Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985 5 „Komst á tindinn á viljastyrknum og frekjunni“ — segir Helgi Benediktsson, sem kleif 7.273 metra hátt fjall í Pakistan „FJALLGANGAN var mjög erfið og ekki sú ganga sem maöur naut út í ystu æsar, en hún haföist á viljastyrknum og frekjunni," sagði Helgi Benediktsson í samtali við Morgunbíaðiö, en hann er nýkomin heim eftir að hafa klifið fjallið Diran í Pakistan, 7.273 metra hátt, og er það hæsta fjall sem íslenskur fjallgöngumaður hefur klifið til þessa. Leiðangurinn var breskur und- ir stjórn hins fræga fjallgöngu- manns Doug Scott, sem þekktur er sem alreyndur Himalayafari. Leiðangursmenn voru tuttugu, en aðeins fimm komust á tindinn. Hitabeltissjúkdómar hrjáðu leið- angursmenn og sagðist Helgi hafa lagst í magaveiki strax við komuna til höfuðborgar Pakist- ans og legið í vikutíma. „Leiðang- ursmenn fóru á undan mér en þegar ég var orðin hress náði ég þeim og við komum okkur upp búðum í 3.500 metra hæð. Við höfðum ekki ákveðið fyrirfram hvaða fjall yrði fyrir valinu, en við leituðum fyrir okkur, könnuð- um aðstæður víða og fórum að- lögunarferðir. Kom okkur mjög á óvart hversu vel aðlagaðir við vorum þunna loftinu þrátt fyrir að hafa ekki farið nema í 5.000 metra hæð áður í sama leiðangri. Það tók okkur tvo daga að ganga inn eftir löngum jökli að rótum fjallsins og þar tjölduðum við í 4.200 metra hæð. Frá þeim búðum hækkuðum við okkur um 1.500 metra á einum degi, sem er mjög mikil hækkun. Næsta dag fóru félagar mínir alla leið á tindinn, en ég var seinn fyrir og hvíldist í búðum austurrískra leiðangursmanna, sem voru búnir að reyna við tindinn í vikutíma, en aðeins þrír þeirra höfðu náð honum. Daginn eftir fór ég síðan Helgi Benediktsson er hann lagði af stað úr aðalbúðunum upp á við. upp á fimm og hálfum tíma, var um hálftíma að litast um í snjó- komunni, vindinum og skýjunum þarna uppi og hélt síðan niður á leið og fór niður í 5.800 metra hæð á sama degi. Nokkuð var- hugavert var að sér niður því ný- fallinn snjór var á tindinum, sem fór undir mannbroddana hjá mér og því erfitt að fóta sig.“ Helgi taldi að frostmark hefði verið í um 6.000 metra hæð. Súrefnið efst uppi var um einn þriðji af því sem það er yfir sjáv- armáli. „Ég mæddist mikið — svo mikið að ég sólbrann á tungunni." Helgi sagðist hafa byrjað 14 ára að klífa fjöll hér heima. Sautján ára fór hann í fyrsta sinn í Alp- ana og hefur farið þangað 10 sinnum síðan. Helgi sagðist vera í Hjálparsveit skáta og hafa fengið góða þjálfun þar. Tvö fiski- skip seldu erlendis TVÖ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn í Bretlandi í gær. Fengu þau þokka- legt verð fyrir hann. Einnig var nokk- uö af fiski selt úr gámum og var verð fyrir hann nokkuð mismunandi eftir gæðum. Runólfur SH seldi alls 138,9 lest- ir í Grimsby. Heildarverð var 5.708.700 krónur, meðalverð 41,10. Aflinn var að mestu þorskur. Vörð- ur ÞH seldi 62,4 lestir í Hull. Heiid- arverð var 2.271.700 krónur, meðal- verð 36,41. Alls verða um 500 lestir af fiski upp úr skipum héðan seldar í Hull og Grimsby þessa viku og um 480 lestir af fiski úr gámum. Dauft yfir loðnuveiði ENGIN loðnuveiði var um helgina og er heldur dauft yfir veiðinni eftir þokkalega byrjun um mánaðamótin. Nú eru 10 skip haidin til veiðanna í nágrenni Jan Mayen. Alls eru nú komnar um 10.000 lestir af loðnu á land, mest af fimm fyrstu skipunum, sem héldu til veiða. Loðnunni hefur hingað til aðeins verið landað á Raufarhöfn og Eskifirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.