Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985 Aldarminning: Þorsteinn M. Jónsson Þorsteinn Metúsalem Jónsson lifði mestu breytingatíma sem gengið hafa yfir íslenska þjóð. Hann var fæddur á harðindaskeiði seint á 19. öld og alinn upp í lág- reistum torfbæ; en þegar hann andaðist í hárri elli hafði ný tækni fært þjóð hans björg í bú og glæsi- leg húsakynni. í bernsku hans bjuggu íslendingar við þröngsýna erlenda stjórn, en þegar hann hvarf af þessum heimi var ísland löngu orðið frjálst og fullvalda ríki. Kröpp kjör mótuðu hann á ungum aldri, en sjálfur átti hann hlut að framsókn þjóðar sinnar til sjálfsforræðis, bættra lífskjara og fjölbreyttrar menningar. Þorsteinn M. Jónsson og jafn- aldrar hans hafa stundum verið nefndir „aldamótamenn", af því að þeir komu til starfa á morgni nýrrar aldar. Þeir voru kallaðir fram með herhvöt Hannesar Haf- steins: Sú kemur tið er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga. Aldamótamennirnir hlutu að brjótast áfram, af eigin rammleik, ef þeir vildu menntast og auðgast og bæta land sitt og þjóð. Ef þeir fengu nokkra tilsögn, þá námu þeir á fáum vetrum meira nám en unglingar gera nú í níu ára skyldunámi. Þeir efldust við áreynsluna eins og allir sannir erfiðismenn og íþróttamenn, og svo þrekmiklir gerðust þeir að síð- an bognuðu þeir aldrei hversu mjög svo á móti blés. En þessi harði unglingaskóli var þó ekki með öllu annmarkalaus. „Ég helc) að ég hafi orðið verri maður af þvi að ég var svo fátækur í æsku,“ heyrði ég föður minn segja einu sinni á efri árum sínum. Ekki vil ég halda því fram að hann hafi sagt þetta satt; en hitt er víst að aldamótamenn voru að sumu leyti ólíkir okkur yngri mönnum, börn- um sínum og barnabörnum, sem fengið hafa allt upp í hendurnar að kalla má. 1 okkar augum eru þeir einarðir menn, stefnufastir og ráð-ríkir. Og það var Þorsteinn M. Jónsson, hann var í sannleika stefnufastur og ráðríkur: Svo megum sjá sér ryðja tálmunum frá menn þá er miklu afkasta. En í þá daga voru menn líka „svo gæfusamir að eiga hugsjón- ir,“ eins og einhver yngri maður hefur komist að orði. í sálu Þor- steins brann hugsjóna-eldurinn til hinstu stundar — eldur félags- hyggju, samvinnustefnu, bindind- ishreyfingar og frelsisbaráttu. í elli sinni horfði hann fúslega um öxl, gladdist við minningar og rifj- aði þær upp til fróðleiks yngri mönnum. En aldrei var hann með sýting yfir ósigrum eða nöldur í Blómastofa fíiðfinm Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiö öll kvöld tll kl. 22,- elnnlg um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. garð gamalla andstæðinga, í mesta lagi að hann henti að þeim góðlátlegt gaman. Hann stóð föst- um fótum í íslenskri fortíð, í ver- öld fornsagna og þjóðsagna, en hann horfði fram — út — upp. Hann var fæddur á Útnyrðings- stöðum á Völlum 20. ágúst 1885. Faðir hans var Jón Ólason bónda ísleifssonar á Útnyrðingsstöðum, en móðir Viðborg Þorsteinsdóttir Mikaelssonar skálds frá Mjóanesi. { bókinni Faðir minn sem út kom 1950 hefur Þorsteinn lýst uppvaxt- arárum föður síns á Útnyrðings- stöðum, hvernig hann var látinn vaka yfir túni á vorin, 7 eða 8 vetra, og mátti ganga berfættur þegar áfall var svo að hann bleytti ekki plögg sín. Honum var kennt að lesa, en aðra tilsögn fékk hann enga. Þó lærði hann að skrifa af sjálfsdáðum, bjó sér til blek úr sóti og skar penna úr hrafnsfjöð- ur. Dönsku lærði hann að skilja á bók án nokkurrar tilsagnar eins og fleiri greind íslensk ungmenni I þá daga. í þessum þætti er Þor- steinn öðrum þræði að segja sögu sína sjálfs, enda voru þeir feðgar fæddir og upp aldir á sama bæ og höfðu fyrir augum hinn sama fagra fjallahring og kjarri vöxnu flesiur. „I engu vildi hann vamm sitt vita“ nefnir Þorsteinn þennan minningaþátt um föður sinn. En sumt varð þó ólíkt með þess- um tveimur austfirsku feðgum, enda