Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985
5
félagar teldu að í Bandaríkjunum
væru möguleikar til hagkvæmari
kjötsölu en nú býðst í Evrópulönd-
um. „Okkur sýnist að ef við eigum
einhverja möguleika til útflutn-
ings sem geti skilað fullu verði að
nokkrum árum liðnum, þá séu þeir
i Bandaríkjunum," sagði hann.
„Til þess liggja ýmsar ástæður, en
fyrst og fremst sú, að þar vestra
er sívaxandi andúð almennings á
„ónáttúrulegum" framleiðsluhátt-
um, ótti við lyfjanotkun í landbún-
aði o.s.frv. Lambakjöt er ekki
hversdagsmatur, heldur fyrst og
fremst borðað við hátíðlegri tæki-
færi og þá ekki síst af því fólki,
sem ekki þarf að telja í pyngjunni,
þegar keypt er í matinn.
íslenskt lambakjöt er lítt þekkt
i Bandaríkjunum, en vel þokkað
meðal þeirra, sem reynt hafa. Mið-
að við stöðu sauðfjárræktar á Is-
landi í dag, teljum við, að skilyrð-
islaust eigi að hefja markaðsátak í
Ameríku hið fyrsta og láta á það
reyna á næstu 4 til 5 árum, hvort
unnt verður að fá það verð fyrir
framleiðsluna, sem staðið geti
undir bótalausum útflutningi í
Lambakjötsútflutningur til Ameríku aðalmálið á stofnfundi landssamtaka sauðfjárbænda:
Verður gerð tilraun til útflutnings
. sérstakrar gæðavöru á háu verði?
SÖLUMÁLIN voru mál málanna á
stofnfundi landsamtaka sauðfjár-
bænda sem haldinn var á Hvanneyri
um helgina. Fyrri fundardagurinn
fór að mestu leyti í umræður um
þau, ekki síst hugsanlega möguleika
á útflutningi dilkakjöts sem „sér-
stakrar gæðavöru á háu verði“ til
Kandaríkjanna. Undirbúningsstjórn
landsamtakanna sendi tvo menn, dr.
Sigurgeir Þorgeirsson búfjárfræðing
og Gunnar Pál Ingólfsson forstjóra,
vestur til að kanna málin þar. Þessi
ferð þeirra virðist hafa gefið sauð-
fjárbændum nýjar vonir, eins og
glögglega kom fram í umræðum á
eftir framsöguerindum Higurgeirs og
(iunnars Páls og í viðtölum við fund-
armenn.
„Stórbæta þarf alla
meðferd lambakjötsins“
Gunnar Páll Ingólfsson gerði
grein fyrir tilgangi ferðar þeirra
félaga, og sagði m.a. að þeir hefðu
talið von til þess að ferðin bæri
árangur sem gæti gefið íslenskum
bændum von um að hlutverki
þeirra væri ekki lokið í þessu þjóð-
félagi, en sagði að sú von væri
fjarlæg á meðan ekki væru gerðar
lágmarkskröfur til framleiðenda
og söluaðila að varan væri af-
greidd að óskum kaupandans.
Hann sagði einnig: „I viðræðum
og af orðanna hljóðan höfum viö
félagar allt að því verið sakaðir
um að vekja upp falskar vonir hjá
bændum um árangur á þessum
markaði. Það er ekki rétt. Þvert á
móti höfum við sagt að til þess að
eygja einhverja vonarglætu um
árangur þurfum við að stórbæta
alla meðferð vörunnar hér heima
fyrir. Og það er okkar skoðun að
þar sé ekki um óyfirstíganlega
hluti að ræða. En við höfum jafn-
framt lagt áherslu á það, að til
þurfi að koma mjög náið samstarf
allra þeirra aðila sem hér eiga
hlut að máli. Þeir sem skorast
undan slíku samstarfi eru ekki að
vinna fyrir bændur heldur ein-
hverja aðra.“
Dr. Sigurgeir Þorgeirsson
„Samnefnari mistaka,
kæruleysis og ringul-
reiðar ... “
Gunnar Páll vitnaði í bréf sem
ívar Guðmundsson, fyrrverandi
aðalræðismaður Islands í New
York, sendi íslenskum stjórnvöld-
um vegna útflutnings á dilkakjöti
til Bandaríkjanna. I bréfinu segir
m.a.: „ ... saga þessarar reynslu-
sendingar er vissulega samnefnari
þeirra mistaka, kæruleysis og
ringulreiðar, sem æ ofan í æ hafa
einkennt tilraunir, sem gerðar
hafa verið til að hasla íslenska
lambakjötinu völl á Bandaríkja-
markaði. — Ég hefi fylgst með
þessum málum undanfarin 12—14
ár, fyrst sem ræðismaður og síðan
fyrir eigin áhuga og reikning.
