Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985 21 Islandsmótið í vélflugi: Almar Sigurðsson frá Sel- fossi varð íslandsmeistari Selfossi, 18. áfníst. ÍSLANDSMÓT Flugmálafélags ís- lands í vélflugi, Shell-bikarkeppnin, fór fram laugardaginn 17. ágúst á Selfossflugvelli. Mót þetta hefur leg- ið niðri í 6 ár en var nú endurvakið af stjórn Flugmálafélagsins. Það var Almar Sigurðsson frá Selfossi sem hreppti Shell-bikarinn og var krýnd- ur íslandsmeistari í lokahófi að keppni lokinni. Þátttakendur í þessu íslands- móti í vélflugi voru 12 á 11 flug- vélum og mættu á flugvöllinn að kvöldi föstudagsins 16. ágúst. Keppnin var í tvennu lagi, ann- ars vegar var flugleiðsögukeppni Orri Eiríksson sigraði í lendingarkeppninni. Maður hefur gott af þessu SelroHÍ 18. ágúsL ORRI Eiríksson frá Akureyri varð hlutskarpastur í lendingarkeppninni á íslandsmótinu í vélflugi. Hann lauk einkaflugmannsprófi fyrir rúm- um tveimur árum og á flugvélina TF PIA ásamt öðrum á Akureyri. „Þetta var ágæt æfing og maður hefur gott af þessu,“ sagði Orri um keppnina daginn eftir þar sem hann var að búa sig undir flug til Reykjavíkur. „Þetta verður sjálf- sagt til þess að menn vanda sig Norrænt ljós- tæknimót í Reykjavík 20.-25. ágúst RÁÐSTEFNA um Ijóstækni, Nor- rænt Ijóstæknimót ’85, hefst í Reykjavík í dag, þriðjudag, og stend- ur til 25. þ.m. Þátttakendur ásamt mökum eni alls 208, frá íslandi, Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Norræn Ijóstækniþing eni haldin fjórða hvert ár, til skiptis í hinum norrænu löndum. NLM ’85 er annað þingið sem haldið er á fs- landi, hið fyrra var haldið 1965. Setning ráðstefnunnar fer fram í hátíðarsal Háskóla fslands í dag en fyrirlestrar verða haldnir í Odda, nýjustu byggingu Háskóla íslands. Næstu þrjá daga verða flutt fjölmörg fræðileg erindi um fjölbreytileg efni innan lýsingar- tækninnar sem spannar sýnilega geislun, þ.e. ljós, svo og innrauða og útfjólubláa geislun. Einnig er fjallað um sálræn áhrif ljóss og líkamleg áhrif geislunar. Tvo síð- ustu daga ráðstefnunnar, 24. og 25. ágúst, verður farið í stuttar ferðir. Nordlys-nefndin, sem saman- stendur af framkvæmdastjórum hinna norrænu Ijóstæknifélaga, hefur undirbúið dagskrána og fundartilhögun, en Ljóstæknifélag fslands hefur að öðru leyti annast allan undirbúning ráðstefnunnar með aðstoð ráðstefnudeildar Ferðaskrifstofu ríkisins og ber fé- lagið fjárhagslega ábyrgð á ráð- stefnunni. (Úr fréttatilkynningu.) Þú svalar lestrarþörf dagsins ájjíöum Moggansf X betur að fljúga eftir áætlunum. Hjá mér var þetta byrjunin og maður lærði mikið. Ég hef áður tekið þátt í lendingarkeppni og reyni að halda mér í æfingu." Sig. Jóns. þar sem keppendur gerðu flug- áætlun eftir upplýsingum sem þeim voru fengnar og höfðu til þess 20—45 mínútur. Áætlunina afhentu þeir mótsstjórn og fengu þá í hendur tölvuunna flugáætlun sem þeir flugu eftir. Ráslína keppninnar var við Skeiðavega- mót, þaðan var flogið að Lækjar- hvammi í A-land., næst að Mar- teinstungu, þá að Búrfelli, Gull- fossi, Brúarfossi og marklínan var við Hestfjall. Auk þess að fylgja réttri leið áttu keppendur að leysa sérverkefni, s.s. að finna staði eft- ir ljósmynd. Hinn hluti mótsins var lend- ingarkeppni þar sem keppt var í marklendingu, gervinauðlendingu með frjálsri aðferð, gervinauð- lendingu án þess að nota væng- börð og loks var lending yfir hindrun með frjálsri aðferð. Keppnin gekk í alla staði vel og var óhappalaus. Almar Sigurðsson frá Selfossi varð hlutskarpastur og hlaut Shell-bikarinn og ís- landsmeistaratitilinn. Annar varð Orri Eiríksson frá Akureyri og þriðji Hjörleifur Jóhannesson Garðabæ. Auk bikarsins voru sig- urlaun Almars ferð til Danmerk- ur, Noregs og Svíþjóðar til að kynna sér keppni sem þessa eða taka þátt í flugkeppni. Sigurveg- ari í lendingarkeppninni varð Orri Eiríksson Akureyri. íslandsmót sem þetta i vélflugi var síðast haldið fyrir 6 árum og þá varð hlutskarpastur Andrés óskarsson frá Stöðvarfirði. Að sögn Friðriks Pálssonar forseta Flugmálafélags íslands er