Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985 Indland: Kosningar boð- aðar í Punjab Nýju Delhí, 19. ágúst. AP. ^ ALKÍKISSTJÓRNIN á Indlandi hefur ákveðid, að kosningar skuli fara fram í 1‘unjab-ríki 22. september nk. Greinir menn á um hvort þessi ákvörðun sé skynsamleg og óttast margir, að kosningarnar kunni að ýu undir frekari ólgu í ríkinu. í kosningunum verður kosið um 117 þingsæti á þinginu í Punjab og Lögðu hald á 676 kg af kókaíni Mexíkóborg, 19. ágúst. MEXÍKÖNSK yfirvöld hafa lagt hald á 676 kg af kókaíni að verð- mæti allt að 191 milljón dollara, en efnið átti að fara til Bandaríkjanna. Aldrei hefur jafnmikið af kókaíni verið gert upptækt í einu í Mexíkó. Fréttastofan Notimex kvað hóp sérhæfðra lögreglumanna frá Int- erpol hafa lagt hald á efnið á laug- ardag eftir að hafa stöðvað flutn- ingabifreið skammt frá landa- mærunum að Kaliforníu. í framhaldi af þessari aðgerð gerðu hermenn atlögu að af- skekktum búgarði í norðvestur- hluta Durango-fylkis og lögðu hald á 10 tonn af marijuana. Efnið hafði verið þurrkað og því pakkað í umbúðir og sýnilega ætlað fyrir Bandaríkjamarkað, að sögn heryf- irvalda. í fréttatilkynningu hersins, sem gefin var út á laugardagskvöld, sagði, að tveir menn hefðu verið handteknir vegna málsins, en hvorki var sagt frá því, hvenær áhlaupið var gert né nánar greint frá atvikum. Veöur víöa um heim Uogst Hsnt Akurayri 10 rignmg Amstardam 22 36 haiöskirt Aþena 32 léttskýjaA Barcakma 28 Mttakýjað Bartin 13 21 skýjaA Brllaaal 10 23 skýjaA Chicago 21 25 heiðskírt Dubtin 11 19 •kýjað Fanayiar 25 heiðskírt Franklurt 11 21 skýjað Ganl 9 24 haiðskirt Hctnnfci 7 24 haiðskirt Hong Kong 28 33 hatöskirt JerÚMtom 18 28 heiðskirt Kaupmannah. 14 18 skýjað Las Palmas 25 ióttskýjað Lissabon 17 28 heiöskirt London 16 20 rigning Los Angetes 19 28 skýjaðt Lúxomborg 21 akýjað Malaga vantar Mallofca 30 heiðskirt Miami 27 32 skýjað Montreal 15 24 heiöakírt Moskva 18 29 heiðskirt Naw Yorfc 20 26 skýjað Osló 14 25 akýjað París 17 24 tkýjað Peking 20 28 haiðskírt Reykfavík 13 rigning Rió de Janeiro 14 34 skýjað Rómaborg 21 30 heiðakirt Stokkhólmur 15 22 skýjað Sidney 9 17 rigning Tókýó 27 31 heiðskirt Vínartoorg 12 19 rigning Þórshöfn 12 rigníng um 13 sæti á þjóðþinginu í Nýju Delhí. Einn helsti leiðtogi hófsamra sikha í Punjab réð Gandhi forsætis- ráðherra mjög frá því að boða til kosninga fyrr en kyrrt væri orðið t rikinu og það sama gerðu allir tals- menn stjórnarandstöðunnar á Ind- landi. Sagði sikhaleiðtoginn, Har- chand Singh Lonowal, forystumaður í hófsömum armi Akali Dal, stjórn- málaflokki sikha, að mikil hætta væri á, að hryðjuverkamenn létu aftur til sín taka ef kosningar væru haldnar nú. AP/Símamynd Örvilnuð hjón leita skjóls eftir bílasprengjuna í hverfi Múhameðstrúarmanna í Beirút í dag. Maðurinn heldur á kornabarni þeirra hjóna í fanginu. Sprengingin reyndist vera hefndaraðgerð kristinna eftir að bflasprengja sprakk fyrir utan verslunarhús í kristna hluta borgarinnar á laugardag. Múhameðstrúarmenn og kristnir sprengja á víxl í Beirút: „Þetta var helvíti líkast“ — sagði sjónarvottur að blóðbaðinu á laugardag BeiruC 19. ágúfiL AP. KTÓRMARKAÐURINN Melki í einu úthverfa kristna hluta Beirút breyttist í eldhaf þegar bílasprengja sprakk á laugardag. Talið er að 55 manns hafi farist og 120 særst í sprengingunni. Fjöldi fólks, aðallega