Morgunblaðið - 20.08.1985, Side 25

Morgunblaðið - 20.08.1985, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. AGÚST 1085 25 Obote biður um hæli í Zambíu Losaka, Zambíu, 19. ágúaL AF. MILTON OBOTE, fyrrum Úganda- forseti, sem steypt var af stóli í bylt- ingu 27. júlí sl„ er kominn til Zamb- íu og hefur beóió þar um hæli, að sögn Frederick Chomba, utanríkis- ráóherra. Chomba gaf í skyn að Obote yrði að öllum líkindum veitt hæli { Zambíu. Hefði Obote fengið að koma til landsins sem flóttamaður væri. Vildi hann ekki skýra frá því hvar Obote væri niðurkominn né hvenær hann kom til landsins. Sl. fimmtudag komu 150 flóttamenn frá Úganda til Zambíu og báðu um hæli. Obote hefur ekki sézt á al- mannafæri eftir byltinguna. Út- lægir Úgandamenn í Kenýu sögðu Obote hafa flúið til Kenýa á bylt- ingardaginn. J/f RÖNNING Sundaborg, simi 84000 Ali Khamenei endurkiörinn Nikósíu, Kýpur, 19. igúst AF. ^ BÍLSPRENGJA sprakk í Teheran í íran í gær meóan verió var að telja atkvæóin í forsetakosningunum í fyrri viku. Í fréttum IRNA, írönsku fréttastofunnar, segir, að Ali Khamenei, forseti, verði endurkjörinn með miklum yfirburðum. Að sögn INRA slösuðust 30 manns þegar sprengjan sprakk, þar af tveir alvarlega og er vinstri sinn- uðum skæruliðum Mujahedeen Khalq-hreyfingarinnar kennt um verkið en í fréttum IRNA voru þeir kallaðir „útsendarar Bandaríkja- stjórnar". Talsmaður skæruliðanna í París ber hins vegar á móti því að þeir hafi komið sprengjunni fyrir. Á kjörskrá í kosningunum voru 20 milljónir manna og segir IRNA, að kosningaþátttakan hafi verið 90%. Þegar hálf þrettánda milljón at- kvæða hafði verið talin hefði Kham- enei fengið rúmar ellefu milljónir atkvæða. Tveir fengu blessun klerkastjórnarinnar til að bjóða sig gegn honum og var annar þeirra með rúma milljón en hinn tæp 300.000 atkvæði. „Meö íflltö geislaofni er útiveran þægileg" „Tja.. Kaffi meö „bólu“ dugar ekki. — Ég verð aö fá mér fflltí" ssssssassasssrssaga AP/Símamynd Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, (t.v.) og Richard Murphy, aðstoðarutanrfkisráðherra Bandaríkjanna, slá á létta strengi á fundi sínum í Alexandríu í Egyptalandi á laugardag. Eftir fundinn hélt Murphy til Amman í Jórdaníu og hitti þar Hussein konung. Murphy ferðaðist um Miðausturlönd í þeirri von að liðka fyrir friðarviðræðum ísraela og Araba, en lítill árangur er talinn hafa orðið af ferðinni. FRICO geislaofninn er tilvalinn vermir á svalir, útverustaöi og garöhús þegar svalt er í veöri á góðviðrisdögum á íslandi. Endurseljendur: Ratvörur - Laugarnesvegi 52 - Reykjavfk Glóey - Ármúla 28 - Reykjavík Skúll Þórsson - Álfaskeiði 31 - Hafnarflrðl Rafborg - Grlndavfk Árvirkinn - Selfossl Kaupfélag V-Skaftfellinga - Vfk f Mýrdal Verslunin Kjarni - Vestmannaeyjum Bifreiða- og trésmiðja Borgarness Sigurdór Jóhannsson raftækjavinnustofa - Akranesi Lelfur Haraldsson - Seyðlsflrðl Ratvirkinn - Eskiflrði Krlstall - Höfn/Hornafirði Rafborg - Patreksfirði Ljósvakinn - Bolungarvfk Raftækni - Akureyri Árni og Bjarnl - Reyðarflrði Amman, Jórdaníu, 19. ágúst AP. RICHARD MURPHY, sendimaður Bandaríkjanna í Miðausturlöndum, sneri heim á sunnudag úr sex daga ferð um