Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1985 35 Minning: Baldvin Sveinsson frá Alfatröðum Fæddur 26. mars 1904 Dáinn 29. júlí 1985 Þann 29. júlí sl. andaðist Bald- vin Sveinsson í Fjórðungssjúkra- húsinu á Akranesi eftir nokkra sjúkdómslegu. Hann fæddist á Faxastöðum í Breiðuvík 26. marz 1904 og var eitt af mörgum börn- um þeirra hjóna Sveins Klemens- sonar og Þuríðar Halldórsdóttur er þar bjuggu. Tólf ára gamall flutti hann inn í Dali að Álfatröð- um í Hörðudal til hjónanna Péturs Gunnlaugssonar og Guðnýjar Ólafsdóttur. Þeirra naut þó ekki lengi við, því Guðný lézt árið 1918, en Pétur árið 1926, bæði langt um aldur fram. Það sama ár hófu for- eldrar mínir búskap í Álfatröðum. Baldvin hafði þá þegar átt þar heima í tíu ár, og áfram stóð heimili hans þar um áratuga skeið eða allt þar til er foreldrar mínir brugðu búi árið 1970. Raunar var Baldvin þar áfram eftir það, en t Kæi ar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarö- arför eiginkonu minnar og móöur minnar, HELGU Þ. KRÖYER. Ásgeir Kröyer, Anton B. Kröyer. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug vlö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, MÖRTU PÉTUR8DÓTTUR, Eskihlíö 18. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Borgarspitalans. Jóhann Pétur Sigurösson, Jón Ármann Sigurösson, Ingibjörg ölvisdóttir. t Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, PÁLÍNU BJARNADÓTTUR, Rauöageröi 74. Sérstakar þakkir færum viö hjúkrunarliöi á öldrunarlækningadeild Landspítalans, Hátúni 10B fyrir ómetanlega umhyggju í veikindum hennar. Bjarni, Magga og Skarphóðinn, tengdadóttír og barnabörn. Þökkum innilega samúö og vlnarhug viö andlát og útför ÁSDÍSAR ÁSMUNDSDÓTTUR, Vesturgötu 43, Akraneai. Júlíus Þóröarson, Guörún E. Júlíusdóttir, Ragnheiöur Júlíusdóttir, Emilía Á. Júliusdóttir Þóröur Á. Júlíusson, Ásdis E. Júlfusdóttir, Gunnhildur J. Júlíuadóttir, barnabörn og Björgvin Hagalínsson, Gunnar Þ. Jónsson, Guömundur Bertelsson, Erna Gunnarsdóttir, Aöalsteinn Aöalsteinsson, Smári Hannesson, barnabarnabörn. + Þökkum innilega samúö og vinarhug vlö andlát og útför eiginmanns míns, BRAGA RUNÓLFSSONAR húsasmiöameistara, Miöhúsum, Hvolhreppi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Selfoss. Ragnhildur G. Lárusdóttir og fjölskylda. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. var síðan um skeið á Hrútsstöðum og í Glerárskógum uns hann flutti einn fyrstur vistmanna á dvalar- heimili aldraðra í Búðardal. Frá uppvaxtarárum mínum í Álfa- tröðum á ég margar minningar um Baldvin eins og gefur að skilja. Hann var kappsamur við vinnu sína og á annatímum lagði hann nótt við dag og beitti sjálfan sig svo hörðu að hélt við meinlæti eða svo fannst mér. Þó gekk hann ekki alltaf heill til skógar var t.d. hald- inn exemi sem olli honum ómæld- um þjáningum við störf hans, en Baldvin var ætíð fjarri skapi að láta bugast fyrir erfiðleikum. Þeg- ar aðstæður kröfðust meiri af- kasta var vinnustundum fjölgað. Hætt eftir að dimmt var orðið í stað þess að ganga heim frá orfinu er rökkva tók. Þó var þetta ekki aðeins strit því hann unni búskap og bar hag heimilisins og fjöl- skyldunnar mjög fyrir brjósti. Hann var mikil stoð þess allan tímann er foreldrar mínir bjuggu í Álfatröðum. Er fram liðu stundir skildu leiðir okkar að nokkru. Baldvin var þó eftir sem áður hluti af æskuheimili okkar systra og trölltryggur vinur barna okkar er þau tóku að koma til sumar- dvalar hjá afa sínum og ömmu. Hann hafði þau með sér við bú- stangið, fræddi þau um kýr og hesta, sem