konur og börn, var staddur í markaðnum að kaupa nýlenduvörur til helgarinn- ar þegar sprengjan sprakk. Karlmenn, konur og börn staul- uðust blóðrisa út úr reykhafinu og neituðu að trúa því sem gerðist. Þau voru heppin: Fjöldi manns brann upp til agna í eldinum. Eldtungurnar teygðu sig út úr markaðnum og bílastæðið framan við hann stóð í björtu báli. Minnst fimmtíu bílar á stæðinu sprungu í loft upp er eldur komst í eldsneytisgeyma þeirra og elds- neytið skvettist út um allt og magnaði bálið. Kraftur sprengingarinnar var slíkur að fimm gangandi vegfar- endur sem áttu leið framhjá hóf- ust á loft og þeyttust 300 metra vegalengd. Það tók björgunarsveitir og sjúkrabíla þrjá stundarfjórðunga að koma til björgunar, slík var umferðin út úr borginni. Björgunarmenn ruddust inn í eldhafið til að bjarga fólki sem var lokað inni í verslunarhúsinu. Japanir skjóta á loft gervihnetti Tókýó, 19. igúst AP. JAPANSKA vísinda- og geimferða- stofnunin skaut í dag, mánudag, á loft gervihnetti, sem gera á mikil- vægar athuganir í marsmánuði næst- komandi á vatnsefnishjúpi Halley-halastjörnunnar, að sögn embættismanna stofnunarinnar. Hnettinum var skotið á loft með þriggja þrepa MU-3S-eldflaug kl. 8.33 að staðartíma (sunnudag kl. 23.00 að ísl. tíma) frá Kago- shima-geimrannsóknastöðinni i Kyushu. Hnötturinn hét upphaflega „Stjarna A“, en var skírður upp og nefndur „Halastjarna", er hann kom út fyrir aðdráttarsvið jarðar um 491 sekúndu eftir flugtak. Upplýsingar frá „Halastjörnu" og „Fyrirrennara", sem skotið var upp í janúarmánuði, munu bætast við þá vitneskju, sem hnettir frá Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Evrópsku geimferðastofnun- inni munu afla um Halley-hala- stjörnuna. Um borð í „Fyrirrennara" er myndavél sem skynjar útfjólublá geisla og á með henni að safna upplýsingum um áhrif Halley- halastjörnunnar á svokallaða sól- vinda. Halastjarnan fer umhvcrfis sólu á 76 ára fresti, síðast árið 1910. Björgunarmennirnir komu rauð- eygir úr reykjarkófinu með brennda og óþekkjanlega líkami á málmbörum. Margir misstu útlimi, aðrir voru svo illa brenndir að þeir voru óþekkjanlegir og sagði einn sjón- arvotta að þetta hefði verið helvíti líkast. Forsætisráðherra Líbanon sagði tilræðismennina vera óargadýr og sjaldan hefur sprengiárás vakið jafn mikinn viðbjóð í Beirút, bæði meðal Múhameðstrúarmanna og kristinna. Linnulitlar sprengingar og átök voru í Beirút um helgina og í dag sprungu tvær bílasprengjur. „Fjöldamorð, fjöldamorð," æpti kona viti sínu fjær af skelfingu er hún kom hiaupandi niður Aljazar götu gegnum biksvart kæfandi reykjarkófið eftir að bílasprengja sprakk fyrir utan skyndibitastað í múslimahverfi Beirút á hádegi í dag að staðartíma. Flokkur sem kallar sig svörtu herdeildirnar kveðst hafa komið sprengjunum fyrir til að hefna dauða þeirra sem fórust þegar bílasprengjurnar sprungu í kristna hluta Beirút á miðvikudag og laugardag. Fyrri sprengjan sem sprakk í dag eyðilagði fjölbýlishús í Karak- ol, íbúðarhverfi drúsa, og kviknaði í fjölda bifreiða sem áttu leið eftir götunni. Að minnsta kosti einn maður brann lifandi í bifreið sinni fyrir framan skelfd bjargarlaus vitni. Ritskoða tékknesk yfirvöld ræður sovézkra leiðtoga? V ínarhorg, 19. ágúsL AP. TÉKKNESKI hópurinn, sem kenndur er við mannréttindayfirlýsingu mennta- manna frá 1977, segir í