Morgunblaðið - 20.08.1985, Side 46

Morgunblaðið - 20.08.1985, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985 > Hér erum við búin að njóta alls hins besta í mat og drykk og músikk, svo kem- urðu með þetta og eyðilegg- ur stemmninguna! HÖGNI HREKKVÍSI i éG TILEIHKA N/CSTA LAú FyRg^EKANPl KENNARA /VlÍNUAA, SEM HÖíSNI FLÆMPI 'A BFSOTT. " Kennum ungling- um að drekka vín Hófdrykkjumaður skrifar: Ég hef löngum furðað mig á því hve þeir sem eitthvað skipta sér af áfengismálum, já og vímuefna- málum yfirhöfuð, virðast vera þröngsýnir. Það er eins og þessir vesalings menn haldi að þeir geti með nógu hörðum reglum komið í veg fyrir að fólkið í Iandinu fái sér í staupinu endrum og sinnum. Mér finnst nú svosem eðlilegt að reynt sé að fá unglinga til að hætta hassreykingum og þefa ekki af líminu, en að nokkrum manni skuli detta í hug að hægt sé að uppræta blessað vínið, það er mér algjörlega óskiljanlegt. Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta sagði kerlingin og mælti víst sjaldan spaklegar. Ég held að eina ráðið til að koma í veg fyrir alkóhólisma og eitur- lyfjafíkn sé að kenna unglingum nógu snemma að umgangast þessi efni. Eiturlyf eru flest svo bráð- hættuleg heilsu manna, andlegri og líkamlegri, að það verður nátt- úrlega að leggja allt í sölurnar svo unglingarnir láti þau eiga sig. Én það þarf að kenna þeim að drekka. Með því að gera áfengið sýknt og heilagt að spennandi bannvöru er bara verið að hella olíu á eld. Flesta unglinga langar einhvern- tíma að gera það sem þeir mega ekki, einkum ef einhverjum öðrum er leyft það, þetta veit hver heil- vita maður. Sá sem kann að fara með vín á fullorðinsárum getur haft af því mikla ánægju og þarf ekki að óttast það eins og andskot- ann sjálfan. Sjálfur er ég gamall maður og hef aldrei eignast börn. Ég hef því ekki haft tækifæri til að reyna þessar kenningar mínar. En ég kann að gleðja mig við vín því mér var ungum kennt að umgangast það eins og vin. Læknir sem ég fór til um daginn vegna lasleika sagði mér að ég skyldi alls ekki hætta að drekka, því með mínu drykkjulagi hefði vínið heilsubætandi áhrif og ég gæti orðið allra karla elstur. Þannig er það með flest, sé þess neytt í hófi er það bæði hollt og gott. Alítöf hratt ekið Eldri borgari skrifar: Mér finnst afleitt að ekki skuli vera nein umferðarmerki við vest- anverða Hringbrautina sem sýna löglegan hraða. Ég bý sjálfur við Hringbrautina, andspænis elli- heimilinu, og hef núna upp á síð- kastið orðið vitni að þremur um- ferðarslysum á þessum slóðum. Menn keyra alltof hratt þarna. Mig langar ennfremur að spyrja forráðamenn kirkjugarðanna hvort ekki sé hægt að koma upp einhverskonar vegvísum sem auð- velda mönnum að finna leiði. Ég kem oft í kirkjugarðana og það tekur stundum mjög langan tíma að finna leiðin. Núorðið eru öll leiði að vísu merkt en það vantar vegvísa svo maður geti séð hvar hver merking á við. T Þessir hringdu . . . Dópið er miklu verra Vandræðaunglingur hringdi: Mér finnst það nú alveg von- laust hvernig allir láta útaf þessari verslunarmannahelgi. Þó það sé nú drukkið smávegis. Ég hef sko oft lent í því verra. Ég var í Þjórsárdafum versl- unarmannahelgina og þar voru 'auðvitað allir á skallanum en maður sá næstum því ekkert dóp. Allir bara „streit á brensan- um“. Ég hef oft lent í rugli útaf dópi svo ég vei^ um hvað ég er að tala. Það er miklu verra en brennivín- ið. Mér finnst að fólk ætti að „pæia í því“. Það verður að stemma stigu við barneignum Anna Helgadóttir hringdi: Ég vil bæta nokkru við það sem haft var eftir mér í Velvak- anda á föstudaginn. Þannig er að „Vandræðaunglingur" segist lítið hafa orðið var við fíkniefnaneyslu um verslunarmannahelgina. Anna Helgadóttir tehir rétt að reyna að fækka barneignum I löndum þar sem hungursneyð er landlæg. ég tel að eitthvað verði að gera til að stemma stigu við fólks- fjölgun í þessum löndum þar sem hungursneyð er landlæg. Ég skil ekki annað en það sé hægt að fá þetta fólk til að nota getn- aðarvarnir, eða gera karlmenn- ina hreinlega ófrjóa, ef ekki vill betur. Mér finnst mjög ólíklegt að fólkið myndi snúast öndvert gegn einhverjum ráðstöfunum í þeim dúr, það hlýtur að hafa þá vitglóru í höfðinu að sjá það að ef það getur ekki brauðfætt börnin sín er heimskulegt að vera að hlaða þeim niður. Það er ekki svo að skilja að ég hafi nokkuð á móti börnum, ég á sjö sjálf, allt saman indælisfólk, komið um eða yfir fimmtugt. En svona nokkuð gengur ekki, það sér hver maður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.