Morgunblaðið - 01.09.1985, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985
Endurskoðun Coopers og Lybrand:
Súrálsverð lækk-
að um 19 milljónir
ENDURSKOÐENDAFYRIRTÆKIÐ Coopers og Lybrand, hefur komist að
þeirri niðurstöðu að endurmeU beri verðlagningu á súráli, sem íslenska
álfélagið notaði til framleiðslu sinnar á árinu 1984, að því leyti sem súrálið
stafaði af innkaupum frá árinu áður.
Leiðréttingin nemur um 19
milljónum króna og verður sam-
kvæmt því hagnaður af rekstri
ÍSAL árið 1984 um 600 þúsund
krónur, ef miðað er við reglur að-
alsamnings um framtal tekna til
framleiðslugjalda. Þesi niður-
staða hefur ekki áhrif til hækk-
unar á framleiðslugjaldi ÍSAL
fyrir árið 1984, þar sem hagnaður
félagsins er mun lægri en fasta-
gjaldið sem það hefur greitt. -
Framleiðslugjald ÍSAL á sið-
asta ári sem það greiddi án tillits
Hólaskóli með
sérfræðing
í skógrækt
HÓLASKÓLI befur ráðið til starfa
sérfræðing f skógrækt, Þorberg
Hjalta Jónsson, sem nýlega lauk
námi í skógrækt við Háskólann í Ab-
erdeen í Skotlandi. /Etlunin er að
tengja skógræktina búnaðarnámi í
auknum mæli.
Sigurður Sigurðsson, skólastjóri
Hólaskóla og síðar búnaðarmála-
stjóri, hóf skipulega trjáplöntun i
landi Hóla um 1910 og rak litla
gróðrarstöð á staðnum. Síðan þá
hefur trjám verið plantað reglu-
lega á Hólum og eftir 1950 hefur
þar verið aðalplöntunarsvæði
Skógræktarfélags Skagfirðinga.
Er þar nú kominn skógur i vexti á
um 100 hektara svæði.
til taps var rúm 51 milljón króna.
Samkomulag ríkisstjórnarinn-
ar og Alusuisse frá því í vor, þar
sem samið var um viðmiðunar-
reglur við verðlagningu á afurð-
um og aðföngum ÍSAL eiga að
koma í veg fyrir að ágreiningur
varðandi þessi atriði komi upp.
Morgunblaðið bar þessa frétt
undir Eyjólf K. Sigurjónsson,
endurskoðanda fslenzka álfélags-
ins hf. Hann sagði, að þessi leið-
rétting félagsins væru leyfar
deilumálsins, sem leyst var í vet-
ur, þar var m.a. deilt um hvernig
meta bæri birgðir súráls frá ár-
inu 1983. Áhrif gamla matsins á
súrálsbirgðum fluttust í reikn-
ingum félagsins yfir á árið 1984.
Við þessa leiðréttingu eru þar
með áhrif allra deilumála úr sög-
unni, enda skilaði brezka endur-
skoðendafyrirtækið mjög já-
kvæðri umsögn um árið 1984,
sagði Guðjón.
Villa í fyrirsögn
MEINLEG villa slæddist inn í fyrir-
•sögn á baksíöu blaðsins í gær, þar
sem greint var frá fundi sem æöstu
ráöamenn íslands um iðnaðarmál
áttu með háttsettum fulltrúum Alu-
snisse í SvLss.
Eins og ráða mátti af fréttinni
átti að standa í fyrirsögninni:
„Hugmyndir um 40 þús. tonna
aukningu ræddar“, í stað „4 þús.
tonna“. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
Frá upptökum í Hallgrímskirkju. Morgunbiaðift/Júlíus
Jólastemmning að sumarlagi
ÞAÐ VAR ÓVENJU hljótt i Skólæ
Nokkurn tíma tók að finna út hvers
Hallgrímskirkju sló ekki.
