Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985
Þórunn Bjarna-
dóttir - Minning
Fædd 18. október 1884
Dáin 12. ágúst 1985
„Hver ævi og saga, hvert aldabil
fer eina samleið, sem hrapandi straumur.
Eilífðin sjálf, hún er alein til.
Vor eigin tími er villa og draumur.”
(Einar Benediktsson)
Þetta segir stórskáldið okkar
um tímann, sem mælir mannsæv-
ina og telur daga vora. Hér verður
kvödd öldruð kona sem hafði lifað
í meira en hundrað ár.
Þórunn Bjarnadóttir andaðist á
Hrafnistu í Hafnarfirði aðfara-
nótt 12. ágústs síðastliðins. Hún
átti því láni að fagna að vera
nokkuð heilsuhraust lengst
ævinnar, þar til óhappið mikla
dundi yfir í febrúar 1984. Þá hláut
hún mjög slæmt lærbrot sem lagði
hana algerlega í rúmið. í fyrstu
voru batahorfur góðar eftir mikla
aðgerð í Landspítalanum en þær
vonir brugðust þegar á reyndi.
Eftir þetta fóru líkamskraftarnir
dvínandi dag frá degi og nú reyndi
fyrir alvöru á þolgæði Þórunnar,
en það entist henni ævina á enda.
Aldrei var kvartað, öllu tekið með
ró og æðruleysi, enda allt sem í
mannlegu valdi gert henni til
hjálpar, huggunar og gleði og mat
hún það viðmót með þakklæti og
brosi, ef önnur tjáning var ekki
tiltæk sökum vanmáttar. Öllu
þessu fólki eru færðar hugheilar
þakkir fyrir veitta hjálp, hjúkrun
og hlýleik Þórunni til handa.
Þórunn, öðru nafni Tóta, var
borinn og barnfæddur A-Skaft-
fellingur, fædd á Hlíð í Lóni. For-
eldrar Sigrún Þorláksdóttir í
Haukafelli á Mýrum, sem þá var
vinnukona á Hlíð. Þorlákur var
Sigurðsson frá Svínafelli í Öræf-
um. Fyrri kona hans, móðir Sig-
rúnar, var Þórunn Eiríksdóttir frá
Hoffelli, systir Stefáns alþing-
ismanns í Árnanesi, vel þekkt og
atkvæðamikii ætt í Hornafirði.
Nákominn ættingi þeirra systkina
var Páll Ólafsson skáld.
Faðir Þórunnar var Bjarni
Jónsson bóndi í Hraunkoti í Lóni.
Hans ætt er mest tengd Lónssveit-
inni. Bjarni kom frá Vík, bróðir
Margrétar í Bæ, en Margrét var
móðir Ragnhildar í Hraunkoti og
Sveinbjargar í Bæ, en frá þeim er
komið margt myndarlegra niðja í
nútíma samfélagi.
Ekki áttu þau Bjarni og Sigrún
lengri samleið því þá þegar er
þeim fæddist þessi dóttir var hann
giftur maður. Framtíð Sigrúnar
réðst svo mest í öðrum landsfjórð-
ungi. Hún fór alfarin til Austur-
lands. Mun lengst af hafa dvalið
sem vinnukona á prestssetrinu
Valþjófsstað og þar andaðist hún
fullorðin kona og er jarðsett þar
að ég best veit. Lítil stúlka var
skilin eftir hjá venslafólki í Holt-
um á Mýrum, en sú fjölskylda
fluttist fljótlega til Vesturheims
en þá hafði Bjarni tekið dóttur
sína að Hraunskoti og eftir það
var hún í góðra manna höndum,
því hún bar sjúpmóður sinni,
Hólmfríði Þorsteinsdóttur, ætíð
vel söguna.
Hraunkot, æskuheimili Þórunn-
ar, var í hennar huga umvafið
fögrum ljúfum minningum. Þar
þekkti hún hvert einasta kenni-
leiti með nafni og oft var á þau
minnst með tregablöndnum sökn-
uði. Hulduborgir Hraunkotsklett-
anna höfðu sinn sérstaka sjarma.
Því „margt er það í steininum sem
mennirnir ekki sjá“. Barnalærdóm
sinn og fermingarundirbúning
nam hún hjá Bjarna föður sínum,
en hann þótti greindur maður.
Fermingin var henni jafnan hug-
stæður áfangi í lífinu og við hann
tengdar félagslegar minningar
fermingarsystkinanna, sem öll
voru nafnþekkt fólk á sinni tíð.
