Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985
19
Hvað með
karlmennina?
Karnivalhátíð í Tenerife í febrúarmánuði.
anna sem þekja innri hluta eyjar-
innar. Á veitingastað einum við
hraunstraum er hægt að fá nauta-
steik lagaða yfir hraunglóð. Mér
fannst hún frekar þurr, en hvað
um það, maður fékk þó hraun-
steikta nautasteik og það er ekki á
hverjum degi sem það býðst.
Einn merkasti sonur eyjarinnar
er arkitektinn Cesar Manrique.
Cesar hannar byggingar sínar
með tilliti til náttúrunnar. Hann
grefur þær í hraundranga, hann
lyftir þeim upp í gjótur og dregur
þær í gegnum urð og grjót. Öll
hans vinna er samofin óskum og
útliti náttúrunnar og er unun að
fylgjast með því sem hann hefur
unnið. Af því meir stílfærða sem
hann hefur gert er sundlaugar-
svæðið í Puerto de la Cruz á Tene-
rife. Sjálfur byr Cesar í gíg einum
á Lanzarote. Ibúð hans er um 400
fermetra stór öll niðri í gígnum, f.
loftbólu einni sem myndaðist í
hrauninu. Cesar er arkitekt að
mínu skapi og varð ég fyrir mikl-
um áhrifum af honum er ég dvaldi
á Lanzarote um mánaðartíma
fyrir nokkru. Loksins er farið að
bera á þjóðlegum náttúruarkitekt-
úr á tslandi, en nýlega kom fram
tillaga um skipulag fræðsiumið-
stöðvar á Þingvöllum sem var at-
hyglisverð. Fyrir átta árum stakk
ég upp á hugmynd að skipulagi við
Gullfoss sem ég taldi athygli vert
og var það í anda Cesar Manrique
frá Lanzarote, hugsað út frá nátt-
úrunni.
Ég hef komið til ýmissa landa
og alltaf ber ég þau saman við ís-
land. Lanzarote-eyjan er Ísland í
smækkaðri mynd plús gott veður.
Hraunhverir og aska, en sólskin
og rólegt yfirbragð að auki. Heim-
sækið Lanzarote við næsta tæki-
færi.
Flugið frá Lanzarote til Tene-
rife tók 45 mínútur, en bátsferðin
12 kiukkutíma með stoppum á
Gran Canaría, Fuerteventura og
var ólíkt skemmtilegri. Sannköll-
uð ms. Esju strandferðastemmn-
ing sem margir kannast við á fs-
landi, lítil strandferðaskip og
persónuleg.
Fuerteventura
Fuerteventura er aðeins minni
að flatarmáli en Tenerife og liggur
næst við Lanzarote, sendin eyja
með hálendishrygg eftir endi-
langri eyjunni. Höfuðborgin hét
til skamms tíma Puerto Cabras
eða Geitahöfn, en í dag heitir
borgin því glæsilega nafni Puerto
Rosario. Ekki eru nú margar rós-
irnar þar að sjá en því fleiri her-
menn úr útlendinga- og Sahara-
hersveit Spánar. En þegar Spán-
verjar gáfu frá sér Spænsku Sa-
hara 1975 voru hersveitirnar sem
þar voru staðsettar, fluttar yfir á
Fuerteventura ásamt tilheyrandi
hafurtaski. Allir hermennirnir og
hið afríska yfirbragð gefur eyj-
unni skáldsagnarblæ sem er bæði
heillandi og fráhrindandi. Beztu
baðstrendur á öllum Kanaríeyjun-
um eru á Fuerteventura. Upp-
bygging hótela er að hefjast, en
ennþá er hægt að ganga kílómetra
eftir kílómetra á strönd án þess að
rekast á annan ferðamann. Fuert-
eventura gæti þýtt land hins
sterka vinds og er það vissulega
rétt, þvi stundum blæs upp hvirf-
ilbylgjahrina á heitum söndum
Afríku sem leysist upp í marga
smærri vindstróka sem nefndir
eru „sciroccos" og þyrlast þeir inn
yfir eyjuna. Eyjan er þurr, vatn
saltmengað og því hefur orðið að
grafa marga og mikla brunna. Við
alla brunna eru vindmyllur sem
knýja dælurnar, hundruðir
vindmylla. Það er fróð-
legt að fara um eyjuna í fjóra til
fimm daga, en það er eitthvað
órólegt í loftinu, einhver harka
sem umhverfið skapar og var ég
eiginlega feginn þegar dvölinni
þar lauk og flogið var til Tenerife
á nýjan leik.
Tenerife
Eyjan Tenerife er stærst allra
Kanaríeyjanna og liggur fyrir
norðvestan Gran Canaria. Eyjan
er um 2.100 ferkílómetrar að
stærð og þríhyrnd í laginu. Á
þremur til fjórum klukkutímum
er hægt að aka í kringum eyjuna
og á tveimur tímum er hægt að
aka af jafnsléttu og frumskógi
með tilheyrandi pálmatrjám beint
upp í um 2.300 metra hæð og jafn-
vel sitja fastur í snjóskafli. Vilj-
irðu enn hærra þá tekur við
svifbraut sem flytur þig upp í
3.500 metra hæð á hæsta fja.ll
Spánverja, Teide. Frá enda braut-
arinnar er um hálftíma gangur
síðustu 200 metrana á toppinn.