stjórn félagsins ákveðin í að halda mótið árlega og sýna fram á að flugið sé líka íþrótt ásamt því að þjóna sem flutningagrein. Friðrik sagði ennfremur að það hefði töluverða þýðingu að halda mót sem þetta. Gerð flugáætlana og flug samvkæmt þeim væri þýð- ingarmikil og öryggisatriði við lendingar ekki síður. Hann sagði engan vafa á því að meiri æfing í þáttum sem sneru áð keppninni væri mjög til góðs. Alls störfuðu 50 manns við mót- ið sem fór í alla staði vel fram. Framkvæmd var í höndum heima- manna undir stjórn yfirdómarans Mogens Taagárd sem naut aðstoð- ar Jóns Grímssonar, formanns vélflugnefndar. Flugáhugi er mik- ill á Selfossi og fylgdist bæjarbúar vel með keppninni og kunnu að meta það að eignast íslandsmeist- ara í vélflugi. Sig. Jóns. Almar Sigurðsson, tslandsmeistari í vélflugi. Draumurinn aö fljúga meira Selfossi, 18. ánúst. „ÉG HELD að það sé nauðsynlegt að vera með í svona keppni. Það rennur upp fyrir manni að maður hefur þörf á aðhaldi sem nákvæm flugáætlun gefur,” sagði Almar Sigurðsson nýbakaður íslandsmeistari í vélflugi. Almar tók einkaflugmannspróf fyrir ári og átti til skamms tíma hlut í flugvél með fleiri Selfyss- ingum. Hann sagðist ekki hafa tekið þátt í leiðsögukeppni sem þessari en aftur á móti í lendingarkeppni. Hann kvaðst hafa verið nokkuð öruggur i keppninni en þurfti að leiðrétta stefnuna á fyrstu áföng- unum. „Draumurinn er að fljúga meira, en það byggist á fjárhagn- um. Mann langar auðvitað i at- vinnuflugmannsskóla en það er allt óvíst hvað verður,“ sagði Alm- ar. Sig. Jóns. Kl. samtalstímar EÍIXA enska III þriðjud.-fimmtud. 18,Ö-2D*) enska 21 þriðjud.-fimmtud. 2(lll,-22'0 enska 31 mánud.-miðvikud. 18■'<,-20,0 enska 31 mánud.-miðvikud. 18',0-2D'0 enska 131 mánud.-miðvikud. 20M'-22M) enska El þriðjud.-fimmtud. 18',,-2D’° enska (3 þriðjud.-fimmtud. 2D'°-22'° enska BS þriðjud.-fimmtud. 2D’°-22'0 samtalstímar SPÆN^KÖ ki. spænska [B mánud.-miðvikud. 18’°-2D'° spænska 21 mánud.-miðvikud. 2D’0-22’<, spænska 31 óákv. K mO spænska 31 óákv. samtalstímar ITÞiLSM ki. ítalska Œl þriðjud.-fimmtud. 18’<,-2D’0 ítalska 21 þriðjud.-fimmtud. 2D’°-22’° ítalska 31 óákv. samtalstímar fDAHöKA franska Œ1 mánud.-miðvikud. Kl. 18’0-2030 franska 21 mánud.-miðvikud. 2D’°-22’° franska 31 þriðjud.-fimmtud. 18’°-20’° franska 31 þriðjud.-fimmtud. 2D’°-22’°. samtalstímar ÞÍTSKA þýska þýska þýska þýska þýska þýska Œ1 mánud.-miðv'ikud. Kl. 18’°-20’° 21 mánud.-miðvikud. 2D’°-22’() 3) þriðjud.-fimmtud. 18’0-2030 51 þriðjud.-fimmtud. 2D’°-2230 13 óákv. E1 óákv. DSÍLIIMSKA fyrir útlendinga íslenska Œ1 mánud.-miðvikud. 18’°-2D’° fslenska 21 mánud.-miðvikud. 2Di0-2230 fslenska CB þriðjud.-fimmtud. 18’°-2D’° íslenska 5 þriðjud.-fimmtud. 2D’°-22’° ftalska 5 óákv. Haustið er á næsta lciti og skólarnir taka senn til starfa. Við í málaskólanum Mími hefjum nú kennslu mun fyrr en áður — 2. september — og bjóðum uppá nýjung: 7 vikna námskeið í fjöl- mörgum tungumálum. Eins og sjá má á töflunni hér fyrir ofan eru í boði kvöldtímar á ýmsum þyngdarstigum í ensku, spænsku, ítölsku, frönsku og þýsku, svo og í íslensku fyrir út- lendinga. Kvöldtímar henta ekki öllum og því ætlum við líka að bjóða uppá morgun- og dagtíma í þessum tungumálum að við- bættum þremur Norðurlandamálum: dönsku, norsku og sænsku. Hægt er að velja um tíma milli 10—12 og 13—15. Mundu! Frítíma þínum er vel varið við tungumálanám hjá Mími. f|ar á skrifstofu Mímis i a virka daga. Innritun og allar nánari upplýsingc síma 10004 og 21655 kl. 9—17 alla Þessi haustnámskeið standa yfir frá 2. september til 18. október. Kennt er tvisvar sinnum í viku, tvær klukkustundir í senn og öll kennslugögn innifalin í námskeiðsgjaldi. ÍUNGU NIAIA NAM í sér- flokki Jfy& alla MALASKOLINN 20% || afsláttur gildir fyrir systkini og hjón, öryrkja og ellilífeyrisþega og félagsmenn Stjórn- unarfélagsins — og við vekjum athygli á því að Starfsmanna- f sjóður ríkisstofnana greiðir þátttökugjöld sinna félagsmanna á námskeiðum Mímis. Ananauslum 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.