Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIQ, ÞRIÐJUDAGUR 2Q./ÁQ0Sfr.l985
29
laga en 30% (almannatryggingar)
flytjist ekki. Önnur 8% fjárlaga
flytjum við, vegna hugsaða fyrir-
komulagsins, burt úr umsjá
menntamálaráðuneytis til fylkja
(ef um allt land risu), en frá
félagsmálaráðuneyti 5% og
eitthvað dýrari athafnir, sem
nemi 5,5%, úr höndum
samgangnaráðuneytis. Þar með er
komið í 26,5% fjárlagaútgjalda og
þori ég ekki að halda uppi vörn
fyrir stórar tilfærslur greiðslna,
sem núna viðkoma þeim ráðuneyt-
um, 8 að tölu, sem ég ekki hef
„skert", þar er aðeins rætt um
smásummur. Af 26,5 koma 15,9 í
hlut Reykjalands því það svarar
til 60% íslendinga. Mismunur á
því og 12,5 er 3,4. Af því mætti
ráða að Reykjaland vanti enn upp-
hæð, er svari til 3,4% fjárlaga, og
svo téðar „smásummur" í tilbót,
uns það nái reikningsjöfnun milli
skatttekna og gjalda. Þetta yrði að
nást inn með hærri aðstöðugjöld-
um og stundum með álagspró-
sentu á fyrrtalda skatta (helst á
eignir).
Kenning mín er að landsbyggð-
arfylkin (40% íslendinga) sjái þá
fyrst leiðir til stærðarhagræð-
ingar sinnar og amtastjórnsýslu
þegar Reykjaland hefur gerst
sjálfbjarga, a.m.k. gagnvart fjár-
veitinganefnd Alþingis. Réttmætt
tel ég að hin fylkin (og héruð,
vænti ég) þiggi mikla fjárlagastoð,
af sjóði óbeinna skatta í tilbót við
eigin skattstofna.
Sleppum þeirri málsfærslu hér.
f því framhjáhlaupi má þó vísa til
nærtækasta atriðis, skattþurrðar í
næsta kjördæmi við Reykjaland,
þ.e. austan Hellisheiðar. Skatt-
byrði þeirra Sunnlendinga 1985
nemur rúmum 526 milljónum
króna, á 20 þús. íbúa, sem eru
tólfti hluti þjóðar og víst með
samsvarandi þörf til hins opin-
bera fjár. Þetta fólk býr flest við
góðar bjargálnir en lítið er um há-
skattaða menn eða hina ríkustu
lögaðila, sem hópast hvar sem
straumur viðskiptaveltunnar við
útlönd rennur hratt. Prófum að
áttfalda (sbr. mannfjöldanmun)
þessar 526 milljóna tekjur; það
gerir 4,2 milljarða meðan álögð
gjöld Reykjalands nema 2,8 + 5,1 =
8,1 milljarði, sem ég bjóst líka við
að þurfa hækkun nokkra á. Próf-
unin, þar sem að vísu er gölluð
útkoma á fleiri en einn veg, otar
að manni þeirri hótun að sum
„fylki“ á landsbyggð yrðu ómagar
á fjárlögum, þyngri en þiggjendur
hefðu gott af. Þeir sem halda að
með valddreifingau spari menn fé,
án þess að gerast nískt afturhald,
þyrftu að kunna betur en ég að
reikna.
Frv. til sveitarstjórnarlaga (taf-
ið 1985, verður endurflutt) eykur
miðstýring í tveimur valdakjörn-
um, báðum í Reykjavik (= vald-
dreifing?). Annar er félagsmála-
ráðuneytið, hinn (í 9.—10. kafla
frv.) héraðsnefnd fyrir það, sem
heita skal Kjalarneshérað, með
þjóðmeirihlutann, 131 þúsund, inn-
anborðs. Þetta ósennilega „hér-
aðsheiti" á að taka yfir bæði
fjöldakjördæmin eftir að af þeim
hafi verið klipinn sá tæpur 10.
partur af íbúum þeirra, sem á
Suðurnesjum býr (umbrot þar,
sem miða að smækkun kjör-
dæma?). Sé það satt, sem ég rengi
ekki, að úr ríkishendi dragist þá
vald til einnar eða örfárra héraðs-
nefnda, þeirra einna, sem ráða
mættu yifir stórfé, neyðast þær
hinar sömu til að herja sér út, úr
Alþingi, talsvert aukið fram-
kvæmdavald svo fénu verði beitt
vel. Horfurnar á því kunna að vera
kveikja þess að greinarefni mitt
komst á blað.
