Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985 Sparnaður í heil- brigðiskerfinu Frjálshyggja eða félagslegar lausnir — eftir Daníel Daníelsson Á sl. vori urðu í Morgunblaðinu allmiklar umræður um kostnað við heilbrigðisþjónustu á fslandi. Upphaf þessara umræðna voru greinar geðlæknis nokkurs þar sem settar voru fram nokkrar nýstárlegar hugmyndir. Höfundur kom víða við í grein- um sínum en segja má að í grófum dráttum væri boðskapur þeirra þessi helstur: Fólk leitar of oft til læknis. Ástæða er fyrst og fremst sú að fólki er ekki kunnugt um hvað læknisþjónustan kostar þjóðfélag- ið. Það skortir verðskyn. Flestir sjúkdómar aðrir en barnasjúk- dómar og ellihrörnun eru sjálf- skaparvíti. Helsti bölvaldur í heilbrigðis- málum okkar er sú ríkisforsjá sem felst í almannatryggingum. Því er nauðsyn að fólk geti sagt sig úr sjúkrasamlögum og almanna- tryggingum og keypt í stað þess tryggingar hjá einkatryggingar- félögum. Því er jafnvel haldið fram að það öryggi sem almanna- tryggingar veita sé beinn sjúk- dómavaldur. Tillögur til úrbóta eru því í samræmi við þennan boð- skap. Augljóst er að hér er fyrst og fremst vegið að hinu svokallaða velferðarþjóðfélagi sem Islend- ingar hafa verið að skapa á sl. hálfri öld. Ekki fer það heldur á milli mála hvert verið er að benda okkur um fyrirmynd þess sem leysa skal vel- ferðarþjóðfélagið af hólmi. Þar er bent til vesturáttar. Ekki er úr vegi að minnast þess að í Morgun- blaöinu birtist á sl. vori sú frétt að skv. opinberum skýrslum lifðu 20 milljónir Bandaríkjamanna undir hungurmörkum. Vissulega munu hungurmörk þar nokkuð há en ætla má þó að verulegur hluti þessa fólks hafi takmörkuð efni á að kaupa sér dýrar sjúkratryggingar hjá einka- tryggingarstofnunum. Ymsir hafa lagt orð í belg í þessari umræðu. Tvímælalaust tel ég þar merkast framlag heilbrigðismála- ráðherra, Matthíasar Bjarnason- ar, sem í mjög málefnanlegri og markvissri grein bregður skildi fyrir „óskabarn þjóðarinnar“, al- mannatryggingar, svo fimlega að vart verður á betra kosið. Ljóst er að þar fer enginn frjálshyggjupostuli heldur maður sem man og skilur tímana tvenna. Man sveitarframfærsluna og þá mannréttindaskerðingu sem henni fylgdi og gerir sér ljóst að sú leið- sögn sem nefndur geðlæknir býður myndi leiða til baka til þess tima. Nú vitum við að kostnaður vegna almannatrygginga greiðist fyrst og fremst af því fé sem skattgreiðendur leggja fram til sameiginlegra útgjalda. Ættu þeir sem segja sig úr lög- um við almannatryggingar að fá skattfríðindi sem því nemur? Og hver á að reikna út þá upphæð? Flestir þeir sem lyfta penna um þessi mál geta þess réttilega að heilbrigðisþjónusta á íslandi sé ein sú besta sem þekkist í heimin- um í dag. Sumir segja einnig að hún sé ein sú ódýrasta. Er málum þá svo komið að við höfum náð því lokamarki að veita svo góða heilbrigðisþjónustu við svo vægu verði að lengra verði þar ekki komist? Ég hygg að því fari fjarri. Ég tel hiklaust að m.a. vegna mannfæðar og góðrar menntunar almennings eigum við þess kost, ekki aöeins að standa jafnfætis því sem best ger- ist annars staðar, heldur í ýmsum greinum að reka betri heilbrigðis- þjónustu en annars staðar þekkist. Þetta höfum við raunar þegar sannað í vissum greinum, sbr. út- rýmingu berklaveikinnar á sínum tíma, sem varð öðrum þjóðum fyrirmynd, og síðar árangur sá sem náðst hefir í baráttunni við leghálskrabbamein sem ekki mun eiga sér fordæmi. Þótt íslenskir læknar standi yf- irleitt mjög framarlega í faglegri kunnáttu miðað við starfsbræður sína í öðrum menningarlöndum og þótt flest íslensk sjúkrahús séu í háum gæðaflokki þá er ótal margt í heilbrigðiskerfi okkar sem betur mætti fara. Er þá ekki síst um að ræða ýmsar lagfæringar á skipu- lagi þjónustunnar bæði innan sjúkrahúsa og utan og snertir þetta bæði rekstur og fjárfest- ingar. Ég tel hiklaust að miklar um- bætur í þessum efnum mætti gera án þess að um verulegan kostnað væri