Besta fermingargjöfin og ef til vill
sú eina var góður vitnisburður
prófastsins séra Jóns Jónssonar á
Stafafelli. Meðal fermingarbarna
það ár var Sigurður sonur Jóns,
síðar bóndi og fræðimaður á
Stafafelli. Hann hefur skráð
marga góða kafla úr samtímasögu
þessa árgangs og samfélagsins og
brugðið upp skýrum myndum sem
tala sínu máli um mannlíf Lóns-
sveitar á þessum árum og siðar.
Þórunn átti 6 hálfsystkini sem
upp komust. Margrét og Sigurður
fóru snemma til Vesturheims og
ílentust þar, en hin ólu aldur sinn
í Lónssveit. Þorsteinn, Guðjón,
Sigjón og Sigrún húsfreyja í
Þórisdal, gift Gísla Halldórssyni,
mestu öndvegishjón og mjög var
kært með þeim systrum meðan
báðar lifðu, en allmörg ár eru nú
liðin frá andláti Sigrúnar. Tveir
hálfbræður Þórunnar giftust að
Bæ, næsta bæ við Hraunkot. Mun
það hafa verið ástæðan að Hraun-
kotsfjölskyldan fluttist svo öll
þangað. Ekki ílentist Þórunn þar.
+
Maöurinn minn og faðir okkar,
KNUT HELLAND,
húsasmiöur,
Hraunfungu 71,
Kópavogi,
lést aöfaranótt sunnudagsins 18. þessa mánaðar.
Fyrir hönd annarra aöstandenda,
Droplaug Helland
og dætur.
t
Fósturmóöir mín,
HELGA MJÖLL JÓNASDÓTTIR
fró Sílalæk,
Boóagranda 7, Reykjavik,
lést í Landakotsspitala 8. ágúst sl.
Jaröarförin hefur farið fram i kyrrþey aö ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd aöstandenda,
Ingunn Hallsdóttir.
+
MAGNÚS BLÖNDAL,
bóndi, Gilsstööum í Vatnsdal,
lést á Héraöshælinu á Blönduósi 17. ágúst sl.
F.h. aöstandenda.
Laufey Blöndal.
+
SIGURBORG JÓNSDÓTTIR,
Leifsgötu 5,
iést í Vifilsstaöaspítala 9. ágúst. Jarösett hefur veriö í kyrrþey aö
ósk hinnar látnu.
Aöstandendur.
+
Maöurinn minn,
SIGURÐUR KR. MAGNÚSSON,
fyrrverandi næturvöróur,
andaöist í St. Jósefsspítala 18. ágúst.
Fyrir hönd barna og barnabarna.
Ásta Jónsdóttir.
+
Móöir mín,
GUOBJÖRG BERGMANN,
andaöist 15. þ.m. á Sólvangi í Hafnarfiröi. Útförin fer fram frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 22. þ.m. kl. 13.30.
Benedikt Bergmann.
+
JÓN INGVAR JÓNSSON,
kjötiónaóarmaöur,
Álfheimum 28, Reykjavík,
andaöist 7. ágúst sl.
Jaröarförin hefur fariö fram i kyrrþey.
Fyrir hönd aöstandenda,
Maria Róbertadóttir.
+
Maöurinn minn,
JÓHANNESJÓNSSON
bakari,
Garóabraut 8,
Akranesi,
lést 18. ágúst. Jaröarförin veröur auglýst síöar.
Fyrir hönd aöstandenda.
Guöborg Elíasdóttir.
+
Hjartkær eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi,
HREINN HARALDSSON,
kennari,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. ágúst kl.
15. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuö. Þeim sem vildu minnast
hans er bent á Hjartavernd.
Ásta Jónsdóttir,
Haraldur Hreinsson, Sigmar Sigurósson,
Guðlaug Hreinsdóttir, Ásgeir G. Bjarnason,
Krístín Hreinsdóttir,
Jón Guömundur Hreinsson og barnabörn.
+
Faöir okkar,
BALDURJÓNSSON,
fyrrverandi framkvæmdastjóri,
Blöndubakka 5,
lést 14. ágúst.
Útförin fer fram frá nýju kapellunni í Fossvogi miövikudaginn 21.
ágúst kl. 15.00.
Edda Baldursdóttir,
Jón Baldur Baldursson,
Arnljótur Baldursson,
Klara Baldursdóttir,
Björk Baldursdóttir.
Nú tók alvara lífsins við. Henni
var í blóð borin sú frelsisþrá að
leita sem mest sinna eigin leiða.