skildi það á milli að Þor- steinn þroskaðist á nýrri öld. Fað- irinn sætti sig við hlutskipti bónd- ans og vildi hafa bóklestur og brauðstrit í réttu mundangshófi, en sonurinn stefndi „upp yfir fjöll- in háu“. Hugur hans hneigðist snemma eindregið að lestri og lærdómi. Þegar Jón Ólason fékk í fyrsta sinn að fara í kaupstað keypti hann sér klaufhamar fyrir upptíninginn sinn, enda gerðist hann síðar hinn mesti hagleiks- maður; en fyrir sinn ullartíning keypti Þorsteinn sér bók í fyrstu kaupstaðarferðinni. Þegar heim kom vitnaðist um bókina, og reyndi faðir hans þá að sýna hon- um fram á að sá yrði aldrei ríkur sem eyddi peningum sínum í bæk- ur. „En þrátt fyrir predikanir föð- ur míns héldu bókakaup mín áfram, en hann komst að þeim þegar hann bað mig að lána sér eitthvað að lesa,“ bætir Þorsteinn við. Bókasöfnun hans var var líka sprottin af biturri reynslu: hann þekkti hvað það var að hafa enga ólesna bók að gripa til þegar tómstundir gáfust frá heimilis- vinnunni. íslendingasögurnar voru þá og jafnan síðar eftirlæti hans, en hann kveið þeim degi er hann væri búinn að læra þær utanbókar og gæti því ekki notið þeirra lengur. í hinni lágreistu baðstofu sem faðir hans hafði byggt varð til vísirinn að hinu mikla bókasafni hans, einhverju stærsta bókasafni sem nokkru sinni hefur verið í eigu einstaks manns hér á landi. Það er því vel við hæfi að Þorsteinn hafði í bók- amerki sínu mynd af gamla bæn- um á Útnyrðingsstöðum. Átján vetra gamall réðst Þor- steinn til náms í Möðruvallaskóla, sem þá var nýfluttur til Akureyr- ar eftir húsbruna á Möðruvöllum, og stundaði þar nám í tvö ár svo sem reglur skólans mæltu fyrir. Hópurinn sem útskrifaðist vorið 1905 var ekki stór, aðeins 12 nem- endur, en flestir þeirra urðu síðar þjóðkunnir menn. Næstu árin stundaði Þorsteinn kennslu á Seyðisfirði og Akureyri og tók þá einnig að gefa sig að félagsmálum. Hann var einn af stofnendum fyrsta ungmennafélagsins á ís- landi, Ungmennafélags Akureyr- ar, árið 1906, og siðan beitti hann sér fyrir stofnun hins fyrsta ung- mennafélags í átthögum sínum fyrir austan. Um sömu mundir gekk hann í Góðtemplararegluna og var einlægur stuðningsmaður hennar alla ævi, skeleggur boðberi bindindis og hófsemdar, ekki síst í kennslustörfum sínum. Að loknu námi á Akureyri fýsti hann að halda áfram á náms- brautinni, helst að sigla til út- landa og nema sagnfræði. En fá- tæktin vængstýfði þá von. Hins vegar hélt hann til Reykjavíkur haustið 1908, févana með öllu, og settist í efsta bekk hins unga Kennaraskóla og lauk þaðan prófi vorið 1909. Um haustið eftir, þann 26. október, gekk hann að eiga átján vetra stúlku, fríða og gáf- aða, Sigurjónu Jakobsdóttur frá Básum í Grímsey, og reistu þau bú á Bakkagerði í Borgarfirði eystra. Þau bjuggu saman í nær 67 ár, uns dauðinn skildi leiðir um sinn. Þeim varð 11 barna auðið, níu komust til fullorðins ára og lifa öll enn á hundrað ára afmæli föður síns. Auk þess ólu þau upp tvö barna- börn, og er allur þessi ættbálkur mikill og myndarlegur. Framan af árum var sem vænta má margt í heimili og gestkvæmt mjög sam- fara umsvifum Þorsteins og rausnarskap. Og þá var ekki alltaf um það spurt hvernig á stæði hjá húsfreyju. En hafi Þorsteinn á stundum gert miklar kröfur til konu sinnar, þá vissi hann líka að hún var honum samhuga í stór- mennsku og hjálpfýsi. Hann kunni vel að meta gáfur hennar og treysti dómgreind hennar betur en flestra annarra. Hún mun hafa lesið handrit flestra bóka sem hann tók til útgáfu og verið með í ráðum um val þeirra. Oft örvaði Sigurjóna bónda sinn til að kaupa bækur sem voru heldur í dýrara lagi. Hún vissi að hann þurfti slíkrar hvatningar við, því að hann hafði hvorttveggja til að bera: hyggindi í fjármálum og ást til bókanna. Enn er Sigurjóna ung í anda og ásjónu, þótt komin sé nokkuð á tíræðis aldur og fætur teknir