Morgunblaðið - 20.08.1985, Page 20

Morgunblaðið - 20.08.1985, Page 20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985 20 Sigurbjörn Báröarson og Neisti frá Kolkuósi á fullri ferð í úrslitakeppni í tölti. Evrópumót íslenskra hesta í Várgárda í Svíþjóð: Óvænt úrslit, kæru- mái og veðurblíða einkenndu mótið Frá Valdimar Kristinssyni í Svíþjóð, 19. ágúst. SÖGULEGII Evrópumóti lauk hér í Várgárda á sjöunda tímanum í gær sunnudag. Fyrir margra hiuta sakir verður þetta mót minnisstætt og hvað þátt- töku íslendinga varðar þá gerðust hlutir sem fæstir eða enginn átti von á. Einn EM titill féll í skaut íslend- inga, Benedikt Thorbjörnsson sigr- aði í fimmgangi á Styrmi frá Seli, Sigurbjörn Bárðarson komst í A-úrslit í tölti og má segja að andlit- ið hafi dottið af flestumTslendingum sem með fylgdust þegar þetta varð Ijóst. Hestur Sigurbjörns, Neisti frá Kolkuósi, er sem kunnugt fimm- gangshestur og þeir eru yfirleitt ekki taldir líklegir til stórra afreka í töltkeppni. Kristján Birgisson komst í A-úrslit í fjórgangi á Hálegg frá Syðra-Dalsgerði. En úrslitin í flestum greinum voru óvænt og hefur keppni á Evr- ópumótum aldrei verið jafn tvísýn og nú. Nokkrar þjóðir hafa sýnt ótvíræðar framfarir og hestakost- ur fer batnandi. Má í þessu sam- bandi nefna Austurrikismenn, Norðmenn og Dani sem hirtu mörg verðlaun að þessu sinni. Stigahæstur keppanda á fimm- gangshesti varð Johannes Joyos á Fjölni frá Kvíabekk og er þetta annað Evrópumót sem þessi titill vinnst á þessum hesti Hoyos var fyrir keppnina talinn líklegur til sigurs en þegar leið á keppnina töldu flestir að Marie Rasmussen á Blossa frá Endrup myndi hreppa hnossið. Hún varð hinsvegar Evr- ópumeistari í 250 metra skeiði og tíminn var 22,7 sek. Eiríkur Guðmundsson varð þriðji á Hilding frá Hofsstaðaseli á 24,5 sek. sem er langt frá besta árangri hans. í töltinu sigraði Vestur-Þjóðverjinn Wolfgang Berg á Funa og hefur hvorugur þeirra keppt áður á Evrópumót- um. í fjórgangi var það Daniela Schmitz á Seif frá Kirkjubæ sem sigraði en fyrrverandi Evrópu- meistari, Hans Georg Gundlach, missti Skolla út af vellinum á yfir- ferðartöltinu og fékk 0 fyrir það atriði og þar með lenti hann í 7. sæti. Var hann lang hæstur þegar kom að yfirferðartöltinu og hefði vafalaust sigrað ef þetta óhapp hefði ekki komið fyrir. Stigahæsti keppandinn í saman- lögðu á fjórgangshesti varð öllum á óvart Preben Troels-Smith Dan- mörku sem keppti á dansfæddum hesti Væng frá Höjberg. Kynbótahrossin voru sýnd bæði laugardag og sunnudagsmorgun og var það nokkurskonar vasaút- gáfa af kynbótasýningum heima á Islandi. Þorkell Bjarnason lýsti dómum en Gunnar Jónsson Danmörku túlkaði á dönsku, þýsku og ensku þannig að boð- skapurinn hefur væntanlega kom- ist til allra mótsgesta sem á hlýddu. í flokki stóðhesta voru sýndir 8 