Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 37
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985 37 kristin kona“ »Ég er „Ég er kristin kona.“ „Kristnir menn í Líbanon." Kristnir menn í Suður-Afríku. Hvernig hugsa þeir? Einu sinni fyrir mörgum árum ritaði ég sögu Armensku kirkj- unnar. Hún hafði ekki komið fyrr út á okkar tignu tungu. Raunar fann ég fátt eða ekk- ert um þessa fornu og má segja fyrstu kirkjudeild kristninnar á Norðurlandamálum. Eitt er þó víst. Þar er margt að læra sem þeir, sem kjósa að fylgja kær- leiksboðskap Jesú, meistarans mikla frá Nazaret, mega aldrei gleyma. Stundum hljóta fréttir af svokölluðum kristnum þjóðum og jafnvel kirkjum að nísta heitt að hjartarótum, þegar sagt er frá styrjöldum, vopnafram- leiðslu, hefndum og hermdar- verkum í þeirra nafni. Hér skal örstutt saga sögð, sem varpar ljósi á þessa fullyrð- ingu mína. I þeim miklu hörmungum, sem hin forna og fyrsta kristna þjóð Armenningar varð að þola í fyrri heimsstyrjöld 1914—18 gerðist margt, sem aldrei verður í letur fært. Oft höfðu þó ofsóknir og hörmungar dunið yfir þá í þús- und ár. Én vart verri en í fjölda- morðum þessara hryllilegu ára. Líklega hefur kristin trú, kristin kirkja, aldrei sannað kraft sinn betur, né vitnað um þann anda Guðs, sem ekkert get- ur bugað né fjötrað en armenska kirkjan gerði í þessu hryllilega blóðbaði og ofsóknum, þegar Tyrkir hugsuðu sér að útrýma með fjöldamorðum margra milljóna þjóð. „Þurrka Armena út af landabréfinu," eins og það var orðað í pólitískri áætlun fyrir rúmum 70 árum. Sagt er, að nær helmingur þessara gáfuðu og glæsilegu þjóðar hafi þá látið lífið og hundruð þúsunda flúði land, sumir til Líbanon, aðrir til Vest- urheims og margra heimshluta og landa. Armenningar, sem á sínu blómaskeiði töldust um 30 millj- ónir, munu nú vera um fjórar milljónir. Þessar ofsóknir og þjóðarmorð eru sögð einn svartasti skuggi mannkynssögunnar, hliðstæð Gyðingamorðum Þjóðverja í síð- ari heimsstyrjöld, rannsóknar- rétti og gjaldrabrennum kirkj- unnar á liðnum öldum. Einn ógleymanlegur atburður í þessum hildarleik má teljast sem tákn og fyrirmynd, sem eng- inn ætti að lítilsvirða, var á þessa leið, og varpar björtu ljósi á hið sama gildi kristins dóms öllum prédikunum fremur. Eins og algengt var í þessum ofsókn- um hafði tyrkneskur hershöfð- ingi ráðizt inn á kristið heimili ásamt liðsmönnum sínum. For- eldrar og synir voru dregin út úr dyrum og skotin, en dæturnar afhentar hermönnum að leik- fangi, áður en þær yrðu myrtar. Grátandi af sorg og skelfingu féll ein systranna á hné, og bað hershöfðingjann að þyrma bræðrum sínum og foreldrum. En bænum hennar hafði þegar verið svarað með grimmdarleg- um hæðinshlátri. Hún var þá tvítug að aldri. Slapp síðar úr höndum morð- ingjanna í myrkri nætur út í skóginn. Komst undan til her- búða Breta, sem- skutu þarna skjólshúsi yfir flóttafólk. Hún lærði síðar hjúkrun og stundaði starf sitt af frábærri alúð, fórnarlund og samvizku- semi. Nokkru seinna var hún send til starfa á sjúkrahúsi Rauða krossins, þar sem tekið var á móti tyrkneskum hermönnum til hjúkrunar. Kvöld eitt