Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1985 r AP/ Símamynd Indverjum úthýst í Uganda í löndum Austur-Afríku hafa Indverjar um aldir verið dæmis í Kenya og Úganda. Eftir byltinguna í Úganda umsvifamiklir í viðskipUlífinu. Þeir eru ekki beinlínis á dögunum Hýðu hundruð landsmanna af indverskum í miklum hávegum hafðir af svertingjunum, sem fara ættum yfir til Kenya og er myndin tekin af hópi með völdin í löndunum, og hafa oft sætt ofsóknum, til indverskra flótUmanna þar. Chile: Stjórnvöld senda 14 manns í útlegð Saniiago, Chile, 8. ágÚHt. AP. HERSTJÓRNIN í Chile sendi 14 andófsmenn í útlegð á afskekkta eyju í dag, en tilkynnti einnig að alræmd sveit leynilögreglumanna hefði verið leyst upp, en sveitin er grunuð um aö eiga aðild að moröum á þremur kommúnistum. Andófsmennirnir 14 eru flestir félagar í kommúnistaflokknum, sem er bannaður í Chile, og voru þeir sendir til eyjarinnar Melinka um 1.500 km suður af Santiago. Mennirnir eru allir leiðtogar verkamanna og baráttumenn um mannréttindi, en auk þess er einn þeirra þekktur eðlisfræðingur. Miklar óeirðir hófust í Chile í síðustu viku, þegar Jose Canovas, dómari, tilynnti að fjögurra mán- aða rannsókn hefði leitt í ljós að 14 lögreglumenn hefðu verið viðriðnir ránin og morðin á kommúnistunum þremur. Flestir lögreglumannanna voru í leynilögreglusveitinni Dicomar. Neitar aðild að páfatilræðinu Amsterdam, 8. ágúst. AP. í GÆR stóð Mehmet Ali Agca augliti til auglitis við fyrrverandi skólafélaga sinn fyrir réttinum í Kóm. Agca hefur borið, að hann hafl átt aðild að tilræð- inu við Jóhannes Pál páfa II. Maður- inn, sem heitir Sedat Sirri Kadem, neitar að hafa komið þar nokkurs staðar nærri. Aslan var vopnaður skammbyssu og er talið að hún hafi komið frá sama seljanda og þeim sem seldi Agca byssuna sem hann notaði þeg- ar hann skaut á páfa. Yfirheyrslur yfír Aslan munu standa yfir í tvo daga. Bandaríkin: Metviðskiptahalli á 2. ársfjórðungi Wuhiagton, 8. águnt. AP. Viðskiptahalli Bandaríkjanna hefur aldrei verið meiri en á öðrum ársfjórðungi þessa árs, er hann nam 33,4 miiljörðum dollara. Er ástæðan einkum aukinn olíuinnflutningur og minni vöruútflutningur, að því er bandaríska viðskiptaráðuneytið greindi frá í gær, miðvikudag. til að ráðast gegn þessum vanda viðskiptalífsins væri að lækka gengi dollarans með því að hemja fjárlagahallann. Ráðuneytið sagði, að viðskipta- hallinn hefði vaxið um 12,8% frá því á fyrsta ársfjórðungi, er við- skiptahallinn nam 29,6 milljörð- um dollara. Þessar nýjustu tölur munu áreiðanlega ýta undir kröfur um, að þingið grípi til ráðstafana til að vernda innlenda framleiðslu. En Malcolm Baldrige viðskipta- ráðherra ítrekaði þá stefnu Reag- an-stjórnarinnar, að einasta leiðin „Fjárlögin, sem þingið afgreiddi nýlega, eru aðeins fyrsta skrefið, og áfram verður aö halda við niðurskurð ríkisútgjalda, ef unnt á að verða að hemja viðskiptahall- ann,“ sagði Baldrige. Vestur-Þýskaland: Sölu á ríkishlutabréf- um í Lufthansa frestað DAGBLAÐIÐ Herald Tribune skýrði frá því í dag, að stjórnmáladeilur í Vestur-Þýskalandi hafl taflð fyrir sölu hlutafjár ríkisstjórnarinnar í flugfé- laginu Lufthansa, þar sem nokkrir stjórnmálamenn óttist að hlutaféð lendi í höndum erlendra aðila, en ekki v-þýskra. GENGI GJALDMIÐLA: Loadon, 8. ájfÚHt. AP. GENGI bandaríkjadollars féll lít- illega gagnvart flestum gjald- miðlum f dag, en sérfræðingar telja að mikiíla breytinga sé að vænta á gengi hans. Gullverð hækkaði nokkuð í dag. 1 Japan kostaði dollarinn 238,55 yen og lækkaði, en í gær kostaði hann 239,10 yen. I London kostaði pundið 