En klukkuslátturinn eða réttara
sagt það að hann heyrðist ekki átti
sínar skýringar. Um þessar mund-
ir fara fram upptökur á plötu f
messuhúsi Hallgrimskirkju og er
áætlað að hún komi út um jóla-
leytið.
Á plötunni flytja Kristinn Sig-
mundsson óperusöngvari, Mót-
ettukór Hallgrímskirkju og hljóm-
sveit jólalög frá Þýskalandi, Eng-
landi, Danmörku og síðast en ekki
sist íslandi.
Að sögn Harðar Áskelssonar
stjórnanda eru hér á ferðinni
þekkt verk sem íslendingar kann-
ast vel við en hafa ekki áður komið
út á hljómplötu. Mætti nefna
bresku jólalögin „Hark the Her-
ald“ og „O, come all ye faithful“ i
íslenskri þýðingu Trausta Þórs
Sverrissonar. Sigurbjörn Einars-
son biskup hefur endurbætt
röröuholtinu siðastliðið rdstudagskvöld.
vegna en loks rann upp Ijós. Klukkan í
nokkra af eldri íslenskum textum
og Atli Heimir Sveinsson útsett
einstaka raddir og hljóðfæri i
verkunum.
Eflaust finnst einhverjum að
verið sé að bera í bakkafullan læk-
inn að sinna jólaplötu þegar
sumarið hefur ekki kvatt og
stuttbuxur og strigaskór enn full-
gildur fatnaður, en plötugerð tek-
ur lengri tima en svo að henni
verði hespað af á nokkrum dögum.
það er ekki nóg að kirkjuklukk-
ur Hallgrimskirkju hljóðni meðan
á upptðku stendur sem fer fram
„digital“ eða stafrænt. Bókaútgáf-
an Örn og örlygur sem sér um
útgáfu plötunnar fór þess á leit við
yfirvöld að götum yrði lokað i
kringum kirkjuna og flugumferð
yrði beint frá henni meðan á upp-
tðkum stæði. Tók Iðgreglan beiðn-
inni vel og voru félagar úr Flug-
björgunarsveit Reykjavíkur
fengnir til aðstoðar.
Að sögn upptökustjórans eru
allar þessar ráðstafanir ekki að
ástæðulausu. Upptökutækin eru
geysinæm og flugvéladrunur og
bílaumferð heyrast greinilega i
gegnum sönginn sem varla eykur
jólastemmninguna.
„Þetta á að vera fallegt en ekki
of sætt,“ heyrist frá messuhúsinu
þar sem snúrur, hljóðnemar og
sterk Ijós minna Iftið á jóla-
stemmninguna. Hér er á ferðinni
Kristinn Sigmundsson söngvari
sem flestir landsmenn ættu að
kannast við. Reyndar er hann ný-
kominn til landsins eftir sumar-
dvöl i Washington í 35 stiga hita
og dálítið rámur vegna hitabreyt-
ingarinnar. „Hingað til hefur upp-
takan gengið mjög vel. Við erum
búin að taka upp fjórar mfnútur á
þremur tímum sem er vel af sér
vikið og hér innan dyra er jóla-
skapið haft í hávegum þótt sumar-
blíða ríki utan húss.“
Braut ómengaðrar peninga-
hyggju er nógu langt gengin
— segir Björn Þórhallsson, fyrsti varaforseti ASÍ, um þau ummæli Þorsteins Pálssonar,
formanns Sjálfstædisflokksins, að peningakerfi landsins sé vanþróað og staðnað
ÞORSTTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í
raeðu á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna, að pen-
ingakerfi þjóðarinnar væri staðnað og vanþróað og væri ein-
staklingum og atvinnuvegunum andsnúið. Vegna þessara
ummæla Þorsteins leitaði Morgunblaðið álits fjögurra full-
trúa banka atvinnulífs og alþýðu og fer það hér á eftir:
„Ég tel að þegar hafi verið
gengið nógu langt á braut
ómengaðrar peningahyggju. Mér
sýnist Þorsteinn vera að boða
enn lengri göngu á þessari braut,
og ég tel okkur vera of langt
komna á henni. Sú hávaxta-
stefna, sem verið hefur hér við
lýði undanfarin misseri, er
helzta orsök vandræða einstakl-
inga og fyrirtækja,” sagði Björn
Þórhallsson, fyrsti varaforseti
Alþýðusambands íslands.
