Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 18
í 18 MORGTJNBLAÐTÐ, FOSTODAGUR 9. ÁGUST1985 Kínaferö — III: Ævintýraferð til TÍBET — eftir Eirík Ingólfsson „Vegaframkvæmdir voru sérstakt fyrirbæri. Allt var unniö meö handafli nema hvaö viö sáum valtara á einum staö þar sem veriö var aö leggja slitlag á veg- inn. AÖ ööru leyti voru þaö sem fyrr segir hend- ur sem bókstaflega hlóöu veginn, stein fyrir stein og meira aÖ segja voru höggnir kantstein- ar og raöaö á vegarbrún- ina.“ Tíbet Snemma morguns þann 17. júní var haldið út á flugvöll, þar sem okkar beið gömul Boeing 707, til- búin að flytja okkur til Tíbet. Þangað var aðeins innan við tveggja tíma flug. Frá flugvellin- um þurftum við svo að aka í 1V4 tíma áður en við komum til borg- arinnar Lhasa sem er höfuðborg Tíbet, en Tíbet er stundum kallað þak alheimsins. Borgin liggur í 3.600 metra hæð yfir sjávarmáli og þurfti því nokkurn tima til að venjast hinu þunna lofti. Gisti- aðstaðan í Tíbet var nokkuð frá- brugðin því sem við höfðum átt að venjast á þessu ferðalagi. Við bjuggum í mjög frumstæðu gisti- húsi, þar sem helsti gestur utan okkar hóps var sporðdrekagrey sem heimsótti okkur einu sinni eða tvisvar. 1 bílnum sem flutti okkur, svo og í herbergjum okkar voru sérstakir súrefniskútar til þess að auðvelda fólki að anda í þunnu loftinu. Tíbet var hernumið af Kínverjum árið 1951, og er nú sérstakt sjálfsstjórnarsvæði, með um tvær milljónir íbúa og grein- ast þeir í marga ólíka kynstofna. Reyndar er um þriðji hver Kín- verji í Tíbet kínverskur hermaður og herinn setur mikinn svip á allt mannlífið. Tíbet er landamæra- hérað svo Kinverjar þurfa að hafa her til að gæta landamæranna, en einnig er hernum ætlað að sjá til þess að íbúarnir séu til friðs, en Tíbet var í nokkra áratugi sjálf- stætt ríki undir stjorn æðsta munks búddha-reglunnar þar, Dalai Lama. Dalai Lama var í senn andlegur og veraldlegur leið- togi Tíbet en flúði þaðan eftir upp- reisn heimamanna þar gegn Kín- verjum árið 1959. Gistirými fyrir ferðamenn er af mjög skornum skammti og ferðir útlendinga mjög takmarkaðar. Á sfðasta ári komust aðeins um 1.500 útlend- ingar til Tíbet, svo við töldum okkur mjög heppin að komast þangað. Reyndar fréttum við sið- ar, að bréfið sem átti að boða komu okkar kom daginn eftir að við komum til Tíbet, svo það hefur eflaust haft sitt að segja um að- búnaðinn. En hvað um það, dvölin í Tíbet var mikið ævintýri og hófst strax síðari hluta fyrsta dagsins eftir að við höfðum safnað kröft- um í nokkra klukkutima. Heimsókn í gamla bæinn Við byrjuðum á því að heim- sækja markað í gamla bæjarhlut- vinnuherbergi og bænastaðir, sem geyma ótal dýrgripi, þar á meðal grafhýsi fimmta og þrettánda Dalai Lamans, hvort um sig 14—15 metrar á hæð og þakin gulli og eðalsteinum. Þak hallar- innar er sömuleiðis úr gulli, en ekki fengum við að sjá það nema úr fjarlægð. Um kvöldið fórum við svo á kvikmyndasýningu, þar sem með- al annars var sýnd mynd um Tíbet sem vann til verðlauna á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Myndin var skemmtileg og vel gerð, en heldur fannst manni hún sýna glansmynd af landinu eftir það sem við höfðum sjálf séð og reynt. Það bar til tíðinda þegar kvik- myndasýningin stóð sem hæst að rafmagnið fór af borginni þar sem illviðri hafði rofið raflínur til borgarinnar. Við fengum líka að kynnast heilmiklu þrumuveðri um nóttina. anum í Lhasa. Eiginlega vissi ekk- ert okkar við hverju var að búast, en áreiðanlega hefur enginn átt von á því sem við okkur blasti. í þessum bæjarhluta var óþrifnað- urinn hreint ótrúlegur, enda kom- umst við að því síðar að þarna er ekki rennandi vatn og bústaðir fólksins þröngir og dimmir. Mátti stundum varla greina muninn á standa ekki of lengi í sömu spor- um því þá flykktist fólk umhverfis okkur til þess að líta á furðu- verkið. Þá má geta þess að dag- blaðið í Lhasa birti frétt um komu hópsins. Að lokinni þessari eftirminni- legu heimsókn, var okkur boðið til ■ kvöldverðar af nokrum ráða- mönnum í Lhasa í tilefni af heim- Sérkennileg fjöll einkenna landslagið í Guilin. Haldiö til fjalla Hinn 19. júní, síðasta dag okkar í Tíbet, var ekið út úr borginni snemma morguns og haldið til fjalla, þar sem við ætluðum að skoða virkjun sem gengur fyrir jarðgufu og er í 4.