yfirlýsingu, að (ékknesk yfirvöld hafi upp á síðkastið ritskoðað ræAur sovézkra leiAtoga áAur en þær hafa birzt á prenti í Tékkóslóv- akíu. Segir mannréttindahópurinn, að tékkneskir valdamenn séu slíkir harðlínumenn að þeim líki ekki Mikhail S. Gorbachev, leiðtogi sov- ézka kommúnistaflokksins. Hann sé miklu frjálslegri en forverar sínir. í kjölfar innrásarinnar í Tékkó- slóvakíu 1968 og í tíð Leonids Brezhnevs urðu Tékkar einhverjir mestu bandamenn Sovétmanna. Mannréttindahópurinn elur hins vegar einhverja von í brjósti um breytingar. Hvetur hópurinn Sov- étmenn til þess að sýna friðarvilja í verki með því að fækka í herjum sínum í Tékkóslóvakíu. Slík ráðstöf- un mundi auka á virðingu Tékka fyrir Moskvustjórninni og ætti að liðka fyrir vígbúnaöartakmörkun og afvopnun, og stuöla að friðsamlegri sambúö Varsjárbandalagsins og NATO. Mannréttindahópurinn var stofn- aður 1977 í kjölfar HelSinkiráð- stefnunnar 1975. Samtökin beina oft og iðulega spjótum sínum að tékkn- eskum yfirvöldum, sem þau saka um brot á tékkneskum lögum og al- þjóðasáttmálum um mannréttindi. Japanska flugslysið: Farþegi skrifaði skilaboð til fjölskyldu sinnar Tokýó, 19. ífisL AP. AÐEINS nokkrum mínútum áður en breiðþota japanska flugfélagsins JAL hrapaði í miðhluta Japans í síðustu viku, hripaði einn farþeginn niður hugsanir sínar í vasabók þegar hann beið dauða síns að sögn fjölskyldu hans. Hinn 52 ára gamli Hirotsugo Kawaguchi hóf að skrifa skila- boðin, sem stíluð voru á uppkom- in börn hans þrjú, meðan flestir farþeganna voru að leita að súr- efnisgrímum og björgunarvest- um í vélinni. Hófust þau á þess- um orðum: „Verið góð við hvert annað, og verið móður ykkar að liði.“ Síðan sagði hann: „Ég er mjög sorgmæddur, enda er ég viss um að ég eigi ekki eftir að lifa af slysið — þó veit ég ekki af hverju." Eins og kunnugt er komust aðeins fjórir farþegar lífs af í slysinu, en Kawaguchi var meðal þeirra sem fórust. Eftir að Kawaguchi gerði sér grein fyrir því að flugvélin hafði verið stjórnlaus í fimm mínútur skrifaði hann: „Ég vil ekki stíga framar í flugvél, Guð hjálpi mér.“ Sérfræðingar segja að lýsing Kawaguchi á því hvað gerðist f flugvélinni eftir að flugmennirn- ir misstu stjórn á henni hafi reynst mjög mikilvæg við rann- sókn málsins. Þar segir Kawag- uchi m.a. að mikill reykur hafi myndast í vélinni, og telur hann að sprenging hafi orðið í farþegarými. Eftir það hafi flugvélin byrjað að hrapa: „Hvað mun nú gerast?", spurði hann. Síðan sagði hann: „Tsuyoshi, sonur minn, ég treysti á þig.“ Hann beindi svo orðum sínum að konu sinni og sagði: „Þetta er voðalegt. Bless. Sinntu börnun- um eins vel og þú getur.“ Kawag- uchi sagði að klukkan hefði verið hálf sjö þegar flugstjórinn til- kynnti í hátalarakerfi vélarinn- ar að hann hefði ekki lengur stjórn á henni Þá hefðu heyrst miklar drunur í þotunni og hún misst hæð. Alls skrifaði Kawaguchi 17 málsgreinar og hljóðaði hin síð- asta svo:„ Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þess kost að lifa hamingjusömu lífi fram að þessu.“ Skilaboðin voru skrifuð í vasa- bók, sem sýnd var í japanska sjónvarpinu, en stundum var skriftin næstum ólæsileg. Sonur Kawaguchi, kvaðst hafa símað skilalwð föður síns til fjölskyldu sinnar þegar hann mætti á slysstaðinn, sem er bratt fjall- lendi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.