Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985 13 Clifford bogalistin og drepur eina stúlkuna, þar sem hún fékkst ekki til aö afhenda honum veskið. Um svipað leyti er löggan Bert Willis að jafna sig eftir spítalavist og skotárás og fær heimsókn af gömlum kunningja, sem hefur áhyggjur af því að mágkona hans sé að lenda á glapstigum. Skömmu síðar finnst stúlkan myrt. Gæti Cliff- ord hafa verið að verki? Eða ein- hver annar sannfærandi söku- dólgur? Gæti það verið mágur- inn ofangreindi? Þessi sóma- maður. Þetta upplýsist um síðir og það er náttúrulega mergurinn málsins. Evely Atnhony: The Persian Kansome Útg. Corgi Margir lesa bækur Evely Anthony sér til óblandinnar ánægju og þótt þessi bók sé ekki alveg ný af nálinni má vel geta hennar sem stundarlesningar. Hún hefst i íran íasíðustu valdaárum keisarans. íranskt olíufélag er að gera samning við milljónamæringinn Logan Field. Þó er andstaðan innanlands mikil við samninginn og ýmis samtök sem eru á því að með því sé beinlinis verið að selja útlend- ingum sjálfdæmi i oliuvinnslu landsins. Samningurinn er þvi fagnaðarefni öllum. Aðstoðar- maður Logan Fields, Kelly, á ekki hvað minnstan þátt i að sannfæra hina ýmsu ráðherra, sem eru fjandsamlegir í garð Vesturlanda um nauðsyn þess að gera samninginn. Þá láta hryðjuverkamenn — eða hugsjónarmenn eftir því hvernig á það er litið — til skar- ar skríða. Þeir ræna eiginkonu Logans, Eiieen Field, og æsist nú leikurinn. Samtökin hafa að visu ekki tekið það með í reikninginn, að hjónaband þeirra Logan- hjóna er lítið meira en nafnið eitt. Samt er hæpið að Logan Field geti staðið hjá aðgerðar- laus eftir að konu hans hefur verið rænt. Fyrirferðarmesti kafli bókar- innar segir frá fangavist Eileen og samskiptum hennar við hryðjuverkamennina. Það er verulega spennandi hvemig Eve- lyn Anthony tekst að spinna þráðinn af leikni og ritgleði og mannlegu innsæi þótt hvergi sé kafað djúpt. Þó svo að Eileen og hryðjuverkaforinginn verði ást- fangin hvort af öðru í lokin, er Evelyn Anthony ekki svo fávís að fara að útbúa happy-end á söguna. Paul Theroux: Doctor Slaughter Útg. Penguin 1985 Lauren Slaughter er nýkomin til London frá Bandaríkjunum, hún er að skrifa ritgerð um nýt- ingu olíu og olíulindir hvarvetna í heiminum. Ekki smáræðis verk sem hún færist í fang og við nán- ari athugun eiginlega fáránlegt, til að byrja með verður ekki ann- að séð en hún ætli að nota allan tímann (og peningana) til að skemmta sér fyrir og sofa hjá hverjum sem er. Hún kemst fyrir einhvern dularfullan hátt í kynni við Jasminuskrifstofuna sem útvegar erlendum auðmönn- um einmana á viðskiptaferðum í London, fylgdarmeyjar fyrir drjúga upphæð svona kvöld- stundir — og nætur með. Fram eftir allri bók sá ég ekki betur en þetta væri rétt og slétt kjaftæði þótt höfundur megi eiga það að hann skrifar af stakri leikni. En svo fer að breytast — eig- inlega án þess að þessi hámennt- aða glæsikona verði þess vör og áður en hún veit af kemur í ljós að hún hefur á skipulagðan og yfirvegaðan hátt verið notuð af hvítflibbaglæponum, sem hafa strax í byrjun áttað sig á fé- græðgi hennar og hégómagirnd. Þá fer gamanið af og óhugnaður- inn í síðustu köflunum er næst- um áþreifanlegur og sömuleiðis skýrist þá margt í fyrri hlutan- um, sem við fljótan yfirlestur hafði sýnst harla léttvægt. Þessi bók er að koma út í pappírskilju þessa daga og verið er að leggja síðustu hönd á kvikmynd eftir henni sem heitir Half Moon Street. Hólar í HjalUdal. 300 manns voru á Hólahátíðinni Bæ, HórAaMtrónd. 1». ápÍKt. DÁSAMLEGT veóur var, eins og alltaf er á Hólahátíð, er nær 300 manns sóttu Hóla heim. 16 skrýddir presUr gengu í kirkju. En það óvenjulega gerðist að hvorki aðal- biskup né vígslubiskup gátu sótt há- tíðina, en sendu hátíðinni hjartan- legar kveðjur. Það setur mikinn svip á Hóla- hátíð að skólastjórinn, Jón Bjarnason, skuli vera meðhjálpari í kirkjunni. Fyrir altari þjónuðu séra Jón H. Þórarinsson, séra Árni Sigurösson, séra Ingimar Ingimarsson, séra Bjartmar Guð- mundsson prófastur og séra Bolli Gústavsson. Prédikun flutti í dómkirkjunni Hanna María Pét- ursdóttir, sem mun vera með fyrstu kvenprestum sem þjóna í prédikunarstól Hóladómkirkju. Hún lagði út af orðum Krists „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér og fylgi mér“. Sigríður Schioth sá um ágætan söng kirkjukórs Grundarþinga í Eyja- firði. Kaffiveitingar voru framreidd- ar heima á skólasetri. En aftur byrjaði hátíðin kl. 4.30 með ávarpi séra Hjálmars Jónssonar prófasts Skagfirðinga þar sem tilkynnt var að Hólafélagið hefði þennan sama dag samþykkt að vígslubiskup Hólastiftis verði framvegis bú- settur að Hólum. Einsöng flutti Ágústa Ágústsdóttir við undirleik séra Gunnars Björnssonar selló- leikara. Söngur og samspil nutu sín vel í dómkirkjunni. Séra Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður flutti ræðu, „Kirkja á krossgöt- um“. Eftir þetta söng kirkjukór Grundarþinga en séra Bolli Gústavsson í Laufási var kynnir og sleit ánægjulegri Hólahátið. Aldrei bregst þeim er heim að Hólum sækja þennan dag. Björn í Bæ COROLLA1600 GT Corolla Coupé GT og Corolla Sedan GT eru sportbílar með yfirburða aksturseiginleika ogútlit sem vekur athygli. Skynja má afl og öryggi, jafnvel áður en sest er undir stýri. Léttbyggð, 16 ventla, 2 knastása vélin með rafeindastýrðri bensíninnspýtingu er sannkallað orkuver. Úrvals stýris- og fjöðrunarbúnaður, t.d. diskabremsur og gasdemparar við öll .hjól, 5 gíra kassi, tannstangarstýri og lítil loftmótstaða gera Corolla sérlega lipra, snöggaog skemmtilega í akstri. Þeir sem gera miskunnarlausar kröfur og taka akstur bifreiða alvarlega treysta Corolla 1600 GT. DRKUVER! Verð frá kr. 519 þús Nybylavegi 8 200 Kópavogi S 91 -44144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.