að ræða. Síðar myndu þær svo skila sér í umtalsverðum sparnaði. En hverjar eru þá þær skipu- lagsbreytingar sem hér um ræðir? Gerð skal tilraun til að drepa á nokkrar þeirra og þá einkum þær sem varða sjúkrahússþjónustu, en þar vegur að sjálfsögöu þyngst þjónustan á höfuðborgarsvæðinu. Ég hefi áður i Morgunblaðinu (Morgunblaðið 1. maí 1980) drepið á nokkrar þessara hugmynda, og við endurskoðun þeirra nú sé ég ekki ástæðu til umtalsverðra breytinga. Sú skipulagsbreyting sem ég set efst á blað er að sjúkrahúsin 3 í Reykjavík verði sameinuð í eina stofnun undir einni yfirstjórn. Þá fyrst verður unnt að koma á þeirri sérgreinaskiptingu sem heppilegust væri, staðsetja hinar ýmsu sérhæfðu deildir þannig að þær sem nánast samstarf þurfa að hafa séu í sama húsi, staðsetja stoðdeildir með sérhæfðu starfs- liði sem og sérhæfð tæki þannig að nýting verði svo góð sem framast er kostur. Við megum heldur ekki gleyma því að þótt mannfæð geti í sumum greinum gert okkur kleift að ná árangri sem nánast væri útilokað hjá stjórþjóðum þá veldur hún okkur erfiðleikum í öðrum grein- um. Þannig er ljóst að sjúklingafæð í ýmsum hinna þrengri sérgreina er okkar vandamál. Því virðist síst ástæða til að auka þann vanda með því að dreifa þeim fáu sjúk- dómstilfellum á 3 sjúkrahús. Svo sem kunnugt er hefir vél- væðing á rannsóknarstofum og röntgendeildum aukist gífurlega á síðari árum. Hér er yfirleitt um að ræða mjög dýran búnað en sem um leið getur margfaldað afköst slíkra stofnana og gert niðurstöður ör- uggari en áður hefir þekkst. Augljóst er að á hverju sjúkra- húsi þarf að vera aðstaða til ein- faldra rannsókna og röntgenskoð- unar. Ég tel hins vegar flest benda til að mikið fé mætti spara með því að koma upp í Reykjavík einni fullkominni miðstöð í hvorri þess- ara greina, rannsóknum og rönt- gen, sem þá þjónaði landinu öllu með hinar viðameiri og dýrari rannsóknir. í mörgum tilfellum er hér um að ræða tækjabúnað þar sem stór- þjóðir myndu naumast telja verj- andi að eyða einu tæki á 2—300.000 manns. Svo sem kunnugt er er Borg- arspítalinn nú eina sjúkrahúsið í Reykjavík sem býr við daggjalda- kerfi. Ætla má þó að kostnaður á legudag sé svipaður á þeim sjúkrahúsum sem eru á föstum fjárlögum. Daggjöld á Borgarspítalanum munu vera meira en tvöföld dag- gjöld flestra sjúkrahúsa í dreif- býli. Full ástæða virðist til að stjórn- völd stefni að aukinni starfsemi dreifbýlissjúkrahúsa þannig að í heimahéruðum sé unnt að sinna þeim læknisaðgerðum sem telja má að þar megi framkvæma með svipuðu öryggi og í Reykjavík. Með því ætti verulegt fé að sparast þar sem þar er t.d. hægt að framkvæma ýmsar aðgerðir með kostnaði sem aðeins er brot af því sem það kostar að framkvæma sömu aðgerðir á sjúkrahúsum í Reykjavík. Með þessu ætti verulegt fé að sparast. Fjölmargt fleira mætti upp telja sem kynni að mega betur fara í rekstri sjúkrahúsa þótt hér verði staðar numið um það efni að sinni. Þá skal drepið nokkuð á bygg- ingamál heilbrigðisstofnana en þar hygg ég að ekki mætti síður spara álitlegar fjárhæðir árlega. óþarft mun að lýsa nákvæm- lega hér hvert ástand hefir ríkt og ríkir enn í þessum málum þar sem hálfkaraðar byggingar heilbrigð- isstofnana skreyta flest héruð landsins og algengur byggingar- tími er 8—12 ár eða meira. Ríkisframlög til þessara fram- kvæmda hafa gjarnan verið fryst inni, jafnvel heilu árin, og látin brenna upp í verðbólgu og gengis- fellingum svo að framkvæmdirnar búa við stöðugt fjársvelti sem úti- lokar alla skynsamlega skipulagn- ingu. Þar við bætist að eftirlit með framkvæmdum er oft lítið og stop- ult og ófullkomið. Daníel Daníelsson „Ég tel hiklaust aö m.a. vegna mannfæöar og góörar menntunar al- mennings eigum viö þess kost, ekki aöeins að standa jafnfætis því sem best gerist annars staðar, heldur í ýmsum greinum aö reka betri heilbrigöisþjónustu en annars staöar þekkist.