Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985 23 Marokkó: Páfi býður múhameðs- trúarmönnum samstarf Nairobi, Kcnýa, 19. ápwL AF. ARFÍKUFÖR Jóhanncsar Páls páfa II er nú aó Ijúka en í gær kom hann til Marokkó í Norður-Afríku. Segja embættismenn í páfagarði, að ferðin þangað sé farin í þeim táknræna tilgangi að boða frið og sam- starf kaþólsku kirkjunnar og múhameðstrúarmanna. Fyrirhugað var að Jóhannes Páll páfi, sem kaþólskir menn segja að sé 263. eftirmaður Péturs postula, ætti fund með Hassan II konungi, beinum afkomanda Mú- hameðs að því er sagan segir, og síðan átti hann að flytja ræðu á fundi með 80.000 múhameðskum ungmennum frá 20 löndum. Verð- ur það einstæður atburður í sögu trúarbragðanna og aldrei fyrr hef- ur kaþólskur páfi verið opinber gestur í arabísku landi. Samstarf kristinna manna og múhameðstrúar verður aðalum- ræðuefnið á fundi þeirra páfa og Hassans en einnig þykir víst, að talið berist að Jerúsalem, sem ísraelar lögðu undir sig árið 1967. Kaþólska kirkjan hefur margoft hvatt til, að borgin verði undir al- þjóðlegri stjórn en hún er helg í augum kristinna manna, múham- eðstrúarmanna og gyðinga. „Nú veit ég, hvað ham- arinn og sigðin merkja“ Slokkhólmi, 19. ágúst. AP. SÆNSK kona tjaldaði fyrir utan sovéska sendiráðið í Stokkhólmi um helgina og fór í hungurverkfall til þess að krefjast þess, að unnusta hennar, sem er SovétiAaður, verði veitt frelsi. Konan, sem heitir Marie-Anne Farrow og er þrítug að aldri, var klædd í brúðarkjól. Hún sagði fréttamönnum, að -unnusti hennar, Valentin Jurov, hefði verið teltinn höndum og settur á geðsjúkrahús í Moskvu aðeins nokkrum vikum fyrir áætlaðan brúðkaupsdag þeirra 5. júlí sl. Hún sagði, að þau hefðu hist í Moskvu í fyrra, er hún var þar á ferðalagi, og hefðu þau verið búin að fá leyfi yfirvalda til að giftast. Farrow kvaðst vera listamaður og eiga heima í Wasterás. Unnusti hennar hafði verið blaðamaður, en misst vinnuna. „Nú skil ég, hvað hamarinn og sigðin merkja í rauninnisagði hún við blaöamenn úti fyrir tjaldi sínu við dyr sendiráðsins. „Hamarinn á að merja í sundur hjörtun og sigðin að skera á bönd ástarinnar." Starfsmenn sovéska sendiráðsins neituðu að ræða við konuna nema hún hætti mótmælaaðgerðum sín- um fyrst, en' hún sagðist ekki trúa orðum þeirra. Sænska utanríkisráðuneytið kvaðst ætla að athuga málið með aðstoð sendiráðsins í Moskvu. Breska ríkisútyarpið sætir gagnrýni á ný: Fylgist leyniþjónustan með ráðningum og stöðu- hækkunum starfsmanna? London, 19. ágúsl AF. BRESKA RIKISÚTVARPIÐ, BBC, verður nú að þola harða gagnrýni öðru sinni í þessum mánuði, eftir að vikuritið Observer greindi frá því á sunnu- dag, að breska leyniþjónustan hefði neitunarvald að því er varðaði ráðningar og stöðuhækkanir fréttamanna útvarpsins. BBC, sem lætur sér annt um sjálfstæði sitt gagnvart stjórn- völdum, hafði eftir John Arkell, fyrrum framkvæmdastjóra stofn- unarinnar, í aðalfréttatíma út- varpsins á sunnudág, að rétt væri með farið, að leyniþjónustan gegndi fyrrnefndu eftirlitshlut- verki. Arkell, sem veitti útvarpinu for- stöðu frá 1970—80, var sagður ábyrgur fyrir, að starfshættir þessir voru teknir upp. Var eftir honum haft, að það „sætti furðu, ef útvarpsstöð reyndi ekki á ein- hvern hátt að fyrirbyggja, með ör- yggi og heill almennings fyrir augum, að öfgamenn gerðust óhóf- lega fyrirferðarmiklir á öldum ljósvakans." í fréttinni í Observer var frá því greint, að eftirlitsdeild væri sögð til húsa í aðalstöðvum BBC í vest- urhluta Lundúnaborgar, og fylgd- ist hún grannt með daglegum störfum þeirra