og um uppáhaldsbúfén- að sinn, ærnar, en hann var fjár- glöggur með afbrigðum. Hann var í þeirra huga jafn sjálfsagður og ómissandi hluti Álfatraðaheimilisins og hann hafði áður verið mér. Og árin liðu, foreldrar mínir og Baldi eins og við jafnan kölluðum hann, urðu gamalt fólk. Þau hættu búskap og eignuðust heimili hér syðra og hann reyndi jafnvel að gera slíkt hið sama. Honum tókst það ekki. Dalirnir áttu hug hans allan. Eg held að hann hefði hvergi þrifist annars staðar til lengdar. Alla ævi hafði hann verið mjög hófsamur og komst því vel af fjárhagslega. Hann varð engum háður og var því fremur veitandi en þiggjandi. Þess nutu ýmsir og nú síðast dval- arheimili aldraðra i Búðardal. Fyrir rúmu ári flutti hann þar inn og hugðist eyða þar ævikvöldinu. Ég heimsótti hann þangað á liðn- um vetri. Hann hafði búið sér þar vistlegt herbergi, en hið sameig- inlega svo sem mötuneyti, setu- stofa, og önnur sameiginleg þjón- usta var enn ókomin. Hann hlakk- aði til þess er það kæmi, en átti jafnframt erfitt með að skilja hve seint gengi að koma þeim þætti starfseminnar á legg, slíkur ákaf- amaður sem hann hafði verið i verkum sínum. Síðari hluta vetrar hrakaði honum fljótt og með vor- inu var hann fluttur í sjúkrahúsið á Akranesi, þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt. Ég kom nokkr- um sinnum til hans á meðan hann dvaldi í sjúkrahúsinu og við höfð- um reglulega samband í síma. Mér verður æ minnisstætt hve hugur hans leitaði vestur f Dali. Þangað þráði hann að komast sem fyrst og þangað fer hann nú þótt með öðr- um hætti sé, því í dag verður hann jarðsettur frá sinni gömlu sókn- arkirkju að Snóksdal. Þar hafði hann kosið sér legstað. Nú að leiðarlokum flyt ég hon- um þakklæti mitt og fjölskyldu minnar fyrir trúmennsku, um- hyggju og hjálpsemi alla á liðnum árum. Við munum ávallt minnast trygglyndi hans og vináttu. Erla Hjartardóttir Þeim fækkar nú ört góðvinum mínum úr Dölunum. Hinn 27. janúar sl. lést í hárri elli á heimili sínu í Reykjavík Hjörtur ög- mundsson, fyrrverandi bóndi og hreppstjóri í Álfatröðum í Hörðu- dal. Nú er nýlátinn í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akranesi eftir skamma iegu Baldvin Sveinsson, vinur minn og uppeldisbróðir, er jafnan var kenndur við Álfatraðir en þar var heimili hans og starfs- vettvangur í meira en hálfa öld. Hann verður jarðsunginn frá Snóksdalskirkju i dag. Baldvin fæddist hinn 26. mars 1904 og var því á 82. aldursári er hann lést. Foreldrar hans voru Sveinn Klemensson frá Gröf í Miðdölum og kona hans Þuriður Halldórsdóttir bónda Péturssonar á Leysingjastöðum í Hvamms- sveit. Um ættir þeirra hjóna má lesa í Æviskrám Dalamanna eftir séra Jón Guðnason. Þau voru bæði komin af kunnum bændaættum. Sveinn ættaður úr Suðurdölum en ættir Þuríðar flestar úr Vestur- sýslunni. Sveinn var bóndi á Ásgarði í Dölum árin 1884—1891. Bjó síðar í Gröf í Miðdölum, á Faxastöðum í Breiðuvík og víðar. Á þessum tím- um lá jarðnæði ekki á lausu, oft hart í ári og mikil fátækt. Það var því ekki auðvelt að sjá heimili far- borða með mikinn barnahóp. Baldvin fæddist á Faxastöðum og var yngstur í hópi þeirra 9 systk- ina sem upp komust. Tvö þeirra eru enn á lífi, Guðbjörg og Karl, nú bæði búsett í Reykjavík. Með Sveini Klemenssyni og föð- ur mínum, Pétri Gunnlaugssyni, var vinátta með frændsemi. Það var m.a. af þeirri ástæðu að Bald- vin kom til dvalar hjá foreldrum mínum 1916, þá 12 ára gamall. 