Morgunblaðið - 20.08.1985, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.08.1985, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 Gömlu kartöfl- urnar á útsölu ÞYKKBÆINGAR hafa sett það sem þeir eiga eftir af gæda kartöflum frá síðustu uppskeru á útsölu. Kartöflurnar eru lækkaðar um nærri helming, til dæmis kostar kílópakkningin nú í heildsölu 16 krónur í stað 29 kr. sam- kvæmt skráðu verði. Nýuppteknar kartöflur eru einnig á markaðnum en þær eru mun dýrari. Aðeins eru um 8 bændur í Þykkvabænum sem eiga eftir góð- ar kartöflur frá því í fyrra, en það eru þeir sem bestu geymslurnar eiga. Einn þeirra, Emil Ragnars- son á Sölbakka, á eftir 300—350 poka, sem gerir 15—17 tonn. Hann sagði í gær að með útsölunni væru þeir að reyna að fá eitthvað fyrir þessar kartöflur, sem ennþá væru mjög fallegar, í stað þess að henda þeim á haugana. Hann sagði að til tals hefði komið að setja kartöfl- urnar í skepnufóður en bændur væru ekkert sólgnir í það. Einn svínabóndi hefði þó komið og fengið kartöflur hjá sér á góðu verði. Emil sagði að árið hefði verið mjög erfitt hjá kartöflubændum vegna lítillar sölu. Hann sagðist vera búinn að henda vegna skemmda að minnsta kosti um 1.500 pokum af um 5.000 pokum af kartöflum sem hann fékk upp úr görðum sínum í fyrrahaust. „Hugsaði bara um að ná taki á manninum“ Morgunblaðið/ Gunnar Strax í bítið í gærmorgun var byrjað að ryðja grjóti af veginum og er myndin tekin er þaö verk var langt komið. Þýzkum ferðamanni bjargað úr Krossá ÞJÓÐVERJA, sem var á bakpokaferðalagi um landið, var bjargað úr Krossá er hann reyndi að fara yfir hana gangandi á tólfta tímanum í gærmorgun. Áin var það vatnsmikil að Guðmundur Kristjánsson, bílstjóri hjá Hópferðamiðstöðinni, hætti við að fara á rútu yfir hana. Guðmundur bjargaði manninum. „Ég var að koma með hóp og hugðumst við fara yfir Krossá og upp í Langadal, en við hættum við það vegna mikils vaxtar í ánni. Ferðamaður, tæplega þrítugur, var kominn yfir fyrra vaðið gang- andi og var að reyna við seinna vaðið. Hann var kominn upp að mitti en snéri þá við og gekk upp með ánni og ætlaði þar yfir. Þar missti hann fótfestu og barst með straumnum nokkra metra eftir ánni og var hætt kominn. Ég henti mér út í ána fyrir neð- an hann og náði taki á honam þar sem hann barst enn með straumn- um. Ég fór að bakkanum hinum megin og hélt honum þar uppi að- framkomnum en náði þó af honum bakpokanum þar. Hjálp barst síð- an frá fólki, sem statt var í skála Ferðafélags íslands í Langadal. Áin var mjög straumhörð, en maður hugsaði bara um að ná taki á manninum. Gert var að sárum mannsins í skálanum fyrst og síð- ar fór ég með hann undir læknis- hendur á Hellu," sagði Guðmund- ur. Hann sagði ennfremur að engin viðvörunarskilti væru að finna við ána. Aðeins væri skilti á veginum á ensku og íslensku. Fólk í skálan- um hafði fylgst með manninum þar sem hann óð út í ána, en áður hafði hann gengið fram hjá skál- anum án þess að spyrja nokkurs. Vélstjórar í Svarts- engi boða verkfall VKLSTJORAR hjá HiUveitu Suðurnesja í Svartsengi við Grindavík, sex menn, hafa boðað verkfall frá og með 1. september næstkomandi til að leggja áherslu á kröfur sínar um nýja kjarasamninga. Launaliður gildandi samnings verður laus frá og með 1. september. „Það hafa verið haldnir tveir fundir en ekkert gengið. Við höf- um lent á vegg,“ sagði Jón Kr. Ólsen, formaður Vélstjórafélags Suðurnesja, í samtali við blm. Morgunblaðsins. „Við erum ekki að fara fram á neitt umfram aðra, við höfum lagt á það áherslu að ná samningum við Hitaveitu Suður- nesja, sem eru í takt við það sem 20—30 björg féllu á veginn um Oshlíð Öryggi vegfarenda stefnt í hættu, segir formaður bæjarráðs Bolungarvíkur Bolungarvík, 19. ágúst. SNEMMA í morgun féll grjótskriða, 20—30 björg — sum mannhæðarhá — á um 100 metra langan kafia á Óshlíðarvegi. Engin umferð var um veginn þegar grjótskriðan féll og urðu því ekki slys á fólki. