Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 27 Morgunblaðið/Árni Sæberg im Svd. Ingólfs. látíð Ingólfs kaffisölu á meðan á hátíðinni stóð en henni lauk um kl. 17. Örlygur Hálfdanarson sagði að Ingólfshátíðin hefði tekist afskap- lega vel og veðrið eins og best hefði verið á kosið. Gat hann þess að upphaflega hefði verið ráðgert að halda Ingólfshátíðina mun fyrr á árinu, en forlögin hefðu tekið þar í taumana. Líklega hefðu vættir þær sem vísuðu land- námsmönnunum leiðina hingað talið fara betur á því að halda há- tíðina á 199. afmælisdegi Reykja- víkurborgar. Aðspurður sagði Örlygur að hugsanlega myndi Svd. Ingólfur gangast fyrir samskonar hátíð á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar að ári. órí, afhjúpar annaó nafnspjaldið á hin- >lfs, Jóni E. Bergsveinssyni, sem heitir ðstoðar er Kristján Magnússon, björg- já björgnnarsveitarmenn úr Svd. Ing- linni sést hvar Haraldur nælir merki í tri stendur ísak Viggósson og á milli Niðurstöður rannsókna á Surtsey í ágústbyrjun: FYRST eftir að Surtsey myndaöist 1963 fóru vísinda- menn oft á ári hverju í rann- sóknarleiðangra út í eyna. Hin síðari ár hafa siíkar ferð- ir þó aðeins verið farnar ann- að til þriðja hvert ár, enda breytingar hægari á eynni eftir því sem lengra líður frá gosi. I byrjun þessa mánaðar fóru sex jarövísindamenn af þremur þjóðernum og tveir líffræðingar í slíkan leiðang- ur út í Surtsey og könnuðu lífríkið og þær jarðfræðilegar breytingar sem eru að verða á eynni. Sveinn Jakobsson, jarðfræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun íslands, var einn leiðangurs- manna. Morgunblaðið hafði tal af honum á dögunum og spurði hann út í förina og niðurstöður rannsókna. „Við vorum alls átta sem fór- um þessa ferð“, sagði Sveinn. „Fjórir íslenskir jarðvísinda- menn, frá Náttúrufræðistofnun íslands og Orkustofnun og tveir erlendis vísindamenn að auki, frá Svíþjóð og Bandaríkjunum. Ásamt okkur í förinni voru tveir íslenskir líffræðingar, og dvöldu þeir í tvo sólarhringa en við hinir í fimm. Árið 1979 var boruð rannsókn- arborhola í Surtsey og síðan hafa farið þar fram hitamælingar með reglulegu millibili. Við mældum holuna í ferðinni og sýna mælingarnar hæga kólnun á eynni sem svarar u.þ.b. tæpri gráðu á ári. Mestur hiti í holunni mældist að þessu sinni 145 gráð- ur á celsius. Þó að eyjan sé þannig smám saman að kólna þá mældust 250 gráður á yfirborði hennar, rétt suður af stóra hraungígnum. Kom það okkur dálítið á óvart hve hitinn var mikill, því að nú eru liðin 20 ár síðan stóri gígur- inn gaus. Þetta gæti kannski gef- ið einhverja vísbendingu um það að hitinn í Heimaeyjarhrauninu í Vestmannaeyjum ætti að geta enst Vestmanneyingum töluvert áfram. Gosaskan sem upprunalega myndaðist hefur í gegnum árin verið að breytast í móberg og rannsökuðum við móbergssvæðið ítarlega. Hafa nú um 80% af allri gosösku ofansjávar breyst í hart móberg af völdum hita og raka. Einnig hugðum við að myndun jarðvegs og voru tekin um 100 yfirborðssýni víðsvegar um eyna, m.a. undir plöntum. Landmælingar íslands tóku loftmyndir af Surtsey 23. júlí sl. og með hjálp þessara mynda er fylgst með landmótun af völdum sjávar og vinda, en hún gerist mjög hratt. Undanfarin ár hefur horfið í sjó u.