Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLíAÐIÐ, ÞRIÐJUDAiGORiaO. ÁGOST 1985 Rainbow Warrior-málið: Ólafnr Noregsltonungur ÓLafur Nor- egskonung- ur sjúkur Osló, 19. igúst Frá frétU riUra MorgunbUAsina. ÓLAFUR Noregskonungur er nú i ríkissjúkrahúsinu í Osló vegna sýk- ingar í öndunarfærum. Var skýrt frá því í tilkynningu frá konungsfjöl- skyldunni í gær, sunnudag. Ólafur konungur var fluttur á sjúkrahúsið sl. laugardag með nokkurn hita en nú er hann á batavegi og er búist við, að hann útskrifist eftir nokkra daga. Um páskana varð ólafur að fara á sjúkrahús af sömu sökum og var þar í viku í það sinn. ólafur Há- konarson varð 82 ára 2. júlí sl. Verður Hernu varnarmála- ráðherra að segja af sér? ZHrieh, 1». ígúM. Trá Önnu BjnrnndóUur, rrétUriUm MorgunbUðsiiui. FRANCOIS Mitterrand, Frakklandsforseti, fyrirskipaði franska hernum að stöðva öll skip og flugvélar á leið til kjarnorkuvopnatilraunasvæðis Frakka í Suður-Kyrrahafi á sunnudagskvöld. í tilkynningu frá forsetahöllinni sagði að Frakkar myndu halda kjarnorkutilraunum sínum áfram við Mururoa-kóral- rifið og þeir sem kæmu inn í land- eða lofthelgi þess í óleyfi yrðu handteknir með valdi. Greenpeace, eitt stærsta og besta skip grænfriðunga, lagði af stað til tilraunasvæðisins frá Hol- landi á sunnudag. David McTagg- art, forseti alþjóðlegu nátt- úruverndarsamtakanna, sagði að skipið myndi reyna að koma í veg fyrir tilraunir Frakka með aðstoð annarra minni skipa. Áhöfn þess mun einnig mæla geislavirkni í umhverfinu í Suður-Kyrrahafi. Síðustu neðanjarðarsprengingar Frakka, sem áttu sér stað í byrjun maí, eru taldar hafa verið óvenju kraftmiklar. Greenpeace er útbúiö sérstökum myndsenditækjum svo alheimur á að geta fylgst með bar- áttu þess við Frakka um gervi- hnött í lok september þegar kjarn- orkuvopnatilraunir þeirra hefjast á ný. Enginn vafi þykir lengur leika á því að franska leyniþjónustan undirbjó og skipulagði ferð þeirra sem nú eru sakaðir um að hafa komið sprengjum fyrir á Rainbow Warrior, skipi grænfriðunga, með þeim afleiðingum að skipið sökk og einn skipverji lést í Auck- lands-höfn í Nýja-Sjálandi 10. júlí sl. Skipið var að undirbúa ferð til Mururoa-kóralrifsins. Frönsku „hjónin", sem eru í gæsluvarðhaldi á Nýja-Sjálandi sökuð um morð og kalla sig Sophie-Claire og Alain-Jacques Turenge, eru starfsmenn frönsku ieyniþjónustunnar. Konan heitir réttu nafni Dominique Prieur og er gift brunaliðsmanni í París. Hún er höfuðsmaður í leyniþjón- ustunni og er þjálfaður fallhlíf- arstökkmaður og kafari. Ekki er vitað um rétt nafn mannsins sem með henni er. Hann er liðsforingi í leyniþjónustunni og sagöur starfa við sundskóla árásardeildar franska hersins á Korsíku. Al- þjóðleg handtökuvottorð hafa ver- ið gefin út á þrjá franska karl- menn sem einnig eru á mála hjá frönsku leyniþjónustunni. Þeir voru um borð i leigubátnum Ouvea sem lá skammt frá Rainbow Warrior í Aucklands-höfn áður en skipið sökk. Mennirnir og bátur- inn hafa horfið sporlaust. Konu að nafni Frederique Bonlieu er einnig leitað. Hún er líka sagður starfs- maður leyniþjónustunnar en vann um borð í Rainbow Warrior áður en skipið var sprengt. Síðast sást til hennar í Haifa í Israel. Fréttum og fullyrðingum franskra fjölmiðla um tengsl frönsku leyniþjónustunnar við málið hefur ekki verið neitað opinberlega. Niðurstöðu opinberr- ar rannsóknarnefndar, sem Mitt- errand lét skipa strax og sögu- sagnir fóru af stað, er að