Morgunblaðið - 20.08.1985, Page 16

Morgunblaðið - 20.08.1985, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985 LYFTARAR Eigum til algreiöslu nú þegar mikiö úrval notaöra rafmagns- og diesel- lyftara, ennfremur snúninga- og hliöarfærslur. Tökum lyftara upp i uppgeröan, leigjum lyftara, flytjum lyftara Varahluta- og viögeröaþjónusta. Líttu inn — viö gerum þér tilboö. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF. Vitastíg 3, símar 26455 og 12452. M ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verð. Steinull — glerull — hólkar. 'Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Blaðburóarfólk óskast! Uthverfi Laxakvísl Kópavogur Skjólbraut Vesturbær Tómasarhagi 32—57 Austurbær Laugavegur 34—80 Miöbær II BETRI ÁRANGUR MEÐ ATLAS COPCO öruggur búnaður fyrir: 1. Mannvirkjagerð 2. Verktakastarfsemi 3. Þungaðiðnað 4. Léttan iðnað Staðreyndir eða stjörnuspeki Lokaorð til Jóns Aðalsteins Jónssonar — eftir Sigurð Þormar Jón Aðalsteinn svarar skrifum mínum um Jón og séra Jón í Morg- unblaðinu 10. ágúst. Grein mín var svargrein við alls konar stað- hæfingum og rugli um stimpla- safn mitt, sem birtist eftir hann í Morgunblaðinu í nóv. sl., svo og eldri skrifum. Svo að ekkert færi milli mála, voru öll þessi ummæli Jóns birt í upphafi greinar. En Jóni er illa við staðreyndir, þegar þær stangast á við skrif hans. Hann kýs því að minnast ekki einu orði á fyrri staðhæf- ingar sínar og rökstyðja þær, heldur fer hann að tala um dóm á NORDIU 85 í Finnlandi, sem, eins og segir hjá honum: „ég þykist vita, að sé kveikjan í þessum skrif- um“. Verðlaunin, sem safn mitt fékk, voru samt ekki lakari en hæstu verðlaun sem íslenskir sýn- endur fengu á NORDIU 80 í Nor- egi, en þar sýndu 8 íslendingar, þar á meðal Jón, sem þó fékk að- eins þátttökuskjal. Hann þarf ekkert að skammast sín fyrir það. Verðlaun skipta ekki öllu máli á sýningum, en eru samt lykillinn að mörgum stærri sýningum. Með því að velja þennan kost, er Jón búinn að viðurkenna, að hann getur ekki fundið orðum sínum stað. Ég frábið mér alla ábyrgð á því, sem kann að hrærast í hugarheimi Jóns, það eru staðreyndirnar, sem skipta máli. Ég hef hvergi látið að því liggja, að hann sé „mikilsráð- andi, ef ekki allsráðandi í íslenzk- um frímerkjaheimi", eða „að jafn- voldugur maður hafi getað vafið heimsþekktum dómurum með mikla reynslu um fingur sér.“ Ég gat þess þvert á móti, að honum hafi ekki tekizt að fá safnið lækk- „Með grein þessari fylg- ir auglýsing úr Lögbirt- ingablaðinu frá 12. maí 1937, undirrituð af póst- og símamálastjóra, sem tekur af öll tvímæli um útgáfudaginn 14. maí.“ að á NORDIU 84. En viljann vant- aði ekki. Af því að hann minntist á kveðjur og trúnaðarorð, sem hann hafi sent mér frá Finnlandi með Hálfdani Helgasyni, og passi ekki inn í þá mynd, sem ég hafi dregið upp af sér, þá læt ég lesendur um að dæma. Ég ætla nú að rjúfa „trúnaðinn", enda innihaldið ekki merkilegt: Jón var settur til að dæma í deild, þar sem íslenzku söfnin voru ekki. Samt var hann „kallaður sem sérfræðingur" að stimplásafni eins ísl. safnarans. Hann sagðist ekki hafa hugsað út í það fyrr en eftirá, að auðvitað hefði hann líka getað látið uppi álit sitt á mínu safni, og þótti það miður. — Það sakar ekki að geta þess, að í þessu safni er óspart vitnað í „Jónsbók", meira að segja svo, að Jóni sjálfum þótti nóg um, sbr. grein hans í Morgunblaðinu í nóv. Þetta safn hækkaði í verð- launum, eftir að sérfræðingurinn hafði fjallað um það. Þetta er ekki sagt eiganda þessa safns til hnjóðs, hann kýs að nota bókina sem heimild. En það er mikill mis- skilningur hjá Jóni, að ég hefði kosið sérfræðilega umfjöllun hans. Ég hef hvergi í skrifum mín- um hallað á dómarana, sem dæmdu safn mitt, þeir hafa dæmt eftir beztu þekkingu sinni á ísl. brúarstimplum, en ég mundi aldr- ei vinna það til, að vitna í bók Jóns sem heimiid, jafnvel þótt hærri verðlaun væru í sjónmáli. Ég hef haft það að sérstöku áhugamáli að rannsaka íslenzka brúarstimpla. Það er verið að vinna að útgáfu stimplahandbók- ar í Svíþjóð, sem vonandi kemur út innan tíðar. Ég læt aðra dæma um það, hve stór þáttur