þ.b. einn hektari á ári. Surtsey var stærst í goslok, 1967, um 270 hektarar en er nú komin í tæpa 200 hektari, þannig að um 35% af upprunalegri stærð hafa horfið í sjóinn. Fljótlega eftir að Surtseyjar- gosinu lauk kom í ljós að eyjan er að síga. í ferðinni gerðum við nákvæmar hæðamælingar í þeim tilgangi að fylgjast með þvi hvernig eyjan sígur saman. Er sigið mest um miðbik eyjunnar og er talið að hún hafi sigið um þrjá til fjóra metra síðan 1967. Surtsey. Myndin var tekin af Landmælingum íslands í ágúst 1984. Eyjan er um 1450 m á breidd frá austri til vesturs. Sjómælingar íslands gerðu nýtt dýptarkort af svæðinu í kringum eyna í júní- og júlímán- uði sl. og kom þá ýmsilegt merki- legt í ljós. Við gosið 1963 mynd- uðust auk Surtseyjar tvær litlar eyjar, Jólnir og Syrtlingur, sem brotnuðu þó fljotlega niður. Með dýptarmælingunum nýju kom í ljós að hólarnir sem eftir standa á botninum eru sífellt að lækka eða um einn metra á ári. Þannig er dýpið niður á Jólnir nú orðið 37 metrar. Er hér líklegast um öldu- og straumrof að ræða,“ sagði Sveinn Jakobsson, jarð- fræðingur að lokum. Doktor Sturla Friðriksson var annar líffræðinganna í förinni út í Surtsey, en hann hefur frá upp- hafi hugað að lífi í eynni. Morg- unblaðið hafði tal af dr. Sturlu og innti hann eftir niðurstöðum rannsókna á lífinu í Surtsey. „Við fundum alls níu tegundir æðri plantna á eynni, þ.e. blóm- plantna, sem er svipaður fjöldi og við fundum í fyrra," sagði dr. Sturla. „Undanfarin ár hefur orðið mikil útbreiðsla á fjöruarfa og melgresi í eynni, sem leggja undir sig sandorpið hraunið. Mikil fræseta verður í ár hjá þessum plöntum og má búast við að á næstu árum verði mikil fjölgun af fjöruarfa, melgresi og blálilju. Þessar tegundir vaxa nú saman á sandinum og mynda fyrsta samfélag æðri plantna í Surtsey. Plönturnar þrjár eru strand- plöntur og því eðlilegt að þær séu frumherjar á eynni, en öðrum plöntutegundum hefur reynst landnámið heldur erfitt. Því stendur útbreiðsla annarra land- nema að mestu í stað. Þó hefur fundist einn nýr landnemi í ár sem er skriðlíngresi. Frá upphafi höfum við fundið um 20 tegundir æðri plantna vaxandi á eynni, en margar hafa týnt tölunni og nýj- ar vaxið í staðinn." Doktor Sturla kvað ýmsar fuglategundir hafa numið land á Surtsey í gegnum árin. „Teista, ryta, fýll og svartbakur verpa þar árlega. Svartbakurinn notar melhólana sem skjól en borgar fyrir sig með því að drita í hól- ana og bera þangað fiskúrgang sem rotnar og verður að áburði. Þannig hafa bæði fuglar og gróð- ur nokkurn hag af sambýlinu. Erlendir vísindamenn hafa mikinn áhuga á því að fylgjast með framvindu lífs í Surtsey og er hennar víða getið núorðið í vistfræðilegum ritum. Upp- græðsla og landnám plantna og dýra á auðnum jarðar s.s. Surts- ey, þykir mjög áhugavert rann- sóknarefni og til marks um það verður Surtsey m.a. til umræðu á alþjóðafundi gróðurfræðinga sem haldinn verður í Skotlandi í lok þessa mánaðar. Þá má geta þess að lokum að í september á næsta ári verður haldin ráð- stefna hér á landi um svipuð efni og þá verður landnám lífs í Surtsey og söndum og hraunum íslands til umræðu," sagði dr. Sturla Friðriksson. Eyjan kólnar nú um tæpa gráðu á ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.