Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGUST 1985 15 SMÁSÖGUR STEFÁNS Bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Stephcn King: SKELETON CREW Útg.: Macdonald 1985 Stephen King er meistari smá- sögunnar með hryllings- eða ógn- arívafi. Hann er mikið lesinn í enskumælandi löndum og hefur verið líkt við ýmsa fyrirrennara sína sem hafa fengizt við að skrifa magnaðar sögur og meðal bóka hans eru The Shining, Firestarter og The Dead Zone. Sjálfur segir hjann um smásöguna: „Hún er eins og koss í myrkri... frá ókunnugum," en hún á að geta skilið eftir áhrif þrátt fyrir það — eða vegna þess. í Skeleton Crew eru rösklega tuttugu smásögur eftir King og langflestar þeirra en ekki allar hafa birzt áður í ýmsum ritum. Höfundur skrifar snöfurlegan formála sem er í skemmtilegum tón. Hann segir í niðurlagsorðum: „Ég ætla að leiða þig, lesandi, um nokkra dimma og dularfulla vegi. En ég held ég rati.“ Það má líka fullyrða að Stephen King ratar um þessa stigu, sem oft og einatt eru býsna vandfetaðir. Og þó svo að efnistök og söguefni bjóði upp á hinar dularfyllstu lausnir, er það að mínum dómi fyrst og fremst andrúmsloftið í sögunum sem ræður úrslitum. Þar tekst honum oft með miklum afbrigðum. Mrs. Todd’s Shortcut og The Mist, sem er fyrsta saga bókarinn- ar, eru dæmi um leikni Kings sem er til fyrirmyndar. En þó að ég hafi aldrei verið hneigð fyrir vis- indaskáldsagnalestur eða eitthvað í þeim dúr, reyndist það vera sag- an The Jaunt sem hafði einna mest áhrif á mig. Sagan hefst í New York á 24. öldinni. Oates- fjölskyldan er að leggja upp í ferð til Marz. Heimilisfaðirinn hefur unnið á Marz og margsinnis farið þá för, en konan og börnin tvö hafa ekki kynnzt þessu ferðalagi. Ferðalagið fer þannig fram að far- þegar til Marz safnast saman á Umferðarmiðstöðinni og er síðan einn af öðrum svæfður og sím- sendur til Marz. Þetta er sem sagt ekkert nýtt fyrirbrigði, en samt er ýmislegt sem ber að hafa í huga þegar maður er simsendur út í Stephen King geiminn. Meðan fjölskyldan bíður eftir að röðin komi að sér, skýrir Oates fyrir þeim aðdragandann og þróunina að Marzferðum sem hóf- ust fyrir nokkrum öldum, tveimur eða svo. Bersýnilega voru lengi gerðar tilraunir áður en farið var að símsenda fólk í heilum hópum. Framan af voru sakamenn og óþjóðalýður notaðir sem tilrauna- dýr og gekk á ýmsu. En nú hafa menn sem sagt á þessu góð tök; það er eitt skilyrða að menn verða að láta svæfa sig. Og svo vaknar Oates upp á Marz og sonur hans, tólf ára, sem var svo ákaf- lega eftirvæntingarfullur og lang- aði svo ólýsanlega til að vita hvað það fæli eiginlega í sér að þeytast um heiminn — og lái honum það náttúrlega enginn — hann hafði platað við svæfinguna og sofnaði ekki... Og lokakaflinn hlýtur að snerta mann, þó svo að manni finnist hann dálítið hryllilegur. Önnur saga sem mig langar til að nefna, ekki ýkja frumleg í sjálfu sér nú á tölvuöld, er World Processor of the Gods. Þar segir frá manni sem með eins konar heimagerðri tölvu, sem hann fær frá ungum látnum frænda sínum, getur eiginlega stjórnað heimin- um. Hann getur þurrkað fólk út, framkallað það aftur og vakið látna til lífs. Þetta er mikil bók og ekki alltaf auðlesin bæði vegna þess að efni Kings er stundum í flóknara lagi og stundum verður maður líka að gera hlé á og leggja hana frá sér og hvíla sig ... Opna bandaríska meistaramótið í skák: Sævar Bjarnason efstur íslendinga með 8V2 vinning Frá l*óri S. (.rondal, frétUriUra MorgunblaóNÍns a Miami, 17. ágúst. OPNA bandaríska meistarmót- inu í skák lauk í Hollywood í Flórída á fóstudagskvöld. Efstir og jafnir með 10 vinninga af 12 mögulegum voru Boris Spassky, Yasser Seirawan og Joel Benja- min. Næstir með 9Vi vinning hver urðu Robert Byrne, Sand- eep Joshi, Anatoly Dozorets og Eduardo Celorio. Efstur íslendinganna varð Sævar Bjarnason með 8M> vinning, Dan Hansson fékk 8 vinninga og Jóhann Þórir Jónsson fékk 7. Píanóleikarinn Þorsteinn Gauti Sigurðsson sem dvelur um þessar mundir í Flórída tók þátt í mótinu og fékk hann 5'/2 vinning. Nærri 500 keppendur víðs vegar að úr Bandarikjunum og frá öðrum löndum tóku þátt í þessu móti. JEnrijawMafoíifo Áskriftcirshninn er 83033 Urio! GÆÐI ÖRYGGI — GLÆSILEIKI ÍTÖLSK HÖNNUN — KLASSÍSK FEGURÐ VELDU AÐEINS ÞAÐ BESTA Nú aöeins vilhjíAlmssonhfMFj ! lAlT ■ ái~lil-|{ÉÉ’É^tHlf7 |__________ Smiöjuvegi 4, Kópavogi, simar 77200 — 77202. VACUUM - PÖKKUNARVÉLAR Litlar eöa stórar, eins hólfs eöa tveggja hólfa, m/tveimur lokum eöa veltitæki. Einnig fyrirliggjandi ýmsar stærðir og þykktir af vacuumpokum. Sérlega gagnsæir og níðsterkir Berið saman verö og gæði l*lnsl.os lil’ Bíldshöfða 10 símar 91-82655/671900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.