kom þangað fjöldi helsærðra hermanna. Þar á með- al þekkti hún hershöfðingjann, sem hafði látið myrða foreldra hennar og systkini, og valdið henni þeim hörmum, kvölum og svívirðingum, sem engin orð fá lýst. Enginn af starfsliðinu þarna vissi neitt um þann harmleik, og henni var fenginn þessi maður til hjúkrunar og umhirðu. f fyrsta sinn, sem hún nálgað- ist rúmið hans, hneig hún niður í ákafri geðshræringu, og bað til Guðs um styrk. til að bægja brott ákafri hefndarlöngun sinni. Að lokinni bæn sinni reis hún á fæt- ur og gerði allt, sem í mannlegu valdi stóð til að líkna honum, lina þjáningar hans og þrautir. Lengi hékk líf hershöfðingjans tyrkneska á veikum þræði. Það þótti afrek hennar og um leið kraftaverk, að hann skyldi kom- ast til heilsu á ný. „Þú átt þessari armensku stúlku líf þitt að launa,“ sagði yfirlæknirinn einu sinni við hann, þá veitti hann henni ein- mitt sérstaka athygli, er hún stóð við rekkju hans og hann sá hana eins og í sérstöku ljósi í spegli yfir rúminu. Hann, sem þá var kominn til ráðs og rænu, fölnað allt í einu og titraði eins og af skelfingu og hvíslaði til hennar: „Hef ég ekki séð þig áður ein- hvers staðar?" „Jú,“ svarði hún. Því væri ekki unnt að gleyma. „Hví léztu mig ekki kveljast sem mest og deyja sem fyrst?" spurði hershöfðinginn. „Þú hefur sannarlega átt alls kostar við mig.“ Svar hennar var stutt og ákveðið: „Ég er krisin kona.“ „Læri- sveinn Jesú, sem sagði: „Elskið óvini yðar.“ Væri nokkuð, sem hinar stríð- andi „kristnu þjóðir" þurftu fremur að læra, muna og meta? Guði sé lof, að ekki er hægt að segja með sanni, að kristindóm- urinn sé úrelt og einskis nýt trú- arbrögð. Reykjavík, 4. ágúst, Árelíus Níelsson. Psoriasissjúklingar: Ljósaböð opin eftir vinnutíma Kins og mörgum mun vera kunn- ugt hefur verið settur upp UVB-ljósaklefi á Húðdeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur. Hefur klefi þessi reynst mjög vel og psori- asis-sjúklingar verið ánægðir með hann. Húðdeildin hefur til þessa að- eins verið opin virka daga frá kl. 8:00—9:00 og 12:00—15:00 en nú eftir sumarleyfi er ætlunin að - gera þeim sjúklingum, sem ekki komast á þeim tíma vegna vinnu sinnar eða annars, möguleika á ljósaböðum. Húðdeildin verður framvegis opin fram á kvöld mánudaga til föstudaga. Psoriasis- og exem- sjúklingar geta pantað tíma í síma 22400 milli kl. 15:00 og 16:00 dag- lega. Á húðdeildinni er einnig hægt að fá allar upplýsingar. I frétt frá Samtökum psoriasis- og i exemsjúklinga segir: „UVB-ljósaklefinn er mjög fljótvirkur og ef fólk kemur á til- settum tíma tekur ljósabað örfáar mínútur. Það er ekki nóg að fara einu v sinni í Ijósabaö ef ná á góðum árangri. Helst þarf að fara dag- lega eða annan hvorn dag í 2—3 vikur samfellt eða jafnvel lengur, en þetta er einstaklingsbundið. Talið er að UVB-geislar geti hjálpað i 70—80% tilfella og er það vel til vinnandi fyrir psorias- is-sjúklinga að reyna UVB ljósa- klefann. Vonast er til að psorias- is-sjúklingar notfæri sér þetta tækifæri því talið er að margir hafi þörf fyrir að komast í UVB- 1 ljósaböð."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.