Hingað hefir komið kjöt, illa frá
gengið og illa umbúið, sem var
sent rakleiðis til föðurhúsanna,
þar sem matvælaeftirlitið taldi
það ekki hæft til manneldis. En ég
hefi líka séð íslenskt lambaket,
sem var úrvalsvara, sem var okkur
til sóma og sem hægt var að selja
á góðu verði, ef rétt hefði verið að
farið og varan kynnt á ameríska
vísu.“
ívar segir frá fleiri mistökum:
„ ... þegar fagurlega gerðar um-
Gunnar Páll Ingólfsson
búðir voru opnaðar kom í ljós, að
kjötið hafði ekki verið brytjað eins
og beðið hafði verið um svo það
uppfyllti kröfur amerískra neyt-
enda. Þrátt fyrir nákvæm fyrir-
mæli og litmyndir, sem ég hafði
farið með til Islands vissi landinn
betur, að vanda. Fór sínu fram.
„Við gerum þetta nú svona, góði,“
og kæra sig kollótta um óskir
kaupenda og neytenda. — En
þetta fór í taugarnar á kaupand-
anum, sem hafði verið með í ráð-
um um hvernig brytja ætti kjötið
fyrir viðskiptavini hans. Hann
kallaði rangskurðinn „cheat-pack“
— (svikapakkningu). Nú vildi svo
til, að rangstykkjuðu bitarnir voru
Islendingum í óhag, því þeir höfðu
skilið eftir dýran bita með ódýrari
stykki, þannig að hærri vikt varð í
ódýrari pökkunum. Þetta varð til
þess að ég gat sannfært kaupand-
ann um að hér hefði verið um mis-
tök að ræða, en ekki græðgi, eða
vísvitandi svik af hálfu Islend-
inga.“
HagstæÖari markaður
í Bandaríkjunum
en Evrópu
Sigurgeir Þorgeirsson sagði í
skýrslu sinni til fundarins að þeir
Magnús Friðgeirsson
framtíðinni. Á sama tíma verði
kappkostað hér heima að draga úr
tilkostnaði á öllum sviðum til þess
að bæta samkeppnisaðstöðu dilka-
kjöts jafnt innanlands sem utan.
Tilraun með útflutning
„lúxusvöru“ á háu verði
Það er hins vegar ljóst, að
Bandaríkjamarkaður vinnst
hvorki á augabragði né átaka-
laust. Verja verður umtalsverðu fé
í upphafi til eftirlits og vöruvönd-
unar hér heima og kynningar-
starfs og eftirlits með markaðin-
um vestra. Það er tillaga okkar, að
hið fyrsta verði stofnað til skipu-
lags samráðs landbúnaðarráðu-
neytis, Framleiðsluráðs landbún-
aðarins, félaga sauðfjárbænda,
Stéttarsambands bænda, Búnað-
arfélags Islands, búvörudeildar
SlS og/eða þeirra sláturleyfishafa
sem útflutningsleyfi hafa til
Bandaríkjanna. Athugað verði í
upphafi: 1. Möguleikar á að útvega
fé til að kosta undirbúning og
kynningarstarfsemi. 2. Aðstaða til
stykkjunar og pökkunar á kjötinu
í vandaðar neytendaumbúðir. 3.
Gerð verði kostnaðaráætlun um
slíka pökkun og þannig fundið út
endanlegt verð vörunnar.