Loft er þar afar þunnt og mæðast
menn fljótt. f 3.717 metra hæð á
þessu fjalli er íslenzkur fáni sem
ég kom þar fyrir á sínum tíma.
Geysifallegt útsýni er yfir Tener-
ife og sézt til allra Kanaríeyjanna
af tindinum. Höfuðborg eyjarinn-
ar er Santa Cruz, en það var þar
sem Nelson flotaforingi missti
handlegginn í orrustu forðum
daga. Aðal ferðamannaborgin er
Puerto de la Cruz. Það er ein fal-
legast staðsetta borg í heimi, stað-
setningin minnir reyndar nokkuð
á Vevey í Sviss þar sem hún stend-
ur við Genfarvatn.
Puerto de la Cruz eða Krosshöfn
er borg er sífellt breytist því þang-
að vilja allir komast að vetri og
ávallt er skortur á hótelrými og
mikið byggt. Sem betur fer er ver-
ið að byggja upp Playa Las Amer-
icas á suðurhluta eyjarinnar og
tekur það töluverðan fjölda af
ferðamannastraumnum sem ella
myndi kaffæra gömlu góðu borg-
ina Puerto de la Cruz. I Puerto er
allt sem hugurinn girnist, veit-
ingastaðir við allra hæfi, geysi-
stórt sundlaugarsvæði með gjós-
andi vatnshverum. Sundlaugar-
svæðið hannaði arkitektinn Cesar
Manrique frá Lanzarote, sem
minnst var á hér áður í greininni
og er það meistarastykki. Undir
sundlaugarsvæðinu er dansstaður
um það bil helmingi stærri en
stærsta danshús íslendinga og eru
þar flamenco-sýningar á hverju
kvöldi, en borðað fyrir utan að
degi til. Frá Puerto er hægt að
fara í ótal skoðunarferðir um
næstu borgir og þorp og er verð á
öllu um það bil þriðjungur af því
sem við þekkjum hér á verðbólgu-
landinu. Óskaplega margt er hægt
að skrifa um allar Kanaríeyjarnar
og mun ég gera þeim nánari skil
síðar en þessi grein mun ef til vill
opna augu margra fyrir ýmsum
þeim feröamöguleikum sem Kan-
aríeyjarnar, eyjar hins eilífa vors
bjóða upp á.
Höíundur er blaðaíulltrúi hjá
Menningarstofnun Bandaríkjanna.
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Sören K. Barsöe: Mandegruppen
Útg. Gyldendal 1985
Staða konunnar í nútímaþjóðfé-
lagi, kúgun kvenna, misrétti gagn-
vart konum — allt eru þetta for-
vitnileg rannsóknarefni og margir
orðið til að skrifa um málin út frá
sjónarmiðum konunnar. Reyndar
karlmannsins í nokkrum mæli, en
ég hef ekki lengi lesið bók sem
tekur jafn kröftuglega á málum
karla í „kvennaheimi" og bók Sör-
en Barsöe. Þó er ekki ástæða til að
setja út broddana: bókina er öld-
ungis óþarfi að túlka sem árás á
hvorki einn né neinn, allra sízt
konur. En það er ágætt að lesa bók
sem segir okkur hliðar karl-
mannsins, hvað hefur eiginlega
orðið um hann í þessum nýja
heimi. Hver er staða karlmanns-
ins í nútímaþjóðfélagi? Væri
kannski ráð að huga að því. Bók
Barsöe er í sjálfu sér innlegg í þær
umræður og er þó hvergi verið að
prédika.
Sören K. Barsöe er rúmlega
hálffertugur að aldri og er magist-
er í dönsku og sögu. Hann hefur
fengizt við kennslu i sinum grein-
um. Fyrsta bók hans kom út árið
1980, en sú sem hvað mesta at-
hygli mun hafa vakið er „Knækk-
ede Noveller“ árið 1984.
^njyK. .1 ,b
tf I •
Sören Barsöe
Barsöe hefur góð tök á þeirri
hugmynd sem hann leggur af stað
með í upphafi ferðar. Hann segir
engan endanlegan sannleika í
þessari bók og það er þakkarvert.
Hann hefur augsýnilega sjálfur
reynslu að baki sem kemur fram í
bókinni |>ótt hófsamlega sé með
allt farið.
Bestu kaupin eru hjá okkur!
Hjá okkur fáiö þiö original pústkerfi í allar geröir
MAZDA bíla. Viö veitum 20% afslátt ef keypt eru heil
kerfi meö festingum. Kaupiö eingöngu
EKTA MAZDA pústkerfi
eins og framleiöandinn mœlir meö
— þau passa í bílinn.
BÍLABORG HF.
Smiðshöfða 23. S. 81265