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á veginum í sumar og ný- gerist annars staðar, til dæmis hjá ríkisverksmiðjunum og Lands- virkjun/Það er nú allt og sumt — en auðvitað vonar maður að ekki komi til verkfalls." Verkfallsboðunin barst ríkis- sáttasemjara í gær og mun hann boða deiluaðila til fundar á næstu dögum. verið var lokið við að leggja var- anlegt slitlag á um % hluta vegar- ins, sem hafði verið breikkaður og hæðir og krappar beygjur teknar af honum. Eftir þær lagfæringar er vegurinn miklu greiðfærari en áður. Ekki eru þó allir alls kostar ánægðir með árangur þessara framkvæmda. Einn þeirra er formaður bæjarráðs Bolungarvík- ur, Valdimar Lúðvík Gíslason, sem hefur sérleyfi á leiðinni Bol- ungarvík—ísafjörður. Hann sagði í samtali við fréttaritara Morgun- blaðsins í dag að þótt hann væri ánægður með veginn eins og hann er nú, þá teldi hann að fram- kvæmdirnar í sumar hefðu engu breytt um öryggi vegfarenda. „Þetta hefur komið gleggst fram á þeim mánuði, sem liðinn er síðan framkvæmdum við veginn lauk,“ sagði hann, „en þá hefur að minnsta kosti tvisvar orðið veru- legt grjóthrun á þessum vegar- kafla, sem er sá hættulegasti á Óshlíð að minni hyggju. Það er um tvö hundruð metra langur kafli, frá Sporhamri að svokölluðum Einbúa." Ný von fyrir bændur, en ekki allsherjarlausn“ 99 — segir Jóhannes á Höfðabrekku, formaður nýstofnaðra Landssamtaka sauðfjárbænda „VIÐ sauðfjárbændur lítum á þennan félagsskap sem nýja von en ekki að allsherjarlausn sé komin á öllum okkar vandamálum með stofnun félags- ins,“ sagði Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku í Mýrdal en hann var kosinn formaður Landsamtaka sauðfjárbænda sem stofnuð voru á Hvann- eyri í Borgarfirði um helgina. Undanfarna mánuði hefur stað- ið yfir undirbúningur að stofnun samtakanna, starfandi hefur verið undirbúningsstjórn og búið er að stofna 21 félag sauðfjárbænda um allt land. Þegar hafa 1.435 bændur gengið í félögin, sem er um % hlutar allra sauðfjárbænda í land- inu og stofnuðu hátt í 60 kjörnir fulltrúar sauðfjárbændafélaganna Landsamtökin um helgina. „Við höfum mestar áhyggjur af þeim hugmyndum sem uppi eru um samdrátt í kindakjötsfram- leiðslunni. Við teljum að sam- drátturinn hafi miklu meiri-áhrif en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Fækkun sauðfjár niður í 400—450 þúsund sem nefnt hefur verið þýddi ekki samdrátt í sauð- fjárrækt, heldur algert hrun,“ sagði Jóhannes. Hann sagði að fyrstu verkefni samtakanna yrðu í markaðsmálunum. Reynt yrði að að koma við breytingum og nýj- ungum í kjötiðnaðinum, þannig að kjötið kæmi þannig á markað að betur henti hinum almenna neyt- anda og einnig stærri mötuneyt- um, skyndibitastöðum og öðrum kaupendum. Þá yrði reynt að kanna til þrautar möguleika á út- flutningi kindakjöts til Bandaríkj- anna og yrði það gert í samvinnu við önnur félög bænda. Sjá einnig: „Verður gerö tilraun til útfiutnings sérstakrar gæðavöru á háu verði?