„Ég tel töluvert vera rétt í
þeirri fullyrðingu Þorsteins
Pálssonar, formanns Sjálfstæð-
isflokksins, að peningakerfi
landsins sé vanþróað og staðnað,
enda höfum við mátt sætta
okkur við skömmtunarkerfi á
þessum vettvangi í mörg ár,
bæði einstaklingar og fyrirtæki.
Peningakerfið hefur skroppið
saman og rýrnað. Ríkisstjórn og
Alþingi hvers tíma hefur ráðið
þessu og mótaö. Þorsteinn er þó
aö segja, að núverandi ríkis-
stjórn hafi gert ákveðna hluti til
að breyta þessu, en nógu mikið
hefur enn ekki verið að gert. Ég
held að það sé enginn vafi á því,
að íslenzka peningakerfið sé það
skroppið saman, að íslenzkt at-
vinnulíf á í hinum mestu erfið-
leikum með að fjámagna sig í
því. Peningarnir hafa einfald-
lega rýrnað og óðaverðbólgan á
síðasta áratug hefur valdið því
að peningakerfið I dag er ekki
nógu burðugt til að fjármagna
íslenzkt atvinnulíf. Það er engin
einföld lausn á þessum málum
nema að sparnaður aukist aftur í
þjóðfélaginu. Það er höfuðlausn-
in. Þó er kannski eitt til ráða og
það er að þessi ríkisstjórn, eins
og undanfarnar ríkisstjórnir, er
mjög frek til fjárins á innlend-
um peningamarkaði. Ríkis-
stjórnirnar eru í samkeppni við
atvinnulífið, þær yfirbjóða það I
vöxtum í krafti þess, að stjórn-
málamenn þurfa ekki að standa
persónulega reikningsskil gerða
sinna og það er annar hluti
vandans. Stjórnvöld vilja pen-
ingana hvað sem það kostar og
hrifsa þá frá atvinnulífinu. Þvi
verður að Ijúka. Það gengur ekki
að halda áfram að telja fólki trú
um það, að við getum lifað á þvi
að taka lán, hvort sem það er
innanlands eða i útlöndum,"
sagði Víglundur Þorsteinsson,
formaður félags íslenzkra iðn-
rekenda.
„Mér finnst peningakerfi þjóð-
arinnar illa á vegi statt, en ég
held að hin langvarandi verð-
bólga, sem við höfum búið við, sé
kannski undirrót þess. Menn
hafa anzi mikið gert út á hana.
Ég held að við höfum ekki verið
búin að ná okkur niður á eðli-
legan grundvöll, þegar vextir
voru gefnir frjálsir á síðasta ári
og það hefur aðeins leitt af sér
vaxtahækkun, sem hefur verið
þungbær fyrir atvinnulífið.
Menn hafa nú verið að leita ráða,
en vandinn er að atvinnulff
okkar er mjög illa statt, meira
að segja er ástandið þannig að
þegar verið er að fitja upp á nýj-
um atvinnugreinum til að renna
stoðum undir atvinnulífið er
bankakerfið lokað. Vilji menn
síðan leita á erlendan peninga-
markað, er sú útgönguleið I
mörgun tilfellum lfka lokuð.
Þessi staða er því mjög alvarleg.
Atvinnuvegirnar hafa ekki feng-
ið að byggja upp nauðsynlegt
eigið fjármagn og það er satt að
segja nöturlegt að höfuðatvinnu-
vegur þjóðarinnar, sjávarútveg-
ur og fiskvinnsla, skuli vera eins
illa staddur og raun ber vitni.