1,3525 dollara en í gær 1,3380 dollara. Annars var gengi doll- arans á þá leið að fyrir hann fengust: 2,8360 vestur-þýsk mörk (2,8450), 2,3450 svissnesk- ir frankar (2,3545), 8,6600 franskir frankar (8,6850), 3,1900 hollensk gyllini (3,2010), 1.899,00 ítalskar lirur (1.895,50) og 1,3609 kanadaískir dollarar. Gullúnsan kostaði 322,50 dollara, en í gær kostaði hún 321,40 dollara. Stjórnin vonaðist til að selja sem svaraði 25% af hlutabréfum sínum í Lufthansa fyrir árslok og var það hluti af áætlun stjórnarinnar um aö draga úr ríkisafskiptum af fyrir- tækjum. I greininni segir aö Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands, hafi hins vegar gleymt að reikna með mikili andstöðu frá bæði Franz-Josef Strauss, forsætisráðherra Bæjara- lands og formanni systurflokks Kristilegra demókrata, CSU, og stjórnarformanni Lufthansa, Heinz Ruhnau, sem skipaður var í það embætti í stjórnartíð jafnaðar- mannsins Helmuts Schmidt. „Þessari merkilegu samstöðu Kristilegara demókrata og jafnað- armanna hefur hingað til tekist að hindra söluna, en samstarf þeirra mun ekki haldast fram á næsta ár,“ sagði flugmálasérfræðingur í ein- um stærsta banka I V-Þýskalandi. Stjórnin á nú um 88% af hlutafé Lufthansa, en hyggst minnka hlut sinn í 55%. Strauss segist halda að erlendum aðilum takist að eigna sér 25% af hlutafé fyrirtækisins og þar með mynda sterkan minnihluta innan þess. Flugmálasérfræðingurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagðist halda að ótti Strauss væri ástæðulaus. Hann sagði einnig að salan myndi að lokum ná fram að ganga, þar sem hvorki stjórnin, né aðrir viðskiptamenn óttuðust yfir- töku erlendra aðila í Lufthansa. 1 greininni sagði einnig að margir hefðu augastað á hlutafé í Luft- hansa, þar sem hagnaður þess hafi aukist mikið á sl. árum og i fyrra hafi hann verið meiri en nokkru sinni í 30 ára sögu flugfélagsins. Fyrirhugaðar eru nú viðræður á milli Strauss og stjórnarinnar i Bonn. Kaupmannahöfn: Voru sprengjurnar smíðaðar í Svíþjóð? KauDmannahöfn. H. áirÚHt. AP. Kaupmannahorn, 8. ágúnt. AP. MARGT bendir til, að sprengjurn- ar tvær, sem sprungu í fyrra mán- uði við skrifstofur bandarisks flug- félags og samkunduhús gyðinga í Kaupmannahöfn, iiiafl verið smíð- aðar í Svfþjóð. í tilkynningu frá Wolmer Pet- ersen, yfirmanni glæpamála- deildar lögreglunnar i Kaup- mannahöfn, segir, að rannsóknir á þriðju sprengjunni, sem fannst ósprungin í sikisskurði, sýni, að við smíði hennar hafi verið not- aðir hlutir, sem hvergi séu fáan- legir nema í Svíþjóð. { sprengingunum 22. júli sl. slösuðust 27 manns og voru þeir allir staddir í námunda við skrifstofur bandaríska flugfé- lagsins Northwest Orient. Einn maður er enn í gjörgæslu illa haldinn en hann er með alvarleg brunasár á 85% líkamans. Sam- tök, sem kallast Jihad eða Heil- agt stríð, hafa kennt sér ódæðið en þau hafa áður staðið fyrir miklum hryðjuverkum í Austur- löndum nær. Þriðja sprengjan fannst í sík- isskurði eins og fyrr segir og var í tösku merktri Northwest Orient-flugfélaginu en aðeins mjög fáar slíkar töskur hafa ver- ið seldar í Stokkhólmi og Kaup- mannahöfn. Nokkur vitni hafa lýst þremur grunsamlegum mönnum og ber þeim saman um, að þeir hafi verið arabískir að yfirbragði. Götuóeirðir í Durban í hafnarborginni Durban í Suður-Afríku kom til harðra átaka í gær. Höfðu róstur meðal borgarbúa verið að magnast í nokkra daga, þar til upp úr sauó með alvarlegum afleiðingum í gær. Þessi mynd var tekin um helgina og sýnir lögreglumenn glíma við andmælendur í miðborg Durban.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.