Af því dreg ég þá ályktun að hún
hafi fremur kosið að gerast laus-
ráðin kaupakona á hinum ýmsu
heimilum en fastráðið vinnuhjú,
þegar hún að heiman fór og hélt út
á lífsbrautina. Víst er um það að
hún var kaupakona á ýmsum bæj-
um í Lóni við góðan orðstír og oft
þar sem þörfin var mest i hvert
sinn. Að eðlisfari var hún dugleg,
vinnufús og með afbrigðum ósér-
hlífin. Hún vílaði ekki fyrir sér að
ganga í hin erfiðustu verk, enda
mikil röskleikamanneskja á sínum
yngri árum og léttleika sínum hélt
hún fram á gamalsaldur. Þá var
ekki í tísku að vera að metast um
kaupið, bara að vinna og vinna vel.
Og það fannst Þórunni ekkert
sjálfsagðara en þvo og þrífa þar til
allt húsið angaði af hreinlæti og
annað í þeim dúr. Þá var ekki síð-
ur vel tekið til höndunum við stór-
þvottana sem hún var annáluð
fyrir, en hún hljóp oft undir bagga
með margri húsmóðurinni í þorp-
inu eftir hún fluttist á Höfn. Á
þeim heimilum sem þurftu á hús-
hjálp að halda og í þá daga þurfti
víðast hvar fyrstu árin að sækja
vatnið í brunna og ekki var það
neitt til að flýta fyrir þvottakon-
unni, en alltaf sá Þórunn um að
verk sín kæmust með góðum skil-
um í höfn. En á milli þessara
meiriháttar stórverka sem hún
gaf sig oft í átti hún frístundir
sínar sjálf. Þá var hennar mesta
yndi að þeysa rokkinn og líta í
bók. Slikt mun þá hafa verið
óskadraumur margrar heimasæt-
unnar á manndómsárum hennar.
Hún átti léttan og liðugan rokk og
teygði kemburnar af lipurð og list
og brátt hlóðst upp ein bandhesp-
an af annarri sem mjög vel var
vandað til. Einmitt þá var staður
og stund til að raula eitt innibyrgt
ljúflingslag með rokkhljóðið að
undirspili. Og þar var Þórunn eng-
in undantekning frá öðrum söng-
elskum spunakonum því laglínan
lá henni jafnan ofarlega í huga. Af
öðrum verkefnum má nefna að
prjónaskapurinn var hennar eftir-
lætisiðja og sjaldan bar svo við að
Þórunn ætti ekki eitthvað á prjón-
unum meðan' kraftar entust. Já,
gaman fannst henni að miðla
mörgum sokkaleistanum eða
vettlingnum, ekki síst meðal yngri
kynslóðarinnar, til að fá léttan
koss á vangann í staðinn og þá
kom fram í hennar eðli hve barn-
góð hún var og hafði
yndi af að segja litlum börnum
sögur í sérstökum gælutón, sem
hentaði oft vel á vöggualdrinum.
Oft heyrði ég Þórunni minnast á
veru sína í Syðra-Firði hjá Eiríki
frænda sinum Guðmundssyni frá
Hoffelli. Sá maður hafði mikinn
bókmenntaáhuga og kunni Þórunn
vel að meta það. Sjálf las hún mik-
ið og bókin henni jafnan kær föru-
nautur. Hún kunni heilu kvæða-
bálkana utanbókar og hafði yndi
af að fara með í söng og mæltu
máli.
Þótt Þórunn ætti samleið með 4
ættliðum var hún fyrst og fremst
fulltrúi aldamótakynslóðarinnar.
Hún var ung stúlka á morgni
nýrrar aldar, þegar fólkið í land-
inu vissi hver Jón Sigurðsson for-
seti var og hét, þegar menningar-
líf þjóðarinnar rann í rólegum
straumum um farvegi sveitanna,
bæ frá bæ með fólkinu sjálfu. Hún
lærði að raula við rokkinn sinn í
rökkrinu og segja sögur í þjóðleg-
um stíl. Það var kjarni kvöldvök-
unnar. Hún vissi hvað það var að
búa í einangraðri sveit, þar sem
óbrúuð stórfljót réðu ríkjum í
samgöngumálum. Á uppvaxtarár-
um hennar var lafljósadýrðin dul-
inn draumur. Þá mátti dimm vetr-
arnóttin halla sér upp að lágreist-
um bæ og umvefja lítið kot nöpr-
um kulda norðursins. En þetta er
liðin tíð og ljós i hverjum glugga
þegar dimma tekur og annað hef-
ur breyst í samræmi við það og
Þórunn, sem hefur orðið samferða
öllum þeim þægindum inn í nú-
tímann, má muna tímana tvenna,
en hún var barn síns tíma sem
kunni að sigla jafnt í mótbyr sem
meðbyr, nema hvað kjölfestan
mun hafa verið ennþá traustari
hjá eldra fólkinu.