“ í þessum efnum virðist augljóst að fullkomin stefnubreyting þarf að koma til. Eftir að fyrir liggur árlega hvert fjármagn unnt er að veita til framkvæmda við heilbrigðisstofn- anir verður Alþingi að taka á sig rögg og taka um það ákvörðun í samræmi við tillögur fagráðu- neytis hvaða framkvæmdir skuli hafa forgang og sé við það miðað að þær séu ekki fleiri en svo að byggingartími fari aldrei yfir t.d. 3—4 ár fyrir venjulegar heilsu- gæslustöðvar eða landsbyggðar- sjúkrahús. Framlög ríkis og heimamanna leggist þegar í ársbyrjun inn á reikning viðkomandi stofnana. Framkvæmdastjórn þessara stofnana geti þannig þegar i árs- byrjun gert raunhæfa áætlun um framkvæmdir á árinu. Aðeins með slíku fyrirkomulagi er unnt að skipuleggja framkvæmdir þannig að fyllstu hagsýni sé gætt. Algjört skilyrði tel ég að hverri slíkri byggingu sé ráðinn bygg- ingarfróður maður sem fram- kvæmdastjóri og fulltrúi eigenda og hafi hann nánast daglegt eftir- lit með verkinu og sjái einnig um reikningshald. Við hönnun slíkra bygginga sé mun meira en nú er gert stuðst við staðlaðar einingar og jafnvel leit- að ráögjafar erlendra sérfræðinga þegar ástæða þykir til fremur en að hver slík bygging sé frumraun nýútskrifaðra arkitekta sem lítt eða ekkert þekkja til sérþarfa þessara stofnana. Hér hefir verið drepið á nokkur þau atriði sem ég tel að leiða ættu til aukins sparnaðar í heilbrigð- iskerfi bæði að því er snertir rekstur og fjárfestingar án þess að rýra í nokkru þjónustuna eða 'þyngja sjúklingum. Sú tilhneiging sem fram kemur meðal annars í greinum geðlækn- isins að flest sú starfsemi sem rík- ið stendur að, þ. á m. tryggingar, sé af hinu illa hefir færst mjög í vöxt á íslandi hin síðari ár. Mestan hljómgrunn munu þess- ar kenningar eiga hjá yngra fólki sem aldrei kynntist þeim aðstæð- um sem almenningur bjó við áður en hinar ýmsu stofnanir hins svonefnda velferðarþjóðfélags komu til. Ýmsir renna í þessum efnum hýru auga til föðurlands einstakl- ingsfrelsisins sem nefndur geð- læknir hefir greinilega mjög í huga. Heilbrigðisráðherra gefur í grein sinni í Morgunblaðinu þann 28. apríl sl. fróðlegar upplýsingar um þróun og kostnað við heil- brigðismál í Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku. í stórfróðlegri grein Ársæls Jónssonar læknis í Morgunblaðinu 11. maí sl. kemur m.a. fram að meðallegutími í sjúkrahúsum í Bandaríkjunum er mun skemmri en t.d. í Bretlandi. Skurðaðgerðir eru hins vegar þrefalt fleiri í Bandaríkjunum. Vekur þetta óneitanlega spurningar um „réttmæti ákvarðana" svo sem höfundur svo hógværlega segir og leiðir raunar hugann að þeim um- mælum heilbrigðisráðherra hvort fjáraflasjónarmið þeirra sem þjónustuna veita verði ávallt að vera inni í myndinni. Athyglisverð eru einnig um- mæli Ársæls um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu á tslandi. Engar upplýsingar liggja fyrir um að hann auki sparnað í heil- brigðisþjónustunni. Sjálfur tel ég að fyllsta ástæða sé til að gæta hófs í því að flytja í verulegum mæli skurðstarfsemi af sjúkrahúsum til einkastofnana úti í bæ. Engin aðgerð er svo lítil að henni fylgi ekki einhver áhætta. Ef út af ber eru sjúkrahúsin þær stofnanir sem best eru búnar til að veita nauðsynlega þjónustu f þeim tilfellum. Að lokum þetta: Velferðarþjóðfélagið með sínum tryggingum og ýmissi opinberri forsjá er ekki fullkomið né galla- laust fremur en önnur mannanna verk. Ég hygg þó að í dag sé erfitt að benda á annað þjóðfélagsform sem veitir þegnunum almennt meira öryggi og um leið meira frelsi. Því hvað er frelsi án öryggis? Ritað í Svíþjóð í júnímánuði 1985. Höíunduí er læknir. ÖKYGGISSKÓR með stál í tá og sóta.......................................... /DXYyNyjAAyiiyDAll Skeifan 3h - Sími 82670 ÚTSÖLUSTAÐIR: ATLABÚÐIN - AKUREYRI VERSL AXELS SVEINBJORNSS - AKRANESI BYKO - KÖPAVOGI OG HAFNARFIRÐI HÚSPRÝÐI - BORGARNESI - JÓN BENEDIKTSSON - HOFN SKÓBÚÐ SAUÐÁRKRÓKS PROSTUR MARSELÍUSSON - ISAFIRÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.