Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1985 15 Mornunbla^irt *rkt*lI l)a)>.skipunin ai) þessu sinni var ai> ri vta arfa í sanioij'inlcya reitnum. Vrt því vcrki loknu þustu allir inn o); fciu;u kiikur oj> kakó. MiirituhhlnAfö Þorkclí VCrkstjórarnir llcl|;a oj; Kristín svndu fáda ina snarra'ói >ui siorf sin m; voru bórnunum mikil fvrirmynd. Scó yfir skóla);aróana í l.aiujanlal. I'arna cr nój; aó bila oj; brcnna. M'.rtrunlilaóió Is.rki ll Morgunblaftið/Þorkell Níels Carl tók upp radísur. Hann er sjálfsagt kominn til Þýskalands núna. Vcrkstjórarnir ætluðu að passa upp á garðinn hans á meðan. „Leiðinlegast að reyta arfa“ — Stutt spjall við Níels Carl Carlsson, 10 ára Níels Carl Carlsson, 10 ára gam- all, var að taka upp radísur þegar blaðamann bar að garði hans. „Ég er nefnilega að fara til Þýskalands með pabba og rnömrnu." Þarna kom skýringin. Hver hugsar þá um garðinn þinn fyrir þig á meðan þú ert er- lendis? „Þær gera það stelpurnar. Verk- stjórarnir." Ertu búinn að vera lengi í skóla- görðunum? „Ég byrjaði i sumar, í byrjun júní, og hef mætt svona annan hvern dag.“ Hann bætti síðan við: „Ég var líka í fyrrasumar." Ertu lengi í einu? „Yfirleitt svona 2 klukkutíma, en það mesta sem ég hef verið eru 3 klukkutímar," svaraði Níels Carl. Þú vilt frekar vera hér að reyta arfa en spila fótbota. „Já. Mér finnst ekkert sérstak- lega gaman í fótbolta og hér er fínt að vera, svona stundum a.m.k. Við reytum ekki bara arfa.“ Er ekki alltaf gaman? „Oftast. Það er svo gaman að fylgjast með þessu. Skemmtileg- ast er að taka upp en það leiðin- legasta er að reyta arfann." Hvað finnst þér best af því sem þú ræktar? „Mér finnst blómkálið ofsalega gott og líka rófurnar," svaraði Ní- els að bragði og hélt áfram að taka upp radísurnar sínar. „Gaman að taka upp“ — Jóhanna Bjarnadóttir, 8 ára inn metnað og leggja sig alla fram við að gera garðana sína sem fallegasta." Af hverju hafa strákarnir svona lítinn áhuga á þessu ai.n- ars staðar? „Ég veit ekki,“ svarar Helga. „Þeir virðast hafa fleiri áhuga- mál, æfa fótbolta og slíkt. Sum- um finnst þetta líka stelpulegt." Hafa börnin gott af þessu? „Auðvitað. Þau skynja náttúr- una og umhverfið öðruvísi en áður. Læra að bera virðingu fyrir gróðri og öllu lífríkinu og bera ábyrgð með því að hugsa um eigin garð sjálf. Leikirnir og gönguferðirnar geta líka frætt þau heilmikið. Um daginn fór- um við til dæmis í Náttúru- gripasafnið, einn daginn fórum við í Elliðaárdalinn að hreinsa rusl. Þetta er mjög þroskandi allt saman," svöruðu stöllurnar. Hafa skemmdarvargar ekkert látið á sér kræla? „Ekki í sumar, en það kom fyrir í fyrra að einhverjir óknyttastrákar gerðu sér lítið fyrir og eyðilögðu fyrir hinum. Við höfðum upp á þeim og þeir hafa ekki gert neitt slíkt af sér síðan." Svona í lokin, stúlkur, hver verður uppskeran að lokum? Af hverju samanstendur salatið? „Það samanstendur af radís- um og næpum, rófum, hvítkáli og blómkáli að ógleymdu græn- kálinu." ÞAÐ var greinilega nóg af arfa til að reyta þennan kökudag í Laug- ardalnum en vinnugleðin var samt mikil. Enda biðu kökurnar bara eftir því að vera borðaðar. Ein alduglegasta stelpan var Jó- hanna Bjarnadóttir, aðeins 8 ára gömul, en gaf hinum eldri sko ekk- ert eftir. Finnst þér ekkert leiðinlegt að reyta arfann? „Ég veit það ekki. Nei, nei.“ Ertu búin að vera hér í allt sumar? „Já, alveg frá því í júní. Mér finnst mjög gaman að vera hér og þó maður verði stundum drullugur á höndunum þá bara þvær maður sér vel á eftir,“ svaraði Jóhanna. Stelstu nokkurn timann til að borða arfann? „Nei, nei,“ svaraði sú stutta og fékk þetta ekki litla hláturkast. Hvað finnst þér skemmtilegast? „Bara allt saman. Mér finnst gaman að taka upp.“ Er ekki gaman að koma með grænmeti heim til pabba og mömmu? „Jú, við höfum borðað það heima og finnst það mjög gott.“ Er garðurinn þinn fínn? „Já, hann er þarna. B 1 heitir hann. Ég er með blóm og svoleiðis líka til að gera hann fínni." Ætlarðu að vera hér næsta ár? „Kannske," var svarið. Morgunblaöið/Þorkell Jóhanna Bjarnadóttir rétt mátti vera að þvf að brosa enda nægur arfi til að reyta þennan fímmtudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.