Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 52
BTT KORT Ali5 StlUMR
KEILUSALURINN
OPINN 1000-00.30
ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR.
< _>
Morgunblaðid/ RAX
Skyld’ann vera bíiinn meö kvótann?
Skákmeistarar hætt komnir í Bröttubrekku:
„Ekki tími til að
hugsa um skák-
byrjanir á leiðinni“
MESTA mildi var að fjögur ungmenni — þar af þrír úr hópi fremstu
skákmanna íslendinga — meiddust ekki alvarlega þegar bíll þeirra fór
út af veginum í Brötiubrekku á föstudagskvöldið og niður í gil, um sjö
metrum neðan við veginn.
„Þetta gerðist tiltölulega hratt
og því ekki mikill tími til að hugsa
um skákbyrjanir eða miðtafl á
leiðinni niður,“ sagði Jón L. Árna-
son stórmeistari, sem var öku-
maður í ferðinni. Hann var á
sjúkrahúsinu á Akranesi alla
helgina, þar sem óttast var að
hann hefði hlotið innvortis
meiðsli. Hann reyndist talsvert
marinn en ómeiddur að öðru leyti.
Ásamt Jóni í bílnum var bróðir
hans Ásgeir, unnusta hans Jenný
Axelsdóttir og Jóhann Hjartarson
stórmeistari. Þeir bræður voru
frammí, báðir með bílbelti. Þau
ætluðu að renna fyrir lax í Hörðu-
dalsá „en í staðinn endaði ferðin í
læk í gljúfurbotninum og þar
fundum við engan fisk“, sagði Jón.
Jenný slapp ómeidd, Jóhann fékk
skurð á hökuna en Ásgeir skarst á
hendi og gagnauga. „Það blæddi
talsvert úr sárinu á höfðinu á
Ásgeiri," sagði Jón, „en það var
gert að því í Búðardal með aust-
urlenskum vefjarhetti, sem mér
sýndist hafa farið honum mjög
vel.“
Svartamyrkur var þegar slysið
varð „og aðstæður vægast sagt
mjög slæmar," sagði Jón. „Við
komum þarna í blindhæð og svo
tók brekka við af henni og kröpp
Bannað að selja bjór-
líki frá 15. september
Reynslan af sölu bjórlíkis svo slæm að erfitt er að horfa
á aðgerðarlaus, segir Jón Helgason dómsmálaráðherra
JÓN Helgason dómsmálaráð-
herra hefur gefið út reglugerð
sem bannar veitingahúsum að
framreiða öl, sem áður hefur
verið blandað áfengi. Reglugerð-
in öðlast gildi þann 15. septem-
ber.
Jón Helgason sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að fram-
reiðslubannið næði aðeins til
þess öls sem blandað er áfengi
fyrirfram, án þess að viðskipta-
vinurinn sjái hvernig blöndunin
fer fram. „Það er eftir sem áður
hægt að selja öl og áfengi, en því
verður þá helt þannig saman að
menn viti hvað þeir eru að
drekka,“ sagði Jón.
Sagði Jón að reynslan af bjór-
líkissölunni væri svo slæm, „að
erfitt væri fyrir ráðuneyti, sem
ber lögum samkvæmt að að
reyna að draga úr illum afleið-
ingum áfengisneyslu að horfa
upp á aðgerðalaust", eins og
hann orðaði það.
Jón sagði að lögreglan hefði
lengi fylgst með þeim stöðum
sem bjóða upp á bjórlíki og reynt
að gera sér grein fyrir þeim af-
leiðingum sem þeir hafa: „Olvun-
arakstur hefur aukist til muna í
kjölfar fjölgunar smærri vínveit-
ingahúsa og lýsingar lögreglunn-
ar á umhverfi þessara staða eru
satt að segja heldur ömurlegar,"
sagði Jón.
Jón var spurður hvort hann
teldi að ástandið myndi batna
þótt bannað yrði að selja bjórlíki,
úr því að sterk vín yrðu áfram á
boðstólum.