hestar en 6 hryssur. Af stóðhestum voru 4 sem geta talist góðir þó einn þeirra væri ekki nothæfur sökum smæðar. Mótsbragurinn hefur verið góð- ur þessa daga sem keppnin hefur staðið yfir og veðrið verið ein- staklega gott, að vísu rigndi að- eins á laugardag sem ekki kom þó að sök því hlýtt var og blanka logn. Ekki var framkvæmd móts- ins hnökralaus því dagskráin fór meira og minna úr skorðum alla dagana og seinkaði sumum dagskrárliðum um allt að 3 klst. Skeiðkeppnin var langdregin og þung í vöfum og kom berlega í ljos vankunnátta útlendinganna við framkvæmd á slíkri keppni. Þrátt fyrir þessa agnúa sýndi fólk mikla þolinmæði og virðist veðrið hafa haft þar mikið að segja. Nokkur kærumál komu upp meðan á keppni stóð og lentu Is- lendingar í stimabraki vegna dóma í gæðingaskeiðinu. Var greinilegt að svissneski dómarinn sá er dæmdi niðurhæg- inguna kunni ekki sitt fag því þeir sem hægðu vel niður fengu lága einkunn en þeir sem komu á fullri ferð og hægðu lítið eða ekkert á sér fengu háar einkunnir. Gerðu íslendingarnir athuga- semd við þetta og fór Aðalsteinn til yfirdómara með erindið og tafðist hann eitthvað hjá honum og mætti því ekki á réttum tíma í seinni sprettinn. Endirinn varð sá að dómarar dæmdu hann úr leik en hann var í þriðja sæti eftir fyrri sprettinn. Eiríkur varð annar í gæðinga- skeiðinu en var dæmdur ur leik þar sem hann notaði ekki hjálm í seinni spretti. Var mikill kurr í mönnum vegna þessa og var meðal annars rætt um að allir íslendingarnir drægju sig úr keppninni en ekki varð úr því. Aðstaöan á Tanga Hed er með mörgu leiti sú besta sem boðið hefur verið uppá á Evrópumóti. Ekki var annað að heyra en flestir mótsgestir og keppendur væru ánægðir með mótið í heild- ina og á það bæði við um íslend- inga og aðra. Vel hefur gengið með sölu á hestum íslensku keppendanna og í morgun var aðeins einn óseldur. Háleggur Kristjáns Birgissonar. 1 dag er haldinn aðalfundur FEIF (Evrópusamband eigenda ís- lenskra hesta) og verður nafni samtakanna að öllum líkindum breytt í Alþjóðasamband eigenda islenskra hesta þar sem Kanada- menn hafa nú fengið inngöngu í samtökin. En úrslit urðu sem hér segir í öllum greinum mótsins. Tölt: þl. Wolfgang Berg, Þýskalandi á Funa, þýskfæddur, 94,60. 2. Hans Georg Gundlach, Þýska- landi á Skolla, þýskfæddum, 91,20. 3. Bernd Vith, Þýskalandi á Örv- ari frá Kálfhóli, 89,60. 4. Daniela Schmitz, Þýskalandi á Seif frá Kirkjubæ, 92,20. 5. Morten Lund, Noregi á Víking frá Grímstungu, 84,20. 6. Sigurbjörn Bárðarson á Neista frá Kolkuósi, 84,20. 7. Unn Kroghen, Noregi á Strák frá Kirkjubæ, 84,20. Fimmgangur: 1. Benedikt Þorbjörnsson á Styrmi frá Seli, 58,80. 2. Piet Hoyos, Austurríki, á Sóta frá Kirjubæ, 55,60. 3. Leif Arne Ellingseter, Noregi á Andvara frá Nautheu, 56,40. 4. Johannes Hoyos, Austurríki á Fjölni frá Kvíabekk, 58,80. 