Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985 Sem fyrr segir var hún á nokkr- um bæjum í Lóni og stóð sig þar með mikilli prýði, jafnt til úti- og inniverka. Eins átti það fyrir henni að liggja að gerast kaupa- kona á nokkrum bæjum í Nesjum. Eitt af þeim heimilum var prests- setrið að Bjarnarnesi, þar sem hún um tíma var hjá séra Þórði Oddgeirssyni og frú Ragnheiði Þórðardóttur, konu hans. Tók Þór- unn miklu ástfóstri við börn þeirra hjóna og dáði þau mikið. Samleið átti hún ekki langa með þessu ágætisfólki, þar sem prest- fjölskyldan fluttist fljótlega norð- ur að Sauðanesi á Langanesi. Einn var sá neisti sem kviknað haföi og eftir skilinn. Séra Þórður hafði uppgötvað meðfædda músíkhæfi- leika Þórunnar og bauð að kosta hana til söngnáms í Reykjavík. Var stúlkan þá á góðum aldri að forframast í höfuðborginni og stækka ögn sjóndeildarhringinn, en sú ferð var aldrei farin og sá hún ævinlega eftir því að hafa glataö þessu tækifæri til að kynn- ast sönggyðjunni betur, sem hún heillaðist jafnan mjög af. Þórunn naut sín vel í fjölmenni, þó best í góðra vina hópi þar sem lagið var tekið og andi sönggyðjunnar sveif yfir vötnunum. Síðasti bærinn í Lóni þar sem Þórunn dvaldi var Krossaland. Þar kynntist hún unnusta sínum, Sigbirni Jónssyni. Samband þeirra var stutt. Hann veiktist og dó frá ungri dóttur þeirra, Ester Lovísu. Þá voru þau flutt á Höfn í Hvamminum. Hvammshúsið, öðru nafni Skál- holt, var stórt númer í bæjarlífinu á Höfn um margra ára skeið. Þeir öðlingsmenn og mágar Sigurður Ólafsson og Jón J. Brunnan byggðu það hús og fluttu inn í febrúar 1926. Tvær fjölskyldur úr Lóni fluttu í það hús, önnur frá Bæ, hin frá Krossalandi, og var Þórunn ein í þeim hópi. Tengdist þannig að Bjarni, faðir Þórunnar, og Mar- grét, amma Sigurðar, voru systk- ini, eins og segir í upphafi. Á hina leiðina voru þeir Jón J. Brunnan og Sigbjörn bræður og Bergþóra, kona Sigurðar, systir þeirra. Hvammsárin urðu mörg í sögu sama fólksins og umsvifamikið at- hafnalíf til lands og sjávar auk ferðamannaþjónustu við skip og flugvélar seinna meir, svo kyrr- staðan var lítil á þeim bæ. Þarna átti Þórunn heimili sitt fyrir sig og Ester dóttur sína og var út af fyrir sig, þó aöstaðan væri allt annað en góð. Sjálf vann hún mest út á við við störf af ýmsu tagi, langmest við húshjálp hjá fólki í þorpinu, heyvinnu á sumrin og stundum sem ráðskona á vertíð hjá sjómönnum. I þá daga var líf fólksins í litla þorpinu eitt samfé- lag. Þar þekktust allir og gáfu sér góðan tíma til að nema staðar á daglegri göngu sinni og ræða um daginn og veginn, taka þátt hver í annars gleði og sorgum. Með því skapaðist þýður og hugþekkur andblær sem einkenndi staðinn fram undir stríð. í gegnum vinnu sína eignaðist Þórunn vini og kynntist mörgu ágætisfólki sem hún svo átti margar glaðar og góð- ar stundir með sem hún naut vel að umgangast og meta frá þeim dögum. Átti hún endurminn- ingarnar sem entust ævilangt. Með árunum varð atvinnulíf fjölbreyttara og stærra í sniðum og verkefnum fjölgaði í ört vax- andi sjávarplássi. Þá hélt Þórunn hress út á vinnumarkaðinn með fleira fólki. Hún kom jafnan til dyranna eins og hún var klædd, ófeimin að mæta jafnt háum sem lágum og höfðu margir gaman af að hitta hana á góðri stund, því hún var bæði fróð og minnug. Við Hornafjörð tók hún miklu ást- fóstri. Hann var hennar æskuland. Þó rann upp sú stóra stund að hún kvaddi Höfn og fluttist til Ester dóttur sinnar og tengdasonarins, Sveins Jónssonar, sem hún mat ætíð mjög mikils að verðleikum, en þá höfðu þau búið nokkur ár í Reykjavík. Upp frá því átti hún sitt heimili hjá þeim í Breiðagerði 7 og mátti njóta þar góðra og áhyggjulausra daga eftir eigin vild, enda þótt hún kæmi austur á Hornafjörð í heimsóknir um lengri eða skemmri tíma og til dvalar á Elli- og hjúkrunarheimil- inu á Höfn frá 4. september 1975 þar til Hrafnista í Hafnarfirði tók til starfa. Hún þráði ætíð Horna- fjörð en þegar austur kom dvaldi hugurinn jafnan hjá dótturbörn- unum í Reykjavík sem voru 4, hvert öðru efnilegra, og höfðu mikið við ömmu sína og nú voru þau henni allt. Þannig toguðust á söknuður og þrá í brjósti gömlu konunnar. Stærsta áfall lífs henn- ar var er hún háöldruð mátti sjá á bak elskulegum dóttursyni sínum af slysförum 13. mars 1981, en hann var fæddur 11. maí 1959. Trúin var hið stóra afl í tilver- unni sem Þórunn setti allt sitt traust á. Á stórum stundum sem endranær kemur hún sér vel og svo fór hér. Með eftirvæntingu beið hún