„Þetta er tilraun til að sporna
við því versnandi ástandi sem
þessir staðir hafa augljóslega
haft í för með sér. Og kannski
stafar það að einhverju leyti af
því að menn vita ekkert hvað
þeir eru að drekka og drekka
meira af þeim sökum," sagði Jón
Helgason dómsmálaráðherra.
beygja. Það má segja að þetta
hafi verið blindhæð-beygja-brú og
allt ómerkt fyrr en komið er fast
að brúnni. Ég lenti með bílinn í
mikilli lausamöl í vegarkantinum
en náði honum inn á aftur. Þá
virðist sem hafi sprungið á einu
hjóli, því ég missti stjórn á bíln-
um og hann endasentist niður í
gljúfrið og endastakkst einu sinni
á leiðinni. Á meðan við vorum að
falla hafði ég hvað mestar
áhyggjur af því að lenda í hyl, því
ég heyrði fossnið, en svo vorum
við í vatnslitlum læk þegar við
vorum búin að átta okkur á hvað
gerðist. Sjálfur fékk ég bylm-
ingshögg framan á mig við lend-
inguna og var hreint ekki viss um
að ég væri í tölu lifenda þegar
billinn stöðvaðist."
Hests leitað
á gúmbáti
LÖGREGLUMENN á báti leituðu
um miönættið að hesti, sem hafði slit-
ið sig lausan á Geldinganesi og synt
til hafs með hnakk og beisli.
Knapinn sá hestinn hverfa út í
myrkrið og synda út frá nesinu.
Hætt er við að hesturinn hafi
fljótlega flækst í beislinu og var
því ekki talið líklegt að hann næð-
ist lifandi.
Ekkert lát
á norðaust-
anáttinni
Samkvæmt upplýsingum frá
veðurstofunni er ekkert lát á
norðaustanáttinni.
J
Næstu daga verður því
áfram vætutíð fyrir norðan og
austan og búast má við skúrum
á Suður- og Vesturlandi vegna
lægðarinnar sem er við landið.
Vonast er til að eitthvað glaðni
til sunnan- og vestanlands í lok
vikunnar.
Trillurnar búnar að ná aflamarki ársins:
Veiðunum ekki stjórnað
með sama hætti næsta ár
— segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráöherra
„SMÁBÁTARNIR voru komnir með rúmlega 17.000 tonna afla fyrsta
ágúst síðastliðinn og er það mest þorskur. Þeir eru því búnir að veiða
meira nú en miðað var við að þeir veiddu allt árið.
Þetta sýnir okkur fyrst og
fremst að nánast útilokað er að
halda afla innan ákveðinna
marka, ef ekki er ákveðið hámark
á hvern einasta bát. Við erum
reynslunni ríkari í þeim efnum.
Að mínu mati verður ekki hægt að
standa að stjórnun þessara veiða
með sama hætti á næsta ári,“
sagði Halldór Ásgrímsson, sjávar-
útvegsráðherra, í samtali við
Morgunblaðið.
„Við erum að fara yfir umsókn-
ir, sem borizt hafa um leyfi til
veiða eftir fyrsta september og
það er gert meðal annars vegna
óska smábátaeigenda um að skilið
verði á milli þeirra, sem hafa aðal-
atvinnu af þessum veiðum og
hinna, sem ekki eru eins háðir
þeim. Við sjáum hins vegar að það
er mun meira mál, en menn hugðu
í fljótu bragði og verulegum erfið-
leikum bundið að setja almennar
reglur, sem skilja þar í milli.
Ég vil taka það fram, að við vor-
um ekki nægilega vissir um þann
grunn, sem trillukvótinn var
byggður á og einnig hefur þessum
bátum fjölgað mjög mikið. Við
verðum að sjálfsögðu að taka tillit
til þess,“ sagði Halldór Ásgrims-