Náist um það samstaða og fáist
fé til að hefja alvarlega útflutn-
ingstilraun með það að marki að
byggja upp traustan markað í
Bandaríkjunum, verður strax í
haust að gera ýmsar ráðstafanir
bæði hér heima og fyrir vestan,
sem ekki er ástæða til að ræða
hér. Það skal aðeins ítrekað, að
slík tilraun verður að byggjast á
útflutningi „lúxusvöru" á háu
verði, sem ekki heppnast, nema
vakað verði yfir öllum stigum
verkunar, pökkunar, flutnings og
dreifingar vörunnar. Sérhver mis-
tök, sem verði í upphafi geta riðið
slíkri tilraun að fullu.“
„Verðhugmyndir ósk-
hyggja sem ekki fær
staðist“
Þessum hugmyndum Sigurgeirs
og Gunnars Páls um útflutning
sérstakrar gæðavöru til Banda-
ríkjanna og á háu verði var yfir-
leitt vel tekið af fundarmönnum.
Þær virtust gefa bændum nýja
von og töldu flestir að þetta yrði
að reyna. Þó voru ekki allir jafn
bjartsýnir, og voru það aðallega
Ingi Tryggvason formaður Séttar-
sambands bænda og Magnús Frið-
geirsson framkvæmdastjóri bú-
vörudeildar SlS, sem höfðu orð
fyrir þeim sjónarmiðum, en þeir
voru báðir gestir á fundinum.
„Bandaríkjamarkaðurinn er
vissulega fyrir hendi og við getum
selt þangað kindakjöt. En mér
finnst það óskhyggja, sem ég efast
um að geti staðist, að við náum
margfalt hærra verði en aðrar
þjóðir. Það þarf rök sem ég hef
ekki heyrt ennþá til að fá mig til
að trúa að við fáum svona hátt
verð,“ sagði Magnús í samtali við
blaðamann á fundinum, þegar
álits hans á möguleikum á Banda-
ríkjamarkaði var leitað.
Magnús sagðist hafa verið með
aðrar hugmyndir um hvernig ætti
að vinna Bandaríkjamarkaðinn og
ná 15—20% hærra verði en Ný-
Sjálendingar fengju fyrir sitt kjöt.
„Markaðslega séð hef ég ekki trú á
því að Sigurgeir og Gunnar Páll
geti fengið 200% hærra verð en
Ný-Sjálendingar fá. En þeir trúa
þessu og til að ítrustu vonir séu
skoðaðar tel ég eðlilegt að þeir
sannreyni þetta sjálfir til þess að
málin verði ekki túlkuð þannig að
við séum hamlandi afl í því að ná
hámarksverði í útflutningnum. Ég
myndi vilja styðja við bakið á
þessari tilraun með því að útvega
það kjöt sem þeir vilja og að því
marki sem við getum uppfyllt
þeirra óskir. Þeir geta síðan reynt
að virkja þessar viðskiptaleiðir
sínar."
Magnús sagði þegar hann var
spurður um gagnrýni Ivars Guð-
mundssonar á mistök í útflutn-
ingnum: „Ég tel að við höfum
starfað eins vel að þessum útflutn-
ingsmálum eins og hægt er ef tek-
ið er tillit til þeirra hafta sem eru
í þessum viðskiptum og þeirra
reglna sem gilda um útflutning
landbúnaðarafurða. Við erum
búnir að reyna þá leið á Banda-
ríkjamarkaði sem verið er að ræða
um núna. Nú gefst öðrum tæki-
færi til að reyna og ég vona að
Ivar nái nú betri árangri en hann
náði í samvinnu við mig. Hann
gagnrýnir okkur m.a. fyrir að
auglýsa ekki. Þessi vara þiggur út-
flutningsuppbætur og framleið-
endunum er tryggt fullt verð og þá
er það þeirra sem útflutningsupp-
bæturnar greiða að ákveða hvort
slíkur stuðningur sé veittur. Við
teljum ekki eðlilegt að við séum að
ráðskast á þann hátt með fé ríkis-
sjóðs.“ HBj.