III. Til fylkisins falli
útivistarsvæðin, háhiti
og Bláskógametnaður
Bláskógar eru það forna nafn,
sem hefur náð yfir Þingvallahrepp
og að auki skóglendið sem var
norðan á Hengilhálendi og austur
undir Dráttarhlíð. Svo þyrfti enn
að vera; með því eggjandi orði er
ekki mælt gegn annarri ræktun og
nýtingu hennar. Bláskógaheiði er
norðurleiðin frá því landsvæði,
teygist til Kaldadalsáttar. Ég
endurtek úr fyrrihluta að það að-
rennslissvið til allra bakka Þing-
vallavatns þarf að koma í Reykja-
land og veita næga vídd því
„amti“, sem þarf að temja sér nýja
landsfjórðungsvitund, sögustoltið,
heimkynnistilfinninguna til merk-
ustu bletta, sem stöðugt bera vitni
þeirri viðleitni, sem höfð var síðan
um 900 á suðvesturhorninu til að
halda hér uppi ríki dóms og laga.
Næstu tvær aldir eftir móðu-
harðindi gætti óhollrar þver-
spyrnu, sem kenndi: Þingvellir eða
Reykjavík, val milli þeirra þing-
staða og söguviðhorfa þurfum við
að gera, aðeins annar hvor má
eignast vald yfir hlýðni vorri og
hjartataugum (spurn um author-
ity & legitimacy). — Nú deyr sú
tvíræðni og spyrna. Alþingi verð-
ur stöðugt við Austurvöll, en kem-
ur á Þingvöll til hátíðabrigða,
gæti líka aukið nýjar sæmdir
þingstaðar (síðan um 900), sem
kom úr jörðu við Elliðavatn og
virðist hafa verið aðili að sömu
þingræðistilraun. Vegalengdir
hafa þegar bráðnað saman í það
að reynast bæjarleið ein. Innsigl-
un löggildingar helgast á þeim
skilaboðum til niðjanna, um allt
næsta árþúsundið, að Reykjaland
eigi, rétt við hjartastað á sér, flest
jarteikn Alþingissögunnar, þetta
verður ísmeygilegra uppeldisatriði
fyrir þjóðmeirihlutann en flestir
halda. Og keppnina gegn ýmsu
öðru symbólsku er sundrar þarf að
vinna. Eigi víkja sagði sá, sem kaus
þingstað í Reykjavík, hataði
þverspyrnu sveitavalds gegn
henni.
Það væri út í hött að svara því
hér hvaða vegsemd þurfi að veita
Suðurlandsfylki, ef eða þegar það
ris, og mótmælir þá að sjálfsögðu
þeim Alþingisvilja, þegar meiri-
hluti þar (og stjórnarskrá) flytti
Þingvallalægðina, ásamt meiru, á
ný inn í Ingólfslandnámið i vald-
sterkara fylkið. Einhver lausn,
þekk hvorumtveggja, finnst á því.
Nefnum heldur afdrifasmærra
vafamál. Það að Þingvallasveitin
(ögn stækkuð) færist yfir í Kjós-
arsýslu hentar vel. Nú hefur hún
aðeins 54 íbúa (og er Grafnings-
hreppur, þar sem kvenkyn nær að-
eins tölunni 22, miklu líklegri til
skammlífis). Sameining Þing-
vallasveitar við Kjósarhrepp er
tæk en óvinsæl hugdetta. Einn
möguleiki, smár, til að verja sveit-
ina fyrir hreppafækkunarforkólf-
um væri að þeir örfáu ræktunar-
hómanytjendur, sem lengi munu
sitja á Olfusvatni og grannbæ(-
jum) norðan á Henglinum, yrðu
látnir telja þá afmörkuðu bú-
hólma til Þingvallasveitar og þeir
bæti upp mannval hennar svo hún
sé fær um aðild sína í fylkiskerfi.
Vörn fyrir svona smáfrávik frá
nátturulegri hreppsafmörkun er
varla verk mitt.
Mér finnst 1985 vera tilvalið ár
til að stinga upp á að austasta tot-
an á lögsagnarumdæmi Reykja-
víkur eftir 1999 verði Stein-
grímsstöð í Dráttarhlíð og
væntanlegt brúarstæði fast við
upptök Sogsins, en Ölfus leggi
undir sig Grafningshrepp upp
fyrir Villingavatnstún. í sama dúr
skýt ég fram umdeilanlegri hug-
mynd um austur- og norðurmörk
Reykjalands: Þau taki stefnuna
frá Villingavatni til sjávar um
Hlíðarvatn hinnar óbyggðu aust-
urtotu á Selvogshreppi. Línan
lægi um Geitafell, Litla Meitil, en
milli hans og Súlufells hjá bænum
Króki yrði hún krókóttari vegna
togs um háhitaréttindi. Ný Þing-
vallasveitarmörk frá Sogsupptök-
um skyldu þræða Driftina og
Reyðarbarm eða sem næst sjón-
hendingu frá Villingavatni i suð-
urhorn Hlöðufells, en beygi úr
nyrðra fjallshorni þess norðvestur
hjá Sköflungi. Norðurgafl fylkis
yrði Línuvegurinn nýi þaðan frá á
borgfirskan Uxahryggjaveg og
Kaldadalsleiðina, kæmi sem
skemmst frá hrygg þar sem vatna-
skil (og pestarvarnagirðing afrétt-
ar) deila löndum milli Grímsár (=
Reyðarvatns) og Þingvalla.
