt er, en okkur eru takmörk sett.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.