að stirðna. Minni hennar virðist óbilandi, og er ljúft yngra fólki að hlýða á frásagnir frá margbreyttu lífi hennar og fræð- ast um liðna tíð. Fyrir tveimur ár- um ritaði Gylfi Gröndal minn- ingabók hennar og gaf út á prent. Heiti bókarinnar eitt sér lýsir þessari bjartsýnu aldamótakonu: Björtu hliðarnar nefnist bókin sú. í Borgarfirði stofnaði Þorsteinn unglingaskóla við komu sína 1909, og árið eftir tók hann jafnframt við stjórn barnaskólans. Veitti hann báðum skólunum forstöðu og kenndi við þá til 1919. Jafnframt rak hann búskap og útgerð um skeið, og þau hjónin efidu marg- víslegt félagslíf á Borgarfirði. Á Þorstein hlóðust trúnaðarstörf fyrir hrepp og sýslu, og þar kom að hann var kjörinn alþingismað- ur Norðmýlinga haustið 1916, rúmlega þrítugur að aldri; og tveimur árum seinna var hann fenginn til að stjórna nýstofnuðu kaupfélagi á Borgarfirði. Öllum þessum umsvifum fylgdi mikil risna og kostnaður, og jafn- framt fór barnahópurinn stækk- andi. Þar kom að Þorsteini þótti þröngt um sig á Borarfirði, og vildi leita annarrar atvinnu og umhverfis sem byði fleiri úrræði. Árið 1921 fluttist hann með fjöl- skyldu sína til Akureyrar og gerð- ist kennari við barnaskólann þar í bæ. Jafnframt kennslunni hafði hann margvisleg umsvif önnur. Hann var, sem fyrr segir, alþing- ismaður frá 1916, en hélt þing- mennskunni aðeins til 1923 — því miður, hafa margir sagt. Hann rak öðru hverju búskap í nágrenni Akureyrar, fyrst í Skjaldarvík í tvö ár og síðan á Svalbarði í fimm ár, 1934—39. Árið 1923 keypti hann bókaverslun á Akureyri og rak hana til 1935. Mest var þó um það vert að árið 1924 hóf hann sjálfstæða bókaútgáfu og rak hana um áratuga skeið, allt fram á elliár. Árið 1929 veiktist Þorsteinn af illkynjaðri meinsemd í hálsi. Hann sigldi til Kaupmannahafnar að leita sér lækninga, og voru bæði raddbönd hans numin brott. En þegar heim var komið tók sjúkdómurinn sig upp aftur, og munu fáir hafa hugað honum líf. En kjarkurinn og bjartsýnin brugðust honum ekki fremur en endranær. Hann dreif sig aftur til Hafnar, var skorinn upp tvívegis og beittur geislum á Finsensstofn- uninni. Og sigurinn vannst, hann kom heim albata árið 1931. Hinn snjalla danska lækni sem skar hann upp kallaði hann með réttu lífgjafa sinn og hélt tryggð við hann meðan báðir lifðu. Þorsteinn þótti þegar í skóla mikill mælsku- og ræðumaður og héldu nú flestir að því væri lokið þegar röddin var brostin. En hann sté yfir þennan þröskuld eins og aðra. Honum tókst að þjálfa talfæri sín svo vel að hvísl hans heyrðist greinilega, jafnvel yfir stóra samkomusali. Flestar sínar kunnu ræður hélt hann eftir að hann hafði misst sjálft hljóðfæri raddarinnar. Árið 1935 hvarf Þorsteinn frá barnaskólanum og gerðist skóla- stjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar. Skólinn var þá aðeins fimm ára gamall og hafði átt erfitt upp- dráttar, enda var slíkt ekki eins- dæmi um íslenskar menntastofn- anir á þessum krepputímum. En með tilkomu Þorsteins skipti brátt um, og skólinn tók að eflast jafnt og þétt. Þá skorti hann húsnæði, og er svo sagt að Þorsteinn hafi iátið kjósa sig í bæjarstjórn Akur- eyrar 1942 til að geta byggt yfir skólann sinn. Það gekk hvort- tveggja greiðlega. Eftir eitt ár var tekið að kenna í hluta hússins, og þrem árum síðar stóð það albúið, eitt hið myndarlegasta gagn- fræðahús á landinu á þeim tíma. En Þorsteinn losnaði ekki úr bæj- arstjórninni úr því að hann var þangað kominn. Hann sat þar til 1956, er hann var fluttur í annan landsfjórðung, og var forseti bæj- arstjórnar óslitið frá 1944. Gagnfræðaskólanum stýrði Þorsteinn uns hann hlaut að láta af embætti fyrir aldurs sakir 1955. Þá skiptu þau hjónin enn um að- setur og fluttust til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu síðan. Enn naut Þorsteinn tróðrar heilsu í mörg ár. Varði hann þá tímanum