Þjóðtrúarhelgað nafn á þeim
vesturspotta línuvegar, sem nær
frá Sköflungi langleiðina vestur
úr, er Skessubásavegur, heitinn
eftir skemmtilegum hraunmynd-
unum dimmuborgakyns. En ör- r
blásnar mjög eru grenndir vegar-
ins; „enda skal ég úti liggja, engin
vættur grandar mér“, kvað þarna
skáldið sem í sama kvæði gerði
okkur ljóst að aldrei verður fólk-
vangur kringum þingstöðina heill
nema framhliðar Hlöðufells (1188
m) og Skjaldbreiðar (1060 m) séu í
honum, ásamt kennsludæmum
þeirrar eldvirknifjölbreytni sem
önnur jafnþröng svæði jarðar
kváðu hvergi komast jafnfætis
við. Stækkun þjóðgarðs sjálfs er
mál, sem varðar ekki grein mína,
er við hitt bundin að geirnegla
höfuðstaðinn djúpt inn í megin-
land og dýpra inn í örnefnum
greypta landssöguna. '
30. júlí 1985.
„Reksturinn hefur
gengið framar vonumu
— segir Albert Arnarson, veitingamaöur í Bakkanum á Húsavík
BAKKINN er nýr veitingastaður
sem opnaður var á Húsavík í
byrjun júní og eru eigendurnir
tveir ungir Húsvíkingar, Albert
Arnarson og Leifur Grímsson.
Bakkinn er í sextíu ára gömlu
húsi við aðalgötuna, Garðars-
braut, en þeir félagar gerðu hús-
næðið upp.
„Þegar húsið var til sölu
buðum við i það, eins og marg-
ir aðrir, og vorum það heppnir
að eiga hæsta tilboðið. Þegar
við fengum húsið, 1. febrúar,
vorum við alls ekkert vissir
um hvað við vildum gera við
staðinn, svo við hugsuðum
málið í tvo og hálfan mánuð
og fórum þá í breytingarnar af
fullum krafti. Reksturinn hef-
ur gengið framar öllum vonum
það sem af er sumri, en ekki er
hægt að spá um framtíð stað-
Albert Arnarson á nýja veitingahúsinu, Bakkanum.
arins. Veturinn verður að
skera úr því,“ sagði Albert
Arnarson,í samtali við Morg-
unblaðið.
„í fyrstu ætluðum við að
opna bjórkrá hér. Við hringd-
um suður og könnuðum málið,
en okkur þótti of dýrt að ráð-
ast í þær breytingar sem gera
þurfti til að uppfylla skilyrðin
svo að sá draumur dó i fæð-
ingu. Við hefðum þurft að
opna veitingastað með lærðum
kokki og þjóni auk þess að
hafa sturtu fyrir starfsfólkið,
en ekki var nægilegt rými
fyrir sturtuklefa. Hinsvegar
höfum við hugsað okkur að
sækja um léttvínsleyfi ef
reksturinn gengur vel í vetur.
Þá myndum við fá bjórlíkið og
léttu vínin, en ekki sterk vín.
Ég er að vonast til að það eigi
frekar upp á pallborðið hjá
þeim sem ráða þessum mál-
um.“
Albert vinnur fullt starf í
gjaldeyrisdeild Landsbankans
á Húsavík auk þess sem hann
sér um rekstur kvikmynda-
hússins ásamt tveimur öðrum.
„Bíóið gengur ekki nógu vel —
allir eru komnir með mynd-
bandstæki," sagði Albert.
UNDRAHEIMUR AUSTURLANDA OPNAST FARÞEGUM OKKAR
í THAILANDSFERÐINNI í ÓKTÓBER.
Viö heimsækjum ævintýraborgina Bankok,einhverja
stórkostlegustu feróamannaborg Asíu. — Síöan
verður dvaliö í tvær vikur á hinni víöfrægu
Pattayaströnd sem jafnan er talin besta ströndin I
allri Aslu, og hægt verður aö taka þátt í áhugaveröum
skoöunarferöum þaöan.
Fararstjóri verður Ólafur Guðbrandsson,
sem bjó um tima i Thailandi.
Látiö drauminn rætast!
Missiö ekki af þessu
einstaka tækifæri.
Látiö skrá ykkur strax!
UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFUNNI I SÍMA 297 40 OG 62 17 40
^rjpTe
LAUGAVEGI
erra
28, 101 REYKJAV