Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 20. ÁGÚST 1985
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö.
Að lifa í sátt við landið —
á gögnum þess og gæðum
að er stundum talað um
tvö „lífbelti í landinu", hið
ytra lífbelti, auðlindir hafsins,
eða fiskistofnana, og hið innra
lífbelti, gróðurkragann um-
hverfis hálendið. Báðar þessar
auðlindir, fiskstofnar og gróð-
urlendi, hafa nýtingarmörk,
sem þjóðin verður að virða, ef
ekki á að ganga á höfuðstólinn
á kostnað framtíðarinnar.
Þjóðin verður að sætta það
tvennt, sem byggð hér er fyrst
og fremst undir komin, að lifa í
landinu, á gögnum þess og gæð-
um, og í sátt við umhverfi sitt,
náttúru landsins.
Gróðureyðing er vandamál,
sem tekizt hefur verið á við,
skipulega, allar götur síðan
1907, er Landgræðsla ríkisins
var stofnuð. Orsakir gróðureyð-
ingar eru ýmsar, ekki sízt kóln-
andi tíðarfar og eldvirkni, ef
miðað er við tíman frá land-
námi. Ef litið er á gróðurfars-
söguna frá ísöld, kemur í ljós,
að „gróður á íslandi hefur eyðst
vegna eldgosa, löngu áður en
land byggðist", segir Sveinn
Runólfsson, landgræðslustjóri,
í viðtali við Morgunblaðið sl.
laugardag. „Það er hinsvegar
ljóst,“ bætir hann við, „að upp-
blástur jókst þegar áhrifa af
búsetu mannsins fór að gæta,
en hafa ber í huga að talið er að
veðurfar hafi einnig kólnað
mjög“.
Hraðfara gróðureyðing, eins
og var hér á fyrri hluta aldar-
innar, er ekki til staðar í dag,
að sögn landgræðslustjóra.
„Gróðurlendi eyðist hinsvegar
á mörgum smærri svæðum",
segir hann, „aðallega á hálend-
inu, til dæmis í Vestur-Skafta-
fellssýslu, Árnessýslu og Þing-
eyjarsýslum. Gróður hefur
einnig tvímælalaust rýrnað á
heiðunum á Norðurlandi vestra
og á láglendi Austurlands, þó
enn hafi það ekki leitt til upp-
blástur, nema á Auðkúlu- og
Eyvindarstaðaheiðum...“
Starfsemi landgræðslunnar
er fjórþætt:
• Hefting jarvegs- og gróður-
eyðingar. Þetta starf er fyrst og
fremst unnið í byggð en jafn-
framt á nokkrum hálendis-
svæðum. Það fer einkum fram á
eldfjallasvæðum á Suður- og
Suðvesturlandi og í Þingeyjar-
sýslum.
• Uppgræðsla örfoka lands,
sem einnig fer að mestu fram í
byggð, m.a. í nágrenni þéttbýl-
isstaða, t.d. á Reykjanesi. Báð-
um þessum þáttum, heftingu
gróðureyðingar og uppgræðslu,
er einkum sinnt með áburðar-
dreifingu úr flugvélum.
• Gróðureftirlit, sem Land-
græðslan sinnir í samstarfi við
bændur.
• Eftirlit með landbroti af
völdum fallvatna.
Landgræðslustjóri hefur
margt fram að færa sem erindi
á við fólk í landinu. Sú staðhæf-
ing hans, þegar hann greinir
frá uppgræðslu á Reykjanesi,
m.a. í nágrenni Þorlákshafnar,
að „þar væri engin útgerð og
engin byggð, ef ekki hafi orðið
jafngóður árangur af land-
græðslustarfinu", segir athygl-
isverða sögu.
Hann segir hinsvegar að
áburðarflugið og girðingar-
framkvæmdir hafi dregizt
verulega saman miðað við árin
1975—79, þegar þjóðargjafar-
innar naut við. Framkvæmda-
gildi framlaga á fjárlögum nú
er aðeins fjórðungur þess sem
var á fyrrgreindu tímabili.
Það er lítið vafamál að ofbeit
kemur við sögu gróðureyðingar
og uppblásturs lands á einstök-
um afréttum, þó kólnandi tíð-
arfar og eldvirkni teljist víðast
frumorsakir. Sauðfé hefur að
vísu fækkað verulega, fyrst og
fremst af markaðsástæðum, en
hestum hefur fjölgað. Á þess-
um vettvangi hafa orðið
árekstra milli bænda og land-
græðslu, þó samvinnan sé yfir-
höfuð góð.
Það er mjög mikilvægt að
sætta sjónarmið á þessum
vettvangi. Við verðum að sam-
eina það tvennt, sem hér að
framan var áréttað, að lifa í
landinu, á gögnum þess og gæð-
um, og í sátt við umhverfi
okkar, náttúru landsins.