Fjármálakerfi þjóðarinnar er
þannig á vegi statt núna, að það
verður að finna einhverjar leiðir
til þess, að þeir aðilar, sem vilja
byggja upp atvinnurekstur og
geta gert það án þess að leita til
opinberra aðilja, fái að leita á
hinn alþjóðlega peningamarkað
eins og gengur og gerist meðal
annarra þjóða. Við erum í úlf-
akreppu og það er margt, sem
hefur farið úr böndunum. Það
skýtur skökku við að vera að tala
um frjálsræði, þegar bannað er
að fara á alþjóðlega peninga-
markaði til að fjármagna fyrir-
tæki á sviði gjaldeyrisöflunar,“
sagði Erlendur Einarsson, for-
stjóri Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga og formaður banka-
ráðs Samvinnubankans
„Ég er sammála Þorsteini
Pálssyni hvað snertir peninga-
málin. Sé litið á fortfðina, er það
ekki bara þetta miðstýrða kerfi,
sem við lýði hefur verið öll þessi
ár, sem á sökina, heldur Ifka
efnahagsstefnan. Bankarnir eru
ekkert einangrað fyrirbrigði, að-
eins þjónustuþáttur f stóru efna-
hagskerfi og lúta þeim lögmál-
um, sem stjórnvöld ákveða
hverju sinni. Ég held lfka að
verðbólguþátturinn sé mjög
veigamikill. Þorsteinn horfir
fram á veginn og þetta tekur allt
sinn tíma. Ég held að við sjáum
nokkrar breytingar til batnaðar
á næstu tveimur til þremur ár-
um, takist að halda verðbólgunni
niðri. Um næstu áramót taka
gildi ný lög um bankana og það
tekur sinn tfma að þau hafi
áhrif. Til marks um stöðu bank-
anna má nefna, að við lýði er
skömmtun á útibúum, sem er
enginn forsenda eðlilegs rekstr-
ar. Þar verða markaðslögmálin
að ráða,“ sagði Sverrir Norland,
formaður bankaráös Verzlun-
arbankans.
Kvikmyndasjóður:
„Eins og
skepnan
deyr“
fær 1,9 milljónir í viöbót
LoftmawUrfirftL 30. ágisL Frá blaftamanni
MorKunbUftHÍnn Vilborgn Eiurndftttur.
ÞAÐ var hamingjusamur hópur sem
vann að kvikmyndatökum hér í
Loðmundarfírði í dag. Bæði var veð-
■r gott, í fyrsta sinn síðan tökur hóf-
ust íyrir 10 dögum, og síðan bárust
þær fréttir að kvikmyndin „Eins og
skepnan deyr... hefði hlotið 1,9
milljón krónur styrk fri Kvikmynda-
sjóði, til viðbótar þeim 2 milljónum
sem voru veittar fyrr i irinu.
„Þegar það gerðist hoppaði ég
hæð mína af gleði, en þessar
fregnir eru svo stórkostlegar að ég
veit vart hvað segja skal annað en
stórt takk til þeirra sem sýna
okkur og handritinu svo mikið
traust. Það eykur enn okkar
ábyrgð og vonandi stöndum við
undir henni,“ sagði Hilmar Odds-
son, leikstjóri og handritahöfund-
ur. Eins og skepnan deyr er hans
fyrsta mynd.
Það er kvikmyndafyrirtækið Bíó
hf. sem framleiðir myndina og
hljóðar kostnaðaráætlun uppá
rúmar sjö milljónir króna. Aðal-
leikarar eru þau Edda Heiðrún
Backman og Kristinn J. Gunn-
arsson, en auk þeirra fer Jóhann
Sigurjónsson með veigamikið
hlutverk. Kvikmyndatökumaður
er Sigurður Sverrir Pálsson og
aðstoðarleikstjóri Þorgeir Gunn-
arsson. Alls vinna 12 manns við
kvikmyndatökuna hér í Loðmund-
arfirði en þeim lýkur síðast í sept-
ember.