minn er í þeim rannsóknum, sem hún er byggð á. Ég hef að sjálfsögðu við- að að mér miklu efni i þessu sam- Ný frímerki. I tilefni nf 25 ára rikisstjórnnrafinæli Hans hátignar konungsins, 15, mai næslk., verða gefin út sárslök minningarfrfmcrki mcð mynd Ilans hálignar, er verðn til söln á pósthúsunum frá 14. mai til ársloka, meðan þau endast, en gihla lil frimcrkingnr á póstscndingum til 30. nþril 1938. Frlmerkin eru 10, 30 og <10 aura og verða að eins seld i samstæðum, þ. e. öll þrjú gildin snmnn, jnfnniiiig nf hvcrju gildi, en áldrei eitt gildi út af fyrir sig. Upplagið er 1500 nrkir af Itvcrju gildi. ( F.innig verðn í samn tilcfni gefin úl sörslök frfmerkjalilöð (blocks) með 3 frimcrkjimi livcrt: 15, 25 og 50 nurn, er scljnst á 2 kr. hvcrl blnð og geng- III midvirði þcimi i sörslnkan sjóð til póslhúshyggingar. Upplngið er 50000 bliið og vcrða þuu scld og gilda jafnlengi og hin frimcrkin. Pósl- og simnmálastjórnin, 5. mai 1937. Gudmuniliir J. Hltðdal. Auglýsing úr Lögbirtingablaðinu frá 12. maí 1937 Þing norrænna safnamanna: Meimingarsögulegt slys að rífa Kveldúlfsskála 0FULLBÚNAR SKRÚFULOFTÞJÖPPUR GERÐ GA Afköst 73-377 l/s - Vinnuþrýstingur 8-20 bar ATLAS COPCO er stærsti framleiðandi í heimi á loftþjöppum og tækjabúnaði fyrir þrýstiloft. Fyrirtækið þekkir hvernig minnka má framleiðslukostnað með notkun á loft- og gas- þjöppum, þurrkurum, síum, kælum, iðnaðarverkfærum og tækjum til yfirborðsmeðhöndlunar. ■■■■■■■■ Fyrirtæki með framleiðslu er /UUtsCopcc trygg'r Þér bætta arðsemi og JUUtsCopco góða þjónustu. Allar nánari upplýsingar gefur LANDSSMfÐJAN HF. SOLVHOlSGOTIJ t3 - 101 REVKJAVIK SIMI (91) 20680 TELEX 2207 GWORKS DAGANA 12.—15. ágúst var haldiö þing norrænna safnamanna í Reykjavík. Það sóttu á annað hundr- að safnverðir víðs vegar af Norður- löndum en íslenskir þátttakendur voru 40 talsins. Þingin eru haldin þriðja hvert ár til skiptis í Norður- löndunum. Síðast var það í Reykja- vík árið 1971. Að sögn Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar voru reifuð ýmis mál, jafnt á skipulegum fundum sem annars staðar á göngum Odda þar sem ráðstefnan fór fram. Sér- staklega var fjaliað um safna- byggingar, fluttir fyrirlestrar tengdir þeim og sýndar litskyggn- ur. „Þessi ráðstefna var sérlega fróðleg fyrir okkur íslendinga því nú er ætlunin að koma upp safn- aðstöðu hér á landi. Það var fræð- andi að kynnast þeim viðhorfum sem eru ráðandi annars staðar um nýtingu bygginganna og hversu margir möguleikar eru fyrir hendi í söfnum.“ Þór sagði enn fremur að þing norrænna safnamanna væri þó ekki síður vettvangur fyrir safn- verði að kynnast hver öðrum og skiptast á skoðunum um sameig- inleg mál. „íslenskum safna- mönnum gefast ekki mörg tæki- færi til að fara út fyrir landsstein- ana og kynnast söfnum erlendis af eigin raun og því er þing sem þetta ómetanleg hvatning fyrir okkur Morgunblaðiö/Árni Sæberg Af blaðamannafundi norrænna safnamanoa. Frá vinstri: Kerstin Holmquist safnvörður í Stokkhólmi, Martin Blindheim safnvörður í Háskólasafninu í Osló og Björn Hallerdt ríkissafnvörður í Stokkhólmi. sem störfum hér á landi af litlum efnum.“ Á blaðamannafundi sem hald- inn var í lok þingsins minntust norrænu safnverðirnir sérstak- lega íslenska náttúrufræðisafns- ins og hversu bágborin aðstaða þess væri. Með hverju ári sem liði yrði ljósara hversu mikilvægt væri að tengja sögu landsins við náttúru þess og á fsland væri lýs- andi dæmi um það hvernig jarð- sagan aðstoðaði við aldurgrein- ingu ýmissa muna er tengdust sögu og menningu þjóðarinnar. „En við erum agndofa hvað ís- lenskum safnamönnum hefur tek- ist að framkvæma, jafn fáliðuðum og með svo litlu fé sem raun er,“ sagði Bjöm Hallerdt ríkissafn- vörður í Stokkhólmi. „íslendingar hafa geysimargt að sýna og hér á landi gerir maður sér fyrst grein fyrir hversu mikilvægt er að tengja náttúrufræði og jarðsögu við menningu hvers tíma til að geta skýrt tildrög safnmunanna." Áður en hið eiginlega þing hófst komu borgarminjaverðir saman til sérfundar í Reykjavík og ræddu sín mál. Meðal annars fóru þeir í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.