Morgunblaðið - 20.08.1985, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 20.08.1985, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985 Kynningarfundur Hafrannsóknar: Agreiningur um hvalarannsóknir Hafrannsóknastofnun hélt kynn- ingarfund á fostudag á hvalarann- sóknum og fyrirhuguðum veiðum ís- lendinga í vísindaskyni vegna þeirra. Flutt voru átta erindi um rannsóknirnar og var ýmsum full- trúum frá samtökum sem fjalla um lífríki hér á landi boðið til fundarins. Jóhann Sigurjónsson skýrði út rannsóknaráætlun Hafrannsókna- stofnunar í byrjun fundarins og sagði jafnframt að menn væru ekki á eitt sáttir um hvað rann- sóknirnar í raun þýddu. „Veruleg úttekt verður gerð á stofnunum. Rannsóknaráætlunin tekur til þriggja ára og eru markmiðin að afla aukinnar vitneskju um eftir- farandi rannsóknarsvið: líffræði nytjahvalanna, líffræði friðaðra hvalategunda, samband afla og sóknar, hvalmerkingar, radíó- merkingar hvala, hvalatalningar, ljósmyndun hvala, hvali í vistkerfi íslenska hafsvæðisins og reiknilík- ön af hvalastofnum." Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunnar, sem jafn- framt var fundarstjóri sagði að markmiðið með fundinum hefði fyrst og fremst verið að kynna fyrirhugaðar rannsóknir fyrlr ís- lendingum, en fundinn sátu marg- ir útlendingar, m.a. Roger Payne sem er heimsþekktur vísindamað- ur í hvalarannsóknum. Er fjórum erindum var lokið og komið var að kaffihlé bað Payne um orðið. Hann sagðist ekki geta beðið um- ræðna vegna brottfarar sinnar úr landinu og hefði hann aðeins sex mínútur til umráða. Hann sagði að nær væri fyrir íslendinga að stunda rannsóknir sínar á hvölum án þess að drepa þá. Til dæmis væri hægt að nota metralangar sprautur til að ná sýnum úr dýr- unum og sleppa þeim siðan laus- um aftur. Þá kvartaði Payne, ásamt öðrum útlendingum, sáran yfir því að ekki væri allt þýtt sem fram fór á íslensku, en þeir sem erindin fluttu sömdu stutt ágrip á ensku sem þeir fluttu með ásamt íslensku útgáfunni. í umræðum kom fram sú spurn- ing hvort ekki væri hægt að rann- saka sjórekna hvali. ölafur Jens- son, yfirlæknir Blóðbankans, svar- aði því til að gæði sýnanna hefðu þá minnkað verulega. Varðveisla þeirra er grundvallaratriði og verða gæðin mjög lítil strax nokkrum tímum eftir að hvalur- inn drepst. Því er mikilvægt að ná sýnunum strax við skipshlið. Ann- ar vandi við sjórekna hvali er sá að þeir eru yfirleitt sjúkir ein- staklingar. Ólafur Andrésson, einn fundar- manna, sagði að merkingarnar væru mjög mikilvægar, en hann efaðist um ágæti aðferðarinnar sem notuð yrði. „Hvalir haga sér þannig að erfitt er að meta stofnstærð þeirra. Líklega verður ekki hægt að merkja nema 2—5% þeirra hvala sem eru innan veiði- svæðisins og því held ég að aðferð- in sé gagnslaus í að meta stofn- stærðina. Líkanasmíðin sem notuð í FRÉTT i Morgunblaðinu þann 17. ágúst sl. um viðauka þann sem Sverrir Hermannsson iðnaðarráð- herra hefur nýlega gert við nám- uleyfi til Kísiliðjunnar hf., sem tryggir Verkefnisstjórn Mývatns- rannsókna fjármagn til rann- sókna á dýralífi og gróðri í Mý- vatni og við Mývatn, er kafli sem er samantekt blaðamanns á þeirri atburðarás sem gerir viðaukann fréttnæman, en er þannig settur upp í frásögninni að lesandinn gæti talið hann tilheyra frétt iðn- aðarráðuneytisins. Biðst blaðið velvirðingar á þeirri ónákvæmni. t frétt iðnaðarráðuneytisins segir orðrétt: „Með viðauka þessum er enn gengið til móts við fyrri athuga- semdir Náttúruverndarráðs. Með vísan til þess og ennfremur þess, að iðnaðarráðherra hefir tekíð boði ráðsins um tilnefningu á full- trúa í ráðgjafarnefnd um rann- sóknir á áhrifum kísilgúrnámsins á lífríki Mývatns, er þess fastlega vænzt að aðilar setji niður deilur ___________________________33_ verður við að áætla stofnstærðina er líka mjög óraunhæf. Það getur munað tugum prósenta hvaða stærð gefur okkur hámarksaf- rakstur. Bandaríkjamenn, ásamt öðrum þjóðum, hafa nú hannað fullkomin tæki til að fylgjast með kafbátum og því ættu þeir alveg eins að geta hannað tæki til að