“ á bls. 50. Valdimar sagði að þegar farið var að huga að vegaframkvæmd- um samkvæmt „óvegaáætluninni" hafi verið leitað álits norsks sér- fræðings, sem hafi talið að örygg- issvæði ofan við veginn þyrfti að vera minnst 3—8 metrar. „Heima- menn og reyndustu vegagerðar- menn á Vestfjörðum töldu hins- vegar að þetta öryggissvæði þyrfti að vera að minnsta kosti 30—50 metra breitt og 5—6 metra djúpt miðað við vegarbrún,” sagði Valdi- mar. „Það er þetta, sem ég er að meina, fyrr verður öryggi vegfar- enda ekki tryggt." „Og þetta er ekki óframkvæm- anlegt," bætti hann við. „Ég bendi á að í landinu eru til stórvirk tæki, sem standa verkefnalaus. Það mætti til dæmis leyfa eigendum þeirra að bjóða í þetta verk. Það er alveg ljóst, að Bolvíkingar geta ekki lengur þagað. Óshlíðarvegur er eina vegasamband okkar við nærliggjandi byggðarlög og við höfum alltaf lagt mikla áherslu á, að tryggt verði öryggi vegfarenda á Óshlíðarvegi. Én þær breyt- ingar, sem nú hafa verið gerðar á veginum, bæta engan veginn ör- yggi þeirra, sem um veginn fara.“ Þegar fréttaritari Morgunblaðs- ins leitaði álits Kristjáns Krist- jánssonar, umdæmistæknifræð- ings Vegagerðarinnar á ísafirði, á þessari skoðun Valdimars, sagði hann: „Þetta mikla öryggissvæði, sem Valdimar talar um, mun án efa bæta þarna verulega úr. En hér er um gífurlega kostnaðar- samt verk að ræða. Sú leið, sem farin hefur verið til endurbóta á Óshlíðarvegi, var ákveðin að und- angengum athugunum á ýmsum valmöguleikum. Það er til dæmis tíundað í skýrslu Vegagerðinnar frá því í nóvember 1981að vel kem- ur til álita að sá í hlíðina og binda þannig jarðveginn. Hvað varðar þá skoðun Valdimars að beita stórvirkum vinnuvélum við gerð öryggissvæðis, get ég sagt það eitt, að það er ákvörðun fjárveitinga- valdsins en ekki okkar. Það er að minnsta kosti ekki inni í þeirri áætlun, sem Vegagerðinni er ætl- að að vinna eftir." Kristján kvaðst vera mjög ósammála Valdimar um að öryggi vegfarenda hafi ekkert breyst við þær breytingar, sem gerðar hafa verið á veginum. Hann sagðist einmitt hafa verið á ferð um veg- inn ásamt Valdimar í rigningartíð fyrir skömmu, og þá hafi grjót verið nánast eingöngu á þeim kafla, sem ekki var unnið við í sumar. Að lokum sagði Kristján, að allar framkvæmdir þyrfti að sjálfsögðu að endurskoða með til- liti til reynslu og eins og Helgi Hallgrímsson, forstjóri tækni- deildar Vegagerðarinnar, hafi þegar lýst í fjölmiðlum, verði framkvæmdum á Óshlíðarvegi seint að fullu lokið. — Gunnar Fóstrur til Færeyja? „Við viljum fá fóstrur með full réttindi," sagði Judith Dam for- stöðumaður barnaheimilis í Faer- eyjum, en hún auglýsir eftir fóstr- um til starfa í Færeyjum í Morg- unblaðinu um helgina. Að sögn Judith eru launin, sem í boði eru 11.600 danskar krónur ( 46.400 ísl.) og eru það sömu laun og danskar fóstrur fá. Af þessum launum má bú- ast við að 45% fari til greiðslu á opinberum gjöldum. Hjá Dagvistun barna á vegum Reykjavíkurborgar fengust þær upplýsingar að byrjunar- laun hjá fóstrum hér á landi eru kr. 22.281 og 25.427 eftir 6 ára starf. Fyrir ári þegar auglýst var eftir íslenskum fóstrum til starfa í Færeyjum sótti ein- ungis ófaglært fólk um starfið og var það ekki ráðið. I Faereyj- um eru 5 dagheimili 0g hefur verið skortur á fóstrum þar undanfarin ár. Færeyskar fóstrur sækja menntun sína til Danmerkur og sagði Judith að fæstar þeirra kæmu til starfa í Færeyjum að námi loknu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.