til ritstarfa, til að sinna útgáfunni og þó einkum til að auka og bæta hið mikla bókasafn sitt, sem átti hug hans allan á síðustu árunum. Þá var líkaminn nokkuð tekinn að hrörna, en andlegir kraftar hans héldust nálega óskertir til hinstu stundar. Hann andaðist á Vífils- stöðum 17. mars 1976, sjö mánuð- um betur en níræður. Margt og maklegt hefur verið um Þorstein skrifað, bæði fyrr og síöar. Þá hefur mönnum orðið starsýnt á hin furðulegu afköst hans, og eins á hitt hve þjóðleg verk hans hafa verið — og þjóð- inni nytsamleg. Hann var „tvíefld- ur að viljastyrk og afköstum," seg- ir Gísli Jónsson í bókinni 1918. „Starfsævi Þorsteins hefir verið svo margþætt að undrum sætir, og má með sanni segja að hver þáttur ævistarfsins hefði nægt hverjum meðal manni," segir Jakob Jóns- son í afmælisgrein um hann nír- æðan. Og Davíð skáld Stefánsson mælti í ræðu við brottför Þor- steins frá Akureyri: „Ég hef minnst hans örlítið sem kennara, skólastjóra, fræðimanns, rithöf- undar, ritstjóra, bókaútgefanda en auk þess hefur hann verið bóksali, bóndi, alþingismaður, forseti bæj- arstjórnar, sáttasemjari í kaup- deilum, verið í ótal félögum og nefndum sem ég kann ekki að nefna, og setið óteljandi fundi. Hvernig fer einn og sami maður að anna öllum þessum ósköpum? Þarf hann aldrei að hvílast? Aldr- ei að sofa? Ég freistast til að halda að hér hafi verið að verki margra manna maki, og vel mætti þjóð vor eignast aðra slíka at- hafnamenn." Margt stuðlaði að þessum frá- bæru afköstum Þorsteins. Hann var að eðlisfari skarpgreindur og minnugur, í senn fljótvirkur og vandvirkur. Reikningsmaður var hann ágætur og þjálfaður í þeirri íþrótt af ævilangri iðkun. Hann gat leikið sér að því að gera tvennt eða jafnvel þrennt í senn: færa reikningsbækur skóla eða fyrir- tækis, ræða við gesti af óskiptum áhuga — og jafnvel hlusta á út- varpið um leið. Hann var algjör bindindismaður á tóbak og áfengi. Hann vann langan vinnudag og lifði langa ævi. Og hann átti frá- bæra eiginkonu sem skóp honum friðsælt og farsælt heimili og átti beinan þátt í mörgum þeim verk- um sem honum voru einum eignuð opinberlega. Meðal æviverka hans má hik- laust telja fyrst starf kennara og skólastjóra. Hann var fyrst menn- ingarberi í litlu plássi I átthögum sínum austan lands, en síðan stýrði hann stórum skóla í höfuð- stað Norðurlands. „Einu sinni varð ég skólastjóranum samferða spölkorn upp gilið, er hann var á leið í kennslustund,“ segir Davíð skáld í fyrrnefndri ræðu. „Hann var léttur á sér og fagnandi og kvaðst hlakka til hverrar kennslu- stundar ... Þeim sem ganga til starfs með slíku hugarfari hlýtur að verða mikið ágengt. En það grunaði mig að hann hefði í þess- ari kennslustund ætlað að fræða nemendur sína um fornar hetjur og önnur stórmenni sögunnar." „Þó að Þorsteinn léti sér annt um ytri kjör skólans, búnað og starfsaðstöðu, var honum ekki minna kappsmál að styrkja inn- viðina, skólastarfið sjálft, skóla- andann, skólabraginn," segir Sverrir Pálsson samkennari hans og síðar skólastjóri Gagnfræða- skólans. „Hann rækti alltaf af fullkomnum trúnaði hið tvíþætta hlutverk skólans, fræðslu og upp- eldi, og honum var ljóst að hvor- ugt mátti vanta. Áhrif hans sjálfs á kennara og nemendur voru mik- il, og hollur andi fylgdi honum hvarvetna. Skyldurækni, reglu- semi og hófsemi voru þær höfuð- dyggðir, sem hann brýndi fyrir öðrum með fordæmi sínu og í skólaræðum sínum, sem voiu orðnar margar og um margvísleg efni, því að árum saman hafði hann erindaflutning fastan lið á stundaskrá og sá ýmist um hann sjálfur eða fékk aðra, kennara eða gesti, til að flytja nemendum talað orð. Efnið sótti hann á mörg mið, svo sem í íslenskar fornsögur eða Legsteinar Ymsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14 sími 54034 222 Hafnarfjörður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.