Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985 47 Bréfritari bendir á að í Fossvogskirkjugarði vinni 50—90 ungmenni við viéhald og umhiröu, og nú sé verið að slá garðinn í þriðja sinn í sumar. Einnig vinni fjöldi unglinga í öðrum kirkjugörðum borgarinnar, meðal annars við Suðurgötu, en þaðan er myndin. Mikið starf er unnið í Fossvogskirkjugarði Haraldur Þór Skarphéðinsson garðyrkjufræðingur, Kirkjugörðum Reykjavíkur, svarar bréfi Soffíu sem birtist í Velvakanda síðastlið- inn föstudag: Hverjum er gefur sér tíma til að skoða kirkjugarðinn í Fossvogi verður ljóst að þar er unnið mikið starf yfir sumarmánuðina. Garðurinn er langstærsti skrúð- garður landsins, 30 hektarar (300.000 fermetrar) að flatarmáli. í sumar hafa starfað á milli 50 og 90 ungmenni við viðhald og um- hirðu undir stjórn fullorðinna. Hefir ekki aðeins njóla, heldur öllu illgresi íslensku flórunnar, verið sagt stríð á hendur. Soffía bendir á að óslegið sé neðst í garðinu og mun hún eiga við syðsta hluta garðsins. Ég vil benda á að þar er nú unnið að slætti í þriðja skiptið í sumar. Nýja sundlaug í Kópavog Kópavogsbúi hringdi: Mig langaði að vekja hér máls á nokkru sem hefur farið í taug- arnar á mér og eflaust fleirum nú um langt skeið. Þannig er mál með vexti að ég fer alloft í sund mér til upplyftingar og heilsu- bótar. Þetta er orðið algengt hér á landi; hefur mikið færst í vöxt eftir að sundlaugum tók að fjölga og er það vel. Þegar ég var að alast upp vest- ur á Súgandafirði fyrir um það bil 30 árum var þar sundlaug. Hún var að vísu ekki sérlega stór enda ekki nema um 300 íbúar í þorpinu. En við vorum ánægð með sundlaugina, sérstaklega krakkarnir auðvitað. Mér skilst að íbúar Kópavogs séu á fjórtánda þúsund nú um þessar mundir og eins og nærri má geta er sundlaug til í bænum. En viti menn, hún er ekki stærri en sundlaugin okkar gamla vest- ur á Súgandafirði. Enda er mað- ur alveg hættur að bregða sér í sund eftir vinnu, því seinni part dags er sundlaugarsvæðið eins og iðandi kös. Fjöldi manns bú- inn að skola vel af sér i lauginni og hún orðin líkust drullupolli. Að fá sér sundsprett er auðvitað vonlaust. Maður má þakka fyrir takist manni að troða sér ofan í laugina. Því spyr ég: Finnst ekki Kópa- vogskaupstað fyrir neðan sína virðingu að eina sundlaug bæj- arins sé á stærð við smápoll i sveitakaupstað fyrir þrjátiu ár- um? Ég veit vel að Kópavogsbær er ekki ríkari en gerist og geng- ur, en hvernig væri nú samt að drífa í því að byggja almennilega sundlaug? Guli litur- inn ljótur Ingibjörg Stefánsdóttir hringdi: Mér þykir svo vænt um stræt- isvagnana að ég vona að ekki verði farið að mála þá í þessum hræðilega ljóta gula lit og alls ekki alveg einlita. Mér hefur dottið i hug að ef endilega þarf að breyta um lit mætti nota þennan fallega græna, sem er á nýju skýlunum og með honum sítrónugulan lit. Slík litasam- setning ætti að sjást langar leið- ir. Mér fyndist líka mjög gott ef öll strætisvagnaskýli í bænum yrðu máluð með þessum sama græna lit. Athugasemd við leiðara Mbl. 16. ágúst GJS. hringdi: I leiðara Morgunblaðsins föstudaginn 16. ágúst, er sagt að sá þekki litið til íslensks stjórn- kerfis sem hneykslast á því að upplýsingar „leki“ og ekki sé hægt að halda neinu leyndu hér á landi. Þá mætti spyrja hvort sá sem þetta skrifaði þekki vel til hins íslenska stjórnkerfis og hvort hann telji eðlilegt að svona nokkuð sé látið viðgangast. Finnst ekki Kópavogskaupstað fyrir neðan sina virðingu að eina sund- laug bæjarins sé ekki stærri en smápollur í sveitaþorpi fyrir þrjátíu árum? spyr Kópavogsbúi. -----------------------------\ ENSKU TEIKNINGASKÁPARNIR E. TH. MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRÐI, SIMI 651000. Fjölbreytt úrval, gott verð. HIH iWn Bláskógar Armúla 8, Sími 68-60-80. Húsgögn, gjafavörur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.