Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985 31 Rauöi kross íslands Nóatúni 21. „F«er viðurkenningu fyrir umhverfi sem hefur veriö mótað að þörfum hreyfihamlaðra." Borgartún 17. „Dæmi um góðan frágang á lóð, þar sem áhersla ér lögð á þægilega aðkomu. Morgunblaðið/Þorkell Morgunbladið/Árni Sæberg Ögmundur Guðmundsson veitir viðtöku viðurkenningarskjali, fyrir hönd íbúa við Láland, fegurstu götu f Reykjavík 1985. Ibúarnir glað- ir yfir þessari viðurkenningu — segir Ögmundur Guðmundsson íbúi við Láland „Þetta er vissulega mikill heiður fyrir okkur íbúana við Láland og ég veit að fólk héma er mjög glatt og ánægt með þessa viðurkenn- ingu,“ sagði Ögmundur Guð- mundsson, sem veitti viðtöku verð- launum fyrir hönd íbúanna við Lá- land. „Þetta er fyrst og fremst við- urkenning fyrir heildarmynd götunnar, en allir íbúarnir hérna hafa verið mjög samstíga í góðri umgengni án þess að um nein sérstök samtök hafi verið að ræða í því skyni. Við höfum á engan hátt stefnt að þessu sér- staklega og þetta kom held ég flestum hér mjög á óvart og margir ætluðu ekki að trúa mér þegar ég sagði þeim að ég hefði vcrið beðinn að veita þessari við- urkenningu viðtöku fyrir hönd okkar,“ sagði Ögmundur. „Þetta er vissulega mikil hvatning til að halda áfram á þessari braut. Við höldum merkinu næstu 10 árin, ef um- gengni fer ekki hrakandi til muna og ég veit að íbúar hér vilja ekki láta slíkt um sig spyrj- ast. Ég er einnig viss um að þetta getur verið öðrum mikil hvatning til dáða og stuðlað þannig að fegurra umhverfi í borginni. Ég endurtek að íbúar við Láland eru glaðir og þakklát- ir fyrir þennan sóma sem þeim er sýndur,“ sagði Ögmundur Guðmundsson að lokum. Unnið að lagningu malbiks á Heiðarbraut. MorKunhladið/J.S. Malbikað á Blönduósi Blönduósi, 15. ágúst. ÞESSA dagana standa yfir mal- bikunarframkvæmdir á Blönduósi. Fyrirhugað er að leggja malbik á um 10.000 fermetra. I»etta er stærsta verkefnið sem sveitarfélagið ræðst í á þessu ári. Það er fyrirtækið Loft- orka sem sér um lagningu malbiks- ins en undirbúningsvfnna hefur ver- ið á vegum Blönduósshrepps. Malbikið er unnið í malbikun- arstöð sem er í sameign sveitarfé- laganna á Norðurlandi vestra. Það er áætlað að lagning malbiksins taki um fjóra daga en undirbún- ingsvinna hefur staðið yfir í allt sumar. í samtali við Morgunblaðið sagði Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri Blönduósshrepps, „að þegar þessum framkvæmdum væri lokið, mætti heita að allar götur á Blönduósi væru komnar með bundið slitlag." J„S. Verö frá kr. 12.980 >tgr. Getur það verið? Já, í Bláskógum er gott úrval boröstofuhús- gagna í ýmsum viöar- tegundum á óumflýjan- lega hagstæðu verði. nm ŒD Bláskógar Ármúla 8, símar 686080 — 686244.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.