fylgjast með hvölum." Snorri Baldursson, fulltrúi Líf- fræðistofnunnar, sagðist litla trú hafa á því að vísindarannsóknirn- ar næðu markmiði sínu. „Skyndi- lega fylltust stjórnvöld þessum mikla rannsóknaráhuga, en markmiðið á bak við það er ekkert annað en að halda hvalstöðinni gangandi á meðan á hvalveiði- banninu stendur. Hvalveiðar í „visindayfirskyni" eru siðlausar _ og svartur blettur á landinu sem erfitt verður að afmá,“ sagði Snorri. sínar og hefjist sameiginlega handa um hinar mikilsverðu rann- sóknir. Er þess í sama máta vænzt að Náttúruverndarráð skipi full- trúa í Verkefnisstjórn Mývatns- rannsókna á vegum Iðnaðarráðu- neytisins er skipuð er skv. námu- leyfinu. Með viðauka þessum hefir iðn- aðarráðherra tryggt Verkefnis- stjórninni fjármagn til rannsókna á áhrifum starfsemi Kisiliðjunnar á lífríki Mývatns. Rennur andvirði tveggja Bandaríkjadala fyrir hverja smálest af fullunnum vör- um verksmiðjunnar til rannsókna undir stjórn Verkefnisstjórnar- innar. f því falli að rannsóknir færi heim sanninn um aö ekki sé óhætt að starfrækja verksmiðjuna hefir iðnaðarráðherra ákveðið að skipa nefnd til að gera athugun á og til- lögur um ný atvinnu einkum iðn- aðarfæri, svo séð verði fyrir af- komu íbúa við Mývatn, sem fram- færi sitt hafa af starfrækslu Kísil- iðjunnar." Frá fundi Hafrannsóknarstofnunnar þegar kynntar voru fyrirhugaðar hvaiveiðar í vísindaskyni. Leiðrétting: * Onákvæmni í frásögn | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Verkamaöur óskast í fóöurverksmiöju okkar í Sundahöfn. Nánari upplýsingar hjá verkstjóra í síma 81907. Mjólkurfélag Reykjavíkur. Kennarar Okkur vantar kennara aö Stóru-Vogaskóla í Vogum fyrir næsta skólaár, meöal kennslu- greina tungumálakennsla. Upplýsingar veita Hreiöar Guðmundsson í síma 92-6520 og Einar Ólafsson skólastjóri í síma 92-6600. Hótelstörf Starfsfólk óskast til almennra hótelstarfa á Hótel Borgarnes frá 1. september. Upplýsingar gefa hótelstjórar í símum 93-7119 og 93-7719. Starfskraftur óskast til framtíöarstarfa frá 1. september nk. Fjölbreytt og skemmtilegt starf. Góö vélritun- arkunnátta nauösynleg. Kunnátta í ensku og einu noröurlandamáli æskileg. Skriflegar umsóknir leggist inn í pósthólf 1191, 121 Reykjavík fyrir 24. ágúst nk. Auglýsingastofa óskar eftir hugmyndaríkum, ábyrgum og skemmtilegum starfskrafti til textagerðar og almennrar skrifstofuvinnu. Ef þú leitar aö tilbreytingaríku starfi og upp- fyllir eftirfarandi skilyrði, þá hafðu samband. 1. Aö þú sért vel menntaöur í íslensku og hafir góöa tilfinningu fyrir málinu. 2. Hafir undirstööuþekkingu í almennum skrifstofustörfum. 3. Sért sjálfstæður í hugsun og getir axlað ábyrgö. Vinnutími eftir nánara samkomulagi. Um tímabundiö starf getur verið aö ræöa. Umsóknum skal skilaö á augl.deild Mbl. fyrir 22. þessa mánaöar merkt: „A — 3692“. Heimilisaðstoð Barngóö og áreiðanleg eldri kona óskast til aö gæta 6 ára drengs og sjá um heimilisstörf 8-13 virka daga frá 1. sept. Upplýsingar í síma 81812. Ráðskona óskast á mjög fámennt heimili í Reykjavík. Uppl. um nafn, heimilisfang og símanúmer sendist augl.deild Mbl. merkt: „Ráöskona — 8147“ sem fyrst. Sólarland hf. frá 1. sept. nk. vantar okkur starfsstúlkur (vaktavinna), leikfimi- og eöa jassballettkenn- ara og nuddara. Nöfn og nánari uppl. leggist inn á augl.deild Mbl. fyrir 26.8.85 merkt „S-8024“. Tónmennta- skóli Reykjavíkur Argonsuöa Okkur vantar fleiri menn í verksmiöjuna í Hafnarfirði. Um er aö ræða smíði úr ryðfríu stáli. Upplýsingar gefur framleiðslustjóri Háteigs- vegi 7. Hf. Ofnasmiöjan. Háteigsvegi 7. óskar eftir aö ráöa skólaritara frá og meö 1. september 1985. Um framtíðarstarf getur veriö aö ræöa. Verksviö: Almenn skrifstofustörf, þ.m.t. gjald- kerastörf, vélritun, skýrslugerö, launaútreikn- ingar og fleira. Góö vélritunar- og íslensku- kunnátta áskilin. Eiginhandar umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist til Tónmenntaskóla Reykjavíkur, pósthólf 5171, 125 Reykjavík, fyrir 28. ágúst nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.