Miðausturlönd. Við brott- förina ítrekaði hann að Bandaríkja- menn væru tilbúnir, með vissum skilyrðum, til viðræðna við nefnd Palestínumanna og Jórdana til þess að auðvelda friðarviðræður araba og ísraela. Menn, sem málum eru kunnugir, telja að lítið hafi miðað í átt til friðar í Miðausturlöndum í ferð Murphys. Murphy fór frá Amman án þess að hitta fulltrúa Jórdana og Pal- estínumanna og þykir það benda til að ýmsar hindranir séu í vegin- um fyrir slíkum fundi. Jórdanir leggja ofurkapp á fund af þessu tagi í þeim tilgangi að auglýsa friðartilraunir Husseins konungs. Murphy átti nokkurra stunda fund með Hussein og hélt heim- leiðis að honum loknum. Taher El-Masri, utanríkisráðh- erra Jórdáníu, sagði fund Bandar- íkjamanna með sameiginlegri nefnd Jórdana og Palestínumanna myndu flýta friðartilraunum í Miðausturlöndum. Lýsti hann vonbrigðum með hve hægt þokaði í að koma friðartilraunum af stað, en kvað ekki alla von úti enn. Engar vísbendingar eru þó fyrir hendi um að aðilar séu tilbúnir að slaka frá stefnu sinni. Jórdaníu- menn halda fast við þá hugmynd sína að boðað verði til alþjóðlegr- ar ráðstefnu um frið í Miðaustur- löndum en Bandaríkjamenn vilja beinar samningaviðræður ísraela og araba. Jórdanir hafa beitt sér fyrir viðræðum til þess að jafna ágreining Bandaríkjamanna og Palestínumanna. Yrði það undan- fari friðarráðstefnu. Israelar hafa lagst gegn slíkum fundi nema þeir fái fulltrúa þar og segja flesta fyrirhugaða fulltrúa Palestínu- manna félaga í PLO, samtökum Palestínuskæruliða. Bandaríkja- menn segjast tilbúnir til fundar af þessu tagi með því skilyrði að efnt verði til beinna friðarviðræðna ís- raela og Palestínumanna í fram- haldi af þeim. Forsætisráðherra Jórdaníu, Zaid Rifai, sagði hins vegar á laugardag, að ekki yrði rætt við ísraela fyrr en að frið- arráðstefnunni afstaðinni. Þrír sjómenn fórust í óveðri: Veðurfræðingar gerð- ir skaðabótaskyldir Washington, 19. ágúst AP. BANDARÍSKIR veóurfræðingar eru nú uggandi vegna úrskurðar dómara í Boston, sem dæmdi veð- urfræðinga skaðabótaskylda vegna manntjóns, sem varð í óveðri er þeir spáðu ekki fyrir um. Fjölskyldum þriggja sjó- manna, sem réru eftir humri, voru dæmdar 1,25 milljónir doll- ara. Sjómennirnir fórust í óveðri, sem veðurstofan sagði ekki til um. Er þetta fyrsti dóm- ur sinnar tegundar í Bandaríkj- unum. Óttast veðurfræðingar að dómurinn verði fordæmi og að í kjölfar hans fylgi hver máls- höfðunin af annarri á hendur veðurfræðingum. Talsmaður bandarísku veðurfræðistofunnar segir að úrskurði dómarans í Boston verði áfrýjað. Veðurfræðingar segjast verða að endurskoða hvernig þeir komi spám sínum á framfæri og láta jafnan fylgja með að spár séu byggðar á ófullkomnum upplýs- ingum og þær verði að taka með fyrirvara. Slíkt væri ekki í þágu fólksins en nauðsynlegt gagn- vart lagabókstafnum. Dómarinn í Boston byggði úrskurð sinn á því að veðurspáin hefði verið byggð á röngum upplýsingum. Reyndist veðurdufl bilað og héldu lögfræðingar fjölskyldna sjómannanna því fram að van- rækt viðgerð á duflinu hafi leitt til rangrar veðurspár. Miðausturlandaferð Murphy árangurslítil?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.