Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985 17 bandi, en hafði aldrei hugsað mér að fara með það á sýningu. Þegar ég var beðinn að sýna safn mitt á frímerkjasýningunni í Hafnarfirði 1983, færðist ég undan því, þar sem ég var alls óviðbúinn, og kunni ekki til þeirra hluta. Samt lét ég tilleiðast, þegar sagt var að íslendingum bæri að sýna á NORDIU 84 allt það bezta, sem þeir gætu boðið upp á. Til þess þurfti fyrst að hafa fengið ákveðin verðlaun á fyrri sýningu. Ég leit- aði því næst til Jóns, þar sem ég vissi, að hann hafði sýnt áður, og var mér að góðu einu kunnur, og spurði, hvort ég mætti koma með safnið til hans, þegar ég væri bú- inn að setja það upp á sýningar- blöð, og fá góð ráð. Hann tók því ljúfmannlega. Ég varð aftur á móti svo seinn fyrir með uppsetn- inguna, að aldrei vannst timi til að fá góðu ráðin hjá Jóni. Ég gekk svo í Félag Skandinavíusafnara að áeggjan Hálfdans Helgasonar. Síðar frétti ég, að Jón liti þetta félag hornauga, svo vægt sé til orða tekið. Það fór ekkert leynt í Hafnarfirðinum, að andstaða Jóns við fyrrnefnd bréf hafði áhrif á dómsniðurstöðu, þar sem safnið fékk fæsta punkta hjá Jóni, og má hann kalla það lítilsvirðingu við kunnan erlendan dómara. Ég var alls ekki ósáttur við þennan dóm, safninu var að vonum áfátt í mörgu, en mikilvægt að fá upp- lýst, hvað þyrfti að bæta. Jón sagði mér, að hann teldi bréfum Bíó-Petersen það m.a. til foráttu, að þau væru ekki með réttu burð- argjaldi. 1 sýningarskrá IS- LANDIU 73 stendur: „Loks er rétt að vekja athygli á umslagi, sem sent var með hópflugi ítala 1933. Sendandi var Andrés Johnson ... Þegar umslagið er athugað nánar, sést, að undir það hefur verið greitt nokkru meira en nauðsyn- legt var. Þetta hefur sendandi samt gert af ásettu ráði og í sér- stökum tilgangi, eins og sjá má af frímerkjunum sjálfum, sem bætt var við yfirprentuðu merkin. Þau áttu að kynna landið." Já, það var fengur í svona sýn- ingargrip. Um ISLANDIU 73 segir Jón í grein sinni, að hann frábiðji sér alla þátttöku í dómnefnd (sem enginn hefur orðað hann við), „ ... en ég mun hafa ritstýrt sýn- ingarskrá". Það var og. Það er alltaf lofsvert, þegar menn sjá að bæjarferð og skoðuðu grjótaþorp- ið, gamla miðbæinn og Kveld- úlfsskála við Skúlagötu. „Það yrði menningarsögulegt slys að rífa þetta hús, eins og til stendur ef nýja skipulagið af skuggahverfinu kemst til framkvæmda," sagði Torben Witt safnvörður borgar- minjasafnsins í Álaborg. „Okkur þótti stórkostlegt að sjá hvernig íbúar Reykjavíkur hafa endur- byggt gömul hús í borginni en það er undarleg mótsögn að vernda þau öll en rífa Kveldúlfsskála sem er einstök bygging á Norðurlönd- um. Þar fór fram — undir einu þaki — fyrsti vísir að þeim iðnaði sem nú stendur undir íslensku þjóðinni og það liðu ekki mörg ár þar til Islendingar færu að naga sig í handabökin yfir því að hafa rifið þetta sögulega hús.“ íslenskir safnverðir á ráðstefn- unni voru sammála um að vel hafði tekist til um alla fram- kvæmd þingsins og ekki hefði veð- urblfðan spillt. „En fslenskum safnvörðum er það mun ljósara eftir slíka ráðstefnu hvað þeir eru langt á eftir hinum Norðurlanda- þjóðunum í þessum málum," sagði Elsa Guðjónsson minjavörður í þjóðminjasafninu. „Mest um vert er að breyta viðhorfum almenn- ings til safnanna, með þvf að auka fræðslustarf á vegum þeirra og aðra kynningu. Söfn eiga ekki að vera hús þar sem stillt er upp fal- legum munum heldur eiga þau að segja okkur sögu þjóðarinnar, vera rannsóknarstöð fyrir gesti og gangandi auk þess að þjóna sem starfsvettvangur fræðimanna. En til þess að svo megi verða, þarf að fjölga fólki við minjasöfnin og leggja meira fé í vísindastarf og gagnasöfnun því það er ekki hægt að fræða án undangenginna rann- sókna.