5. Peter Schröder, Austurríki á Ástu, fæddri í Austurríki, 56,60. Fjórgangur: 1. Daniela Schmitz, Þýskalandi á Seif frá Kirkjubæ, 55,08. 2. Unn Kroghen, Noregi á Strák frá Kirkjubæ, 55,76. 3. Michaela Uferbach, Austurríki á Hæng frá Reykjavík, 52,36. 4. Morten Lund, Noregi á Víking frá Grímstungu, 52,02. 5. Kristján Birgisson á Hálegg frá Syðra-Dalsgerði, 52,02. 6. Viola Hallman, Hollandi á Garra frá Grímstungu, 52,02. 7. Hans-Georg Gundlach, Þýska- landi, á Skolla, þýskfæddum, 62,90. Gæðingaskeið: 1. Vera Reber, Þýskalandi á Frosta frá Fáskrúðarbakka, 85,8. 2. Johannes Hoyes, Austurríki á Fjölni frá Kvíabekk, 77,5. 3. Martin Heller, Sviss á Hrafni frá Bjóluhjáleigu, 70,0. 4. Rudolf Besch, Austurríki á Hrafnör frá Akureyri, 70,0. Skeið 250 m: 1. Blossi frá Endrup Hegn 22,7 sek. Kn.: Dorte Rasmussen, Danmörku. 2. Sörli frá Húsafelli 24,0 sek. Kn.: Stefán Langvad, Danmörku. 3. Hildingur frá Hofsstaðaseli 24,5 sek. Kn.: Eiríkur Guð- mundsson. Illýðnikeppni: 1. Lone Jensen, Danmörku á Grana frá Nymindegab 43,12. 2. Sylvia Dubs, Sviss á Skollu frá Wiggen 41,16. 3. Thomas Haag, Sviss á Bal frá Naubronn 38,11. Víðavangshlaup: 1. Line Haugslien, Noregi á Snækoll frá Eyvindarmúla 50. 2. Els van der Meulen, Hollandi á Eldir frá Groot Lankum 47,8. 3. Mariyke van der Graaf, Sviss á Heru frá Neudorf 46,4. Kynbótadómar Stóðhestar: 1. Gáski frá Gullberastöðum. Eigandi Johannes Hoyos, Aust- urríki. F.: Bægifótur 840 frá Gullberastöðum. M.: Blika 5883 frá Vallanesi. Bygging: 8,15, hæfileikar: 8,37, aðaleink.: 8,25. 2. Prati frá Hlöðutúni, eigendur W. Bohlmann og Walter Feldmann. F.: Hrannar frá Selfossi. M.: Nótt frá Hlöðu- túni. Bygging: 7,76, hæfileikar: 8,32. aðaleink.: 8,10. 3. Léttfeti van op D’un Dries, Hollandi, eigandi Mieke Hart- veld. F.: Helmingur frá Garðs- auka. M.: Fluga frá Geirshlíð. Bygging: 7,68, hæfileikar: 7,78, aðaleink.: 7.74. Hryssur: 1. Hilda frá Ólafsvík, eigandi Walter Schmitz. F.: Ófeigur 818 frá Hvanneyri. Bygging: 7,90, hæfileikar: 8,42, aðaleink.: 8,21. 2. Hrafnsey frá Glæsibæ. Eigandi B. Pfau. F.: Hrafn 802 frá Holtsmúla. M.: Gjósta frá Syðra-Vallholti. Bygging: 8,03, hæfileikar: 7,98, aðaleink.: 8,00. 3. Hekla frá Vikingsstað, Noregi, eigandi Margun Vikingsstad. F.: Kulur frá Eyrarbakka. M.: Hending frá Grímstungu. Bygging: 7,61, hæfileikar: 7,83, aðaleink.: 7,75. Morgunblaðið/ Valdimar Kristinsson Evrópumeistarar fagna. Benedikt samgleðst hér dönsku stúlkunni Dorte Rasmussen eftir að hún hafði unnið Evrópumeistaratitilinn í 250 m skeiði á hestinum Blossa frá Endrup. Sjálfur hafði Benedikt unnið Evrópumeistara- titilinn í fimmgangi fyrr um daginn. íslendingar spruttu úr sstum sínum þegar Ijóst var að Benedikt Þorbjörnsson hafði sigrað í fímmgangi og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.