Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGIJR 20. ÁGÚST 1985 Fulltrúi verðlaunahafanna ásamt borgarstjóra og fulltrúa Umhverfismálaráðs. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Láland, fegursta gata í Reykjavfk 1985. MFMACNSVin’A K'fKJAViKUR ...........;;;;; ■MiiiifMminm .............. Höggmyndagarður Einars Jónssonar. „Nýmótun garðsins er gott dæmi um umhverfi sem auðgar mannlíf í Reykjavík. Vel heppnað framtak, sem þegar hefur sannað ágæti sitt með mikilli aðsókn.“ IBM Skaftahlíð 24. „Fær viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi við fyrir- tæki sitt, þar sem m.a. hefur verið komið fyrir lýsingu og bekkjum." Láland, fegursta gata Reykjavíkur 1985 — sjö stofnanir og fyrirtæki verðlaunuð fyrir góða umgengni LÁLAND í Fossvogi er fegursta gata Reykjavíkur árið 1985. f greinargerð dómnefndar um valið segir meðal annars: „Að þessu sinni var leit að fegurstu götunni erfiðari en oft áður, . en að vandlega athuguðu máli vor- um við sammála um að tilnefna Lá- land, sem er einbýlishúsagata neðst í Fossvogsdal. sem fegurstu götu Reykjavíkur 1985.“ Viðurkenningin fyrir fegurstu göt- una var að venju afhent við hátíð- lega athöfn í Höfða á afmælisdegi Reykjavíkur hinn 18. ágúst. Auk verðlauna fyrir fegurstu götuna fengu eftirtalin sjö fyrirtæki og stofnanir viðurkenningar fyrir snyrtimennsku og góða umgengni: Rafmagpsveita Reykjavíkur, Kirkju- garðar ReykjavíkurprófastsdæmLs, Verslunin ('ompany Laugavegi 42, Höggmyndagarður við Listasafn Kinars Jónssonar, Kauði kross ís- lands Nóatúni 21, IBM Skaftahlíð 24 og húseignin Borgartúni 17. Sigurður Sigurðarson fulltrúi í Umhverfismálaráði* Reykjavíkur gerði grein fyrir sögu þessara verðlauna. Kom fram hjá honum að fyrir hartnær 40 árum hefði Fegrunarfélag Reykjavíkur byrjað að veita verðlaun fyrir fegursta garð borgarinnar. Árið 1953 tók Fegrunarnefnd borgarinnar við þessu verkefni og síðar Umhverf- ismálaráð við stofnun þess. Árið 1959 var fallið frá því að verð- launa einstaka garða, vegna þess að garðar borgarinnar voru orðnir það margir að ekki var talið unnt að skoða þá alla til hlítar. Var þess í stað tekinn upp sá siður að verðlauna fegurstu götuna og hef- ur svo verið gert árlega síðan. Davíð Oddsson borgarstjóri af- henti verðlaunahöfunum viður- kenningarskjöl og flutti stutt ávarp. Sagði hann meðal annars að hér væri að sjálfsögðu ekki um neinn lokadóm að ræða heldur væri þessum viðurkenningum fyrst og fremst ætlað að sýna að slík vinnubrögð eru mikils metin og séu öðrum til eftirbreytni og vera fólki þannig hvatning til bættrar umhirðu. Borgarstjóri gat þess að borgin hefði jafnan lagt áherslu _ á að ýta undir snyrti- mennsku og góða umgengni og nú væri lögð á þetta sérstök áhersla vegna 200 árá afmælis borgarinn- ar á næsta ári. Meðal annars hefði verið gengið í hús og athugasemd- ir afhentar við það sem betur mætti fara i umgengni og hefðu margir þegar brugðist vel við þeim tilmælum. Þá minnti borgarstjóri á fegrunarvikuna sem haldin var í vor og kvað hana hafa skilað mikl- um árangri. Að lokum sagði borgarstjóri að þó mikið hefði áunnist væri enn víða pottur brotinn í umgengni og hvatti borgarbúa til að vinna dyggilega að því að fegra borgina enn frekar fyrir 200 ára afmælið að ári. Dómnefnd sem valdi fegurstu götuna skipuðu: Vilhjálmur G. Vilhjálmsson, Pétur Hannesson og Hafliði Jónsson. Dómnefnd um umhverfi fyrirtækja og stofnana skipuðu: Sigurbjörg Áðalsteins- dóttir, Einar E. Sæmundsen og Helga Bragadóttir. Hús Rafmagnsveitna Reykjavíkur i————■— að Suðurlandsbraut 34. „Fær verð- laun fyrir virðingarvert framtak, hvað varðar hönnun mannvirkja og umhverfis. Viðhald til fyrirmyndar." Verslunin Company Laugavegi 42. „Fær viðurkenningu fyrir smekklegt um- Kapellur Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis. „Gott dæmi um stofnun, sem sýnt hefur skilning á mikilvægi hverfi við verslunargötu." fallegs og snyrtilegs umhverfis."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.