“ sér. Nú eru niðurstöðurnar um þriggja hringa 236 orðnar „óyggj- andi“ og gleðja Jón. Menn geta svo borið það saman við skrif Jóns í Morgunblaðinu 1979, enda þótt minnisleysi hái honum um seinni tíma skrif sín nú, en gamla tím- ann man Jón vel. Ég sagði ekki í grein minni, að hann hafi látið sér fátt um finnast, heldur, að hann hafi átt erfitt með að viðurkenna það: „Héreftir verður erfitt að sanna, að stimpillinn hafi verið notaður annars staðar." óþarfi var að hnýta í Sigurð H. Þor- steinsson fyrir að hafa komið með tilgátu um, að stimpillinn hafi verið notaður á Kirkjubæjar- klaustri. Hann var ekki langt frá því rétta. Ég býst við, að SHÞ Játi“, að hann hafi aldrei trúað á kenningu Jóns um, að stimpillinn hafi verið notaður á „einni eða tveim póststöðvum í Reykjavík", eins og Jón hélt fram á fundi í Stokkhólmi í sambandi við frí- merkjasýninguna STOCKHOLM- IA 1974. Þetta benti Runeborg á í grein okkar, og gerði Jón ekki at- hugasemd við það. Erfitt átti Jón með að útskýra flugpóstinn og öll tilbúnu bréfin, sem þar er að sjá. Hann fór eins og köttur í kringum heitan graut. I Rapport fra Is- landssamlarna í Stokkhólmi stendur um hópflug ítala: „Auð- vitað eru öll þessi bréf tilbúning- ur, venjuleg tóm umslög." Þar stendur lika, að bréfin hafi verið með ábyrgðarmiðum í númeraröð frá 1—298. Fyrstu bréfin nr. 1—227 voru stimpluð 7. júlí og þau síðustu 11. júlí. „Jónsbók" segir, að þau hafi verið stimpluð 2.—11. júlí. Góð heimild það. Nei, þessari bók verður aldrei líkt við Biblíu, eins og Jón nefnir í grein sinni — í mesta lagi við Saltarann. Gott dæmi um vinnubrögð Jóns er birting myndar með grein sinni af Chr. X blokk stimplaðri með venjulega útgáfudagsstimplinum þ. 15.5. ’37. Enginn, mér vitanlega, hefur dregið í efa, að þann dag hafi einnig verið stimplað. Þetta er sami stimpillinn og var á blokk öskjufélagsins, en þar með dags. 14.5.'37. Myndin sem ég birti var vegna stimpilsins, sem er óþekkt- ur annars staðar, ekki vegna dag- setningarinnar, sem er algert aukaatriði, en Jón þykist halda, að stimplasafnari sækist eftir að fá dagsetninguna sem afbrigði (!) i safn sitt. Ékki er nú lengur talað um fölsun. Það er í sjálfu sér merkilegt, þegar áður óþekktur stimpill frá Reykjavík, ólíkur öll- um öðrum, finnst. Jafnmerkilegt er þó, að til séu menn, sem ekki geta sætt sig við það. Svo kemur hápunkturinn í grein Jóns, og er auðfundið, að hann byrstir sig: „Ég þarf hvorki að láta hann né aðra segja mér það, að blokkin og lausu merkin komu út 15. maí, enda var það sjálfur afmælisdag- urinn.“ Og atburði gamla tímans man Jón vel. Síðan segir: „Enga sérstaka skýringu kann ég á þess- ari stimplun 14. maí, en lái mér hver sem vill, þótt ég hafi ekki mikinn áhuga á slíkri fyrirfram- stimplun.“ Og hananú. Þar með hefur hann Saltarann á loft með dagsetningunni 15.5. ’37, sem er orðin trúaratriði hjá honum. En hér sem annars staðar skulu það vera staðreyndirnar sem gilda. Með grein þessari fylgir auglýsing úr Lögbirtingablaðinu frá 12. maí 1937, undirrituð af póst- og síma- málastjóra, sem tekur af öll tví- mæli um útgáfudaginn 14. maí. Enda var Chr. X settur inn í emb- ætti „om eftermiddagen den 14. maj“, eins og segir í bók um kon- ung. Það er hæpið að trúa öllu, sem í Saltaranum stendur, nú hef- ur hann komið Jóni í koll. Höfundur er verkfræðingur og stimplnsnfnari. CUPRIIMOL alvörufúavarnarefnið sem fegrar og fyrirbyggir Um allangt skeiö hafa veriö til alls kyns undraefni, fúavarnarefni, sem áttu aö verja timbur fyrir rotnun. I Ijós hefur komið aö aðeins örfá þeirra rísa undir nafni. Vandinn er því sá að velja rótta efnið og nýta það skynsamlega. Vísindalegar kannanir sýna ótvírætt að Cuprinol er með bestu fúavarnarefnum sem framleidd hafa verið. Þetta er reynslan, hún er ólygnust. Cuprinol fúavarnarefni greinist ( 4 aðalflokka: 1. Grunnfúavarnarefni án yfirborðsfllmu. 2. Hálfgagnsætt litað fúavarnarefni í fjölda vlðarlita. 3. Þekjandi lituð fúavörn ( 7 litum. 4. Grænt fúavarnarefni ( vermireiti og á gróðurhús. 1-2 yfirferðir af Cuprinol grunnfúavarnarefni með 1-2 yfirferðum af hálfgagnsæju eða þekjandi Cuprinol. Cuprinol þjónar tilgangi sínum við hinar óhkleg- ustu aðstæður- allt frá vermireitnum upp (háfjalla- skálann. Umboðsmenn um land allt! 1 S/ippfélagið í Reykjavík hf Málningarverksmiöjan Dugguvogi Simi 84255

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.