7 ára aldursmunur var á okkur. Er ég fór að vaxa úr grasi var hann mér sem nærgætinn eldri bróðir, bæði á sorgar- og gleðistundum. Á ég þvi margar góðar minningar úr barnæsku um þennan fósturbróð- ur minn. Baldvin var föður mínum ómet- anleg stoð og stytta við búskapinn í Álfatröðum, sem eftir lát móður minnar, árið 1918, var að vísu smár í sniðum. Faðir minn var oft langdvölum fjarverandi að vetr- arlagi vegna farkennslu í öðru héraði. Baldvin varð þvi að annast búskapinn einn sins liðs, þótt ung- ur væri. Gerði hann það af mikiíli trúmennsku. Væri honum ætlað Verk var það ætíð vel af hendi leyst. Hann var hörkuduglegur, knár, fylginn sér og útsjónarsam- ur við öll störf. Þegar faðir minn dó árið 1926 skildi leiðir. Ég fór alfarinn úr Dölunum en Baldvin varð kyrr i Álfatröðum og vistaðist hjá Hirti Ögmundssyni og Kristínu konu hans, sem þá fluttust þangað. Dvaldi hann hjá þeim alla þeirra búskapartið og „lagði sitt starf við þeirra af mikilli fórnfýsi", eins og segir í minningargrein um Hjört Ögmundsson i Morgunblaðinu frá 3. febrúar sl. Telst mér svo til, að Baldvin hafi starfað við búskap i Álfatröðum í meira en hálfa öld, eða samfleytt um 55 ára skeið. I Dalasýslu átti hann heima til dauðadags, nú siðast sem vistmað- ur á Dvalarheimili í Búðardal. Allir sem kynntust Baldvin Sveinssyni reyndu hann að mannkostamanni og góðum dreng. Hann var einstaklingshyggjumað- ur að eðli og uppeldi. Vel viti bor- inn, greindur, fróður um málefni héraðs síns. Hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og landshögum og ákveðnar skoðanir i þeim efnum. Trygglundaður var hann og góð- viljaður, ráðhollur og hjálpsamur sveitungum sínum. Nutu þess margir bæði skyldir og vandalaus- ir. Ég og fjölskylda mfn þökkum honum nú að leiðarlokum órofa vináttu og tryggð í okkar garð og biðjum honum blessunar guðs. Hvíli hann í friði. Gunnlaugur Pétursson AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Bakkafoss 3. sept. Vessel 17. sept. Bakkafoss 1. okt. NEW YORK Bakkafoss 2. sept. Vessel 16. sept. Bakkafoss 30. sept. HALIFAX Bakkafoss 6. sept. BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Álafoss 11. ágúst Eyrarfoss 18. ágúst Álafoss 25. ágúst Eyrarfoss 1. sept. FELIXSTOWE Álafoss 12. ágúst Eyrarfoss 19. ágúst Álafoss 26. ágúst Eyrarfoss 2. sept. ANTWERPEN Alafoss 13. ágúst Eyrarfoss 20. ágúst Alafoss 27. ágúst Eyrarfoss 3. sept. ROTTERDAM Alafoss 14. ágúst Eyrarfoss 21. ágúst Álafoss 28. ágúst Eyrarfoss 4. sept. HAMBORG Álafoss 15. ágúst Eyrarfoss 22. ágúst Álafoss 29. ágúst Eyrarfoss 5. sept. GARSTON Fjallfoss 13. ágúst Fjallfoss 27. ágúst AVEIRO Skeiösfoss 3. sept. Lissabon Skeiösfoss 5. sept. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Skógafoss 11. ágúst Reykjafoss 18. ágúst Skógafoss 25. ágúst Reykjafoss 1. sept. KRISTIANSAND Skógafoss 12. ágúst Reykjafoss 19. ágúst Skógafoss 26. ágúst Reykjafoss 2. sept. MOSS Skógafoss 13. ágúst Reykjafoss 20. ágúst Skógafoss 27. ágúst Reykjafoss 3. sept. HORSENS Reykjafoss 23. ágúst Reykjafoss 6. sept. GAUTABORG Skógafoss 14. ágúst Reykjafoss 21. ágúst Skógafoss 28. ágúst Reykjafoss 4. sept. KAUPMANNAHÖFN Skógafoss 15. ágúst Reykjafoss 22. ágúst Skógafoss 29. ágúst Reykjafoss 5. ágúst HELSINGBORG Skógafoss 16. ágúst Reykjafoss 22. ágúst Skógafoss 30. ágúst Reykjafoss 5. sept. SKOGN Lagarfoss 12. ágúst ÞRANDHEIMUR Lagarfoss 13. ágúst ÞÓRSHÖFN Skógafoss 10. ágúst Skógafoss 24. ágúst Áætlun innanlands. Vikulega: Reykjavík, ísa- fjöröur, Akureyri. Hálfsmánaóarlega: Húsa- vík, Siglufjöröur, Sauöár- krókur, Patreksfjöröur og Reyöarfjöröur. EIMSKIP Pósthússtræti 2. Sími: 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.