endurfundanna. Þegar Þórunn flutti á Hrafnistu fannst henni það nokkur frumraun að setjast að á svo stórri stofnun meðal allra ókunnugra, og það eru fleiri en hún sem finnst þeir svipt- ir frelsi þegar svo er komið, enda þótt fáir eigi öruggari vernd á ver- aldarvísu en slíkt skjól þegar ald- urinn færist yfir og fer að halla undan fæti. Allt þetta kunni Þór- unn vel að meta þegar frá leið. Strax í upphafi eignaðist hún þar elskulega og trygga vinkonu, Guð- rúnu Jónsdóttur, sem var þar t Eiginkona mín, móöir og tengdamóðir, GUORÚN ÓLAFSDÓTTIR, Vífilsgötu 10, lóst þann 13. ágúst sl. Jaröarförln fer fram fró Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. ágúst kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarsjóð Landakots- spítala. örn H. Matthíaaaon, Ólafur örn Arnaraon, Krlatín S. Jónsdóttir, Sylvía Arnardóttir, Magnúa Snorrason, Ingólfur Arnarson. vistkona. Guðrún var Þórunni sannkallað leiðarljós frá fyrstu kynnum og veitti henni strax mikla örvun og hefur verið hennar stoð og styrkur gegnum öll sam- veruár þeirra á þessu öndvegis- heimili. Að vita af sólargeislanum henni Guðrúnu í næstu dyrum var Þórunni alveg nóg til að finna sjálfa sig í þessu mikla mannhafi, sem þó getur verið lokuð einvera ef menn eiga ekki sannan vin til viðtals á öllum tímum. Við biðjum því guð að launa Guðrúnu allt hennar trygglyndi við gömlu kon- una. Dómgreind Þórunnar brást ekki þegar gamlir kunningjar komu í heimsókn. Þeim var fagnað og þá stefndi hugurinn oft óbeisl- aður út yfir víðáttur æskustöðv- anna í fjarska og rifjuð upp gömul kynni, ísskápurinn opnaður og boðið upp á veitingar rétt eins og fyrr í hinni rúmgóðu stofu sem hún hafði til afnota á Hrafnistu. Já, það eru víst margir sem muna eftir góða pönnukökukaffinu hennar Þórunnar frá fyrri tíð, að ég tali nú ekki um þegar bollanum var hvolft til að spá inn í framtíð- ina og alltaf gefur það lífinu meira gildi að eiga sér draum. Já, svo sannarlega ríkti oft hátíð í bæ við kaffiborðið hennar Þórunnar, þó það væri ekki alltaf stórt í sniðum, þá hafði hún gott lag á að lífga upp á tilveruna með sinni hisp- urslausu framkomu og eins gat hún miðlað mörgum af þekkingu sinni um menn og málefni, sem alltaf voru að fjarlægjast meir nútímann, en mörgum þótti fróð- leikur í aðfanga til varðveislu og viðhalds þjóðarsögunni, áður en slíkt félli í gleymskunnar dá. En „rokkarnir eru þagnaðir og rökkr- ið orðið hljótt“. Gömul kona hefur spunnið lífsþráð sinn á enda. Já, nú hefur enn einn af aldamóta- kynslóðinni kvatt. En við sem eftir lifum höfum svo margt að þakka þessu fólki fyrir. Það skilur eftir sig mikinn menningararf okkur til handa. Já, það mikinn að það er heill háskóli að stúdera þann reg- inmismun á mannlífi nú og var á uppvaxtarárum þess og blóma- skeiði. Ætli okkur væri ekki betur borgið að slá eitthvað af kröfum okkar og lifa í sátt við samfélagið eins og þetta fólk gerði, því lífs- hamingjan er fólgin í einstakl- ingnum sjálfum en ekki í aðkeypt- um hlutum og hana kaupum við ekki fyrir peninga. Nægjusemi var því notadrýgst og þann hugsun- arhátt innleiddi eldri kynslóðin með daglegri umgengni sinni. „Það ungur nemur gamall temur." Þökk sé þessu fólki fyrir manndóm sinn og þrek í oft ströngum straumi lífsins. Þórunn var ein í þeirra hópi sem þakka ber góða og lærdómsríka samfylgd í lífinu og veit ég það að margir hennar samferðamenn taka undir það með mér. Hennar er saknað að leiðarlokum en nú var ekkert betra fyrir þreytt og þjakað gam- almenni en að fá að sofna svefnin- um langa. Guð gefi henni góða heimkomu í sitt blessaða náðar- ríki. Að lokum ítrekað þakklæti til allra viðkomandi aðila á Hrafn- istu, sem hjúkruðu Þórunni svo snilldarlega vel í veikindum henn- ar að lengi mun í minnum haft. Aðstandendum öllum eru send- ar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þórunnar Bjarnadóttur. J.B. Unglingar á aldrinum 12-22 ára og námsmenn 22-26 ára fá 25% afslátt af fullu fargjaldi til Evrópu eða af sérfar- gjaldi. Gildir aðeins fyrir einstakling. Framvísa þarf nafnskírteini/stúdenta- skírteini. Hringdu í síma 25100 eöa komdu við á næstu söluskrifstofu okkar FLUGLEIDIR Snyrtivörukynning miðvikudaginn 21. ágúst kl. 2—6. 15% kynningarafsláttur Snyrtistofan Dana, Hafnargötu 49, Keflavík, sími 92-3617 J| RJÓMAÍS með blábeijasultu rjómaIs með súkkulaðisósu Eíttlítíð box fvrír .íslikfcl^ RJÓ/HAIS I Faest í söltitumum með piparmyntu og súkkulaðisósu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.