vænta í lok vikunnar. Formaður nefndar- innar, Bernard Tricot, gamall Gaullisti, var sérstaklega valinn til starfsins til að koma í veg fyrir grun og fullyrðingar um að Warr- ior-málið væri pólitískt felumál sósíalista. Andstæðingar stjórnarinnar hafa ekki gert þetta að pólitísku deilumáli. Dagblöð, eins og Le Monde og Liberation velta því hins vegar fyrir sér hvort Charles Hernu, varnarmálaráðherra og gamall náinn samstarfsmaður Mitterrands, geti haldið áfram í embætti, en leyniþjónustan fellur undir ráðuneyti hans. Hvort sem kemur í Ijós að hann hafi vitað um málið eða ekki þykir líklegt að hann verði að segja af sér. Hann verður að hætta ef hann hefur vit- að um það af því að málið hefur snúist upp í meiriháttar hneyksli og hann verður að hætta ef hann hefur ekki vitað af því af því að þá fylgist hann ekki nógu vel með því sem undirmenn hans í leyniþjón- ustunni aðhafast. Svipað er sagt um Pierre Lacoste, yfirmann leyniþjónustunnar. Margar kenningar hafa komið upp í sambandi við þetta mál en líklegast þykir að franska leyni- þjónustan hafi ákveðið að fylgjast með undirbúningi og athöfnum grænfriðunga í Suður-Kyrrahafi og starfsmenn hennar hafi gripið til eigin ráða sem æðstu yfirmenn höfðu ekki lagt blessun sína yfir. Sumir telja að hægri sinnuð öfl innan leyniþjónustunnar hafi vilj- að koma óorði á stjórn Mitter- rands og þess vegna hafi starfs- mennirnir skilið eftir svo mörg gögn sem beindu athygli rann- sóknarlögreglunnar í Nýja-Sjá- landi að Frakklandi. Aðrir telja að „svikari" hafi lekið áætlun frönsku leyniþjónustunnar í bresku leyniþjónustuna. Gúmmí- bátur, sem hjúin notuðu, var keyptur í London í þeim tilgangi að bendla bresku leyniþjónustuna við málið. En breska leyniþjónust- an fylgdist með hjúunum í London og varaði lögregluna í Nýja-Sjá- landi við komu þeirra til landsins þannig að það var fylgst með ferð- um þeirra þar. 300 manns drukknuðu í ferjuslysi IVking. 19. ápúiL AP. UM 300 manns drukknuðu er ferju, sem þéttsetin var farþegum, hvolfdi á sunnudag við að fólk þusti út í annað borðið til að horfa á handa- lögmál, að því er blað í Peking greindi frá í dag, mánudag. „Kvöldblaðið" í Peking sagði, að yfir 300 manns hefðu verið um borð og „aðeins nokkrir" komist af. Slysið átti sér stað á Songhua- ánni við borgina Harbin í Heil- ongjiang-héraði í Norðaustur- Kína. Þeir sem af komust, voru á efsta þilfari ferjunnar og gátu synt til lands, að sögn blaðsins. Algarve - Portúgal Gistirými okkar var gjörsamlega uppselt í feröinni 22. ágúst, en vegna forfalla eru nú aöeins 2 íbúöír lausar í 3 vikur með frábærri aöstööu á ódýrustu sólarströnd Evrópu á ótrúlega hagstæóu veröi. Golfferðin góða Einstakt tækifæri Lágt kynningarverð á nýjum gististaö kr. 19.900 í 3 vik- ur. Gildir aöeins fyrir 6 óseld sæti 22. ágúst Nýjung — Sértilboð Enn eru 6 sæti laus í beina leigu- fluginu til Portúgal 22. ágúst. Gestum boöiö flug og bíll í þessu fallega, forvitnilega og ótrúlega ódýra landi í 3 vikur fyrir aöeins 19.800 kr. Ath.: Lægra verö í september sem er einn besti mán- uður ársins í Portúgal. Nokkur sæti laus 12. september. 3. október — blá brottför. ódýrasta feröin og enn hásumar. Bestu golfvellir Evrópu. Vilamoura Golf Club D. Pedro Vilamoura Golf | Báp.- Course' Vale do Lobo Quinta do Lago Feröaskrifstofan ÚTSÝN Austurstrmti 17, símar 26611 — 23510 Akureyri, Ráðhústorgi 3, sími 25000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.