Varnir gegn
ofbeldi
Fyrir nokkrum dögum lagð-
ist skip að bryggju í
Reykjavíkurhöfn, sem ekki er í
frásögur færandi, nema vegna
þess að það hafði innanborðs
fólk, sem þekkt er af ofbeldi.
Fólk, sem telur við hæfi að
sigla niður veiðiskip, og tala
máli sínu með sprengjum.
Samgöngutækni nútímans
hefur nær þurrkað út fjarlægð-
ir; fært okkur, land og þjóð, inn
í hringiðu heims, þar sem
hryðjuverk og „hugsjónaglæp-
ir“ eru nánast daglegt brauð.
Þetta vekur þá stóru spurningu,
hvern veg við erum í stakk bún-
ir til að fást við ofbeldisfólk og
hryðjuverkamenn.
Það er enginn vafi á því að
víkingasveit lögreglunnar var
meir en tímabær. Það þarf að
gera hana sem bezt úr garði í
þágu almenns öryggis í landinu.
Við getum ekki flotið sofandi að
feigðarósi í þessum efnum.
Björgunarsveitarmenn sýndu listir sínar bæði i sjó og landi. Hér eru nokkrir þeirra að skjóta úr neyðarblysum úr bitu
Um 1.000 manns sóttu h
Slysavarnadeildarinnar
RÚMLEGA eitt þúsund manns sóttu
Ingólfshitíðina sem Slysavarna-
deildin Ingólfur í Reykjavík gekkst
fyrir sl. sunnudag, að sögn Órlygs
Hilfdanarsonar, formanns slysa-
varnadeildarinnar. Hitíðin var hald-
in í tilefni þess að taka itti í notkun
nýjan, ósökkvanlegan björgunarbit
sem félagið hefur fest kaup i.
Örlygur Hálfdanarson setti Ing-
ólfshátíðina við Slysavarnafélags-
húið á Grandagarði kl. 13.30 og
síðan tók borgarstjóri, Davíð
Oddsson, til máls. Flutti hann
kveðjur borgarinnar og gaf nýja
björgunarbátnum því næst nafnið
Jón E. Bergsveinsson, eftir
brautryðjanda að stofnun SFVÍ og
fyrsta erindreka félagsins. Björn
Jónsson, flugumferðarstjóri, son-
ur Jóns E. Bergsveinssonar, af-
hjúpaði nafnspjöldin á bátnum.
Þá tók séra Sigurbjörn Einars-
son, biskup, til máls og vígði nýja
björgunarbátinn. Minntist hann
kynna sinna af Jóni E. Bergsveins-
syni, en hann var jafnframt
hvatamaður að þvi að Svd. Ingólf-
ur var stofnuð og fyrir tilstilli
Jóns varð séra Sigurbjörn fyrsti
formaður deildarinnar.
Gréta M. Sigurðardóttir, for-
maður kvennadeildar SVFÍ í
Reykjavík, tók næst til máls og
færði Svd. Ingólfi nýjan torfæru-
jeppa að gjöf fyrir hönd kvenna-
deildarinnar. Að síðustu ávarpaði
Haraldur Henrysson, forseti
SVFÍ, gesti og afhenti Svd. Ingólfi
peningagjöf sem nota skal til að
greiða af nýja björgunarbátnum,
Jóni E. Bergsveinssyni.
Að því loknu sæmdi Haraldur
þrjá björgunarsveitarmenn úr
Svd. Ingólfi bjónustumerki félags-
ins úr gulli: fsak Viggósson, Þórð
Kristjánsson og Engelhart
Björnsson, formann björgunar-
sveitar svd. Ingólfs.
Að þessu loknu hófu björgun-
arsveitarmenn og Slökkvilið
Reykjavíkur að sýna listir sínar.
Klifruðu þeir utan á SVFÍ-húsinu,
köfuðu niður á sjávarbotn og
skutu þaðan neyðarblysum, veltu
björgunarbátum og settu þá á
réttan kjöl aftur og ýmislegt
fleira. Slysavarnakonur sáu um
Séra Sigurbjörn Einarsson, biskup, við vígslu nýja björgunarbátarins. Sitjandi í
fremstu röð t.v. eru borgarstjóri, Davíð Oddsson, eiginkona hans, Ástríður Thorar-
ensen, og forseti borgarstjórnar, Magnús L Sveinsson.
Björn Jónsson, flugumferðarstj
um nýja björgunarbát Svd. Ing<
eftir föður Björns. Honum til a
unarsveitarmaður.
Nýja torfærubifreiðin sem Kvennadeild SVFÍ f Reykjavík, færði Svd.
Ingólfi að gjöf.
Haraldur Henrysson, forseti SVFÍ sæmdi þr
ólfi, þjónustumerki félagsins úr gulli. Á mync
barm Engilharts Björnssonar, lengst til vins
þeirra er Þórður Kristjánsson.