Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985 7 Sá stóri sjónhverfing? „Ég get ekkert fullyrt hvað aðr- ir hafa séð þarna í Núpsfossum, en ég sá þar ekkert nema klöpp sem lítur út fyrir að vera lax sem ligg- ur fast við botn, stór lax. Ég held að þessi stóri lax sem talað hefur verið um sé ekkert annað en sjón- hverfing. Hins vegar var gríðar- vænn lax í Arndísarhyl í Vesturá, sennilega 25—30 punda fiskur og nær að eltast við hann,“ sagði Ól- afur Rögnvaldsson veiðimaður í Miðfjarðará, er Morgunblaðið ræddi við hann í gærdag, en hann var þá á förum til síns heima með hörkuafla í bílskottinu. Slys um borð í Sigluvík SI SKIPVERJI um borð í togaranum Sigluvík SI slasaðist síðastliðinn laugardag er skipið var að veiðum. Maðurinn var fluttur í sjúkrphús í Reykjavík með aðstoð Landhelgis- gæzlunnar, en var ekki talinn í bráðri lífshættu. Sigluvíkin var að veiðum norð- austur af Horni er beiðni barst til varðskipsins Týs um að það sækti lækni til Siglufjarðar og kæmi með hann á móti tðgaranum, sem væri með slasaðan matln um borð. *-Maðurinn hafði meðal annars rif- brotnað illa og var óttazt að hann hefði einnig meiðzt innvortis. Maðurinn var síðan fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. Áburðarverksmiðjan: Enginn fundur ENGIN hreyfing í samkomulagsátt er enn í deilu ríkisins og iðnaðar- manna í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi, skv. upplýsingum ríkis- sáttasemjara. Fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni en ríkis- sáttasemjari er í stöðugu sambandi við aðila málsins. Verkfallið er ekki farið að hafa áhrif á gang verksmiðjunnar' og mun varla gera fyrr en þar fer að verða vart við bilanir, sem þeir tuttugu iðnaðarmenn, er nú eru í verkfalli, hafa séð um að gerá við jafnóðum. Bflvelta á Kísilveginum BÍLVELTA varð á sunnudagskvöld- ið á Kísilveginum svokallaða milli Húsavíkur og Mývatnssveitar, þegar bifreið af gerðinni Fiat Uno fór út af veginum og endasentist tvær veltur á sandlendi sex metrum fyrir neðan vegarbrún. Þrennt var í bílnum, tvær konur í framsæti og einn maður í aft- ursæti, en ekkert þeirra hlaut al- varleg meiðsl. Bíllinn er gjörónýt- ur. Að sögn lögreglunnar á Húsavík átti óhappið sér stað á blindhæð og er talið að ökumaður hafi snögghemlað í lausamöl og misst stjórn á bifreiðinni. Konurnar í framsætinu'voru báðar í bílbelti. „Við fengum þrír vinirnir 67 laxa þessa þrjá daga. Þetta var hörkuveiði og mikið af laxi að ganga i ána. Alls veiddi hollið 82 laxa. Það fór mikil torfa upp Miðfjarðarána í síðustu viku, við sáum hana og mér sýndist að megnið af laxinum hafi rennt sér upp í Austurá. Það voru komnir 50—60 laxar í Myrkhyl. Þá var lax að ganga í Miðfjarðaránni í morg- un,“ bætti ólafur við. Hann sagði jafnframt að heildaraflinn í sum- ar næmi 775 löxum. Er það góð veiði miðað við að stórlaxagöngur voru lélegar svo ekki sé meira sagt og smálaxinn seint á ferðinni. Smáfiskurinn er uppistaðan í afl- anum sem af er. Þeir eru því ánægðir með gang mála í Miðfirð- inum. Morgunblaðið ræddi einnig við Böðvar Sigvaldason, formann veiðifélags Miðfjarðarár. „Þetta er allt farið að ganga okkur í haginn og við erum afar ánægðir. Það hefur verið fiskleysi hér í nokkur ár, aðallega í fyrra, en þetta er allt að snúast við. Nú er mikill lax að ganga og fiskur í öllum hyljum, áberandi mikið af hængum, áin er full af hæng. Það er mikill lax í Miðfjarðará, Austurá, vel dreifður í Vesturá, en minnst í Núpsá. Þann stóra í Núpsfossum höfum við ekki séð um hríð. Sjálfur hef ég ekki séð hann, en þaulvanir menn hafa sagt af honum margar sögur,“ sagði Böðvar. Kosaveiði Stórkostleg laxveiði hefur verið í Laxá í Ásum meirihluta veiði- tímabilsins, eru komnir um 1.250 laxar á land og er sá afli allur tekinn á tvær stangir. Minna veið- arnar á sögur veiðimanna af Coho-laxveiðum í Alaska, þar sem laxinn er svo gráðugur að bíta á að menn fá leið á því að veiða hann. Geysileg veiði hefur verið eins og sjá má af tölunni. Kvótinn hefur verið afnuminn og fjölmargir ým- ist veitt 20 laxa á dag eða meira, t.d. Guðlaugur Bergmann og frú, 33 laxa, Þórarinn Sigþórsson 30 laxa, Eyþór kokkur og Hermann úrsmiður 24 svo eitthvað sé nefnt, því af nógu er að taka. Þeir Guð- laugur og frú og Þórarinn munu þó eiga metið. Laxinn er af öllum stærðum, smálaxinn er vænn, 5—6 pund, og alltaf nokkuð af vænni laxi í bland. Mest er veiðin tekin á maðk þó einstaka veiðimaður not fluguna með góðum árangri. Laxá í bing. með hæstu töluna ... „Það eru komnír 1.710 laxar á land úr Laxá í Aðaldal og það styttist í vertíðarlok," sagði Völ- undur Hermóðsson í Árnesi í sam- tali við Morgunblaðið í gærdag. Hann sagði reytingsveiði hafa verið síðustu vikuna. Þeir stærstu hafa ekki látið freistast enn sem komið er, ekki risinn við Laxa- tanga að minnsta kosti. Veiðin er fyrir löngu orðin miklu betri en í fyrra, þegar hún nam rétt rúmum 1.000 löxum. Fleiri ár nyrðra Völundur í Árnesi færði Morg- unblaðinu jafnframt tíðindi af fleiri ám í nágrenninu. 470 höfðu veiðst í Skjálfandafljóti sem er metveiði og 215 laxar höfðu. verið dregnir upp úr Mýrarkvísl. Loksins Með nýja gerð af gírkassa og vél sem hönnuð er hjá Porsche verksmiðjunum í Þýskalandi. Þaö er okkur ánægjuefni að geta boðið upp á bíl sem fer sigurför um Evrópu. SEATIBIZA frá Seat verksmiðjunum spænsku sem eru sjöundu stærstu bílaframleiðendur í Evrópu - staðreynd sem kemur mörgum íslendingum á óvart. SEAT IBIZA er ótrúlega rúmgóður, með lituðu gleri í stórum gluggum. Hann er framhjóladrifinn og hærra er undir lægsta punkt en almennt gerist á bílum í þessum stærðarflokki. SEATIBIZA er með 63 hestafla vél og eyðir aðeins 4,8 lítrum á hundraði. SEAT IBIZA er stórskemmtilegur, sprækur og spameytinn spánverji - sem er kominn hingað til þess að vera. Verð frá kr. 385.000.-. Komdu og skoðaðu’ann og keyrð’ann. TÖGGURHH UMBOÐ FYRIR SAAB OG SEAT BÍLDSHÖFÐA16, SlMAR 81530-83104 V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.