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Leiðin var afar torsótt þar sem miklar vega- framkvæmdir voru í gangi. Reyndar virtust miklar fram- kvæmdir vera víða i gangi í Lhasa og er meðal annars verið að byggja tvö glæsihótel í miðborg- inni, sem hýsa eiga þá ferðamenn sem koma munu til Tíbet á næstu mánuðum og árum. Vegafram- kvæmdirnar voru sérstakt fyrir- bæri. Allt var unnið með handafli nema hvað við sáum valtara á ein- um stað þar sem verið var að leggja slitlag á veginn. Að öðru leyti voru það sem fyrr segir hend- ur sem bókstaflega hlóðu veginn, stein fyrir stein og meira að segja voru höggnir til kantsteinar og raðað á vegarbrúnina. Þessar framkvæmdir náðu yfir 10—12 km langan vegarkafla og var eins og gefur að skilja mikill fjöldi manna þar að störfum. Af þessum sökum sóttist ferðin seint, en á móti kom að gott tóm gafst til að skoða landslagið sem er ótrúlega líkt því sem við eigum að venjast hér á íslandi og gróður var líka mjög svipaður. Eftir um þriggja klukkustunda akstur komum við að litlu tíbetsku þorpi þar sem hirðingjar búa. Við fengum að sjá hýbýli fólksins, sem þama stundar landbúnað af frum- stæðustu gerð, með kindur og nautgripi, meðal annars hinn sérkennilega jak-uxa. Þarna býr fólk við ótrúlega mikla fátækt, í eins konar moldarkofum og al- gengt var að 7—8 manna fjöl- skylda byggi í einu 10—12 fer- metra herbergi. Þarna voru hlutir á borð við rennandi vatn og raf- magn óþekktir og mikill skítur út um allt. Að þessari heimsókn lokinni var svo haldið til virkjunarinnar sem fyrr er getið. Þar var vel tekið á móti okkur og var okkur sýnd virkjunin sem að visu litur ekki mjög tæknilega út, en framleiðir Potalahöllin {Lhasa. því hvaða bústaðir tilheyrðu mönnum og hvað tilheyrði dýrum, en satt að segja virtist það ekki skipta íbúana höfuðmáli. A markaðnum var margt að sjá, en flest hvarf i skuggann af fólk- inu sjálfu sem þrátt fyrir frekar hraustlegt útlit bar margt merki um hörgulsjúkdóma. Fátæktin virtist mikil og einkennileg lykt var af öllu. Þrátt fyrir þetta virt- ist fólkið ánægt i litríkum fötum og reyndi óspart að ota að okkur smáhlutum til sölu. Eitt af því sérkennilegasta sem við sáum þarna á markaðnum var tann- læknastofa, ef stofu skyldi kalla. Mitt í öllum skitnum utan dyra stóðu tveir tannlæknar við iðju sina og notuðu meðal annars fót- stiginn bor. Heldur fannst okkur þetta vera frumstæðar aðferðir en ekki var annað að sjá en tann- læknarnir hefðu nóg að gera. Hópurinn vakti talsverða at- hygli heimamanna, enda hvitt fólk ekki algengt á þessum slóðum. Máttum við gæta okkur á þvi að sókninni og þjóðhátíðardeginum. Fyrir kvöldverðinn var haldinn stuttur formlegur fundur, en siðan var sest að borðum þar sem fyrir okkur voru bornir hvorki meira né minna en fjórtán heitir réttir, að ógleymdum tíu köldum forréttum. Þetta var því eftirminnilegur end- ir á sérkennilegum þjóðhátíðar- degi. Hof og hallir Daginn eftir var byrjað á þvi að heimsækja Jokhang-hofið sem er i miðjum gamla bæjarhlutanum i Lhasa. Það var byggt á miðri 7. öld og er eitt aðalhof búddha- munka i Tíbet. Þangað streymir fólk hvaðanæva i eins konar pila- grímsferðir. Það var mjög sér- kennilegt að ganga þarna i gegn. Fyrir framan hofið kastaði fólk sér á jörðina í tilbeiðslu, en þegar inn var komið blasti við eins konar torg þar sem munkar voru að bræða dýrafitu í stórum kötlum. Fita þessi er síðan sett á litil ljósker sem fólk ber með sér inn að altari eða líkneski sem þar eru ótal mörg. Við vorum leidd í gegn- um hofið undir leiðsögn æðsta munksins og var okkur stundum um og ó að fara um þessa rang- hala sem voru þéttsetnir af fólki í tilbeiðslu í reykmettuðu lofti. Að því loknu heimsóttum við sumarhöll Dalai Lama sem er þarna skammt frá og virðist í niðurniðslu og var þar fátt merki- legt að sjá annað en vistarverur Dalai Lama og húsmuni sem til- heyrðu honum. Eftir hádegið var svo farið í hina frægu Potalahöll, sem er margra alda gömul og gnæfir eins og fjall yfir borginni. Langar og breiðar tröppur liggja upp að höll- inni og var það nokkurt átak að klífa þær í þunnu loftinu. Elstu hlutar hallarinnar eru frá 7. öld en margoft hefur verið byggt við hana. Höllin er 400 metra breið frá austri til vesturs og tæplega 120 metra há. í höllinni eru yfir 1.000 herbergi og vistarverur, Gert við tennur við frumstæðar aðstæður í Tíbet. Landslagi í Tíbet svipar víða til íslenskra dala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.