dagskrárgerðar- og fréttamanna, sem þættu hallir undir vinstristefnu. Einnig setti- deildin þá umsækjendur, sem taldir væru hafa samband við kommúnista, á svartan lista. Þingmenn stjórnarandstöðunn- ar hafa krafist þess, að stjórnin g^fi tafarlaust opinbera yfirlýs- ingu um málið. Fréttin í Observer birtist aðeins 11 dögum eftir að fréttamenn BBC gerðu sólarhringsverkfall til að mótmæla því, að stjórn stofnunar- innar ákvað að banna sýningu sjónvarpsþáttar um öfgamenn á Norður-lrlandi vegna þrýstings frá ríkisstjórninni. Bannið sætti. harðri gagnrýni þingmanna stjórnarandstöðunnar, blaðamanna og mannréttinda- hópa, sem sökuðu stjórn Marga- reth Thatcher um ritskoðun og ógnun við sjálfstæði BBC. Noregur: Annað banaslys í Tröllayeggnum (>»ló, 19. i|!Úst. Frá fréUviUrm Mbl. ANNAÐ banaslys hefur nú átt sér stað í Tröllaveggnum, sem svo er kallaður, þverhníptum, mörg hundruð metra háum hamravegg, sem mjög hefur freist- að fallhlífarstökkvara. Sænskur fallhlífarstökkvari lét þar líf sitt sl. sunnu- dagskvöld þegar fallhhTin hans opnaðist ekki nógu vel. ,GENGI GJALDMIÐLÁ London, 19. á|(Ú8L AF. LÍTIL breyting varð á gengi dollarans gagnvart helstu gjald- miðlum í dag, en gullverð hækk- aði. Við lok gjaldeyrisviðskipta í Tókýó kostaði dollarinn 236,50 japönsk yen, en á föstudag fengust 236,45 yen fyrir doll- arann. í London kostaði pund- ið 1,4010 dollara. Er það lækk- un frá því á föstudag, en þá fengust 1,4015 dollarar fyrir pundið. Gengi dollarans gagnvart öðrum gjaldmiðlum var sem hér segir: 2,7590 vestur-þýsk mörk (á föstudag: 2,7555), 2,2588 svissneskir frankar (2,2615), 8,4300 franskir frank- ar (8,4350), 3,1080 hollensk gyllini (3,1085), 1.851,00 ítölsk líra (1.848,50), og 1,3535 kan- adískir dollarar (1,3530). Gullúnsan kostaði 338,00 dollara i dag, en á föstudag 337,50 dollara. Sá, sem lét lífið, hét Jörgen Hákonsson, 19 ára gamall fallhlíf- arstökkvari frá Gautaborg í Sví- þjóð, en hann fór upp á fjallið ásámt þremur öðrum Svíum. Sá, sem fyrstur kastaði sér fram af fjallsegginni, kom niður heilu og höldnu en þegar hann var að koma niður lét Jörgen sig falla á eftir honum. Viðstaddir segja, að fall- hlífin hans hafi opnast en vind- strengur með fjallinu vöðlaði henni saman og kastaði Jörgen utan í hamarinn. Þar lenti hann á lítilli syllu en hrapaði af henni niður í urðina fyrir neðan. Vindar eru mjög varasamir við Tröllvegginn því að þótt kyrrt kunni að vera uppi á fjallinu er oft sterkur strengur með hamra- veggnum. Þetta er annað banaslysið við Tröllavegginn. í fyrra beið banda- rískur fallhlífarstökkvari bana þar með sama hætti og Svíinn nú og var hann þó margreyndur stökkvari og hafði áður stokkið niður Tröllavegginn. Þeir verða nú æ háværari, sem vilja banna mönnum að hætta þarna lífi sínu, en hingað til hafa stjórnvöld ekki viljað grípa í taumana. Þvegnar gallabuxur, flestar stæröir. Bómullar- buxur flestar stæröir, þrír litir. Bómullarjakkar, verö kr. 450.- Sængur, verð kr. 1.450.- Kven- peysur og blússur. Stutterma skyrtur. Lang- erma skyrtur. Leöurhanskar. Fingravettlingar. Nærbuxur kr. 65.- Íþróttasokkar kr. 69.- Herra- sokkar 4 litir, kr. 85.- íþróttaskór barna kr. 299.- Tréklossar kr. 815.- Síðar kvenskyrtur kr. 790.- Herra- og dömubolir, verð frá kr. 125.- Hljóm- plötur og kassettur frá kr. 49.- Háskólabolir frá kr. 395.- Bollar m/kökudisk kr. 149.- Vinnuljós kr. 890.- SPARAJAÞAÆ. Opiö mánud.—fimmtud. kl. 10—18. Föstud. kl. 10—19. Laugard. kl. 10—14. Ódýra hornið hefur opnaö aftur. Vöruloftið Sigtúni 3, sími 83075

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.